Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Ég tel að betur fari á því að einstaklingarreki skóla en hið opinbera. Ég hef samtgengið menntaveginn að mestu leyti í op- inberum skólum. Ég tel einnig að betur fari á því að starfsmenn í heilbrigðiskerfinu séu ekki bara launamenn hjá ríkinu heldur beri einnig ábyrgð á rekstrinum. Ég hef samt nýtt mér opinbera heilbrigðiskerfið. Þá finnst mér að fela eigi einkaaðilum meiri ábyrgð við vegagerð en nú er. Samt ek ég um á ríkislagða malbikinu, meira að segja Hvalfjörðinn fallega þótt einkavegur að sama áfangastað standi til boða. Mér þykja skattar á Íslandi alltof háir og hef barist fyrir lækkun þeirra með margvíslegum rökum. Ég borga þó alla álagða skatta. Ég lagðist gegn lög- um um „laun“ til handa nýbökuðum foreldrum, úr hendi ríkisins, í mörgum tilfellum himinháum, í fæðingarorlofi. Ég er enn sömu skoðunar. Sjálf hef ég þó þegið greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, tvisvar. Er ég ósamkvæm sjálfri mér? Er það hræsni að ganga í opinberan skóla en vera um leið fylgjandi einkareknum skólum? Ég hefði auðvitað getað sleppt því að lesa lög- fræði við Háskóla Íslands og lært t.d. nudd í ein- um af fáum einkareknum skólunum sem þá störfuðu. Ég gæti líka tékkað mig inn á Mayo Clinic þegar ég verð veik. Þetta með göturnar og gangstéttarnar er vandasamara en mögulega gæti ég samið við borgarbúa um að mega ganga á grindverki og á lóðum þeirra heiman frá mér til vinnu. En væri öll þessi staðfesta baráttu minni til framdráttar? Þar sem ég sæti í fangelsi fyrir stórfelld skattundanskot, yrði þrýsting- urinn um skattalækkun óbærilegur fyrir löggjaf- ann? Formaður Bjartrar framtíðar hefur eins og margir aðrir lagst mjög gegn leiðréttingunni svokölluðu, hann með þeim rökum að með henni væri verið að hjálpa fólki sem ekki þyrfti hjálp. Um áramótin lýsti hann því svo yfir að hann myndi ekki þiggja leiðréttinguna. Hann sótti að vísu um en að sögn í þeim tilgangi einum að hafna henni. Væntanlega líka í þeim tilgangi að geta upplýst um hversu mikla aðstoð hann væri að afþakka. Nú kann að vera að formaður þessi þiggi ekki barnabætur, vaxtabætur og fæðing- arorlof svo dæmi séu tekin af aðgerðum til að hjálpa þeim sem minnst hafa. En ef það er ekki svo þá er yfirlýsing sem þessi dæmigert lýð- skrum stjórnmálamanns. Fyrir utan að þjóna engum tilgangi öðrum en slá sjálfan sig til ridd- ara gerir hann lítið úr þeim sem eru sammála honum um leiðréttinguna sem slíka en hafa hreinlega ekki efni á að láta hana fram hjá sér fara. Og hví skyldu menn líka láta hjá líða að tak- marka mögulegt tjón sitt af „leiðréttingunni“ t.d. vegna verðbólgu sem af henni hlýst, með því að þiggja ríkisstyrkinn? Píslarganga stjórnmálamanns * Það getur verið þunnlína á milli lýðskrumsog stefnufestu í stjórn- málum. Menn geta hins vegar farið eftir lögum þótt þeir séu þeim andvígir. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Samningar náðust við lækna í vik- unni. Forstöðumaður höfuðborg- arstofu, Einar Bárðarson, skrifaði á Twitter rétt áður en samið var: „Af hverju finnst formanni samn- inganefndar lækna að kröfur þeirra komi okkur ekki við? Læknar eru að semja við okkur ? #hallo!“ Þegar samningar höfðu þá tekist bætti hann við annarri læknafærslu: „Samningar hafa náðst við Dr. Love, Dr. No, Dr. Hook og Dr. Feelgo- od.“ Bubbi Mort- hens lét heldur ekki hjá líða að leggja orð í belg og skrifaði á Face- book: „Þúsund sjúklingar á færibandinu þokast nær.“ Voðaverkin í París í vikunni voru fólki hugleikin og lögðu margir orð í belg á samfélagsmiðlunum. Nanna Rögnvaldardóttir mat- argúru skrifaði á Facebook: „At- burðir eins og í País í gær koma manni til að hugsa. Eða mér alla- vega. Um tjáningarfrelsið og hvar mörk þess liggja, til dæmis. Um hvað gerist þegar ósamrýmanlegum viðhorfum, lífsskoðunum eða grundvallarprinsippum slær saman – og hvaða afstöðu maður á að hafa til þess. Um hugrekki og hugleysi. Um samkennd og samábyrgð. Og bara svo margt annað sem kristall- ast á ýmsan hátt í þessum atburð- um, aðdraganda þeirra og eft- irköstum, sem þó sér engan veginn fyrir endann á. Ég hef einhvernveg- inn á tilfinningunni að ég eigi eftir að hugsa töluvert meira á næstunni.“ Elín Hirst skrif- aði á Facebook: „Ég er Charlie. Ég er mjög hrifin af þessu slagorði sem sýnir samúð í garð þeirra sem féllu fyrir morð- ingjahendi í París í gær, ásamt því að vera skilaboð til hryðjuverkamann- anna sem frömdu ódæðið; með því að ráðast á þá ertu að ráðast á mig.“ AF NETINU Vettvangur Breiðskífan What’s hidden there með goðsagnakennda rokkbandinu íslenska Svanfríði er til sölu á upp- boðsvefnum Ebay og er ásett verð hjá seljanda litlar 130.000 íslenskar krónur. Platan er sögð upprunaleg útgáfa frá 1972 en þau eintök eru afar sjald- gæf og þykja gullmolar hjá aðdáend- um hljómsveitarinnar. Þannig tók Hi Note-útgáfan í Bretlandi sér það kolólöglega bessaleyfi að setja plöt- una á geisladisk árið 1995, með því að láta afrita vínyleintak af plötunni. What́s hidden there hefur einnig verið seld endurútgefin á löglegan hátt af þýsku útgáfunni Shadoks Music sem gaf hana út árið 2011 í 500 tölusettum vínyleintökum og einnig á geislaplötu. Þótt tónlistin hafi ekki verið mikið spiluð opinberlega hérlendis frá því að bandið var og hét er hún í miklum metum víða erlendis og á sér aðdá- endur um allan heim. Hefur því ver- ið fleygt um þessa tilteknu plötu Svanfríðar að hún hefði orðið víð- fræg ef hún hefði verið gefin út í Bretlandi og á heimasíðu Shakods- útgáfunnar er hún kölluð ein besta neðanjarðarplata sem komið hefur frá Skandinavíu. Svanfríður spilaði aðeins saman í tvö ár en meðlimir Svanfríðar voru þeir Pétur Kristjánsson sem söng, Birgir Hrafnsson á gítar, Gunnar Hermannsson á bassa, Sigurður Karlsson á trommum og Björgvin Gíslason á gítar. Róbert Árni Heið- arsson samdi lagatextana á enska tungu. What́s hidden there var hljóðrituð í London með Didda fiðlu, Sigurði Rúnari Jónssyni, en hljómsveitin leystist upp aðeins rúmu ári eftir að hún var stofnuð, árið 1973 en hafði þá túrað um allt land og eignast aðdáendur víða. Seljandi plötunnar er í Svíþjóð og segir á Ebay að bæði sé platan upp- runaleg og einnig að plötuhulstrið og platan sjálf séu í góðu ástandi. Þess má geta að fyrir um 10 árum komust þessar plötur einnig í fréttirnar fyrir að vera dýrar en þá kostuðu þær um 70.000 íslenskar krónur. Eintak af What’s hidden there á 130.000 kr. Mynd af plötu Svanfríðar sem seljandinn hefur sett á Ebay. ebay.com Pétur Kristjánsson var einn af for- sprökkum hljómsveitarinnar Svanfríðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.