Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Síða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Síða 21
Morgunblaðið/Árni Sæberg Færeyjar voru ofarlega á lista bæði CNN og National Geographic Traveler til ferðalaga á árinu. Hér má sjá Þórshöfn í sinni litríku dýrð. 11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Topp tíu lönd: Singapúr Namibía Litháen Níkaragva Írland Lýðveldið Kongó Serbía Filippseyjar Sankti Lúsía Marokkó Topp tíu borgir: Washington D.C. El Chaltén, Argentínu Mílanó, Ítalíu Zermatt, Sviss Valletta, Möltu Plovdiv, Búlgaríu Salisbury, Bretlandi Vín, Austurríki Chennai, Indlandi Toronto, Kanada Topp tíu svæði: Gallipoli-skagi, Tyrklandi Klettafjallaþjóðgarðurinn, Banda- ríkjunum Toledo-svæðið, Belís Tasmanía, Ástralíu Norður-Noregur Khumbu, Nepal Copper-gil, Mexíkó Flores, Indónesíu Atacama-eyðimörkin, Síle Macau, Kína Topp tíu í verði: Túnis Suður-Afríka Sjanghæ Samóa Balí Úrúgvæ Portúgal Taívan Rúmenía Búrkína Fasó Úrvalslistar Lonely Planet fyrir 2015 Topp 20 bestu áfangastaðirnir: Færeyjar Korsíka, Frakklandi Medellín, Kólumbíu Koyasan, Japan Maramures, Rúmeníu Haida Gwaii, Kanada Oklahoma-borg, Bandaríkjunum Túnis, Túnis Choquequirao, Perú Sark, Ermarsundseyja Hyderabad, Indlandi Port Antonio, Jamaíka Taívan Zermatt, Sviss The Presidio, San Francisco Mergui-skerjagarðurinn, Búrma Sea Islands, Suður-Karólínu, BNA Mont St. Michel, Frakklandi Esteros del Iberá, Argentínu National Mall, Washington D.C. Úrvalslisti National Geographic Traveler fyrir 2015 Íslendingar hafa oft litið framhjá Færeyjum til ferðalaga enda er auð- velt að líta langt yfir skammt í þess- um efnum. Nú er það vart hægt lengur því Færeyjar urðu fyrir val- inu sem toppáfangastaður lesenda National Geographic Traveler fyrir árið 2015 og komust á lista hjá CNN. Ástæðan fyrir því að Færeyjar kom- ast á blað núna er ekki síst að þær eru einn af tveimur stöðum í heim- inum (á landi), hinn er Svalbarði, þar sem hægt verður að sjá almyrkva á sólu á árinu. Gömul færeysk þjóðsaga segir söguna af fjórum bræðrum sem bjuggu í þorpinu Sumba á suður- hluta eyjanna. Þetta voru dugmiklir bræður, sem voru stöðugt að rífast og jafnvel hótuðu hver öðrum lífláti. Dag einn voru þeir í fjöllunum að huga að fé sínu þegar myrkur skall skyndilega á. Þeir urðu logandi hræddir og lofuðu Guði að ef þeir lifðu þetta af myndu þeir bæta ráð sitt og verða betri menn. Þessi saga er talin tengjast almyrkva á sólu sem átti sér stað í Færeyjum 30. maí 1612 klukkan 11.25. Núna er hins- vegar stóra spurningin hvað gerist klukkan 9.41 20. mars 2015? Fær- eyingar eru að minnsta kosti við- búnir að taka á móti fjölda ferða- manna af þessu tilefni og verður haldið rækilega upp á þetta þar. Það búa einungis tæplega 50.000 manns í Færeyjum, sem eru hluti af Danmörku. Landslag er stórbrotið í eyjunum og mörg óbyggð svæði og krúttleg hús. Til dægrastyttingar er hægt að fara í lundaskoðun og köfun svo eitthvað sé nefnt. Svo er auðvit- að hægt að versla í Þórshöfn og mælir National Geographic Traveler sérstaklega með heimsókn í búðina Guðrun & Guðrun til að kaupa hand- prjónaða peysu, líkt og Sarah Lund klæddist í Glæpnum. Peysurnar eru aðeins í náttúrulitum og hægt að kaupa þær fyrir konur, karla og börn. Tímaritið mælir ennfremur með veitingastöðunum KOKS, sem er innréttaður á nýtískulegan hátt og sérhæfir sig í nýnorrænni matar- gerð, og Áarstova, sem býður upp á heldur hefðbundnari mat eins og soðinn þorsk, reyktan lax og hum- arsúpu í heimilislegu umhverfi. Þessir veitingastaðir eru báðir í Þórshöfn. Íslendingar geta bæði flogið til Færeyja og tekið Norrænu á sumr- in. Þórshöfn er höfuðborg Færeyja og þar er margt að sjá og gera. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólmyrkvinn lokkar fólk til eyjanna www.reykjafell.is Nánari upplýsingar veita löggiltir rafverktakar. Rétt uppsetning og meðhöndlun tryggir endingu og ábyrgð, öryggi í þína þágu. Falleg hönnun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.