Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 44
Stjörnukortið GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON www.islenskstjornuspeki.is Innhverfur og dulur Jón Arnór er hógvær og jarðbundinn í grunneðli sínu. Hann er duglegur og samviskusamur. Hann er inn- hverfur, dulur og frekar lokaður tilfinningalega, a.m.k. gagnvart ókunnugum. Hann er næmur og frekar utan við sig. Hann dvelur því töluvert í eigin heimi. Jón Arnór býr yfir miklum sprengikrafti þegar líkamlegt atgervi og íþróttir eru annars vegar. Þegar litið er til heildarinnar má segja að Jón Arnór sé fallegur og heilsteyptur maður. Venus, kærleiks- og feg- urðarorkan, var að rísa yfir sjóndeildarhringinn þegar hann kom í þenn- an heim. Sjálfsgagnrýni getur stíflað tjáningu Jón Arnór er kurteis, yfirvegaður og málefnalegur þegar hugsun er annars vegar. Hann hefur sterka réttlætiskennd. Hann vandar sig hvað varðar máltjáningu og það stundum um of, þ.e.a.s. sjálfsgagnrýni getur háð honum og stíflað tján- ingu hans. Þessi eiginleiki getur hindrað hann í að afla sér menntunar. Á móti má segja að Jón Arnór er athafnamaður, sá sem vill hreyfa sig líkamlega og framkvæma, en ekki sitja hangandi yfir bókum. Það er í raun næsta augljóst. Sem Meyja þá beinist athygli hans töluvert að heilsumálum, því að hámarka afköst líkamans og huga vel að næringu og hvíld. Það er Meyjan sem fann upp á því að telja kaloríur í einstökum mat- vælum. Hún er smámunansöm og nákvæm svo um munar. Og fullkomnunar- áráttan er sterk. Í góðu jafnvægi Jón Arnór er í góðu jafnvægi þegar tilfinningar eru annars vegar. Þessi þáttur tilverunnar er ekki að þvælast fyrir hon- um. Hann elskar Lilju sína og börnin. Punktur. Hann er mikill fjölskyldumaður. Hann er opinn og hlýr gagnvart sín- um nánustu, en var um sig og varkár gagnvart ókunnugum. Hann er sömuleiðis frekar gagnrýninn á sjálfan sig, næmur á neikvæðni og ýmis smáatriði sem hann kann að sjá í eigin fari. Má brjóta sig út úr skelinni Elsku Jón. Þú ert afreksmaður í íþróttum. Það er augljóst. Þú býrð yfir miklum sprengikrafti. Bar- áttuorka þín (mars) er eldur (í Bogmanni). Þú starfar einungis á fullum dampi þegar þú logar af áhuga. Orkukerfi þitt er frekar kalt, fyrir utan baráttuorkuna. Til að hún blómstri þarftu að hita vel upp, ná upp bruna sem kveikir í stríðsmanninum. Vandamálið við eldinn er að það er ekki hægt að segja honum að loga í þrjár mínútur og síðan slökkva í þrjár og kveikja aftur í þrjár. Þú þarft að vita af þessu og þjálfari þinn þarf sömuleiðis að vita af þessu. Einhverjum kann að finnast þetta eld-tal einkennilegt. En mál- ið er að eldsmerkin, Hrútur, Ljón og Bogmaður, búa yfir þeim eiginleikum að þurfa að loga og brenna af áhuga, til að hafa full- an aðgang að orku sinni. Síðan er það hógværðin. Þú mátt láta vita meira af þér. Mátt brjóta sjálfan þig aðeins út úr skelinni. Og í kjölfarið taka aukin völd á vellinum. Hógværð er kostur, en ef þú situr um of á eig- in egói, þá ná eldurinn og sprengikrafturinn ekki að njóta sín sem skyldi. Vertu endilega kurteis í einkalífinu, en leyfðu villi- manninum að koma fram í hita leiksins. Og að lokum, fullkomnunarþörf, sjálfsgagnrýni og ímyndunarafl. Ég tel, Jón Arnór, að þú eigir til að brjóta þig niður. Hafa áhyggjur af smáatriðum. Tala of mikið við sjálfan þig. Jóga og hugleiðsla geta hjálpað upp á þetta atriði. Hugleiðsla sem þjálfun í vakandi athygli, því að vera án þess að hugsa, getur hjálpað þér að ná enn lengri í íþróttinni. Íþróttamaður sem er stöðugt að hugsa um stöðuna í hita leiks- ins getur fyllst kvíða sem dregur úr getu hans. Ef hann er að hugsa um eigin frammistöðu og lítur um of á klukkuna, þá tapar hann einbeitingu. Íþróttamaður sem hugsar hvorki um stöðu leiksins né gang klukkunnar, dreifir ekki athygli sinni og berst af krafti fram á síðustu stundu. Hann einbeitir sér allan tímann. Hann getur framkvæmt hvað sem er, á sekúndubroti. Hógvær en frekar utan við sig JÓN ARNÓR STEFÁNSSON ER FÆDDUR 21. SEPTEMBER 1982, KLUKKAN 6 UM MORGUN, Í SKÖVDE, SVÍÞJÓÐ. SÓLIN (GRUNNEÐLI OG LÍFSORKA), VENUS (KÆRLEIKSORKA) OG RÍSANDI (FRAMKOMA) ERU Í HINU JARÐBUNDNA MEYJARMERKI, TUNGLIÐ (TILFINNINGAR OG VANAHEGÐUN) Í HINUM NÆMA OG DULA SPORÐDREKA, MERKÚR (HUGSUN) Í HINNI FÁGUÐU OG KURTEISU VOG OG MARS (BARÁTTUORKAN) Í HINUM LÍFLEGA OG LEITANDI BOGMANNI. ÕGrunneðli ] Vitsmunir Y Tilfinningar — Ráðleggingar Ljósmynd/Unicaja B. Fotopress Meyjan (23. ágúst – 23. september) Meyjarmerkið spannar síðustu þrjátíu daga sumars. Gróður hefur náð blóma og ávextir jarð- arinnar þroska. Meyjan er því fædd á frjósömum uppskerutíma, tíma athafnasemi, vinnu og undirbún- ings fyrir komandi vetur. Verkefni hennar er að koma uppskeru í hús. Þetta er nokkurs konar vertíð- artími náttúrunnar. Meyjan er því þjónustu- og vinnumaur dýrahringsins. r  Jón Arnór Stefánsson er í sambúð með Lilju Björk Guðmundsdóttur, lög- fræðingi, og þau eiga tvö börn, Guðmund Nóel og Stefaníu Björk.  Foreldrar hans eru Stefán Eggertsson og Ingigerður Jónsdóttir. Jón Arnór kem- ur úr mikilli íþróttafjölskyldu og systkini hans, Íris, Ólafur, Stefanía og Eggert, hafa öll látið til sín taka á því sviði og Ólafur var jafnframt fjórum sinnum kosinn íþróttamaður ársins á árunum 2002-2009.  Hann lék körfubolta upp alla yngri flokkana með KR og fór síðar í nám til Bandaríkjanna. Tímabilið 2000-2001 var fyrsta tímabil hans með KR í úrvalsdeild og var hann þá valinn besti nýliði deild- arinnar.  Árið 2002 hélt hann svo út í atvinnu- mennsku og hófst þá blómlegur ferill hans erlendis þar sem hann hefur spilað körfubolta í bestu deildum heims. Hann hefur komið víða við og meðal annars spilað í NBA-deildinni í Bandaríkjunum, Rússlandi, Þýskalandi og Spáni.  Jón Arnór hefur spilað með íslenska landsliðinu frá 18 ára aldri og fór fyrir liðinu í sumar þegar það bar sigurorð af liði Breta í mögnuðum leik og tryggði sér þannig í fyrsta skipti sæti í lokakeppni Evrópumótsins í körfuknattleik sem fram fer í september. JÓN ARNÓR STEFÁNSSON KÖRFUBOLTAMAÐUR 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.