Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 49
11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Samband Drafnar og svansins Kára fór í nokkra fjölmiðla og meðal annars var vitnað til sam- bands þeirra í áramótaannálum yfir hápunkta ársins. Vegfarendur urðu undrandi þegar þeir sáu Dröfn og svaninn í faðmlögum á tjarnarbakkanum en Dröfn var sú eina af skólasystk- inum sínum sem fékk að klappa honum og kyssa þrátt fyrir að allir hefðu margreynt það. Að vísu hélt Dröfn í viðtali sem birtist í DV árið 1991 að einn annar full- orðinn maður, sem gegndi sorp- hirðustarfi, fengi líka stundum að klappa honum. Ef Dröfn fann ekki Kára þegar hún kom að Tjörninni dugði henni að kalla á hann með nafni. Hér er brot úr viðtali sem birtist við Dröfn í DV: „Við kynntumst í október. Ég var að koma úr leikfimi og sá þá hvar svanurinn var í þann mund að ganga út á götuna. Mér rétt tókst að stoppa hann af. … Kári beit mig oft í fyrstu en er stein- hættur því. Hann þekkir mig alltaf þegar ég kem og það er sama í hvaða fötum ég er.“ Ástarsamband Drafnar og Kára unnar og ekki meiri ástæða til að tala þennan hluta niður en hvern annan sem fólk hefur áhuga á.“ Dröfn er sem sagt enginn fúskari á sínu sviði. „Ég er ekki kona með puttann á púlsinum, nei nei nei, ég er konan sem setti puttann á púls- inn.“ Dröfn skellihlær þar sem við spjöllum á Skype í morgunsárið, hjá henni það er að segja. Blaðamaður er í myrkrinu klukkan fjögur á Ís- landi og Dröfn að vakna við sól og blíðu klukkan átta í Los Angeles. Þau hjónin ráða sér að miklu leyti sjálf. Þegar stór verkefni eru í vinnslu eru þau að dag og nótt. Síð- ustu árin áður en Dröfn flutti út starfaði hún meðal annars fyrir Fí- ton sem verkefnastjóri og hug- myndasmiður. Úti eru verkefnin talsvert stærri. „Við störfum bæði í leikmynda- deild í framleiðslu og vinnum fyrir alls kyns stór fyrirtæki. Við vorum að vinna að auglýsingu fyrir Honda og Weight Watchers svo eitthvað sé nefnt en þetta eru fyrirtæki af öll- um gerðum. Starfið hentar mér vel en ég hugsa að fólk þurfi að hafa ákveðin persónueinkenni til að end- ast í þessu starfi. Þú kannast við fólk sem fer með innkaupalista í Bónus með fimm hlutum og kemur heim með allt vitlaust, og svo eru aðrir sem þú getur látið hafa milljón og beðið um að græja 100 hluti og hitta þig svo úti á Leifsstöð og það stenst upp á mínútu og krónu. Mæður eru til dæmis frábærir framleiðendur því þær geta múltí- taskað, græjað og gert allt í einu. Það dugir heldur ekki að vera feim- inn, sem ég er ekkert sérstaklega. Það getur hins vegar flækst fyrir, við Íslendingar erum í svo litlu sam- félagi að við spáum ekki í hvort við séum að spjalla við manneskjuna í mötuneytinu eða leikstjóra en hér ytra er þetta formfastara og gogg- unarröðin meira á tæru. Þetta við- mót hefur vissulega hjálpað mér en ég hef líka rekið mig á það að stundum er framhleypni alls ekkert sniðug. Þegar eitthvað kemur skyndilega upp á; það þarf að slökkva óvænta elda, er ég vön að kasta fram hugmyndum en ég hef lært að hér úti vill fólk þitt álit svona hér um bil aðeins þegar þú ert spurður beint, svo ég hef nú að- eins reynt að dempa mig.“ Hægt að gera og leigja allt í LA Hvernig er dæmigerður dagur? „Hver er öðrum ólíkur. Stundum erum við þrjú að vinna að verkefn- inu, stundum fjörutíu. Þetta er allt austurhluta LA, þetta er hverfi fullt af listafólki og lattelepjandi hip- sterum.“ Hópurinn vann sjálfur í því að gera húsnæðið flott fyrir verslunina. „Við flotuðum gólfið, sem kom Kan- anum mjög annarlega fyrir sjónir, þeir höfðu aldrei séð þessa aðferð, og smíðuðum innréttingarnar sjálf sem þótti líka stórfurðulegt – hér eru það iðnaðarmenn sem fá slík verk í hendur og enginn annar. Við opnuðum verslunina í haust og það hefur gengið framar vonum. Við vinnum þetta út frá norrænu þema – höfum haft smurbrauðs- og áka- vítiskvöld en verslunin er þar að auki gallerí svo að hér eru líka ís- lenskir listamenn með sýningar. Freyja Reynisdóttir sýnir hjá okkur núna og Katla Rós er að setja upp sýningu. Lykillinn er að vera smart versl- un en þó ekki snobbuð „get ég að- stoðað þig að finna útganginn“- hátískubúð. Út frá því að eiga í góð- um samskiptum við fólkið í hverfinu höfum við líka fengið alls konar fólk inn til okkar með Íslandsáhuga; fólk kemur hingað til að segja okkur frá því að það sé á leiðinni til Íslands, mamma þeirra hafi verið að að koma þaðan, bróðir að gifta sig þar og svo framvegis.“ Dröfn og Johnny koma reglulega til Íslands og nýta þá Íslandsferð- irnar til að ferðast meira um leið í Evrópu en alla jafna eru þau dugleg að ferðast þegar þau eru í fríi frá vinnunni og stefna á Japansferð nú í vor. Heimili þeirra úti er líka ágætis samkomustaður og margir hafa heimsótt þau frá Íslandi. „Ég er mjög ánægð hér en hver veit nema í framtíðinni geti ég búið á báðum stöðum, draumurinn væri að búa hálft árið hér og hálft árið á Ís- landi. Skype, Facebook og allt það hefur bjargað mér, ég get fylgst með fólki mála íbúðina sína og skíra börnin sín í gegnum tölvuna svo að ég er nokkuð sátt við möguleikana sem netið hefur gefið manni,“ segir Dröfn og heldur út í sólríkan dag berleggjuð með sólgleraugu meðan blaðamaður hækkar ofnana á ull- arbrókunum. frá því að skrifa reikninga upp í að láta sérsmíða fyrir mig hjartalaga konfekt og finna 10 metra langan banana. Við erum iðalega í þannig verkefnum að við erum að leita að einhverju „brjáluðu“ en hér úti er sem betur fer ótrúlega margt slíkt í boði. Ég hef leigt slökkviliðsbíl, bif- reið sem var ónýt eftir árekstur, til- búna rigningu og ég hef keypt nokkra poka af hreinu rusli sem við notuðum í auglýsingu þar sem felli- bylur kom við sögu. Við fleygðum ruslinu á myndavélina og þetta máttu ekki vera matarleifar eða eitthvað svoleiðis þannig að þetta var hreinn pappír.“ Þau Johnny Rozas kynntust á þeim sáluga samfélagsmiðli My- space. Fyrir þá sem muna ekki eftir honum þá var hann fremur vanþró- uð útgáfa af Facebook og dó drottni sínum þegar þróaðri samskonar fyr- irbæri fóru á stjá. Þau fóru að spjalla þvert yfir hafið en þau áttu sameiginlegan vin sem bjó úti í Los Angeles. Fyrstu árin spjölluðu þau bara saman sem vinir. Þá fóru þau að vera í meiri samskiptum því hundur Johnny var veikur og var Dröfn afar áhugasöm um hvernig hundinum reiddi af. Það endaði á því að þau fóru að heyrast í síma og hittust að lokum. Þegar Dröfn flutti út hafði hún þó verið úti áður, með- al annars með Svölu Björgvinsdóttir tónlistarkonu en þær stöllur eru nánar vinkonur til margra ára. Nú búa þær báðar úti. Dröfn er hins vegar ekki síður upptekin núna í verslunarrekstri sínum. „Við erum saman í þessu við Sig- rún Ólafsdóttir klæðskeri og Helga Guðný Theodórs, grafískur hönn- uður, ásamt eiginmönnum okkar allra en þetta er búið að vera draumur okkar lengi. Þetta má því kalla hjónaframtak okkar allra en við byrjuðum einfaldlega á því að skrifa niður lista af íslenskum hönn- uðum sem okkur langaði að selja vörur frá. Helga Guðný bjó svo til vörumerkið okkar, útfærslu af skjaldarmerkinu, og það var veru- lega vel heppnað hjá henni. Við fundum frábært húsnæði í hverfi sem er í miklum uppgangi hér í Ljósmyndir/Ingólfur Guðmundsson Dröfn og Johnny Rozas kynntust á þeim sáluga sam- félagsmiðli Myspace og spjölluðu þvert yfir hafið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.