Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Ferðalög og flakk TOPPÁFANGASTAÐIR ÁRSINS AÐ MATI ÞEKKTRA FERÐATÍMARITA Hvert á að ferðast árið 2015? HVERT LIGGUR LEIÐIN Í SUMAR- EÐA VETRARFRÍINU Í ÁR? MÖGULEIKARNIR ERU ÓENDANLEGIR OG OFTAST TAKMARKAÐIR AF FJÁRRÁÐUM OG TÍMA FREKAR EN HUGMYNDAFLUGI. HÉRNA ERU TALDIR UPP NOKKRIR ÁFANGA- STAÐIR BÆÐI NÆR OG FJÆR SEM ERU OFARLEGA Á BLAÐI FYRIR ÞETTA ÁR. Á LISTUNUM SEM BIRTIR ERU HÉRNA TIL HLIÐAR MÁ FINNA ENN FLEIRI ÁFANGASTAÐI FYRIR ÞÁ SEM VILJA LÁTA SIG DREYMA EÐA BYRJA AÐ SKIPU- LEGGJA DRAUMAFRÍIÐ. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Nambibía lenti í öðru sæti yfir lönd til að heimsækja 2015 hjá Lonely Planet. Landið fagnar 25 ára sjálf- stæðisafmæli í ár. Landið hefur náð miklum árangri í sjálfbærri þróun og er fyrsta landið í Afríku sem set- ur umhverfisvernd í stjórnarskrána. Til að ná markmiðum sínum fá héruð vald yfir sínu svæði og hefur árang- urinn verið góður. Þetta hefur þó ekki komist eins mikið í fréttirnar og landeyðing, veiðiþjófnaður eða aðrar hörmungar annars staðar í álfunni. Alls eru 19% landsins þjóðgarður eða fólkvangur og hefur það mikil áhrif. Dýralífið blómstrar og ólíkt annars staðar er ljónum og gíröffum að fjölga. Dýralífið og náttúran heillar í Namibíu. Ljósmynd/Hans Hillewaert Náttúrufegurð í Namibíu Washington D.C. er á listanum hjá Lonely Planet og ennfremur er National Mall-garðurinn í borginni á listanum hjá National Geograp- hic Traveler. Washington er ein- hver besta borg í heiminum til að sækja heim söfn og skoða minn- ismerki og dregur Smithsonian- safnið marga að. Á þessu ári verða liðin 150 ár frá því að Abraham Lincoln var myrtur og verður þess minnst með ýmsum hætti. Til dæmis verður hægt að skoða hinn fræga pípuhatt þessa 16. forseta Bandaríkjunna og byssuna sem hann var myrtur með. Ef til vill hefur haft áhrif á vin- sældir borgarinnar að tveir vinsæl- ir sjónvarpsþættir gerast í henni, Spilaborg og Scandal. Áherslan er þó þar á mannlífið fremur en minn- ismerki en þau eru þó alltaf í aug- sýn í borginni. Fyrir utan aðdráttarafl sögunnar þykja nú vera margir góðir veit- ingastaðir í borginni sem bjóða upp á framandi mat og nætur- klúbbarnir eru líflegir. Ennfremur er hægt að versla og þá ekki síst í Georgetown, sem hefur blómstrað sem tískuhverfi að undanförnu. Bæði Icelandair og WOW eru með beint flug til Washington. Minnismerki og matsölustaðir Minnismerki um hermenn sem féllu í Víetnam. Minnismerkið um Georg Washington rís í bakgrunni. Morgunblaðið/Einar Falur Macau er ekki lengur lélegri útgáf- an af Las Vegas heldur hefur stað- urinn vaxið og dafnað síðustu ár. Tekjurnar af spilavítunum þar eru sex sinnum meiri en í Las Vegas. Nýríkir Kínverjar streyma þangað til að stunda fjárhættuspil og skemmta sér. Macau hefur þó upp á margt fleira að bjóða en spilavíti. Portú- gölsk arfleifð staðarins þýðir að matargerðin þar er suðupottur af evrópskum, afrískum, indverskum og kínverskum mat. Hvar annars staðar er hægt að heimsækja kínverskt búddahof um morguninn, fara í hæsta teygju- stökk í heimi yfir miðjan daginn, borða á Michelin-veitingastað um kvöldið, fara í sitt fínasta púss á skemmtisýningu um kvöldið og enda á nætursnarli á kínverskum götumarkaði? Glys, þys og spilavíti Tekjurnar af spilavítunum í Macau eru sex sinnum meiri en í Las Vegas. Ljósmynd/Diego Delso Zermatt er á báðum úrvalslistunum sem birtir eru hér til hliðar sem hlýt- ur að hafa eitthvað að segja. Nú þeg- ar dregur bærinn að sér eina og hálfa milljón ferðamanna á ári. Ástæðan er helst sú að þetta er eini bærinn við hina svissnesku hlið fjallsins Matterhorn. Fjallið er ekki það stærsta í Ölpunum en það er ein- stakt að lögun og er áreiðanlega það fjall í heimi sem hvað flestar myndir hafa verið teknar af. Ástæðan fyrir því að Zermatt kemst á blað nú er líklega að á árinu verða 150 ár liðin frá því að Edward Whymper fór í félagi við sex aðra fyrstur allra á þennan 4.478 metra háa tind. Fjórir úr leiðangrinum létu lífið á niðurleið. Af þessu tilefni verða ýmsar uppá- komur, þar á meðal opnun staðarins Hörnli Hut við fjallsræturnar og frumsýning á leikhúsverki sem end- urgerir þennan fyrsta leiðangur. Næsti flugvöllur frá Zermatt er Zürich en Icelandair hefur flug þangað á ný 2. maí. Matterhorn heillar 150 ár eru síðan fyrsti leiðangurinn komst alla leið á toppinn á Matter- horn. Ljósmynd/Andrew Bossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.