Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 4
Regluverkið stendur mannúð- legri búskap fyrir þrifum Í síðustu sunnudagsútgáfu varfarið í saumana á þeim val-kostum í kjöti sem neytendum standa til boða, og reynt að komast að niðurstöðu um hvaða kjöts má neyta með minnstu samviskubiti yfir uppvaxtarskilyrðum dýranna og slátrun. Greinin vakti viðbrögð, bæði meðal dýravina og bænda og eðli- legt að gaumgæfa betur hvar skór- inn kreppir í landbúnaðinum, hvað er gert vel og hvað illa. Í dag virðast þeir sem vilja kaupa mannúðlega framleitt kjöt og egg þurfa að kaupa vöruna í gegnum samtök á borð við Beint frá býli því framboðið er lítið sem ekkert í venjulegum matvöruverslunum. Guðmundur Jón Guðmundsson er formaður Beint frá býli. Hann segir neytendur leita í kjötið frá samtökunum því þar er hægt að sjá vel hvernig dýrin fá að þrífast. „Framboðið er ekki mikið en eft- irspurnin er greinilega til staðar og gengur félagsmönnum vel að selja kjötvörur sínar.“ Guðmundur segir m.a. þann galla á hinu almenna fram- leiðsluferli kjöts að stóru slát- urhúsin gera engan greinarmun á því við hvernig aðstæður dýrin ól- ust upp. „Kjötið er eingöngu flokk- að eftir fitu- og holdfyllingu en fer annars allt í sama pakkann. Kerfið gefur ekki möguleika á að aðgreina sérstaklega í verslunum vöru þeirra bænda sem verja tíma og fjármunum í að hlúa betur að skepnunum.“ Þar með verður strax ill- mögulegt fyrir neytandann að kjósa með veskinu úti í búð hvern- ig kjötframleiðendur hann vill styðja. „Í hinu hefðbundna kerfi er kjötið allt verðlagt eins, og þar standa þeir best að vígi rekstr- arlega sem ná að troða eins mörg- um dýrum og þeir mögulega geta á hvern fermetra.“ Ósveigjanlegt apparat Að sögn Guðmundar er regluverkið líka til þess fallið að draga kraftinn úr minni bændum og þeim sem vilja gera tilraunir í smáum stíl með mannúðlega ræktun. „Um leið og bóndi er kominn með fleiri en einn grís í sína umsjá þarf hann að upp- fylla allar sömu kröfur og risavaxin bú, með tilheyrandi kostn- aðarsömum úttektum og mælingum. Skemmtilegt dæmi um hvernig regluverkið heftir er bóndakona sem vildi selja mjólk úr sauðkindum og kalla það „kindamjólk“ sem hún hélt að neytendur myndu skilja bet- ur en „sauðamjólk“. En þar sem reglugerðin talar um „sauðamjólk“ mátti hún ekki selja vöruna undir öðru nafni.“ Svona getur Guðmundur talið upp mörg dæmi og má skilja á honum að lítill vilji sé í kerfinu til að hjálpa frekar en hindra. „Fær- anlegar sláturstöðvar er t.d. hug- mynd sem mér líst vel á og til þess gerð að hlífa dýrunum við erfiðum flutningum um langan veg í næsta sláturhús. Þegar hugmyndir um slíkan sláturbíl voru viðraðar gerðu embættismenn og stofnanir það ljóst að þá yrðu gerðar slíkar kröf- ur um notkun þessara stöðva að það yrði nánast ógjörningur fyrir bændur að uppfylla þær. Veit ég að litla handverkssláturhúsið á Seglbúðum sem var opnað fyrir skömmu var í stimpingum við kerf- ið í mörg ár og stóð fullbúin að- staðan ónotuð í 1-2 ár.“ Þrátt fyrir allt þetta telur Guð- mundur að það eigi að geta verið mögulegt að stunda mannúðlegan búskap á markaðsforsendum, jafn- vel þótt reikna megi með að varan geti orðið 10-30% dýrari en annað kjöt. Hér og þar virðast bændur vera að setja sig í stellingar og reiðubúnir að fjárfesta í tækifær- unum sem virðast vera til staðar á markaðinum. „Aldrei fengið betra svína- kjöt“ Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi í Grænuhlíð (www.dalanaut.is), kannast við margt af því sem Guð- mundur segir. Stutt er síðan Þór- ólfur tók við búskapnum af for- eldrum sínum og hefur hann m.a. gert tilraunir með að rækta grísi sem höfðu frjálsan aðgang að stíu utandyra og gott pláss innandyra. Nýlega var sett upp á bænum full- komið fjós fyrir kýrnar þar sem þær hafa aðgang að mjaltaþjóni og geta farið út þegar veður leyfir. Þórólfur segir svínaræktina hafa heppnast vel en reglur og leyfi hafi stundum virst óljós. Hann fékk leyfi fyrir 12 grísum en hefði þurft að sækja um annað leyfi ef hann stækkaði svínaræktina um aðeins eitt dýr. Þá tók sláturhúsið allhátt verð fyrir slátrun og vinnslu, eða samtals 150 kr/kg og gekk það á framlegðina. Salan gekk hins vegar vel og fékkst ágætis verð fyrir vör- una árið 2012 og 2013 en Þórólfur gerði hlé á svínabúskapnum árið 2014. „Ég verðlagði kjötið á svipuðu bili og fólk er vant úr kjötborðinu í Hagkaup, nema hvað ég var að selja frosið kjöt en ekki ferskt. Þetta auglýsti ég á Facebook og var lítill vandi að selja hamborg- arhryggina og svínabógana. Treg- legar gekk að selja hakkið sem ég át þá bara sjálfur.“ Þórólfur segir mannúðlegu svína- ræktina hafa útheimt töluverða vinnu en ekki mikla fjárfestingu því hann notaðist við gamalt fjós á bænum. Miðað við alla fyrirhöfnina gaf verkefnið ekki mikið af sér en gæti mögulega borgað sig með aukinni stærðarhagkvæmni og hærra verði. Það virðist sem markaðurinn ráði við að greiða hærra verð og varan sé hverrar krónu virði. „Margir kaupendurnir tjáðu mér að þeir hefðu aldrei áður fengið svona gott svínakjöt. Sömu sögu er að segja um nautgripina sem ég hef alið og fá að vera úti frá sex mánaða aldri, að fólk virðist mjög ánægt með gæði kjötsins.“ Ekki svo mikill verðmunur Júlíus Már Baldursson ræktar landnámshænur í Þykkvabæ (www.landnamshaenan.is) og selur úr þeim eggin hjá bændamarkaði Frú Laugu á Laugalæk og Óðins- götu auk þess að senda áskrif- endum eggin heim að dyrum. Hjá Júlíusi fá hænurnar að ganga um lausar í stórum sal og hafa alltaf frjálsan aðgang að túninu úti þegar veður leyfir. Þær fá lífrænt fóður, verpa í hreiður og hafa spæni sem undirburð. Hanarnir nýtast vitanlega ekki við eggjaframleiðsluna og er fargað eins fljótt og auðið er í hefð- bundnum búskap. Hjá Júlíusi fá hanarnir hins vegar að lifa. „Ég læt þá að mestu til lífs til að við- halda stofni íslensku hænunnar og sendi marga á hanasetrið í Fljóts- hlíð. Þar er vel um hanana hugsað og þeir síðan seldir til átu eða látn- ir til uppstoppunar.“ Bakki með tíu landnáms- hænueggjum kostar um 850 kr. án virðisaukaskatts á meðan eggja- bakki úti í búð kostar um 600 kr. „Það sparast ekki meira en þetta þegar hænurnar eru látnar dúsa í þröngum búrum sem staflað er í margar hæðir. Þó þyrfti eggja- bakki frá mér helst að kosta um 1.000 kr. svo að reksturinn færi að borga sig. Með meiri stærð- arhagkvæmni myndu svo forsend- urnar batna fyrir lægra verði.“ Íþyngjandi eftirlit Líkt og Þórólfur og Guðmundur kvartar Júlíus yfir óþarflega íþyngjandi reglum sem virðast eiga betur við stóran verksmiðjubúskap en smáa og vistvæna starfsemi. Júlíus segir þannig að aldrei hafi komið upp á býlinu þær sýkingar og bakteríur sem reglulega virðast blossa upp í verksmiðjubúskap, engu að síður verði ekki hjá því komist að fá dýralækni til að heim- sækja hænurnar í þrígang og taka sýni ef til stendur að senda hænsn- in til slátrunar. Segir Þórólfur að það ætti að vera nóg að taka eitt sýni skömmu fyrir slátrun, til að ganga út skugga um að fuglarnir séu heilbrigðir, og dýrt að greiða fyrir dýralækniseftirlit sem lítil þörf sé á.“ Júlíus segir að það hljóti að vera hægt að endurskoða regl- urnar og marka stefnu sem auð- veldar frekar en torveldar mann- úðlegan og vistvænan búskap. „Ég vil ekki að kerfið verði alveg stjórn- eða eftirlitslaust og eðlilegt að settar séu reglur sem stuðla að heilbrigði dýranna og góðri mat- vöru, en eins og reglurnar eru í dag, og eins og embættismenn vinna eftir þeim, er mjög lítið svigrúm eftir fyrir það sem kalla má almenna skynsemi.“ „Kjötið er eingöngu flokkað eftir fitu- og holdfyllingu en fer annars allt í sama pakkann. Kerfið gefur ekki möguleika á að aðgreina sérstaklega í verslunum vöru þeirra bænda sem verja tíma og fjármunum í að hlúa betur að skepnunum,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli. Myndin er tekin í frystiklefa sláturhúss á Selfossi. Morgunblaðið/RAX REGLURNAR VIRÐAST HAFA VERIÐ SAMDAR MEÐ VERK- SMIÐJUBÚSKAP Í HUGA OG ERU ÍÞYNGJANDI FYRIR MINNI BÆNDUR. HUGMYNDIR Á BORÐ VIÐ FÆRANLEGAR SLÁTURSTÖÐVAR MÆTA MÓTSTÖÐU INNAN KERFISINS. * „Við stundum það ekki lengur að hneppa dýr í þrældóm í fæðutilgangi.“Wiliam T. Riker í Star Trek-þættinum „Lonely Among Us“ÞjóðmálÁSGEIR INGVARSSON ai@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Í fréttaskýringu sem birt var í Sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins þann 3. janúar sl. kom fram að stofnendur Hraðpeninga hefðu verið Skorri Rafn Rafns- son og Fjölvar Darri Rafnsson. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að stofnendur fyrirtækisins Hraðpeninga árið 2009 voru Skorri Rafn Rafnsson, Sverrir Einar Eiríksson og Gísli Rúnar Rafnsson. Fjölvar Darri hefur átt sæti í stjórn Hraðpeninga, sem aðalmaður og varamaður, og verið með prókúruumboð en hann var ekki einn af stofn- endum félagsins. Hann er beð- inn velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.