Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 34
Friðrik Ómar Hjörleifsson hélt sannkallað Eurovision-matarboð en hann bauð meðal annars þremur karlmönnum sem einnig hafa keppt í Eurovision heim í girnilega þríréttaða veislu. BOTN 500 g þurrkaðar döðlur ½ dl kókosolía, mýkt í vatnsbaði 1 stór þroskaður banani 2 msk. hunang eða agavesíróp 1 ½ dl tröllahafrar Sjóðið döðlurnar í vatni í 10 mínútur. Látið standa í 15 mínútur. Sigtið vatnið frá og setjið döðlurnar í mat- vinnsluvél eða hrærið bara vel í þeim. Maukið vel saman með kókosolíu, banana, hunangi og tröllahöfrum. Setjið maukið á fallegan disk og kælið. TOPPURINN 2 kíví, skræld og skorin í bita 1 dl bláber 100 g jarðarber, skorin í tvennt smá hindber 100 g 79% súkkulaði, gróft saxað 50 g ristaðar pekanhnetur, grófsax- aðar grófar kókosflögur Raðið ávöxtum, súkkulaði, hnetum og kókosflögum ofan á. Berið fram með þeytt- um rjóma. Heilsubomba Síðastliðið haust bauð lífskúnsterinn Dóra Welding góðum vinkonum heim í þriggja rétta máltíð og passaði að spila réttu tónlistina með hverjum rétti. 150 g smjör 100 g suðusúkkulaði 120 hreint Cadbury-súkkulaði smá sletta af rjóma 1 bolli sykur 2-3 tsk. vanilludropar ¼ tsk. salt 1 msk. kakó 2 egg 2 msk. volgt vatn 2/3 bolli hveiti Bræðið smjörið í potti og bræðið í öðr- um potti súkkulaðið og rjómann saman. Mikilvægt er að fylgjast vel með bráðinni svo súkkulaðið festist ekki við botninn. Blandið öllu saman í skál, hrærið vel og vandlega saman. Setjið í hringlaga 24 cm form og hitið í miðjum ofni við 250°C í um 40-50 mínútur eða þannig að kakan sé enn örlítið blaut í miðjunni. Gott er að stinga prjóni varlega í kökuna síðustu 10 mín- úturnar til að fylgjast með. Berið fram með mynturjómanum. MYNTURJÓMI 250 ml rjómi 1 msk. vanillusykur 4 dropar piparmyntudropar smá grænn matarlitur nokkur Remi-myntukex ½ askja jarðarber Þeytið rjóma saman við vanillusykur. Þeg- ar rjóminn er fullþeyttur skal blanda van- illudropunum hægt og rólega saman við sem og smávegis af grænum matarlit til að fá fallegan myntulit á rjómann, best er að nota skeið. Smyrjið kreminu á kökuna og skreytið eftir smekk með Remi-myntukexi og jarð- arberjum. Kingstone Brownies 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Matur og drykkir BESTU EFTIRRÉTTIR ÁRSINS 2014 Með þá Friðrik Friðriksson og Örn Árnason í fararbroddi eldamennskunnar prófuðu leikarar og leikstjóri Spamalot að snæða dýrindiskvöldverð á Stóra sviði Þjóðleikhússins 2. mars. Fyrir sjö 2 dollur grísk jógúrt 2 dósir kókosmjólk 2 vanillustangir safi úr ½ lime raspaður börkur af ½ lime hunang eftir smekk 1 bolli hindber 1 bolli bláber kexkökur að eigin vali Setjið kókosmjólkina í dósunum inn í ís- skáp. Þá er auðveldara að hella vatninu af eftir að hún er orðin köld en þykkasti hlutinn er aðeins notaður í réttinn. Hrær- ið kókosþykknið saman við grísku jógúrt- ina. Skafið innan úr tveimur vanill- ustöngum og blandið varlega saman við, sem og limesafa og -berki. Sætið með hunangi eftir smekk. Látið standa í kæli í 1-2 klst. áður en borið er fram. Skreytið með berjum og myljið kexkökur að eigin vali yfir. Kremkenndur kókosís Það var setið og spjallað langt fram á nótt ífrænkumatarboði Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur útvarpskonu í vor. Uppskriftin geymir um 100 litlar bollur 8 eggjahvítur 2 tsk. vanilluessens 500 g sykur 2 tsk. hvítvínsedik tsk. salt 2 msk. maísmjöl Hitið ofninn í 200°C. Eggjahvíturnar, sem best er að séu sem allra ferskastar, eru settar í skál ásamt vanilluessens og salti og þeyttar vel með rafmagnsþeytara. Bætið sykrinum út í smátt og smátt, 1 msk. í senn. Þegar allur syk- urinn er kominn út í og marensinn er glans- andi og stífur er ediki og maísmjöli hrært var- lega saman við. Bökunarpappírsörk er lögð á bökunarplötu og litlar marenskökur formaðar af kostgæfni. Sigurlaug reynir að hafa þær frek- ar litlar, fólk tekur eina og stingur upp í sig. Setjið kökurnar í ofninn, lækkið hitann í 150°C og bakið í um 30-35 mínútur (fer eftir stærð). KREM ½-1 l þeyttur rjómi nokkrar msk. af lemoncurdi, fer eftir smekk rifinn lime- eða sítrónubörkur kíví, myntulauf og passionfræ eftir smekk Setjið lemoncurd í þeytta rjómann, setjið ofan á hverja pavlovubollu og skreytið með sítrónuberki, kvíví og passionfræjum eða öðru sem ykkur langar til. Pavlova tvíburanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.