Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 HEIMURINN BÍA bl ggaranum fR 0 svipuhöggu ðJeddah við Rauða ðga íslam“. Dóm mmber tíu ára fan refs ili.kipt am a í N , a u ðs 1gunu KINNDARÍBA OWASHINGT maOb stikjafBandarí o stuðyfir Pen exíkó,M lyfjumí ba ð í Hvítaþeg nta, sem talið er að gis,agen hefur vakið undir Niet n við þegar h Stúdentarn mótmælum KLAND uruverkamenn réðust inn á ins rlie Hebdo rís og myrtuí Pa og þrjá afmanns, þar á meðal ritstjórann12 þ .Tímaritið hefurkktustu skopteiknurum landsinse spámanninum Múhameð og veriðeðal annars birt skopmyndir af u þy augu . yðjum rnir í m Hr vúslimskum bókstafstrúarmönnm r rásarmennirnir komust undverið fordæmt um allan heim. Á en féllu í Skoptímaritið Charlie Hebdohefur markað sér sess ífranskri menningu með hvassri ádeilu og ágengni. Blaðinu er ekkert heilagt og hefur sent skeyti sín í allar áttir. Mest hefur verið fjallað um ádeilu blaðsins á viðhorf íslamista, en það hefur gert forpokun, þröngsýni og öfgar hvar sem er að skotspæni. Tilmæli um að taka broddinn úr ádeilunni á öfgar í íslam féllu í grýttan jarð- veg, jafnvel þótt þau kæmu frá stjórnvöldum. Á miðvikudag réðust hryðjuverkamenn inn á ritstjórn blaðsins og myrtu 12 manns, þar á meðal Stéphane „Charb“ Charb- onnier, ritstjóra þess, og þrjá aðra teiknara, sem voru meðal þeirra helstu í Frakklandi. Hefð fyrir háði Frakkar kunna að meta háðsádeilu og skopteikningar. Andrew Hussey segir í grein í The New York Tim- es að ögranir blaðsins tilheyri Par- ísarhefð frá því fyrir frönsku bylt- inguna, sem kallist „L’esprit frondeur“ eða slöngvivaðsháð og beindist þá meðal annars að kon- ungsfjölskyldunni. Charlie Hebdo var stofnað 1970 þegar blaðið Hara-Kiri Hebdo var bannað fyrir að gera grín að and- láti Charles de Gaulles, fyrrverandi forseta Frakklands, á heimili sínu í Colombey-les-Deux-Églises. Á for- síðu blaðsins stóð „Harmleikur á balli í Columbey: 1 látinn“. Fyrir- sögnin var vísun í að skömmu fyrr höfðu 146 látið lífið í eldsvoða í diskóteki. Tveir teiknarar, sem létust í árásinni á miðvikudag, Jean Cabut og Georges Wolinski, voru á rit- stjórn Hara-Kiri og tóku þátt í stofnun hins nýja blaðs. Nafnið Charlie vísar til Kalla Bjarna í bandarísku teiknimynda- seríunni Smáfólki, sem var birt í blaðinu, en mun einnig vísa til Charles de Gaulles. Hebdo þýðir vikulega. Blaðið hætti að koma út 1981 vegna fækkunar lesenda, en útgáfa þess hófst að nýju 1992. 2006 birti danska blaðið Jyl- lands-Posten skopteikningar af Mú- hameð spámanni, sem leystu úr læðingi öldu mótmæla meðal músl- ima. Reiði þeirra beindist einnig að Charlie Hebdo þegar teikningarnar voru endurbirtar þar og nokkrum bætt við. 2011 brást Charlie Hebdo við kosningasigri íslamista í Túnis með sérútgáfu. Titlinum var breytt í Charia Hebdo eftir íslömskum sjaríalögum og sagði að Múhameð spámaður væri gestaritstjóri. Á forsíðunni var teikning af spámann- inum þar sem hann var látinn hóta hverjum þeim 100 svipuhöggum sem ekki dæi úr hlátri. Skömmu síðar var eldsprengju varpað inn á ritstjórnarskrifstofurnar, sem ger- eyðilögðust, en engan sakaði. 2012 var blaðið aftur á ferðinni og birti skopteikningar af Múham- eð eftir að heiftarleg mótmæli brutust út meðal múslima vegna bandarískrar myndar þar sem lítið var gert úr spámanninum með smekklausum hætti. Þá brugðust meira að segja frönsk stjórnvöld við. „Er virkilega skynsamlegt eða gáfulegt að hella olíu á eldinn?“ sagði Laurent Fab- ius, sem þá var utanríkisráðherra. Frakkar lokuðu sendiráðum, ræðis- mannsskrifstofum, skólum og menningarmiðstöðvum í fjölda landa út af mótmælunum. Í janúar 2013 gaf blaðið út sér- stakt skophefti, sem hét „Líf Mú- hameðs – upphaf spámanns“ eftir Charbonnier. Hann skrifaði að hann væri viss um að múslimar hefðu skopskyn. Í tölublaði Charlie Hebdo sem fylgdi þessari útgáfu var viðtal við sérfræðing í íslam, sem sagði að hvergi í Kóraninum segði að ekki mætti gera mynd af Múhameð. Háð um öll trúarbrögð Daginn sem árásin var gerð á blað- ið birti það teikningu af rithöfund- inum Michel Houellebecq í tilefni af nýrri skáldsögu hans þar sem íslamistar komast til valda í Frakk- landi 2022. Charlie Hebdo hefur oft verið gagnrýnt fyrir að vega sérstaklega að íslam. „Sá sem segir það les okkur ekki,“ sagði Charbonnier í viðtali við þýska blaðið Die Zeit 2012. „Við gerum grín að öllum trúarbrögðum.“ Hann sagði að á 20 árum hefðu komið út 1.060 tölublöð og forsíðan hefði aðeins verið helg- uð íslam þrisvar. „Á sama tíma kom til fjórtán málaferla af hálfu katólikka lengst til hægri vegna þess að við gerðum grín að trú þeirra. Samtök múslima stefndu okkur aðeins einu sinni.“ Þegar Charbonnier var spurður hvað hann segði við fólk, sem spyrði hvers vegna hann þyrfti að teikna Múhameð með beran bak- hluta, svaraði hann: „Við viljum fá fólk til að hlæja og hugsa. Við ger- um það sem grínistar gera oft: lát- um reyna á mörk og förum líka út fyrir þau. Það er þeim mun betra ef teikning er snjöll, ef ekki er það ekki svo slæmt.“ Þegar Charbonnier varð skot- mark á lista hryðjuverkasamtak- anna al-Qaeda sagði hann í samtali við Le Monde að hann óttaðist ekki hefndaraðgerðir og vildi frekar „deyja uppréttur en á hnjánum“. Á meðan viðureign lögreglu og árásarmannanna fór fram á föstu- dag byrjuðu þeir starfsmenn Charlie Hebdo, sem lifðu árásina af, að vinna að næsta tölublaði, sem á að koma út á miðvikudag. Skrif- stofur blaðsins eru innsiglaðar eftir árásina og fengu þeir húsnæði hjá blaðinu Liberation og tölvubúnað hjá Le Monde. Gert er ráð fyrir að prentuð verði milljón eintök í stað 60 þúsund venjulega. Þeir ætla að sýna að öfgamenn komist ekki upp með að kæfa málfrelsið. Frekar deyja uppréttur en á hnjánum SKOPTÍMARITIÐ CHARLIE HEBDO ER ÞEKKT FYRIR AÐ UM- GANGAST VIÐFANGSEFNI SÍN AF FULLKOMNU VIRÐINGAR- LEYSI. ÞAÐ BAKAÐI SÉR MARGSINNIS REIÐI ÍSLAMSKRA ÖFGAMANNA. 12 LÉTU LÍFIÐ ÞEGAR RÁÐIST VAR Á RIT- STJÓRNARSKRIFSTOFUR BLAÐSINS Á MIÐVIKUDAG. Maður heldur blýanti á lofti fyrir utan Notre Dame-kirkjuna í París á fimmtudag þegar efnt var til mínútu þagnar í minningu fórnarlamba árásarinnar á ritstjórnarskrifstofur vikuritsins Charlie Hebdo daginn áður. AFP *Og teikning hefur aldrei drepið nokkurn mann.Stéphane „Charb“ Charbonnier, ritstjóri Charlie Hebdo, svaraði gagnrýni á birtingu skopmynda af Múhameð í blaði hans 2012. Charbonnier var myrtur ásamt 11 öðrum í árásinni á blaðið á miðvikudag.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.