Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Side 52
V
iskí – löngum nefnt hið ágætasta
af öllu áfengi – er í hugum
flestra tengt Skotlandi órjúf-
anlegum böndum. Þar eru víða
um sveitir brugghús sem kepp-
ast við gerð hins fljótandi gulls. Viskí hefur
nefnilega vaxið gríðarlega að vinsældum á
heimsvísu undanfarin fimmtán ár eða svo og
eftir miklu að slægjast. Eðalviskí er nefnilega
allt annað en ókeypis og það munar miklu að
geta skapað sér sérstöðu á markaði svo kúnn-
inn muni eftir þér, eða það sem betra er,
hugsi til þín með hlýhug þegar hann virðir
fyrir sér úrvalið.
Eyjaviskíin svokölluðu, sem svo eru nefnd
því þau eru framleidd á eyjunni Islay [æ-lah],
hafa jafnan þótt sér á parti fyrir bragðið og
ilminn sem er oft hvorttveggja talsvert höf-
ugra en af hinum fáguðu Hálanda-viskíum.
Þetta þekkja allir sem hafa skenkt sér lögg af
eyjaviskínu Laphroaig [la-froig]. Móreykj-
arkeimurinn af því er slíkur að við bragðpróf-
anir eru samlíkingar á borð við „blautur plást-
ur“, „joð“, „sölt fjara“ og „spítalalykt“
algengar. Þó ber að varast að mála með
breiða penslinum í þessum efnum, segir Carl
Reavey hjá brugghúsinu Bruichladdich
[brúkk-laddí]. Flestir tengja eyjarnar við hel-
reykt viskí en er það ekki endilega svo?
Islay og mýtan um móreykinn
„Nei, í rauninni ekki,“ segir Carl, spurður um
þetta atriði. Hann er titlaður „Content Mana-
ger“ og hefur því með framsetningu alls efnis
sem brugghúsið setur fram í sínu nafni að
gera. Engu að síður gengur hann í ýmis störf
meðan á heimsókninni stendur; fylgir sögu-
manni um tilkomumikil húsakynnin, ekur hon-
um til og frá hótelinu og er í rauninni innan
handar við allt mögulegt. Það kemur fljótt í
ljós að það er mikill og sterkur fjölskyldu-
bragur yfir starfsfólkinu; samheldni og vin-
skapur með mesta móti. Carl er boðinn og bú-
inn að segja greinarhöfundi undan og ofan um
brugghúsið þegar við tyllum okkur í setustofu
sem áður var skrifstofa forstjórans, hins lit-
ríka Mark Reynier. Meira um hann á eftir.
Carl er slyngur sögumaður og saga Bruic-
hladdich er óneitanlega æði sérstök.
„Það hefur lengi viðgengist ákveðin svæð-
isbinding meðal skoskra viskía sem er hálf-
gerð della þegar allt kemur til alls. Þetta er í
það heila hálfgerð mýta sem hefur verið fóðr-
uð og framlengd gegnum tíðina af markaðs-
fólki. Þetta er útaf fyrir sig bara mörkun sem
hefur haldið velli. Ég held þetta hafi upp-
runalega verið spurning um skattlagningu,
nema hvað, en hefur í raun ekkert að gera
með sérkenni hvers viskís fyrir sig. Islay hef-
ur skapað sér nafn fyrir að búa til stór og
mikil viskí, uppfull af móreyk, einfaldlega af
því það hentaði fyrirtækjunum sem hafa rekið
hér viskígerðir. Þetta á einna helst við um
Laphroaig, Lagavulin og Bowmore. Brugg-
húsin sem framleiddu viskí á Islay án mó-
reykjarins nutu ekki kastljóssins í sama mæli
og má helst nefna Bunnahabhain [búna-
haven] og Bruichladdich sem skýrustu dæmin
þar um enda hafa þau bæði framleitt óreykt
(e. un-peated) viskí um áratugaskeið.“
Við þetta má svo bæta til áréttingar að
flestar viskígerðirnar framleiða bæði reykt og
óreykt viskí. Bruichladdich framleiða til dæm-
is gríðarlega bragðmikla sort sem kallast
Octomore og er að líkindum hið reyktasta
sem fyrirfinnst. Viskí fyrir lengra komna,
skulum við segja. Carl bætir því við að lang-
stærstur hluti allrar viskíframleiðslu á eyjunni
hafi farið gegnum árin í framleiðslu á blönd-
uðum viskíum, svo sem Chivas Regal, Johnnie
Walker og Famous Grouse, og reyndar hafi
innan við 5% farið á markaðinn sem einmölt-
ung0ar í nafni viskígerðanna. „Þar af leiðandi
sá enginn ástæðu til að gera athugasemdir við
framsetninguna á eyjaviskíunum sem var
ríkjandi. En það gerum við. Bruichladdich
framleiðir í dag viskí sem eru allt frá því að
vera óreykt, yfir í mikið reykt og loks hið
mest reykta, og hin viskíhúsin hafa í auknum
mæli tekið upp þá nálgun í seinni tíð. Und-
antekningar þar á eru Laphroaig og Lagavul-
in sem halda sig almennt við móreykinn. Mér
er ekki kunnugt um að þau búi til óreykt. En
meira segja Ardbeg framleiða óreykt og úr-
valið í dag frá Islay er gríðarlegt. Um leið er
gaman að benda á þá staðreynd að Háland-
aviskíin sem kennd eru við ánna Spey fram-
leiða mörg hver reykt viskí meðfram óreykt-
um.“
Þar hafið þið það, viskímenn og -konur. Það
er óþarfi að vaða móreykinn lengur. Hann er
fráleitt einskorðaður við Islay, né heldur al-
gildur um viskíin frá eyjunni fögru.
Þegar lágt var risið á Islay
Þessi móreykjar-mýta kringum Islay var líf-
seig alla 20. öldina og fátt sagt eða gert til að
skáka henni, fyrr en Bruichladdich fór að
vaxa fiskur um hrygg upp úr síðustu aldamót-
um. Það sem af er 21. öldinni hefur viskígerð-
in ötullega reynt að hrekja þessa þjóðsögu
enda er markaðurinn í seinni tíð sífellt opnari
fyrir hvers kyns nýjungum. Á því sviði hefur
Bruichladdich verið um margt í fararbroddi,
eins og nánar verður vikið að síðar, og það
hefur styrkt sig í sessi sem framsækið viskí-
hús. Enda mætir gestum risavaxin áprentun
þess efnis við komuna inn í portið sem húsa-
kynnin umlykja: Progressive Hebridean Dis-
tillers. Síðan 1881, hvorki meira né minna.
Sitthvað hefur þó gengið á í sögu fyrirtæk-
isins og synd að segja að um samfellda sig-
urgöngu hafi verið að ræða. Sama er að segja
um hin viskígerðarhúsin á eyjunni, eins og
Carl segir frá.
„Fyrir um 20 árum var Islay talsvert frá-
brugðin þeim stað sem eyjan er í dag. Viskí-
gerðarhúsin voru almennt í afgerandi nið-
ursveiflu. Þannig var Ardbeg mestanpartinn
lokað. Bunnahabhain var í hálfri framleiðslu.
Kilchoman var ekki einusinni til. Bruic-
hladdich var í starfsemi þó enginn hefði heyrt
þess getið,“ bætir Carl við og kímir. Það er
þó ekki þar með sagt að það hafi verið hátt á
því risið, bendir hann á. „Húsið framleiddi
viskí að miklu leyti fyrir lágverðskeðjuna
Tesco, sem blandaði því svo út og seldi undir
eigin nafni.“ Carl hristir hausinn við tilhugs-
unina. Það er semsé óhætt að segja að mikið
viskí hafi runnið til sjávar á tuttugu árum.
„Hugsaðu þér. Þessi viskígerð framleiddi mal-
tviskí sem var notað sem einn bragðþátta í
kornviskíblöndu Tesco.“
Úr niðurníðslu í nýtt upphaf
Undanfarinn einn og hálfan áratug hefur hús-
inu þó gengið flest í vil og hefur það ítrekað
verið valið „Viskígerð ársins“ í Skotlandi.
Upphafsmaður þess uppgangs sem húsið
nýtur um þessar mundir er Englendingur að
nafni Mark Reynier. Hann keypti fyrirtækið
seint á tíunda áratug síðustu aldar, er það var
heldur rislægra en það er í dag. Á þeim tíma
rak Carl hótel í þorpinu Port Charlotte,
skammt frá Bruichladdich. Hann þekkti til og
var staddur í viskígerðinni þegar gest bar að
garði. „Árið 1997 var hurðinni á viskígerðinni
bókstaflega hrundið upp og inn stormaði mað-
ur, öskureiður að því marki að gufa steig úr
eyrum hans. Hann hafði komið til eyjarinnar
með hóp viðskiptafélaga í þeim tilgangi að
skoða viskígerðir en lent í tvíbókun á hótelinu
og var því í tómu tjóni með hóp án gistingar.“
Carl bjargaði honum og hópnum um gistingu
og kom upp úr dúrnum að Reynier þessi var
vínkaupmaður frá London sem einbeitti sér að
innflutningi á öndvegisvínum frá Búrgúnd í
Frakklandi. „Reynier var hér staddur því
hann hafði fengið áhuga á viskígerð og okkur
kom fljótlega afbragðsvel saman. Í framhald-
inu kom hann aftur og aftur til Islay með nýja
og nýja hópa, uns dag einn að hann hratt
hurðinni upp á ný til að tilkynna að hann
hygðist kaupa Bruichladdich.“
Þetta var árið 1998 og þá hafði framleiðslan
legið niðri í fjögur ár og eina starfsemin var
sala af þeim birgðum sem til voru á lagernum.
Í þá daga var viskígerðin í niðurníðslu en
Reynier sá í því tækifæri. Hann hreifst af
tækjabúnaðinum sem var mestanpartinn upp-
runalegur – sem þýðir að hann var frá Viktor-
íutímanum – og ákvað frekar að láta gera
hann upp í stað þess að endurnýja allt með
nýtísku tækni. „Ástandið var slíkt að með
réttu má segja að Reynier hafi keypt lager af
viskíi fyrir 7 milljónir punda og fengið ókeypis
viskígerð með í kaupunum,“ segir Carl, kank-
vís á svip.
Atlaga að hefðunum
Reynier beið ekki boðanna heldur hófst þegar
handa við að ögra skoska viskíiðnaðinum með
dramatískum hætti. Hann kunni skil á mik-
ilvægi þess að tengja úrvals Búrgúndarvín við
tiltekin landsvæði eða jafnvel jarðir framleið-
enda. Sömu hugsun vildi hann innleiða í gerð
viskísins.
Óstýriláta utan-
garðsviskíið
FYRIR VISKÍUNNENDUR ER ÞAÐ IÐULEGA DRAUMURINN AÐ KOMAST
Í PÍLAGRÍMSFERÐ TIL VISKÍGERÐARHÚSS Í SKOTLANDI, UPPRUNA-
LANDS UNAÐSVEIGANNA SEM GELÍSKIR MUNKAR HÓFU AÐ BRUGGA
ÞEGAR Á MIÐÖLDUM. UNDIRRITAÐUR LAGÐI Í SLÍKA FERÐ, NÁNAR
TILTEKIÐ TIL VISKÍGERÐARINNAR BRUICHLADDICH.
Jón Agnar Jónsson jonagnar@mbl.is
Carl Reavey, forstöðu-
maður kynningarmála
hjá Bruichladdich.
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015
Viskígerð