Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Side 13
einist einhvern tíma öðru sveitar-
félagi telur Guðmundur einungis
Akureyri koma til greina. „Ég sé
engan annan kost en að sameinast
Akureyrabæ, það er næsti bær,
annar þéttbýliskjarni Hörgár-
byggðar, Lónsbakki, er samgróinn
Akureyri og við eigum mikið sam-
starf við bæinn.“
Hann tekur fram að engin
stemning sé fyrir sameiningu eins
og sakir standa og ekkert verði af
því nema tilefni gefist til.
Rekstrarskilyrði
skipta máli
Guðmundur segir ómögulegt að
meta hvort fólki þyki sameining
hentug einhvern tíma í óráðinni
framtíð. Rekstrarskilyrði muni þar
skipta miklu máli og dregur ekki
dul á að síðustu kjarasamningar
kennara hafi mikil áhrif á fjárhag
sveitarfélaga, ekki síst þeirra litlu.
„Það verður að koma í ljós hver
þróunin verður. Menn hafa stund-
um spurt sig hvort rétt hafi verið
að færa grunnskólann, þennan
stóra kostnaðarlið, frá ríki til sveit-
arfélaga og ég er á þeirri skoðun
að það hafi verið rétt. Slík grunn-
þjónusta er best komin hjá sveit-
arfélögum en auðvitað verður að
búa til kerfi þannig að reksturinn
gangi.“
Engum leynist sem hittir Guð-
mund að á hann vantar annan fót-
inn. Í hittifyrra varð að fjarlægja
þann hægri eftir að Guðmundur
veiktist.
„Um áramótin fyrir fjórum árum
fór ég að finna fyrir verkjum í
nára og hné hægra megin og í ljós
kom að æxli hafði myndast í beini.
Fyrst var haldið að um væri að
ræða fituæxli en það reyndist ekki
rétt. Reynt var að eyða æxlinu
með lyfjagjöf en tókst ekki. Þegar
æxlið uppgötvaðist var það orðið
svo stórt að lærleggurinn var
næstum því í sundur, reynt var í
tveimur aðgerðum að setja járn
bæði inn í legginn og utan á til að
styrkja hann en þegar í ljós kom
að æxlið var ekki að minnka, held-
ur þvert á móti, var ekki um annað
að gera en taka fótinn af.“
Það var vitaskuld gríðarlegt
áfall, „en aðdragandinn var sá að
smám saman jukust verkirnir og
óþægindin og þegar svo var komið
að mér leið mjög illa var ég farinn
að sjá það sem lausn að fóturinn
yrði tekinn. Að því leyti var það já-
kvætt“.
Gekk á fjöll og
spilaði fótbolta
Guðmundur fékk gervifót og notar
hann reglulega. „Ég hef náð ágætis
tökum á honum; hann er tækniund-
ur, tölvustýrður með mótor sem sér
um að taka skrefið á móti hinum.
Það verður að gerast vélrænt því
ég er ekki með neinn stúf til að
festa hann á þar sem allur fóturinn
var tekinn, úr mjaðmarliðnum.
Þess vegna er vandamál að festa
gervifótinn; ég þarf að spenna hann
á mig með belti yfir mjöðmina. Ég
þarf að passa mig en fór aðeins yfir
strikið í haust, notaði hann of mik-
ið, álagið á mjöðmina var meira en
ég þoldi þannig að hún bólgnaði
upp. Þar að auki er erfitt að nota
fótinn þegar snjór og klaki eru yfir
öllu því fóturinn skynjar undarlagið
og ræður í raun ekki við neinar
ójöfnur.“
Guðmundur gengur við hækjur
um þessar mundir en kveðst munu
nota fótinn á ný þegar vorar. „Þeg-
ar gengið er við hækjur er mikið
álag á axlirnar og bakið og því þarf
maður að passa sig til að fá ekki
mikla verki. Það er mikil hvíld fyr-
ir efri hluta líkamans að geta not-
ast við fótinn fyrir utan að það eru
rosalega mörg smátriði sem þetta
hefur áhrif á; maður heldur til
dæmis ekki á kaffibolla eða talar í
farsímann þegar gengið er við
tvær hækjur.“
Guðmundur segir miklar breyt-
ingar eðlilega á daglegu lífi sínu.
„Ég hef allt mitt líf verið mjög
virkur í alls konar verkefnum. Ver-
ið í annasömum störfum og haft
mörg járn í eldinum varðandi
áhugamál. Ég hef til dæmis gaman
af því að ferðast og ganga á fjöll
og hef verið í fótbolta og blaki. Það
er náttúrlega allt breytt. Síðasta
sumar fór ég í fyrsta skipti í ferða-
lag eftir aðgerðina og fann þá auð-
vitað mikið fyrir þessu. Maður
gengur ekki auðveldlega um á
Strikinu í Kaupmannahöfn eins og
áður eða fer í gönguferð í skrúð-
görðum. Ég er hins vegar búinn að
gera ansi margt; við vorum búnir
að fara vítt og breitt um heiminn,
ég og fóturinn. Ég hef upplifað
helling, örugglega miklu meira en
flestir, og þarf því ekki að kvarta.“
Guðmundur segir hreyfihöml-
unina aðalmálið „en maður telur
sig hafa náð að aðlagast henni dá-
lítið. Aðlögunin er aðalmálið en það
er mikilvægt að pirra sig ekki of
mikið á þessu. Ég geri það sem ég
get en hitt verður bara að eiga við.
Það er ekki hægt að hugsa þetta
öðruvísi“.
* Ég hef upplifað helling,örugglega miklu meira enflestir, og þarf því ekki að kvarta.
11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Knattspyrnukonan Guðmunda
Brynja Óladóttir og taekwondomað-
urinn Daníel Jens Pétursson, bæði
úr Umf. Selfoss, voru á dögunum
valin íþróttakona og íþróttakarl Ár-
borgar árið 2014.
Þar voru Íslands-, deildar-, bikar-
og Norðurlandameistarar úr sveit-
arfélaginu heiðraðir en íþróttamenn
úr Árborg unnu yfir fimmtíu titla á
árinu. Sveitarfélagið eignaðist tvo
Norðurlandameistara á árinu og
íþróttamenn úr Árborg komust
fimm sinnum til viðbótar á pall á
Norðurlanda- eða Evrópumeist-
aramóti, að því er fram kemur í frétt
frá Ungmennfélagi Selfoss um at-
burð þennan.
Guðmunda Brynja fékk 185 stig í
kjörinu sem íþróttakona ársins og
hjá körlunum sigraði Daníel Jens
með 199 stig. Guðmunda Brynja er
fyrirliði kvennaliðs Selfoss í knatt-
spyrnu sem varð í 4. sæti Pepsi-
deildarinnar í sumar og komst í úr-
slit í bikarkeppni KSÍ. Hún er orðin
fastamaður í A-landsliðshópnum og
skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á
árinu. Daníel Jens kom til baka eftir
meiðsli og varð Norðurlandameist-
ari í taekwondo í sínum flokki – og
vegnaði vel á erlendum mótum.
SELFOSS
Guðmunda Brynja Óladóttir og Daníel Jens Pétursson á sigurhátíðinni.
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Guðmunda og Daníel best
Einar Már Sigurðarson hefur verið ráðinn grunn-
skólastjóri Nesskóla í Neskaupstað. Hann á að baki
langan feril sem skólastjóri, t.d. á Fáskrúðfirði og
Svalbarðseyri og sat á Alþingi 1999 til 2009.
Neskaupstaður
Velta bæjarsjóðs í Bolungarvíkur í ár er áætluð um einn
milljarður. Um 82 milljónir kr. fara til framkvæmda. End-
urbæta á grunnskóla og útbúa þar félagsmiðstöð. Lagfæra
á götur og ýmsu við höfnina verður kippt í liðinn.
Bolungarvík
Arfleifðin skipar stóran sess í
Hörgárbyggð. „Það hittist þannig
á að hér á þessu svæði er menn-
ingarþátturinn mjög mikill; ég
hef ekki rannskað það en ég hef
fyrir satt og slæ því föstu að hér
séu óvenjumörg atriði sem við
hlúum að,“ segir Guðmundur.
„Ég get nefnt þessi fínu skáld:
Jónas Hallgrímsson og Hraun í
Öxnadal; Jónas er bara hér, og
Davíð Stefánsson. Möðruvellir
voru í aldir miðstöð stjórnsýslu
á Norðurlandi og þótt víðar
væri leitað, þar var munka-
klaustur og skóli og þar er nú
amtmannssetrið. Gásir eru í
sveitarfélaginu, en Gásakaup-
staður var ein megintenging Ís-
lands við umheiminn á miðöld-
um. Ekki má gleyma Hjalteyri
þar sem var stærsta síldarverk-
smiðja í Evrópu í smátíma. Fyrir
lítið sveitarfélag er þetta mikið
og getur verið dálítið snúið að
sinna öllu en við höfum reynt
eins og við getum að halda öllu
þessu á lofti.“
Sveitarfélagið átti stóran þátt í
því, að sögn Guðmundar, að
stofna fyrirtæki sem rekur jörð-
ina Hraun. „Þá erum við aðilar
að amtmannssetrinu á Möðru-
völlum. Þetta eru skemmtileg
verkefni sem ég hef í sumum til-
fellum komið mikið að. Ég hef
áhuga á menningarmálum þannig
að ég hef gengið í þessi verkefni
af miklum áhuga og vilja; maður
reynir að gera allt sem hægt er
til að styðja við verkefnin þótt
það geti stundum verið erfitt.“
Arfleifðin áberandi
í sveitarfélaginu
Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur á Möðruvöllum, Jón Kr. Sólnes heit-
inn, stjórnarmaður í Hrauni í Öxnadal ehf., Jónína Bjartmarz umhverf-
isráðherra og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri Hörgárbyggðar, þeg-
ar hluti jarðarinnar Hrauns var friðlýstur og fólkvangur stofnaður 2007.
Morgunblaðið/Skapti
ÞORRAMATUR Skútan
Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810
Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Í LOK JANÚAR BLÓTUMVIÐ ÞORRANN EINS
OG SÖNNUM ÍSLENDINGUM SÆMIR.
Súrmatinn útbúum við sjálfir frá grunni og
byrjar undirbúningur þessa skemmtilega tí
ma
strax að hausti.
Þorramatinn er hægt að fá senda í sali,
heimahús og panta í veislusal okkar.
Allt um þorramatinn, verð og veislur á
heimasíðu okkar.
ÞJÓÐLEG
ÞORRAHLAÐBORÐ
FRÁVEISLULIST
www.veislulist.is