Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 30
Tölvunarfræðingarnir og hjónin Kristín Gróa Þorvaldsdóttir og Gunnar Krist- jánsson buðu vinum heim í hægeldað svínakjöt, taco, greipmargarítu og ljúffengar forréttarsnittur í maí. Handa 8-10 SÓSAN 1 lime, börkur og safinn af helm- ingnum 250 ml léttmajónes 1 msk. tequila ½ tsk. agavesíróp eða sykur 1 tsk. salt í flögum ½ tsk. nýmulinn svartur pipar Rífið börkinn af lime-inu í miðlungsstóra skál og kreistið svo safann úr helmingnum af því saman við. Bætið majónesi, tequila, agavesírópi, salti og pipar saman við og hrærið öllu vel saman. Setjið til hliðar. RÆKJURNAR 450 g rækjur ½ lítill rauðlaukur, smátt saxaður ½ rauður chili, smátt saxaður 1 avókadó, skorið í teninga 1 msk. olía ½ lime, safinn 1 tsk. salt í flögum ½ tsk. nýmulinn svartur pipar handfylli ferskt kóríander, gróft saxað 1 baguette, skorið í sneiðar 1 chilipipar, skorinn í sneiðar Blandið rækjum, rauðlauk, chilipipar, avó- kadó, olíu, lime-safa, salti, pipar og kóríander saman í stórri skál. Setjið u.þ.b. teskeið af sósunni á hverja brauðsneið og svo rækjublöndu ofan á. Skreytið með sneið af rauðum chili. Snittur með rækjum og margarítusósu Matur og drykkir Alls konar út í lummur *Það getur verið ódýrt og gott að bakanokkrar lummur í hádegisverð eða síð-degis en mjög fljótlegt og auðvelt er aðbaka þær. Það er hægt að bæta einhverjuörlitlu út í grunnuppskrift og fá smá til-breytingu. Þannig er mjög gott að bætavið smá kókosflögum, góðu hunangi og þeir sem eru hrifnir af gráðosti ættu að prófa að setja smá mulning út í deigið. Setjið smátt skorna bleikjuna í skál og kreistið sítrónu- og límónusafann yfir. Blandið saman og látið liggja í leginum í ísskáp í 4-8 klst. Hrærið af og til í blöndunni. Sigtið sí- trónu- og límónusafann frá. Blandið restinni af hráefnunum saman við bleikjuna og smakkið til með sjávarsalti, límónusafa og kóríander þar til bragðið er eins og þið viljið hafa það. Berið fram ískalt með djúpsteiktum won ton- kökum, pappadums-kökum eða góðum tor- tillaflögum. Að kvöldi kjördags í júní bauð matarblogg- arinn Helena Gunnarsdóttir með meiru góðum gestum í mat og var hvergi slegið af í eldamennskunni. 500 g bleikja, roðflett og skorin smátt safi úr 1 sítrónu safi úr 2 límónum 1 tsk. gróft sjávarsalt 1 lítið hvítlauksrif, smátt saxað eða rifið 2 msk. smátt saxaður skalottlaukur 1 msk. ólífuolía börkur af 1 límónu, fínt rifinn 2 msk. svört sesamfræ 2-3 msk. ferskt kóríander, smátt saxað 1 avókadó, ekki mjög þroskað og smátt skorið Bleikju-ceviche Hjónin Stefán Baldursson og Þórunn Sig- urðardóttir buðu listafólki úr Íslensku óp- erunni heim í meinhollan haustmat í september. Fullt af grænmeti að eigin vali, til dæmis blómkál, brokkólí og púrrulaukur, skorið í bita nokkur hvítlauksrif, fínt skorin 1 lítri kjúklingasoð 1 múskathneta, rifin grænn pipar, mulinn smjör og olía til steikingar nokkrar msk. sýrður rjómi sesamolía eftir smekk Snöggsteikið allt grænmetið fyrst upp úr blöndu af smjöri og góðri olíu. Hellið kjúklinga- soði yfir og látið sjóða vel þar til grænmetið er mjúkt. Kryddið með grænum pipar og rífið múskathnetuna yfir. Maukið allt vel í mat- vinnsluvél eða með töfrasprota. Hellið smáveg- is af sesamolíu út í og smakkið til. Setjið eina msk. af sýrðum rjóma, eða þeyttan rjóma ef vill, út á hvern disk þegar borið er fram. Haustsúpa Guðríður María Jó- hannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Naut- hóls, bauð heim í alls kyns sumarlega smá- rétti, hvern öðrum girnilegri, í júlí. ÁVAXTABRAUÐ 250 ml súrmjólk 25 ml vatn 95 g maltsíróp 35 g hörfræ 35 graskersfræ 40 g trönuber 40 g hafrar 80 g þurrkaðar aprí- kósur 15 g sojasósa 15 g rúgmjöl 100 g hveiti 8 g salt Sjóðið vatn og maltsí- róp saman. Hellið blöndunni þá yfir fræin og látið kólna við stofu- hita. Blandið öllu saman í hrærivél. Setjið í smurt form og bakið við 175°C í 40-45 mín. Lát- ið kólna. Skerið brauðið í um það bil 1 cm þykkar sneiðar og raðið á ofnskúffu. ÁLEGG 1 pakki geitaost- ur fljótandi ljóst hunang klettasalat nokkrar þunnar radísuskífur karamellaðar valhnetur Skerið geitaost- inn í jafnþykkar sneiðar og raðið of- an á brauðið. Dreypið vel af hun- angi yfir allt saman og bakið við 180°C í 5-8 mín. eða þang- að til osturinn er orðinn mjúkur og hunangið farið að karamellast. Berið fram með smá klettasalati, þunnum radísuskífum og karamelluðum val- hnetum. Bakaður geitaostur á ávaxtabrauði Á fimmta tug Íslendinga hélt matarboð fyrir Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins árið 2014. Hressir hóp- ar, minni og stærri, brögðuðu á ljúffengum for- réttum, aðalréttum og eftirréttum hjá gestgjöfum sínum sem komu úr ýmsum áttum. Á næstu blaðsíðum má skoða brotabrot af uppskriftum þeim sem gestgjafar gáfu lesendum úr þessum boðum og eru þó ótal afbragðsréttir ónefndir. Skiptast þessir réttir í bestu forréttina, bestu aðal- og eftirréttina sem og meðlætið. Á árinu sem framundan er mun Sunnudagsblað Morg- unblaðsins halda áfram að fylgjast með matarboðum af öllum gerðum, allt frá súpu- og salatboðum í hádeginu upp í flókn- ari matargerð og allt þar á milli. Lesendur eru hvattir til að senda inn ábendingar um boð framundan á netfangið julia@mbl.is. RÉTTIR ÁRSINS Það besta úr matarboðum ársins 2014 MATARBOÐ ÁRSINS 2014 Í SUNNUDAGSBLAÐI MORGUNBLAÐSINS VORU SNEISAFULL AF FLOTTUM UPPSKRIFTUM. Á NÆSTU BLAÐSÍÐUM GEFUR AÐ LÍTA NOKKRAR AF ÞEIM FJÖLMÖRGU UPPSKRIFTUM SEM ÞÓTTU BERA AF. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is BESTU FORRÉTTIR ÁRSINS 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.