Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 36
Græjur og tækni Kanntu að blanda? Getty Images/iStockphoto *Margir muna eftir því að hafa fengið sérstakan hraðkúrs í að blandavatnið í sturtunni samhliða sundkennslu hér áður. Sturtuverðir lögðumikla áherslu á að kenna skólabörnum að skrúfa fyrst frá kalda, svoheita – enda var það talið mikið öryggisatriði að kunna að blanda rétt.Þróun í blöndunartækjum hefur gert það að verkum að þessi þekkinger ekki á færi skólabarna nútímans. Nú er nóg að ýta á takka til að fávatn úr sturtunni í sundi. En kannski er gott að kenna krökkunum samt að blanda sturtu? Nema við metum það sem svo að þessi skynsamlega nálgun á blöndun sturtu sé óþörf. Dæmi hver fyrir sig. Á föstudag lauk í Las Vegas CES-kaupstefnunni, ená henni er kynntur ýmis rafeindabúnaður, allt frágræju sem kveikir á kaffivélinni þegar eigandinn kemur hem úr vinnunni í risavaxin hátæknivædd 4K sjón- varpstæki. Á sýningunni bar mikið á allskyns jaðartækjum til að tengja saman allskyns apparöt á heimilinu, til að mynda áðurnefnda kaffivél, en líka myndavélar, hljómtæki, ísskápa, blómapotta, æfingatæki, hitastilla og svo má lengi telja. Eitt af því sem menn hafa fengist við á þessu sviði er að gera kleift að stýra ljósum, þá aðallega birtustigi, en ný ljóstækni, LED-ljós eða ljós- tvistar, býður ekki bara upp á framúrskarandi sparneytin ljós, heldur er líka hægt að hafa ljós- in svo úr garði gerð að þau geti sýnt (nánast) óteljandi liti og nettengd að auki þó peran og perustæðið sé litlu stærra en hefðbundin pera. Lykill að því að tæki frá ólík- um framleiðendum geti talað saman er að þau tali sama málið, eða skilji í það minnsta lykilatriði í samskiptum og þar kemur til staðall eins og ZigBee sem er til þess gerður að allskyns tæki geti átt samskipti yfir þráðlaust net, en ZigBee byggir upp eigin net þar sem lítið af gögnum er sent í senn og samskipti þurfa ekki að vera samfelld, þ.e. ekki er sífellt verið að senda gögn á milli, öryggi skiptir miklu máli (128 bita dul- ritun) og orkunotkun er í lágmarki. ZigBee-staðallinn hefur víða verið notaður í stað Blue- tooth eða WiFi, enda ódýr og einfaldur. Undir honum eru svo afbrigði eins og ZigBee Light Link sem helstu fram- leiðendur á ljósum og ljósaperum nota, þar á meðal GE, Osram Sylvania og Philips. Fyrir vikið ætti að vera hægt að tengja inn á net græjur frá ólíkum framleiðendum, en gætum að því að þó tækin skilji grunnskipanir þá er ólík- legt að þau skilji hvert annað til fulls. Rétt er að geta þess að ZigBee-græjur eru hver fyrir sig með innbyggðan netmagnara og því má segja að netið vinna talsvert í honum sem sannast meðal annars á því að í desember sl. bættist við sá möguleiki að láta sviðsmyndir hrökkva í gang á tilteknum tíma, til að mynda að láta ein- hverja ákveðna stillingu taka við kl. eitthvað fyrirfram ákveðið og standa í tiltekinn tíma. Þegar allt er um garð gengið er þó hægðarleikur að sýsla með ljósið, stilla ljóshita, lit og birtustig og eins að setja upp það sem Osram-menn kalla sviðsmyndir, scenes, en þá er hægt að stilla ljósið og vista síðan þá stillingu. Nú spyr kannski einhver um notagildi og einfalt að benda til að mynda á eldhús, þar sem menn vilja alla jafna hafa milda hlýja lýsingu, en síðan bjarta og kalda þegar verið er að saxa og hræra og skera – nánast frysti- húsalýsingu. Með Lightify er það hægðarleikur, hægt að velja vinnslusviðsmynd þegar við á með því einu að opna forritið í símanum eða spjaldtölvu og smella á hnapp. Osram Lightify er víða til sölu en til að gefa hugmynd um verð má nefna að upphafspakki, netbúnaður og RGB- pera, kostar 13.828 kr. í BYKO en 18.695 í Húsasmiðjunni. Stök 10 W RGB-pera kostar 7.899 í BYKO en 9.895 í Húsasmiðjunni, og hvít 9,5 W pera kostar 4935 í BYKO, en 6.195 í Húsasmiðjunni. TAKTU TIL VIÐ AÐ (LJÓS)TVISTA GLÓPERURNAR ERU NÁNAST HORFNAR OG ÓHÆTT AÐ SPÁ ÞVÍ AÐ SPARPERURNAR VÍKI FLJÓTLEGA FYRIR LJÓSTVISTUM SEM EYÐA MINNA RAFMAGNI, LIFA LENGUR OG, ÞAÐ SEM MESTU SKIPTIR, LÝSA MUN BETUR. SVO MÁ LÍKA HAFA PERURNAR MARGLITAR EINS OG Í LIGHT- IFY-KERFINU SEM GERIR KLEIFT AÐ FÍNSTILLA LÝS- INGUNA Á HEIMILINU – PERU FYRIR PERU. * Lightify er ekki bara fyrir loftljós, því inn ísama kerfi er hægt að tengja ljósræmu til innibrúks, Lightify Flex RGBW, og líka til að hafa úti, Lightify Gardenspot. Ljósin þurfa ekki heldur öll að vera marglit, það er hægt að kaupa einlita peru sem er þó hægt að stilla frá hlýjum gulum lit í kaldan hvítan – á lithitabilinu 2.700 til 6.500 Kelvin. * Litirnir sem hægt er aðvelja og samsetningarnar eru nánast óteljandi, ríflega 16 milljón litir, og hægt að vista grúa sviðsmynda. Það er líka hægt að setja forritið upp á spjaldtölvum og allt að fimm not- endur geta notað kerfið samtímis, en hver gátt getur stýrt allt að fimmtíu ljósum. * Margir hafa þegar skipt gömlu glóper-unum út fyrir sparperur, en þær eru margar gallagripir, lengi að ná fullum ljósstyrk og smíði þeirra lang í frá umhverfisvæn. LED-, eða ljóstvistperur, eru mun umhverfisvænni í framleiðslu og eyða umtalsvert minni orku, aukinheldur sem slík pera endist að jafnaði í 100.000 klukkustundir á fullu ljósi . Græjan ÁRNI MATTHÍASSON sem þær spanna stækki með hverju tæki. Í kjölfar þess að menn komu saman staðli til að tengja ljós og sýsla með þau hafa ýmsir framleiðendur kynnt lausnir fyrir heimili og einhverjir kannast líklega við Philips Hue sem kynnt var í sam- vinnu við Apple fyrir ári eða svo og hefur fengist hér á landi. Ljósa- og peruframleið- andinn Osram hefur einnig blandað sér í slaginn og Jó- hann Ólafsson & Co hefur auglýst Osram Lightify af krafti undanfarið. Hægt er að kaupa ljós og tilheyrandi í ýmsum samsetn- ingum, en „byrjendapakkinn“ er ein RGB LED-pera með hefðbundinni E27-fatningu og síðan netbúnaðurinn, Lightify Gateway, sem stungið er í samband við rafmagn og heldur utan um netsambandið við perurnar. Síðan sækir maður ókeypis hugbúnað, app, í símann til að stýra öllu saman. Helsti gallinn við allt saman er að símaforritið, appið, er mjög brothætt og getur verið snúið að setja það upp. Við uppsetningu á kerfinu í fyrsta sinn sækir maður forritið og þarf síðan að skanna QR-kóða á netbúnaðinum, Lightify Gateway, sem fylgir í pakkanum. Síðan þarf að tengjast þeim búnaði í gegnum WiFi-tengingu símans og svo tengj- ast heimanetinu (eða vinnunetinu, eftir því sem við á) og að því loknu er hægt að tengja fyrstu ljósaperuna og sýsla með hana. Þessi tengileið er brothætt og seinleg og fjöl- margt getur farið úrskeiðis – best að gefa sér góðan tíma og sýna þolinmæði. Hugbúnaðurinn er nefnilega ekki nema miðlungi vel heppnaður, greinilegt að menn eru enn að Hér fyrir ofan koma nettengdar ljósaperur við sögu sem birtingarmynd þess að allt verður í heiminum nettengt. Annað skemmtilegt dæmi er Chipolo-skífan sem er Bluetooth-vædd og gagnast þeim sem gleyma því hvar þeir leggja hlutina frá sér. Chipolo er lítil skífa, hálfur fjórði sentí- metri að þvermáli, 4,6 mm að þykkt og fis- létt. Skífuna hengir maður svo á það sem manni er annt um, hvort sem það er lykla- kippa, gæludýr, skjalataska eða hvaðeina og ef það finnst ekki er hægt að nota símaforrit til að grennslast um hlutinn, láta skífuna gefa frá sér hljóð og líka sjá hvar hún er stödd – með það í huga að drægnin er 60 metrar. Ef síminn sjálfur er týndur hristir maður bara Chipolo-skífuna og þá gefur hann frá sér hljóð. Skífan gefur frá sér hljóð þegar samband milli skífu og síma rofnar, en hægt er að búa svo um hnútana að hún geri það ekki á til- teknum stöðum. Hægt er að tengja allt að níu skífur við hvern síma og því hægt að halda utan um ým- islegt. Til gamans má geta þess að ef maður rekst á eigur annars sem er með Chipolo- skífu kveikir maður á símaforritinu og þá sendir síminn upplýsingar til fyrirtækisins um hvar viðkomandi skífa er niðurkomin. Í skífunni er rafhlaða sem hægt er að skipta um, en hún endist alla jafna í hálft ár (aukaraf- hlaða fylgir). Einkar einfalt er að setja appar- atið upp; sækja hugbúnað fyrir síma, iPhone, Android eða Windows og para við skífuna. Þetta tók skamma stund og svínvirkaði. Chipolo-skífurnar er hægt að fá í öllum regnbogans litum, eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd. Þær fást hjá Advania og kosta 3.942 kr. stykkið. TAPAÐ – FUNDIÐ Bluetooth- vædd hjálp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.