Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Síða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Síða 25
Getty Images/iStockphoto 11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Derriford-sjúkrahúsið í Plymouth á Englandi hefur bannað sendingar frá Pizza Hut- veitingastað í nágrenninu. Talsmenn spítalans segja að ekki sé hvatt til þess að fá send- an mat á spítalann og segjast hafa náð samkomulagi við Pizza Hut um að „heimsend- ingar“ verði bannaðar. Þetta er til að hvetja til neyslu heilsusamlegs fæðis á spítalanum. Banna Pizza Hut á spítala*Hæfileikinn til að hlæjagreinir manninn fráöllum öðrum skepnum. Joseph Addison Strava er gott app til að fylgjast með hlaupa- og hjólatúrum og til að deila þeim upplýsingum með vinum. Það sker sig frá keppi- nautunum með því að höfða til keppnisskapsins í fólki og fá það til að taka þátt í áskorunum. Strava er hægt að nota með margskonar GPS-tækjum og líka hægt að nota það með Google Glass. Ókeypis fyrir iOS og Android. STRAVA Fyrir hlaupa- og hjólatúra Með því að nota myndavél- ina í símanum mælir Instant Heart Rate hjartsláttinn og þykir appið með þeim betri á þessu sviði og hefur fengið góða dóma. Þessar upplýs- ingar er hægt að nota í þjálf- unarskyni því í appinnu eru ennfremur upplýsingar um til dæmis hvort hjartslátturinn sé nógu hraður til að æfingin virki sem fitubrennsla og svo er að sjálfsögðu hægt að deila herlegheitunum á Fa- cebook og Twitter. Ókeypis fyrir iOS og Android. Fylgstu með hjartslætt- inum INSTANT HEART RATE Það getur verið gott að hlusta á tónlist á meðan hlaupið er. TempoRun sér til þess að það komi ekki rólegt lag þegar hlauparinn er á fleygiferð. Appið flokkar tónlistina þína eftir hraðanum sem er best að hlaupa við hana. Ef það er lítið til í safninu er hægt að streyma fyr- irfram flokkuðum lögum í gegnum So- undCloud. Ókeypis fyrir iOS. Tónlist í réttum takti TEMPORUN Með Pocket Yoga er maður með eigið jógastúdíó í vasanum. Í því er að finna ít- arlegar leiðbeiningar, bæði í gegnum talað mál og myndbönd af hundruðum af mis- munandi jóga- stellingum. Ennfremur kemur fram hvaða kosti hver stelling hef- ur og þar með meint áhrif á heilsuna. Notendur geta valið á milli þriggja erfið- leikastiga og þriggja lengda. Appið skráir æfingarnar svo þægi- legt er að fylgjast með notkuninni. Fyrir iOS, Android, kostar 3,75 dali. Jóga í vasanum POCKET YOGA StrongLifts 5x5 er lyftingaapp sem byggist eins og titillinn gefur til kynna á fimm sinnum fimm endurtekn- ingum. Þetta þykir góð leið til að byggja upp vöðva og tapa fitu en er ekki auðvelt fyrir óvana. Takmarkið er að auka smám saman við þyngdina í æfingunum og verða þannig sterkari. Áherslan er á stóru vöðvana í líkamanum. Miðað er við að æfa þrisvar í viku í um 45 mínútur í senn. Æfingakerfið er byggt á því sem Reg Park, men- tor Arnolds Schwarze- neggers, kynnti til sög- unnar. Höfundur appsins heitir Mehdi og þróaði kerfið áfram. Auðvelt er að halda utan um æfingarnar í appinu, sem sýnir líka framfarir vel. Ókeypis fyrir iOS, Android. STRONGLIFTS 5X5 Til að verða sterkari YOGA STUDIO Jóga fyrir alla Yoga Studio segist vera app fyrir alla, sama hversu vanir þeir eru eða hversu mikinn tíma iðkendurnir hafa. Í appinu er að minnsta kosti að finna 65 mismunandi tíma sem eru tíu mínútur til klukkustund að lengd og mismun- andi erfiðir. Það er hægt að velja mis- munandi umhverfishljóð til að spila undir æfingunni, æfa á sama tíma og aðr- ir eða þegar manni hentar. Ennfremur er hægt að fá hjálp með 280 jógastellingar. Fyrir iOS og kostar 5,01 dali.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.