Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 57
11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Dúettinn 23/8 heldur á laug- ardagskvöld tónleika í Nor- ræna húsinu til heiðurs sænsku söngkonunni Mo- nicu Zetterlund. Dúettinn skipa Stína Ágústsdóttir og Anna Gréta Sigurðardóttir. 2 Við leiðsögn í Listasafni Ís- lands á sunnudag klukkan 14 munu þrír gestir spjalla um valin verk á sýningu verka úr safneign. Gunnar Harðarson prófess- or fjallar um Mannsmynd eftir Helga Sigurðsson, Sigurður Árni Þórð- arson prestur um mynd eftir Arn- grím Gíslason og Marta G. Jóhann- esdóttir, starfsmaður á Gljúfrasteini, um verk eftir Steingrím Eyfjörð. 4 Hinni athyglisverðu sýningu Stelpumenning með verk- um bandaríska ljósmyndarans Lauren Greenfield lýkur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um helgina. Heimildamynd hennar, Queen of Versaille (2012), verður einnig sýnd kl. 13.30 báða dagana. 5 Sýning Þórs Sigurbjörns- sonar myndlistarmanns, Óljóst, verður opnuð í sýn- ingarrýminu Harbinger, Freyjugötu 1, á laugardag klukkan 18. Í verkum sínum fæst Þór oft við greiningu á hlutum sem við höfum aðlagað líkamanum og notum til að fást við heiminn. Hann hefur lokið framhaldsnámi við SVA í New York. 3 Hin áhrifaríka sýning á graf- íkmyndum eftir Elías B. Hall- dórsson myndlistarmann sem staðið hefur að und- anförnu í Sverrissal Hafnarborgar, hefur verið framlengd og stendur út helgina. Verkin eru öll í eigu safnsins. MÆLT MEÐ 1 um verkum sem opnast eins og gamlar alt- aristöflur. Finnst honum sjálfum að þetta sé mikilvægur þáttur í verkunum, samband manns við náttúruna? „Það liggur einhvers staðar undir niðri en ég hugsa þetta ekki á þennan hátt. Þetta eru tilvistarlegar vangaveltur. Það er þá frekar samband manns við náttúru en það áþreif- anlega sem ég er að hugsa um. Ruslmynd- irnar eru ekki komment á neysluhyggju – þótt þær verði það alltaf. Eins og í verkinu Fylling, titillinn vísar í margs konar fyllingu. Það er ekki hægt að komast hjá því, ég er meðvitaður um það, þótt það sé ekki aðal- inntak. Þessi verk eru á fleiri plönum.“ – Hér eru nærmyndirnar af stökkum sjó- manna, verkin sem þú kallar Áhöfn. Í Lista- safni Íslands sýndir þú árið 2009 annars konar verk af mönnum í vinnugöllum en það var myndbandsverk. Hver er munurinn? „Upphaflega var það vídeóverk ljósmynda- stúdía, af vinnugöllunum, en á einhverjum tímapunkti lifnuðu þeir við og fóru að dansa. Það varð einhver frjóvgun og hreyfingin varð til. Utanaðkomandi aðstæður kölluðu þá líka á vídeóformið. Það er langsótt að útskýra hvernig hug- myndir þróast en stundum þróast óskyldar hugmyndir innra með manni á sama tíma en áður en maður veit af fara þær að renna saman og eitthvað nýtt verður til, blöndun á sér stað.“ – En þetta sýnir líka aftur að þú ert ekk- ert bara ljósmyndari, ljósmyndin er bara einn miðillinn sem þú getur notað. „Þannig finnst mér þetta vera, þótt ljós- myndin sé meginhluti þess sem ég geri. Hugmyndirnar enda flestar sem ljósmyndir. Eitt sem skilur ljósmyndirnar frá víd- eóunum er að í þeim sjást aldrei líkamar. Öll vídeóverkin mín fjalla hins vegar á einhvern hátt um líkamann. Engu að síður er lík- aminn nálægur í ljósmyndunum … Svona hefur þetta þróast. En eins og sést í bókinni eru ljósmyndirnar samt hryggjarsúla í mínu höfundarverki,“ segir Hrafnkell. Morgunblaðið/Einar Falur „Ruslmyndirnar eru ekki komment á neyslu- hyggju – þótt þær verði það alltaf,“ segir Hrafn- kell. Hann er hér nánast inni í einu þessara verka, Seventh conversion, frá 2007, en það er rúmir þrír metrar á breidd þegar vængirnir eru opnir og hreint vetrarlandslag blasir við í stað sorpsins sem sést þegar verkið er lokað. Untitled, 2001. Litljósmynd 74,5 x 110 cm. Tjöldum úr gerviefni hefur verið komið fyrir á hjarninu. Fjall 4, 1007. Litljósmynd 47 x 70 cm. Þessi áhrifamiklu fjöll Hrafnkels eru manngerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.