Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Side 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Side 57
11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Dúettinn 23/8 heldur á laug- ardagskvöld tónleika í Nor- ræna húsinu til heiðurs sænsku söngkonunni Mo- nicu Zetterlund. Dúettinn skipa Stína Ágústsdóttir og Anna Gréta Sigurðardóttir. 2 Við leiðsögn í Listasafni Ís- lands á sunnudag klukkan 14 munu þrír gestir spjalla um valin verk á sýningu verka úr safneign. Gunnar Harðarson prófess- or fjallar um Mannsmynd eftir Helga Sigurðsson, Sigurður Árni Þórð- arson prestur um mynd eftir Arn- grím Gíslason og Marta G. Jóhann- esdóttir, starfsmaður á Gljúfrasteini, um verk eftir Steingrím Eyfjörð. 4 Hinni athyglisverðu sýningu Stelpumenning með verk- um bandaríska ljósmyndarans Lauren Greenfield lýkur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um helgina. Heimildamynd hennar, Queen of Versaille (2012), verður einnig sýnd kl. 13.30 báða dagana. 5 Sýning Þórs Sigurbjörns- sonar myndlistarmanns, Óljóst, verður opnuð í sýn- ingarrýminu Harbinger, Freyjugötu 1, á laugardag klukkan 18. Í verkum sínum fæst Þór oft við greiningu á hlutum sem við höfum aðlagað líkamanum og notum til að fást við heiminn. Hann hefur lokið framhaldsnámi við SVA í New York. 3 Hin áhrifaríka sýning á graf- íkmyndum eftir Elías B. Hall- dórsson myndlistarmann sem staðið hefur að und- anförnu í Sverrissal Hafnarborgar, hefur verið framlengd og stendur út helgina. Verkin eru öll í eigu safnsins. MÆLT MEÐ 1 um verkum sem opnast eins og gamlar alt- aristöflur. Finnst honum sjálfum að þetta sé mikilvægur þáttur í verkunum, samband manns við náttúruna? „Það liggur einhvers staðar undir niðri en ég hugsa þetta ekki á þennan hátt. Þetta eru tilvistarlegar vangaveltur. Það er þá frekar samband manns við náttúru en það áþreif- anlega sem ég er að hugsa um. Ruslmynd- irnar eru ekki komment á neysluhyggju – þótt þær verði það alltaf. Eins og í verkinu Fylling, titillinn vísar í margs konar fyllingu. Það er ekki hægt að komast hjá því, ég er meðvitaður um það, þótt það sé ekki aðal- inntak. Þessi verk eru á fleiri plönum.“ – Hér eru nærmyndirnar af stökkum sjó- manna, verkin sem þú kallar Áhöfn. Í Lista- safni Íslands sýndir þú árið 2009 annars konar verk af mönnum í vinnugöllum en það var myndbandsverk. Hver er munurinn? „Upphaflega var það vídeóverk ljósmynda- stúdía, af vinnugöllunum, en á einhverjum tímapunkti lifnuðu þeir við og fóru að dansa. Það varð einhver frjóvgun og hreyfingin varð til. Utanaðkomandi aðstæður kölluðu þá líka á vídeóformið. Það er langsótt að útskýra hvernig hug- myndir þróast en stundum þróast óskyldar hugmyndir innra með manni á sama tíma en áður en maður veit af fara þær að renna saman og eitthvað nýtt verður til, blöndun á sér stað.“ – En þetta sýnir líka aftur að þú ert ekk- ert bara ljósmyndari, ljósmyndin er bara einn miðillinn sem þú getur notað. „Þannig finnst mér þetta vera, þótt ljós- myndin sé meginhluti þess sem ég geri. Hugmyndirnar enda flestar sem ljósmyndir. Eitt sem skilur ljósmyndirnar frá víd- eóunum er að í þeim sjást aldrei líkamar. Öll vídeóverkin mín fjalla hins vegar á einhvern hátt um líkamann. Engu að síður er lík- aminn nálægur í ljósmyndunum … Svona hefur þetta þróast. En eins og sést í bókinni eru ljósmyndirnar samt hryggjarsúla í mínu höfundarverki,“ segir Hrafnkell. Morgunblaðið/Einar Falur „Ruslmyndirnar eru ekki komment á neyslu- hyggju – þótt þær verði það alltaf,“ segir Hrafn- kell. Hann er hér nánast inni í einu þessara verka, Seventh conversion, frá 2007, en það er rúmir þrír metrar á breidd þegar vængirnir eru opnir og hreint vetrarlandslag blasir við í stað sorpsins sem sést þegar verkið er lokað. Untitled, 2001. Litljósmynd 74,5 x 110 cm. Tjöldum úr gerviefni hefur verið komið fyrir á hjarninu. Fjall 4, 1007. Litljósmynd 47 x 70 cm. Þessi áhrifamiklu fjöll Hrafnkels eru manngerð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.