Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 47
komlega. Ekki einvörðungu tókst að særa stórveldið holundarsári. Það tókst að sýna það sofandi á verð- inum, varnarlaust á ögurstundu. Forsetinn þurfti um stund að vera í felum í flugvél sinni, Air Force 1, því tilgátur voru uppi um að til stæði að ráðast bæði á vélina og Hvíta húsið. Afleiðingarnar Margt gerðist í kjölfar árásarinnar 2001. Bæði stórt og smátt. Sumt dauðans alvara, eins og hrylling- urinn sem fylgir styrjöldum, drónadráp, pyntingar og fangelsanir án dóms og laga. Annað, sem í hlut- falli við þetta, má flokkast undir smælki. Sérhver flugferðalangur finnur fyrir því. Áratugum saman kepptust menn við að smíða sí- fellt hraðfleygari flugvélar svo koma mætti mönnum sem fyrst á milli áfangastaða. Á skömmum tíma hafa biðraðir og öryggisleit, sem rekja má beint til hryðjuverkahættu, étið upp stóran hluta þess ár- angurs. Venjulegir friðsamir borgarar sæta leit, eru reknir úr skóm, á þeim er þuklað og eftir úrtaki eru sumir þeirra gegnumlýstir rétt eins og töskurnar þeirra. Opinberir starfsmenn horfa á þá eins og kviknakta, sem getur ekki verið skemmtiverk, en auðmýking fyrir þá sem í því lenda. Sá, sem er oft á ferðinni, er líklegri til að vinna í þessum úrdrætti en í lottóinu. Ekki hefur, svo vitað sé, tekist að sprengja flugvél eða breyta henni sjálfri í sprengju, síðan 2001. (Fyrirvarinn er settur vegna horfnu flugvélarinnar í Malasíu). Oft hefur þó litlu munað, þrátt fyrir alla þessa leit. Hættumat breytist En um leið og eftirlit vegna flugsins hefur þó borið þennan árangur, eru landamæri ríkja mjög götótt. Árlega komast tugþúsundir manna óséðar yfir landamæri Bandaríkjanna. Allir kannast við gata- sigtið sem kennt er við Schengen. Enn hafa menn vara á sér vegna hugsanlegrar stórárásar, með flugvélum, „skítugri“ geisla- sprengju, eyðileggingu vatnsbóla eða raforkukerfis eða „vírusa“-árás á almenning. En helst beinist óttinn og varnirnar nú að smáum hópum og minni aðgerðum, þar sem jafnvel aðeins einn hryðjuverkamaður er á ferð, einfari, sem lýtur óbeinum fyrirmælum. Þúsundir Vesturlandabúa (flestir raunar aðfluttir eða önnur kynslóð þeirra, þótt stjórnmálaleg ná- kvæmni banni að slíkt sé sagt upphátt) eru nú í manndrápsþjálfun hjá „Ríki íslams“ í Sýrlandi og Írak. Sá hluti þeirra, sem ekki fellur í bardögum eða loftárásum er væntanlegur heim aftur. Ríki ísl- ams er, þrátt fyrir alla forneskjuna, nútímavætt mjög. Í gegnum netið er þeim skilaboðum nú beint til velviljaðra að hætta við að sækja í bardagana á heimaslóðum „ríkisins.“ Þeir geri mest gagn með því að gera sem mestan skaða annars staðar. Æski- legast sé að vinna hetjudáðina í vestrænu ríkjunum sjálfum. Skapa þar ógn og skelfingu sem yfirvöld eru varn- arlaus fyrir. Því ekki sé hægt að verja alla alls stað- ar. Þannig megi draga úr trausti á stjórnvöldunum og minnka viðnámsþrótt almennings. Dæmin frá Ástralíu, Kanada, Bandaríkjunum og nú síðast Frakklandi benda eindregið til að slíkum boðum sé hlýtt. Ekki bara málfrelsið Hin hryllilegu hryðjuverk í París eru kölluð árás á málfrelsið. Það má til sanns vegar færa, en þau tak- markast ekki við það. Þetta var grimmileg árás á vestræn gildi, lýðræði og frelsi og þar með talið málfrelsi. Vestræn lög og vestræn gildi ganga í senn út frá heilögu málfrelsi, en jafnframt að það mál- frelsi skuli þó takmarka. Takmörkin tengjast flest því, að málfrelsið sé ekki misnotað. Sönnunarbyrði um slíkt hvílir á þeim sem í hlut á, hvort sem það er einstaklingur, lögaðili eða opinber aðili, sem að lög- um má eða hefur skyldu til að láta á slíkt reyna. Að undanförnu hafa verið birtar á stangli skopmyndir sem á undanförnum misserum hafa sést í útgáfunni sem hryðjuverkamennirnir réðust á. Flestir fjöl- miðlar hafa þó forðast að endurbirta þær myndir sem morðingjarnir í París réttlættu ódæði sitt með. Hins vegar hafa verið birtar margvíslegar aðrar myndir, m.a. af „Föðurnum, syninum og hinum heil- aga anda“ í samförum. Hver og einn getur metið hversu smekklegar slíkar myndir eru og hvort þær teldust verulega meiðandi eða ekki. Að vestrænum rétti hefði ekkert verið að því að mennirnir, sem síðar létu vélbyssurnar tala hefðu látið á það reyna fyrir dómstóli hvort banna mætti birtingu myndanna sem trylltu þá. Ekki er útilokað að dómur hefði fallið þeim í vil. En hver sem nið- urstaða slíks dóms hefði verið væri fráleitt að halda því fram að með meðhöndlun hans hafi verið ráðist á málfrelsið. Vélbyssuárásin ógurlega á blaðamenn- ina og teiknarana var hins vegar miklu meira en það eitt. Ráðist var í senn á allt það sem þeim er heilagt sem búa vilja í réttarríki. Stilling samt nauðsynleg Áður var á það minnst að afleiðingar árásarinnar 11. septbember 2001 hafi verið margvíslegar. Margt af því, sem aðhafst var í kjölfar þeirra atburða varð þá strax umdeilt og er enn. En eitt er þó sérstakt þakkarefni. Í Bandaríkj- unum var ekki blásið til almenns múslimahaturs. Menn geta rétt ímyndað sér að hinar óhugnanlegu árásir, sú svívirðing sem Bandaríkjunum var gerð, myndirnar af fagnaðarlátum sums staðar í heimi araba, sorg og reiði, hefðu getað skapað kjörskilyrði til slíks haturs. Bandaríkjamenn telja sig hafa gert örlagarík mis- tök með því hvernig þeir komu fram við landa sína af japönsku bergi brotna í kjölfar árásarinnar á Pe- arl Harbour. Slík mistök voru sem betur fer ekki endurtekin eftir 11. september 2001. Þær hryðju- verkaárásir, sem þegar hafa orðið og getið var um, munu kalla á viðbrögð. En þær mega alls ekki kalla á það að allir múhameðstrúarmenn séu settir undir sama hatt eða að trú sé úthrópuð og fordæmd. Sumir hrópa að frönsku fórnarlömbin úr fjölmiðla- stétt eigi inni þá kröfu að menn sýni þá hetjudáð að birta myndir af spámanninum. Er það góð krafa? Ólíkt Kristsmyndinni, sem allir þykjast vita nokk- urn veginn hvernig eigi að líta út, þá er engin slík mynd til af spámanni Allah. Menn hafa gefið sér með réttu eða röngu nokkuð heildstæða mynd af spámanni gyðinga, Móses, og séu þeir ekki alveg vissir geta þeir bjargað sér með því að teikna Charlton Heston með sítt grátt skegg á strönd Rauðahafsins og þá vita allir við hvern er átt. Ekkert slíkt á við um þriðja spámanninn. Þess vegna gæti einhver sem ekkert kann teiknað Óla prik og skrifað nafn spámannsins undir og þóst hetja. En til hvers? Bara til að ögra. Bara til að særa? Íslensk lög gera raunar ráð fyrir því að slíkt kunni að vera refsivert. Í 125. gr hegningarlaga nr. 19. frá 1940 (eins og lögunum var breytt 1998) segir: „Hver, sem op- inberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum.“ Kristnir menn amast ekki við því að reynt sé að mála eða teikna Krist. Ekki finna gyð- ingar að því að Móses sé teiknaður eða kvikmynda- ður við Rauðahafið. Hvorugur söfnuðurinn kann því þó vel að níðst sé á þessum tákngervingum trúar sinnar. Allur heimurinn veit hins vegar að í röðum Mú- hameðstrúarmanna líta margir á slíkt og þvílíkt sem argasta guðlast. Er það aumingjadómur að taka ákveðið tillit til þess? Menn muna eftir fáránlegum dauðadómum Aya- tollah Khomeini yfir Salman Rushdi. Breskir skatt- borgarar voru snýttir um marga milljarða til að passa mætti hann. Rushdi hélt lífi, sem betur fer, varð heimsfrægur og ríkur og margir þykjast hafa lesið bækurnar hans. Málfrelsi að hentugleikum Aldrei hefur því verið haldið fram að í 125 gr. ís- lensku hegningarlaganna felist árás á málfrelsið. En hitt er ljóst að vilji menn fá fram málefnalegu um- ræðu um það, hvort rétt hafi verið staðið að þeirri þjóðfélagsbyltingu sem orðið hefur á Vesturlöndum með straumi fólks frá ólíkum menningarheimum, hefur verið brugðist hart við. Án tafar eru slíkir sakaðir um skort á umburðarlyndi, kynþáttahatur eða nasisma. Jafnvel hefur aðeins borið á slíku á Ís- landi. Þetta hefur orðið til þess, að þeir sem vildu gjarn- an heyra málefnalega umræðu um efnið og taka þátt í henni hafa haldið sig til hlés. Vilja ekki kalla yfir sig fordæmingu og stimplun. En umræðan hefur ekki endilega hljóðnað. Hún hefur færst til og síst hefur hún batnað. Afleiðing rétttrúnaðarins er farin að renna upp fyrir vestræn- um leiðtogum, en þeir vita ekki hvernig bregðast skuli við. Hinn vestræni heimur setur tjáningarfrelsi of- arlega á stall grundvallarréttinda. En hann veit um leið að nauðsynlegt er að samþykkja tilteknar tak- markanir á þeim rétti, með sama hætti og samþykkt er að frelsi eins megi ekki ganga freklega yfir frelsi annars. En þegar eina heimildin sem brúkuð er til að svipta menn í raun málfrelsinu er pólitískur rétt- trúnaður í öfgafyllstu útgáfu, þá er því mikil hætta búin. En átta menn sig á því? Það er spurningin. Einhver hefði sagt efinn. * Kristnir menn amast ekki við því að reynt sé að mála eða teikna Krist. Ekki finna gyðingar að því að Móses sé teiknaður eða kvikmyndaður við Rauðahafið. Hvorugur söfnuðurinn kann því þó vel að níðst sé á þessum tákngervingum trúar sinnar. 11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.