Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 50
Halldóra Björt Ewen, Rósa Maggý Grétarsdóttir, Steingrímur Þórðarson og Ragnhildur Richter. Morgunblaðið/Kristinn Ekki er annað hægt að segja en að íslenskukennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð séu jákvæðir og bjartsýn- ir þegar framtíð íslenskunnar og tungumálakunnátta ungmenna kemur til tals. Sunnudagsblaðið spjallaði við þau Rósu Maggý Grétarsdóttur, Halldóru Björt Ewen, Ragnhildi Richter og Steingrím Þórðarson og þau segj- ast skynja mikla væntumþykju nemenda í garð tungu- málsins. „Nemendur eru satt best að segja yfirhöfuð frekar íhaldssamir í þessum efnum og eru harðir á því að hér skuli töluð íslenska. Alveg svakalega íhaldssöm reyndar! En maður skynjar líka væntumþykju þeirra til íslenskunnar mjög sterkt.“ Á hinn bóginn segja þau jafnframt ljóst að stór hópur krakka lesi ekki mikið. „Kunnátta nemenda er ekki að versna, en það örlar á málfátækt. Það kemur fyrir að maður er beðinn um þýðingar á enskum orðum. Málbeit- ing í ritgerðum er yfirhöfuð býsna góð, en það er himinn og haf milli fyrsta árs nema og fjórða árs.“ „Ég man eftir því að maður spurði alltaf eftir jólatörn hvað nemendur hefðu lesið um jólin og það spannst alltaf umræða um bækur. Í dag vex nemendum stundum í aug- um að byrja á Sjálfstæðu fólki, þeim finnst bókin þykk. En þau eru alltaf dálítið hreykin þegar þau eru búin með hana og tala af ótrúlegri skynsemi og hlýju til hennar.“ „Unga kynslóðin er ómöguleg í augum þeirra eldri og hefur alltaf verið. Svo verður eitthvað úr henni. Við erum alls ekki svartsýn hvað íslenskuna varðar, enda veit ég ekki hvað við værum þá að gera hér.“ María Börk Kristjánsdóttir, íslenskukennari í MR, tekur í sama streng og segir að heilt á litið sé íslensku- kunnátta nemenda þar á bæ mjög viðunandi. „Orðaforðinn getur verið einhæfur og nemendur eiga erfitt með að gera greinarmun á ritmáli og talmáli. Tal- málið smitast inn í ritgerðir. En nemendur taka leiðsögn- inni mjög vel. Ég finn líka að ég þarf að útskýra ýmislegt tengt fornsögum betur en áður fyrr, t.d. hvað varðar kímnina í þeim, en nemendur hafa hins vegar alveg jafn- gaman af þeim og áður. Maður sér alltaf þessa umræðu um að ungt fólk lesi ekki en ég tek ekki eftir því. Þau lesa utan skólans og við- horfið þeirra til lesturs er gott. Ef þau lesa ekki er það helst vegna þess að þau hafa ekki tíma til þess. Þau eru í íþróttum og að æfa á hljóðfæri og svo framvegis utan skólans.“ Önnur jákvæð breyting sem María Björk segir aug- ljósa er vilji og geta ungs fólks til að tala fyrir framan hóp. „Þetta er eitthvað sem grunnskólarnir hafa kennt þeim vel og leiklistin hefur líka haft áhrif. Mennta- skólanemar hafa mikla æfingu í því að koma fram og tala, þau eru miklu betri í því.“ ÍSLENSKUKENNARAR Í FRAMHALDSSKÓLUM Væntumþykja nemenda sterk í garð tungumálsins Úttekt 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, segir stöðu ís- lenskunnar að mörgu leyti góða. „Hún stendur sterkt. Málið er not- að á öllum sviðum þjóðfélagsins, það er að segja í stjórn- og mennta- kerfi, viðskiptum og daglegu lífi. Mikið er rætt um málbreytingar og erlend áhrif og annað slíkt en þau koma og fara. Íslenskan breytist auðvitað en það hefur hún alltaf gert.“ Hann segir hins vegar að það geti ógnað stöðu málsins ef allur al- menningur hættir að geta stuðst við íslensku í samskiptum sínum við tölvur í daglegu lífi. „Fyrir hrun var talað um að enskan væri mikið notuð í viðskiptalífinu, samskipti manna og fundir fyrirtækja færu fram á ensku. Það virðist svo hafa breyst aftur eftir hrun. Aðalhættan felst í því ef málið verður ekki not- að á tilteknum sviðum. Ég hef hald- ið því fram í mörg ár að horfa þurfi til upplýsingatækninnar og tölvu- heimsins í ljósi þess að það er alveg ljóst að á næstu árum munum við hafa miklu meiri samskipti við tölv- ur. Fleiri og fleiri tæki í umhverfi okkar eru orðin tölvustýrð. Þróunin er í þá átt að þessum tölvum sé stjórnað með mannlegu máli í stað þess að ýta á takka eða slá inn skipanir. Spurningin er hvaða tungumál við getum notað í þeim samskiptum. Fyrir 20-25 árum var mikið talað um að enskan væri svo ráðandi í flugmáli og þá var rokið til og búið til flugorða- safn. Þar vorum við hins vegar að tala um lítinn og afmarkaðan hóp af fólki sem notaði ensku á afmörkuðu sviði síns daglega lífs. Núna stöndum við frammi fyrir því að þetta tengist ekki afmörkuðum hópi heldur gæti komið til þess að allur almenningur geti ekki notað íslensku í daglegu lífi.“ Í íslenskri málstefnu, sem sam- þykkt var árið 2009, voru sett fram margvísleg markmið um innleiðingu íslensku í tölvuheiminn en að sögn Eiríks hefur hið opinbera lítið gert til þess að uppfylla þessi markmið. Tillaga var samþykkt á Alþingi í vor þess efnis að menntamálaráð- herra yrði falið að skipta nefnd sér- fræðinga í málfræði og tölvutækni til þess að útbúa aðgerðaáætlun um hvað þyrfti að gera á þessu sviði. Eiríkur á sæti í nefndinni en ráð- herra hefur ekki gert skýrsluna op- inbera og því er ekki hægt að fjalla um hvað nákvæmlega kemur þar fram. Nefndin skilaði tillögum sín- um til ráðherra í desember þar sem sett var fram 10 ára áætlun. Vonast er til þess að tekið verði tillit til málsins á fjárlögum næsta árs. EIRÍKUR RÖGNVALDSSON, PRÓFESSOR Í ÍSLENSKU Staðan er sterk en tölvuheimur ógnar A nnars þér einlægilega að segja held ég að íslenskan bráðum mun út af deyja; reikna ég að varla mun nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum, en varla nokkur í landinu að öðrum 200 þar upp frá ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður við reistar; jafnvel hjá bestu mönnum er annað hvört orð á dönsku, hjá almúganum mun hún haldast við lengst.“ Rúmlega 200 ár eru liðin síðan danski mál- fræðingurinn Rasmus Christian Rask komst svo að orði um framtíð íslenskunnar. Okkur er nú óhætt að fullyrða að spá hans rættist ekki en engu að síður eru margir uggandi yf- ir stöðu íslenskunnar, ekki síst á þeim tímum þar sem samskipti fólks fara í auknum mæli fram við tölvur sem litla íslensku skilja, og ekki þarf að leita lengi á netinu til að finna þar dómsdagsspár um tungumálið og fullyrð- ingar þess efnis að ungt fólk í dag kunni ekki íslensku. Sama umræða hefur endurtekið farið fram hér á landi með nokkurra ára millibili, til dæmis þegar gervihnattasjónvarpið hóf inn- reið sína hingað til lands eða þegar „mynd- bandavæðingin“ hófst á níunda áratugnum. Ekki þarf að leita lengi á vefnum timarit.is til þess að sjá að dómsdagsspár og annars konar áhyggjur af íslenskunni hafa verið al- gengar í fjölmiðlum í áranna rás. Í dag eru flestöll tölvustýrikerfi hér á landi á ensku, stafrænir aðstoðarmenn í snjallsímum geta fundið heppilega veit- Talar einhver íslensku á tölvuöld? DÓMSDAGSSPÁR UM MÓÐURMÁLIÐ HAFA REGLULEGA SKOTIÐ UPP KOLLINUM Í ÁRANNA RÁS, IÐULEGA Í TENGSLUM VIÐ TILKOMU TÆKNI- NÝJUNGA. MARGIR HALDA NÚ AÐ TÖLVUHEIMURINN ENSKI MUNI GANGA AF TUNGUNNI DAUÐRI EN FRAMHALDSSKÓLANEMAR OG -KENNARAR ERU BJARTSÝNIR OG JÁKVÆÐIR. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Framhaldsskólanemar eru vanir veröld samskipta- miðla þar sem enskan ræður ríkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.