Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Síða 34
Friðrik Ómar Hjörleifsson hélt sannkallað Eurovision-matarboð en hann bauð meðal annars þremur karlmönnum sem einnig hafa keppt í Eurovision heim í girnilega þríréttaða veislu. BOTN 500 g þurrkaðar döðlur ½ dl kókosolía, mýkt í vatnsbaði 1 stór þroskaður banani 2 msk. hunang eða agavesíróp 1 ½ dl tröllahafrar Sjóðið döðlurnar í vatni í 10 mínútur. Látið standa í 15 mínútur. Sigtið vatnið frá og setjið döðlurnar í mat- vinnsluvél eða hrærið bara vel í þeim. Maukið vel saman með kókosolíu, banana, hunangi og tröllahöfrum. Setjið maukið á fallegan disk og kælið. TOPPURINN 2 kíví, skræld og skorin í bita 1 dl bláber 100 g jarðarber, skorin í tvennt smá hindber 100 g 79% súkkulaði, gróft saxað 50 g ristaðar pekanhnetur, grófsax- aðar grófar kókosflögur Raðið ávöxtum, súkkulaði, hnetum og kókosflögum ofan á. Berið fram með þeytt- um rjóma. Heilsubomba Síðastliðið haust bauð lífskúnsterinn Dóra Welding góðum vinkonum heim í þriggja rétta máltíð og passaði að spila réttu tónlistina með hverjum rétti. 150 g smjör 100 g suðusúkkulaði 120 hreint Cadbury-súkkulaði smá sletta af rjóma 1 bolli sykur 2-3 tsk. vanilludropar ¼ tsk. salt 1 msk. kakó 2 egg 2 msk. volgt vatn 2/3 bolli hveiti Bræðið smjörið í potti og bræðið í öðr- um potti súkkulaðið og rjómann saman. Mikilvægt er að fylgjast vel með bráðinni svo súkkulaðið festist ekki við botninn. Blandið öllu saman í skál, hrærið vel og vandlega saman. Setjið í hringlaga 24 cm form og hitið í miðjum ofni við 250°C í um 40-50 mínútur eða þannig að kakan sé enn örlítið blaut í miðjunni. Gott er að stinga prjóni varlega í kökuna síðustu 10 mín- úturnar til að fylgjast með. Berið fram með mynturjómanum. MYNTURJÓMI 250 ml rjómi 1 msk. vanillusykur 4 dropar piparmyntudropar smá grænn matarlitur nokkur Remi-myntukex ½ askja jarðarber Þeytið rjóma saman við vanillusykur. Þeg- ar rjóminn er fullþeyttur skal blanda van- illudropunum hægt og rólega saman við sem og smávegis af grænum matarlit til að fá fallegan myntulit á rjómann, best er að nota skeið. Smyrjið kreminu á kökuna og skreytið eftir smekk með Remi-myntukexi og jarð- arberjum. Kingstone Brownies 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Matur og drykkir BESTU EFTIRRÉTTIR ÁRSINS 2014 Með þá Friðrik Friðriksson og Örn Árnason í fararbroddi eldamennskunnar prófuðu leikarar og leikstjóri Spamalot að snæða dýrindiskvöldverð á Stóra sviði Þjóðleikhússins 2. mars. Fyrir sjö 2 dollur grísk jógúrt 2 dósir kókosmjólk 2 vanillustangir safi úr ½ lime raspaður börkur af ½ lime hunang eftir smekk 1 bolli hindber 1 bolli bláber kexkökur að eigin vali Setjið kókosmjólkina í dósunum inn í ís- skáp. Þá er auðveldara að hella vatninu af eftir að hún er orðin köld en þykkasti hlutinn er aðeins notaður í réttinn. Hrær- ið kókosþykknið saman við grísku jógúrt- ina. Skafið innan úr tveimur vanill- ustöngum og blandið varlega saman við, sem og limesafa og -berki. Sætið með hunangi eftir smekk. Látið standa í kæli í 1-2 klst. áður en borið er fram. Skreytið með berjum og myljið kexkökur að eigin vali yfir. Kremkenndur kókosís Það var setið og spjallað langt fram á nótt ífrænkumatarboði Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur útvarpskonu í vor. Uppskriftin geymir um 100 litlar bollur 8 eggjahvítur 2 tsk. vanilluessens 500 g sykur 2 tsk. hvítvínsedik tsk. salt 2 msk. maísmjöl Hitið ofninn í 200°C. Eggjahvíturnar, sem best er að séu sem allra ferskastar, eru settar í skál ásamt vanilluessens og salti og þeyttar vel með rafmagnsþeytara. Bætið sykrinum út í smátt og smátt, 1 msk. í senn. Þegar allur syk- urinn er kominn út í og marensinn er glans- andi og stífur er ediki og maísmjöli hrært var- lega saman við. Bökunarpappírsörk er lögð á bökunarplötu og litlar marenskökur formaðar af kostgæfni. Sigurlaug reynir að hafa þær frek- ar litlar, fólk tekur eina og stingur upp í sig. Setjið kökurnar í ofninn, lækkið hitann í 150°C og bakið í um 30-35 mínútur (fer eftir stærð). KREM ½-1 l þeyttur rjómi nokkrar msk. af lemoncurdi, fer eftir smekk rifinn lime- eða sítrónubörkur kíví, myntulauf og passionfræ eftir smekk Setjið lemoncurd í þeytta rjómann, setjið ofan á hverja pavlovubollu og skreytið með sítrónuberki, kvíví og passionfræjum eða öðru sem ykkur langar til. Pavlova tvíburanna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.