Reykjalundur - 01.06.1951, Page 7

Reykjalundur - 01.06.1951, Page 7
og fór með hvíta broddstafinn sinn í hendinni. heilsuhraustur; hann rnundi varla sjálfur, hvenær honum síðast hafði orðið misdæg- urt og stóð nokkurn veginn á sama, hvernig blés og hvaðan, — það þurfti meðal mann- drápsbyl til að Hjálmar sæti veðurtepptur, sögðu menn. Ef til vill þoldi flökkublóðið, sem um æðar hans rann, ekki sem bezt að sofa tvær nætur undir sama þaki. Að halda áleiðis — þótt ekki væri nema til næsta bæjar — var allténd ofurlítil tilbreyting; og sífelld tilbreyting var orðin honum lífsskil- yrði. Verkefni tók hann sér nálega ekki í hönd, nema einhver húsmóðirin óskaði eftir að hann renndi fyrir hana hlut eða hann kynnt- ist ungri blómarós, sem um stund leiddi hann á villigötur vinnunnar — hann var jafnvalt- ur á svellum ásta og iðjusemi. Undir þeim kringumstæðum átti hann til að breyta um áætlun, strunza beina leið þangað, sem hann vissi af rennibekk, smíða rokk, hesputré eða eitthvað annað, halda síðan um hæl þangað, sem listasmíðin átti að lenda — og var þá lokið þeim útúrdúr. Hvort hann fékk að launum þakkir eða tóbak í höndina, eða ekki neitt, stóð honum svona nokkurn veg- in á sama. Ef um ástarkast hafði verið að ræða, hafði sú tilfinning oftast farið með sig í áreynslunni við verkið. Að morgni skila- dagsins var hvort tveggja gleymt eða sama sem, flækingurinn kvaddi og fór — með hvíta broddstafinn sinn í hendinni. Það var askviður í skaftinu og sá á, að það hafði komið í rennibekk, og þó aðeins lítið eitt. Hjálmar gekk allajafna í grámórauðri vað- málsúlpu yzt fata, ófóðraðri, hnjásíðri og bar á baki svellþykkan malpoka úr togbandi, misjafnlega á sig kominn. En hvort heldur malur hans var tómur eða troðinn, var um- renningurinn í ágætu skapi, já, og þó honum hefði verið synjað um gistingu — það gat komið fyrir hann, eins og hvern annan, að honum væri úthýst — og hann ekki hefði smakkað mat í sólarhring eða hálfan annan, lá allajafna bros í skegglubbanum, aflituð- um af sól og vindum. Flestum, sem einhver kynni höfðu af Hjálmari, var fremur vel til hans, ekki sízt börnum, og þá einnig að sjálfsögðu ungling- um þeim, er hann bar bréf á milli. Þó voru sumir þannig gerðir, að þeir áttu örðugt með að fyrirgefa honum letina og flakkið.. Heimalningar. sem ekki eiga annars úrkosta en að púla sýknt og heilagt, ala stundum í brjósti leynda þrá, jafnvel flækingsferðalög geta litið út sem ævintýr í augum staðbund- ins manns, — það var ekki annað en von að þeim sýndist Hjálmar og hans nótar sleppa allt of létt og ánægjulega frá lífsstritinu. Að minnsta kosti voru honum ekki fremur en öðrum spöruð illmælin, — þeir menn voru til, sem lögðu sig fram um að gera honum ferðalagið eins ánægjusnautt og þeim frekast var unnt. Hann var þjófkenndur og á hann borið, að hann færi með lygar og bæri róg milli manna. Ásakanir af því tagi voru í mesta máta óverðskuldaðar, — fróm- ari mann en Hjálmar gat varla, né heldur Reykjalundur 5

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.