Reykjalundur - 01.06.1951, Síða 18

Reykjalundur - 01.06.1951, Síða 18
BÁRÐUR SNÆFELLSÁS: ÞOK4N. Hvaða ferlíki hyllir þarna undir í þok- unni? Hvað getur þetta verið? Getur það verið maður? Eða kind? Eða klettur? Eða einhver óvætt? Góði guð! Láttu mig ekki hitta neinar óvættir, eins og þessar, sem eru í þjóðsögunum. Guð hjálpaðu mér og láttu mig ekki villast, og láttu mig kom- ast heim, áður en fer að dimma, og hjálp- aðu mér að finna kindurnar. Nei’annars, það gerir minna til, þótt ég finni ekki kind- urnar mínar, ef þú vilt hjálpa mér til að komast heim. O! viltu ekki gera það góði guð. Þá skal ég aldrei stríða systkinum mín- um, og alltaf vera þægur við mömmu og pabba. Eg veit að ég hef stundum verið óþægur og vondur strákur. Ertu að refsa mér fyrir það guð. Léztu þokuna koma þessvegna, þegar ég var kominn svona hátt upp á fjall. Kannske að hún hafi komið þessvegna, því að hún kom svo fljótt, og þegar ég fór af stað var engin þoka sjáanleg. Ó, hversvegna gerðir þú þetta, guð. Og nú get ég ekki fundið kindurnar, og nú er far- ið að rigna, og ég verð blautur og kannske verð ég veikur, og kannske dey ég. — Ó! almáttugi guð, láttu mig ekki deyja. Það gerir ekkert til þótt ég finni ekki kindurnar mínar, ef ég kemst heim og dey ekki. En hvaða hóll er þetta þarna? Ég man ekkert eftir honum, og hann er svo stór, og af hverju stendur vindurinn úr þessari átt. Guð minn góður. Er ég farinn að villast, og ég sem er svo kunnugur hérna, og svo hef ég alltaf farið í sömu átt, en nú stendur vindurinn úr annarri átt. Og hvaða kletta- borg er þetta þarna framundan. Ég hef aldrei séð hana áður. Líklega er ég kominn langt af leið, eitthvað upp í öræfi. Það er líka svo lítill gróður hér, og mosinn svo mikill. Ó! almáttugi, himneski faðir! Ef ég er orðinn villtur, þá verð ég úti, og finnst aldrei, eins og stundum kom fyrir í gamla daga, og þá fæ ég aldrei framar að sjá mömmu og pabba, og systkini mín. Góði guð! gefðu að ég sé á réttri leið, og komist til byggða áður en dimmir. Láttu mig ekki gefast upp, og láttu mig ekki fara að hlaupa, því að þá gefst ég upp, eins og maðurinn sem varð hér úti einu sinni. Það var full- orðinn og sterkur maður. En ég heyrði pabba segja frá því, að hann mundi hafa farið að hlaupa, þegar hann vissi að hann var orðinn villtur, og svo hefði hann gefizt 16 Reykjai.undur

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.