Reykjalundur - 01.06.1951, Side 41

Reykjalundur - 01.06.1951, Side 41
BRTDQE. í litarsögnum reyna menn venjulega að gefa til kynna styrkleika sinn eða veikleika með spilunum, sem þeir gefa í slagina. I grandi er oft hafður annar háttur á. Þar kem- ur oft í hlut spilafélaga þess, er út lætur frá röð háspila, að gefa upplýsingar um hvað mörg spil hann á í litnum. Venjan er að frá tvíspili er það hærra gefið í fyrst og síðan það lægra. Með þrjú spil í htnum er miðspilið gefið fyrst, þá það hæsta og síð- ast það lægsta. Með fjögur spil í litnum, sem er sjaldgæfara, hafa menn ekki verið sammála um regluna, en algengast er að gefa fyrst það lægsta, síðan næst hæsta, þá það hæsta og loks það lægsta. Það er ókostur við þessar reglur, að þær eru ólíkar öðrum reglum, sem gefa til kynna veik eða sterk spil og geta því valdið mis- skilningi. Það er því rétt að nota þær með varúð og beita þeim aðeins þegar spilað er út frá röð háspila eða þegar ellefu reglan gefur ljóslega til kynng hvaða spil meðspil- arinn hefur á hendi. I öllum öðrum tilfell- um er það góð regla að taka útspil með- Þú varðst ei sæll, þú varðst ei neitt, þú varðst ei með þeim heldri. En von er til þú verðir eitt: — Þú verður sjálfsagt éldri. SVB. spilara með eins háu spili og unnt er. Þeg- ar meðspilari spilar út ás í grandsögn, er þó ekki rétt að nota þessa reglu, en gefa ætíð sitt hæsta spil í, síðan það næst hæsta o. s. frv. og skiptir þá engu hversu mörg spil eru í litnum. Þótt einhvers misskilnings gæti endrum og eins í sambandi við þessar reglur, munu flestir komast að raun um kosti þeirra. Eftirfarandi dæmi sýnir glöggt, hversu mikilvægar slíkar upplýsingar geta verið: S: K d g 6 3 H: 9 4 T: Á 5 3 L: 8 6 5 S: Á 10 4 H: Á 7 T: K d g 9 7 2 L:Ág S: 8 5 3 H: D g 8 2 T: 6 4 L: K 10 9 4 Vestur gaf og opnaði á einum tigli, norð- ur sagði einn spaða, austur og suður sögðu pass, vestur tvö grönd, austur þrjú hjörtu og vestur þrjú grönd. Norður spilaði út spaðakóng og suður lét spaða fimmið í, vestur gaf slaginn. Norður lét út spaða drottninguna og suður gaf áttuna í. Norður vissi nú, að suður hafði að minnsta kosti haft þrjú spaðaspil. Tæki vestur þenn- an slag, átti norður örugga innkomu á tígul- ásinn, og gat tekið allan spaðann, spilið hlaut því að tapast. Ef suður hefði aðeins gefið veikleika sinn til kynna á venjulegan hátt, gat norður búizt við að vestur hefði ásinn, tíuna, fjórðu og átti á hættu að gefa hon- um aukaslag, ef hann hélt áfram með litinn. S: 9 7 H: K 10 6 5 3 T: 10 8 L: D 7 3 2 REYKJAI.UNPUR 39

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.