Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Á fundi borgarráðs í gær var sam- þykkt samhljóða að neyðarstjórn yrði skipuð yfir ferðaþjónustu fatl- aðra undir forystu Stefáns Eiríks- sonar, sviðsstjóra velferðarsviðs Reyjavíkurborg- ar. Stefán á að taka fastar á mál- efnum ferðaþjón- ustunnar en inn- leiðing hins nýja kerfis sem Strætó tók upp í byrjun nóvember hefur mistekist hrapal- lega. Kornið sem fyllti mælinn var þegar Ólöf Þor- björg Pétursdóttir gleymdist í bíl ferðaþjónustunnar á miðvikudag. Ferðaþjónusta fatlaðra varð til 1980, ári eftir að Kiwanismenn höfðu safnað fyrir sérútbúnum bíl fyrir fatlaða. Þjónustan jókst jafnt og þétt og fyrr en varði var hún komin undir hatt Strætisvagna Reykjavíkur (SVR). Árið 2001 tók Strætó bs. við stjórninni og hefur haft hana síðan. Þjónustan þótti persónuleg og hlý- leg, þótt vissulega hafi einnig verið gerð mistök. Öllu þessu var stýrt úr þjónustuveri sem byggðist á gömlum grunni. Tölvan tekur við Kröfur nútímans bönkuðu hins- vegar á dyrnar og kerfið var uppfært í tölvutækt form. Í staðinn fyrir skrifblokkina og minni starfsmanns í þjónustuverinu voru notendur settir í tölvutækt form og forrit reiknar nú út hvernig sé best að haga ferðum þeirra. „Stjórnendur Strætó og aðrir sem tóku þessa ákvörðun vanmátu þetta verkefni. Við sögðum við yfirmann Strætó á starfsmannafundi, þegar okkur var tilkynnt að nýtt kerfi myndi byrja í janúar, að það væri ekki rétt tímasetning – allra síst í janúar,“ sagði Ingi Steinn Gunnars- son í viðtali við Morgunblaðið í jan- úar, en Ingi var einn af gömlu starfs- mönnum þjónustuvers ferða- þjónustu fatlaðra sem sagt var upp þegar nýja kerfið var tekið upp. Ingi var einn af þeim sem vöruðu við því að nýja kerfið yrði tekið upp í janúar og með svo skömmum fyrirvara. Ingi var ekki einn um að vara Strætó við að taka upp hið nýja kerfi. Flest öll hagsmunasamtök fatlaðra, Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg og Þroskahjálp, höfðu bent á að betra væri að taka upp hið nýja kerfi yfir sumarmánuðina. En á þá var ekki hlustað. Ferðaþjónusta fatlaðra – stiklað á stóru 1978 Kiwanishreyfingin efnir til söfnunar fyrir sérútbúnum bíl til flutninga á fólki með fötlun. Áramótin 1979-1980 Ferðaþjónustan verður til í Reykjavík um áramótin. Stofnendur hennar voru Sjálfsbjörg og Eiríkur Ásgeirsson, þá­ verandi forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur. SVR sá um aksturinn og starfsemina og bílum í eigu Reykjavíkurborgar var fjölgað. Starfsfólkið var starfsmenn SVR. 2001 Strætó tekur við akstursþjónustunni eftir að stofnað er byggðasamlag um rekstur og framkvæmd akstursþjónustunnar. 2012 Lagðar fram tillögur vinnuhóps Samtaka sveitarfélaga á höfuð­ borgarsvæðinu á borgarstjór­ narfundi um sameiginlegt útboð sveitarfélaganna á akstri vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks. 2013 Tölvukerfið sem Strætó ákveður að nota, Trapize DR, er kynnt fyrir sveitarfélögunum. 19. maí 2014 Sveitarfélögin á höfuðborgar­ svæðinu gera samning við Strætó bs. um umsjón með Ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Skrifað var undir samninginn í Ráðhúsi Reykjavíkur en hann byggist á samkomulagi sveitarfélaganna um sameigin­ lega ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. 1. nóvember 2014 Nýtt tölvukerfi tekið í notkun.Allir bílstjórar fá afhentar spjaldtölvur sem láta þá vita hvert þeir eiga að keyra. Þjónustunni var áður handstýrt. Í kjölfar þess að Strætó tók við akstrinum var öllum starfsmönnum ferðaþjónustu fatlaðs fólks sagt upp störfum. 20.-24. nóvember Fyrstu fréttir um þá óánægju sem ríkir með upptöku nýs tölvukerfis fara að birtast. Bílferðir sagðar of langar og notendur mæta of seint til vinnu, skóla, tómstunda og fleira. Fréttir halda áfram að berast af notendum sem eru ósáttir. 20. janúar Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar um ferðaþjónustuna eftir mikla umfjöllun fjölmiðla. S. Björn Blöndal, formaður velferðar borgarinnar, vill gefa kerfinu tvær vikur til að sanna sig. 4. febrúar 15 Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir sat í bíl ferðaþjónustunnar í sjö klukkustundir. 5. febrúar Neyðarstjórn skipuð yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Hlustuðu ekki á viðvörunarraddir  Nýtt kerfi ferðaþjónustu fatlaðra átti að breyta henni til hins betra  Innleiðingin hefur mistekist hrapallega Morgunblaðið/Golli Neyðarfundur Ákveðið var að stofna sérstaka neyðarstjórn yfir ferðaþjón- ustu fatlaðs fólks. Eigendavettvangur Strætó bs. fundaði í Ráðhúsinu í gær. Morgunblaðið/Golli Ferðaþjónusta Bíll frá undir- verktökum Ferðaþjónustu fatlaðra. Ingi Steinn Gunnarsson Ferðaþjónusta fatlaðra Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri og núverandi sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, var settur yfir neyðarstjórnina sem á að koma ferða- þjónustu fatl- aðra í lag. Stef- án segist hafa sýnt málinu ákveðna þol- inmæði en eftir atvik Ólafar hafi hann ekki lengur getað horft á að- gerðalaus. Eftir fundinn var hann tilbúinn að hefja störf og ætlaði að láta allt annað víkja. „Verkefnið framundan er ærið. Nú þarf að koma þessari þjónustu í það horf sem hún á að vera og verðskuldar. Þetta er mikilvæg þjónusta sem við erum að veita en hún er líka viðkvæm. Okkur hefur ekki lánast að gera það nægilega vel í því stóra og mikla breytingarferli sem nú hefur verið í gangi.“ Hagsmunahópar fatlaðra hafa lýst yfir ánægju með skipun Stefáns sem yfirmanns neyð- arstjórnarinnar. „Innleiðing á þessu nýja kerfi reyndist okkur ofviða. Það hef- ur farið fram mikil vinna á bak við tjöldin. Hún hefst strax fyrsta nóvember þegar kerfið var sett á laggirnar, því þá komu ýmsir hnökrar í ljós. En það er ljóst að ég þarf að ýta ýmsu í burtu frá mér. Nú þurf- um við að opna eyrun betur fyr- ir röddum notenda þjónustunnar og þeirra sjónarmiðum,“ sagði Stefán við Morgunblaðið. benedikt@mbl.is Innleiðing á kerfinu var okkur ofviða Stefán Eiríksson „Fólk taldi sig í stakk búið til að sinna þessu vel. Annað hefur ein- faldlega komið á daginn,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skömmu eftir fund eigendavett- vangs Strætó í gær þar sem ákveðið var að setja neyð- arstjórn um mál- efni ferðaþjón- ustu fyrir fatlað fólk á höfuðborg- arsvæðinu. Vett- vanginn skipa stjórn Strætó bs., bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og borg- arstjóri Reykjavíkur. Það er ljóst að margt hefur farið úrskeiðis í framkvæmd og innleið- ingu þeirra breytinga sem gerðar voru á þjónustunni um áramótin. Verkefnið reyndist mun stærra og víðtækara en gert var ráð fyrir í upphafi. Á fundinum var ákveðið að gerð yrði úttekt á ferlinu frá upp- hafi til enda. „Við vorum að gera breytinguna á ferðaþjónustunni og reyna að breyta henni til hins betra. Það er þyngra en tárum taki að það hafi mistekist og úr því varð að bæta. Ég held að við séum að horfast í augu við það að þetta var ekki að ganga. Við vorum búin að gefa þessu tíma, bundum vonir við að þetta væri að batna en þetta tilvik með Ólöfu var einfaldlega svo al- varlegt að við töldum óumflýj- anlegt að stíga inn í með ákveðnari hætti en áður. Þarna eru mjög margir hlekkir í keðjunni og marg- ir þeirra hafa ekki haldið eins og þeir ættu að gera og það þarf ein- faldlega að fara yfir það í heild sinni,“ sagði Dagur. benedikt@mbl.is Margir hlekkir hafa ekki haldið Dagur B. Eggertsson „Ég bara skil ekki hvernig hægt er að rúnta um með barn í bílnum í nokkrar klukkustundir án þess að taka eftir því,“ segir Pétur Gunn- arsson, faðir Ólafar Þorbjargar sem gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. „Við erum gríðarlega ósátt og sjáum ekki muninn á því að hún hafi þurft að húka aftan í bílnum á einhverju verkstæði eða á bílastæði og bílstjórinn skautar al- veg hjá því í vefviðtölum að tala um þennan tíma frá klukkan 13-17 þar sem hann keyrði um bæinn með barnið í bílnum,“ segir Pétur. Um leið og fréttir bárust af því að Ólafar væri saknað var fólk far- ið út að aðstoða við leitina, jafnvel fólk sem þekkir hana varla, að sögn Péturs sem segir það sýna vel þann hug sem fólk hafi sýnt þeim. Einnig hafi viðbrögð lögreglu og björgunarsveitanna verið til fyr- irmyndar og vilja þau hjón þakka öllu þessu fólki ómetanlega aðstoð og stuðning. Markús H. Guðmundsson, for- stöðumaður Hins hússins, segir mál Ólafar grafalvarlegt. „Þetta er mál margra hópa og ég held að all- ir þurfi núna að hysja upp um sig buxurnar; bæði við, ferðaþjón- ustan, skólarnir og yfirvöld. Þetta er auðvitað stórt verkefni en við þurfum að vinna þétt saman svo þetta gerist ekki aftur. Ég fagna því að nú sé komin þessi nýja neyð- arstjórn og vona að þetta fái góðan farveg.“ Að sögn Markúsar hafði ekki borist tilkynning um það að stúlk- an væri veik eða kæmi ekki í Hitt húsið þennan daginn, og því hefðu starfsmenn vissulega getað komið í veg fyrir þetta ef farið hefði verið eftir verklagsreglum. Hitt húsið hefur verið með starfsemi fyrir fatlað fólk frá árinu 1992. Þakklát að fá Ólöfu heila heim Kom heil heim Ólöf Þorbjörg var skilin eftir í bíl í sjö klukkustundir. Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands sendu frá sér sameiginlega tilkynningu í gær í kjölfar atviksins þegar Ólöf var skilin eftir. Harma samtökin atburðinn og segja vítavert gá- leysi hafa verið sýnt í starfi. „Al- varleg atvik hafa átt sér ítrekað stað og hefur fatlað fólk og hags- munasamtök þeirra margoft bent á hættuna sem hefur verið yf- irvofandi hjá ferðaþjónustunni vegna skorts á samráði, reglu- verki og vanhugsaðri fram- kvæmd.“ Stjórn Þroskaþjálfafélags Ís- lands gerði einnig alvarlegar at- hugasemdir við framkvæmd ferðaþjónustunnar „Fólk á að geta treyst á að allir aðilar sem koma að þjónustu fatlaðs fólks sinni þeirri þjónustu eins og vera ber. Stjórn Þroskaþjálfafélags Ís- lands gerir þá kröfu að sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem og Strætó bs finni varanlega lausn á þjónustunni tafarlaust.“ Oft bent á hættuna Morgunblaðið/Kristinn Ósátt Hagsmunasamtök segja að alvarleg atvik hafi átt sér stað. 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.