Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 Skrítnar fréttir hafa borist af vett-vangi sveitarfélaga um útfærslu mikilvægrar þjónustu á þeirra veg- um. Og viðbrögðin eru ekki laus við að vera sérkennileg. Þetta er frétta- brot af Mbl.is:    Ég bara skil ekki hvernig hægt erað rúnta um með barn í bílnum í nokkrar klukkustundir án þess að taka eftir því,“ segir Pétur Gunn- arsson, faðir Ólafar Þorbjargar sem gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatl- aðra í gær. Hann segir fjölskylduna sára yfir að farið sé með ósannindi í fjölmiðlum og vísar til yfirlýsinga frá því í gær og viðtals við bílstjór- ann á dv.is í dag.    Við erum gríðarlega ósátt og sjá-um ekki muninn á því að hún hafi þurft að húka aftan í bílnum á einhverju verkstæði eða á bílastæði og hann skautar alveg hjá því að tala um þennan tíma frá klukkan 13-17 þar sem hann keyrði um bæinn með barnið í bílnum,“ segir Pétur.    Viðbrögð fólks sem eigi börn eðaskyldmenni sem þurfa að nýta sér þjónustuna segir hann hafa verið sterk. „Þetta fólk er líka í sjokki og hefur eðlilega sett sig í þau spor að þetta gæti líka komið fyrir börnin þeirra,“ segir Pétur en hann segist yfirleitt tala um börn í þessu sam- hengi þó flestir sem nýti sér þjón- ustuna séu líklega komnir á fullorð- insaldur.“ Yfirvöld tilkynntu í vandræðum sínum að þau hefðu skipað stjórn til 4 vikna til að bregðast við og að sett- ar yrðu nýjar reglur!    Þetta mál snýst um stjórnunar-legan aulagang en ekki reglur. Óheimilt verður að gleyma fólki STAKSTEINAR Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FRE E af öllum s nyrtivörum í febrúar 30-70% afsláttur af peysum, túnikum, bolum, buxum, kjólum, skarti og treflum. Veður víða um heim 5.2., kl. 18.00 Reykjavík 5 súld Bolungarvík 7 skýjað Akureyri 6 heiðskírt Nuuk -10 snjóél Þórshöfn 7 heiðskírt Ósló -12 skýjað Kaupmannahöfn 0 léttskýjað Stokkhólmur -3 alskýjað Helsinki -1 skýjað Lúxemborg -2 skýjað Brussel 0 skýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 6 léttskýjað London 5 léttskýjað París 1 skýjað Amsterdam 1 léttskýjað Hamborg 2 skýjað Berlín 0 léttskýjað Vín 0 skýjað Moskva -6 alskýjað Algarve 12 heiðskírt Madríd 3 skýjað Barcelona 10 heiðskírt Mallorca 10 léttskýjað Róm 7 skúrir Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -12 léttskýjað Montreal -13 léttskýjað New York -1 alskýjað Chicago -11 léttskýjað Orlando 16 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:53 17:31 ÍSAFJÖRÐUR 10:12 17:22 SIGLUFJÖRÐUR 9:56 17:04 DJÚPIVOGUR 9:26 16:57 Aðeins ein lyfta er í húsnæði Grens- ásdeildar Landspítalans, sú er göm- ul og þarfnast viðgerðar. Hún verð- ur því ónothæf alla næstu viku, en húsið hýsir endurhæfingardeild, að- allega fyrir sjúklinga sem koma af öðrum deildum Landspítala. Sigríður Guðmundsdóttir, deild- arstjóri hjúkrunar á Grensás, segir að þetta ástand muni ekki koma nið- ur á starfseminni. „Þar sem það er bara ein lyfta í húsinu verður erfitt að koma fólki á milli hæða. En við erum með stigaklifrara, sem er nk. pallur sem hjólastólar eru settir í og þannig getur fólk farið upp og niður. Þeir sem eru á legudeildum fá þjálf- un inni á deild, þannig að þetta hefur ekki áhrif á endurhæfinguna,“ segir Sigríður. Hún segir lyftuna í húsinu nokkurra áratuga gamla, hún hafi oft bilað og þá hafi stundum komið upp erfitt ástand í húsinu. Nú sé vit- að af viðgerðunum fyrirfram.  Þurfa að gera ráð- stafanir á Grensás Grensás Þar er endurhæfing. Gert við áratugagamla lyftu Morgunblaðið/Golli Már Elísson, fyrrverandi fiski- málastjóri og forstjóri Fiskveiða- sjóðs, lést í fyrradag á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni, 86 ára að aldri. Már var fæddur 28. september 1928 á Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Elís Þórðarson skipstjóri og síð- ar húsasmiður, og Jóna Marteins- dóttir, húsfreyja og kirkjuorganisti. Már lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands og prófi í for- spjallsvísindum frá Háskóla Íslands. Hann nam hagfræði við Cam- bridgeháskóla í Englandi og Háskól- ann í Kiel í Þýskalandi. Hann hóf störf hjá Fiskifélagi Ís- lands á árinu 1954. Var fram- kvæmdastjóri og síðar formaður stjórnar Aflatryggingasjóðs sjáv- arútvegsins, skrifstofustjóri Fiski- félagsins frá 1962 og fiskimálastjóri og jafnframt ritstjóri Ægis frá 1967 til 1982. Hann var forstjóri Fiskveiða- sjóðs Íslands 1982-1997. Í starfi sínu sem fiskimálastjóri var Már fulltrúi Íslands í samningum um fiskveiðimál og hjá alþjóðastofnunum, hann var í sendinefnd Íslands á 3. hafrétt- arráðstefnu SÞ, formaður stjórnar Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, Hafrannsóknastofnunarinnar. Már starfaði innan Sjálfstæðisflokksins, meðal annars sem formaður mál- efnanefndar um sjávarútvegsmál. Eftirlifandi eiginkona Más er Guð- ríður Pétursdóttir húsmóðir. Þau eignuðust fimm börn; Pétur, Elís, Martein, Þóru og Gróu, og barna- börnin eru tíu. Andlát Már Elísson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.