Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég fékk sjokk þegar ég las um þriggja ára áætlun um útrýming- arherferð gegn risahvönn. Þessi planta er búin að vaxa kringum húsið mitt í 40 ár og hefur veitt mér og fleirum ánægju. Mér vit- anlega hefur enginn skaðað sig á henni,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri um fyrirhug- aðar aðgerðir Reykjavíkurborgar gegn tröllahvönn í borgarlandinu. Sagt er frá áformaðri herferð í grein í Morgunblaðinu í gær. Þar kemur meðal annars fram að Þór- ólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá borginni, hafi lagt fram tillögur að aðgerðum til næstu þriggja ára. Þórólfur segir að plantan sé ágeng, skyggi á annan gróður, dreifi sér hratt og eitraður safi hennar geti valdið varanlegum skaða á fólki. Allt þetta kemur Hrafni spánskt fyrir sjónir en tröllahvönn vex í Laugarnesi þar sem hann býr. „Bótanískur rasismi“ „Hún hefur vaxið hér allt í kringum húsið í 40 ár án þess að nokkur maður hafi skaðast. Aftur á móti eru rósir hér við einn vegginn og það hafa margir fengið var- anlegan skaða af þyrnum þeirra. Þær eru því væntanlega miklu hættulegri. Það er spurning hvort borgin ætli ekki líka að gera þriggja ára áætlun um útrýming- arherferð gegn rósum í borginni. Það hlýtur að vera skelfilegt að fólki sé leyft að vera með rósir í görðum sínum. Engin rós er án þyrna og börn og fullorðnir geta fengið varanlegan skaða af þeim,“ segir Hrafn. Hann skilur ekki af hverju það þurfi að ofsækja þessa fallegu plöntu, tröllahvönnina, sem ferðamenn dáist að. „Hjá borginni hefur hreiðrað um sig kerfiskarl sem greinilega er flórufasisti og ætlar að fara að stjórna náttúru og görðum hjá borginni eftir bótanískum rasisma. Þetta er angi af flórufasisma sem stundum hefur skotið upp kollinum áður, meðal annars gagnvart jurt- um eins og lúpínu sem ekki eru taldar af hreinræktuðum íslenskum kynstofni. Þessar plöntur, eins og allar aðrar, hafa einhvern veginn borist til landsins. Er ekki næsta skrefið að gera atlögu gegn mann- skepnunni, innflytjendum sem fara hér með dugnaði inn á vinnumark- aðinn og gætu þess vegna verið kallaðir ágengir?“ spyr Hrafn. „Flórufasismi“ hjá Reykjavíkurborg  Hrafn Gunnlaugsson undrast þriggja ára áætlun um útrýmingu á tröllahvönn í borgarlandinu  Hefur engan skaðað í Laugarnesi  Spyr hvort ekki verði ráðist gegn rósum í görðum borgarbúa Morgunblaðið/Kristinn Leikur Hrafn Gunnlaugsson er stoltur af tröllahvönninni sem vex við húsið. Mikil eftirspurn er eftir því að ferðast með Norrænu milli Íslands og Danmerkur í sumar og er nær fullbókað í júní og júlí. Jóhann Jónsson, framkvæmda- stjóri Austfars ehf. á Seyðisfirði, segir að eftirspurnin haldist í hend- ur við aukinn ferðamannastraum til landsins. „Það er mikill áhugi á land- inu og gengið hefur verið hagstætt,“ segir hann. Lengra tímabil Norræna getur tekið 1.480 far- þega auk bíla. Skipið er á ferðinni allt árið. Á veturna er það fyrst og fremst í vöruflutningum, ef veður leyfir, en siglt er milli Hirtshals í Danmörku og Seyðisfjarðar með viðkomu í Færeyjum samkvæmt áætlun frá 1. apríl til loka október. Jóhann segir að farþegum hafi fjölg- að ár frá ári og tímabilið lengst í báð- ar áttir. Hann áréttar að engin ferð hafi fallið niður í fyrra og ekki það sem af er þessu ári. Jóhann segir að oft hafi bílapláss- ið verið fullbókað og ekki síst vegna þess að mikið sé um stóra bíla sem taki mikið rými á dekki, en nú sé nær fullbókað í klefa og aðeins svefnpokapláss eftir í ákveðnum sumarferðum frá Danmörku. Hins vegar sé ekki búið að staðfesta allar bókanir og þegar frestur til þess renni út sé fólk tekið inn af biðlista eftir megni. Norræna fer frá Seyðisfirði kl. 20 á miðvikudögum fram í miðjan júní en eftir það er brottför kl. 10.30 á fimmtudögum. steinthor@mbl.is Norræna nær fullbókuð Morgunblaðið/RAX Siglingar Ferðamenn í Evrópu sækja í ferðir til Íslands.  Aðeins svefnpokapláss eftir  Fjölgun farþega ár frá ári Icelandair stendur fyrir ferðaráðstefnu um helgina í Laugardalshöll en hún hófst í gær- kvöldi á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Þar koma saman kaupendur og seljendur ferðaþjón- ustu í þeim tilgangi að styrkja og auka ferða- mannastrauminn til Íslands. Fulltrúar á ráð- stefnunni eru nú tæplega 800 og má finna 252 sýningarbása í Laugardalshöllinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðaþjónustan styrkir strauminn til landsins Gómsætar veitingar við setningu Mid-Atlantic ferðakaupstefnu Icelandair Hallbjörn Hjart- arson tónlist- armaður hefur í Hæstarétti verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum. Var dómur Héraðs- dóms Norður- lands vestra frá 20. maí sl. þar með staðfestur. Hallbirni var m.a. gefið að sök að hafa kysst dreng tungukossi á heimili sínu, strokið ber kynfæri hans og haft munn- mök við hann. Var Hallbjörn einn- ig dæmdur til þess að greiða drengjunum hvorum fyrir sig 1,5 milljónir króna með vöxtum auk málskostnaðar. Hallbjörn dæmdur í þriggja ára fangelsi Hallbjörn Hjartarson „Bátarnir hafa verið að kasta í kvöld og einhverjir eru að fá afla,“ sagði Aðalsteinn Ingólfsson, skipstjóri á Ásgrími Halldórssyni SF, í gær- kvöldi. Loðnuflotinn var á veiðum á þremur svæðum út af miðju Norður- landi í gærkvöldi, bæði íslensku skip- in og þau norsku. Loðnan sem Hafró mældi út af Vestfjörðum virðist vera að ganga austur með Norðurlandi. Aðalsteinn segir ekki mikið að sjá en menn kasti á það litla sem þeir sjái. Árangurinn er misjafn. Aðalsteinn segir að menn reyni að nota góða veðrið, á meðan það sé, en spáð er stormi á miðunum. Gefin hefur verið út ný reglugerð um loðnuveiðar íslenskra skipa á vertíðinni. Samkvæmt henni hefur loðnukvóti til úthlutunar nú verið aukinn um 263.550 tonn frá fyrri út- hlutun. Aflamark íslenskra skipa á yfirstandandi fiskveiðiári er nú 390.382 tonn. helgi@mbl.is Skipin kasta á það litla sem sést Morgunblaðið/Golli Veiðar Loðnuskipin eru nú að veið- um norður af landinu. Veðurstofan varar við slæmu ferðaveðri á landinu í dag. Spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi um og upp úr hádegi með snjó- komu eða éljum. Hvassast verður norðvestan til á landinu með súld og rigningu en þurrt á því norð- austanverðu. Síðdegis getur vind- urinn farið upp í 18-25 metra á sekúndu. Þá fer veðrið kólnandi og verður hiti um eða undir frost- marki. Varað við slæmu ferðaveðri í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.