Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 SELTJARNARNES H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Björgunarsveitin Albert, sem stofn- uð var á Seltjarnarnesi árið 1968, var nefnd eftir Alberti Þorvarðar- syni, síðasta vitaverðinum í Gróttu- vita sem týndist árið 1970 og var það fyrsta verk sveitarinnar að leita að honum. Hafði hún þó ekki erindi sem erfiði því Albert fannst aldrei, að sögn Kristins Guðbrands- sonar, Seltirnings og félaga í björg- unarsveitinni Ársæli. Björg- unarsveitin Albert sameinaðist fyrir nokkrum árum nágranna- björgunarsveitinni Ingólfi og mynda þær nú björgunarsveitina Ársæl sem tekur bæði til Seltjarn- arness og Reykjavíkur. „Algengast er að við sinnum björgun úr Gróttuvitanum hér á Nesinu,“ segir Kristinn og bætir við að nú þegar sé búið að bjarga ein- um á þessu ári. Minnist hann þess einnig að árið 1993 festust þrjár fóstrur og 21 barn á leiðinni úr vit- anum. Kom sveitin þá siglandi til bjargar og engum varð meint af. Bækistöðvar sjóhóps björgunar- sveitarinnar er að finna í húsnæði hennar við Bakkavör sem kallast Gaujabúð. Þar eru bátar sveit- arinnar geymdir ásamt öllum köf- unarbúnaði. „Húsið er nefnt eftir Guðjóni Jónatanssyni sem er vel þekktur á Nesinu og var einn af stofnendum björgunarsveitarinnar Alberts,“ segir Kristinn og bætir við að hann hafi verið einn af mátt- arstólpum samfélagsins á Nesinu og því vel við hæfi að heiðra hann með þessum hætti. laufey@mbl.is Bjarga stranda- glópum reglulega Morgunblaðið/Þórður Gaujabúð Húsnæði björgunarsveitarinnar við Bakkavör, sem nefnt var eftir Guðjóni Jónatanssyni, stofnfélaga björgunarsveitarinnar Alberts. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Það gladdi Seltirninga, og líklega ekki síst bæjarstjórnina á Nesinu, þegar tilkynnt var í haust að bæjarfélagið hefði verið valið „draumasveitarfélag“ landsins í árlegri úttekt vikuritsins Vísbendingar á rekstri og fjárhag ís- lenskra sveitarfélaga. Reyndist Sel- tjarnarnesbær koma best út af öllum sveitarfélögunum þegar skoðaðir voru þættir eins og skattheimta, breytingar á fjölda íbúa, afkoma sem hlutfall af tekjum, hlutfall skulda af tekjum og veltufjárhlutfall. Fleiri atriði styðja þá skoðun að það sé gott að eiga heima á Seltjarn- arnesi. Þannig sýna árlegar þjónustu- kannanir Capacent mikla ánægju íbúa með þjónustu bæjarins. 92% íbúa kváðust ánægð í síðustu könnun. Til samanburðar má nefna að sama könnun sýnir aftur á móti talsverða óánægju með þjónustu borgaryf- irvalda í Reykjavík. Gott fyrir barnafjölskyldur Í nýútkomnum kynningarbækl- ingi Seltjarnarnesbæjar er fullyrt að hvergi á landinu sé jafn hagstætt fyr- ir barnafjölskyldur að búa og á Sel- tjarnarnesi. Bent er á lág leik- skólagjöld, tómstundastyrkur á hvert barn sé 50 þúsund krónur, leik- skólapláss sé í boði frá 14 mánaða aldri og foreldrar fái 65 þúsund króna styrk vegna hvers barns hjá dagfor- eldrum. Bæjaryfrvöld leggja áherslu á að laða ungt fólk til sín, vafalaust vegna þess aldurshlutfall bæjarbúa hefur farið hækkandi á undanförnum árum. Þörf er á ungu og spræku fólki til að láta hjólin snúast í bænum. Vandi Seltjarnarness er hins vegar takmarkað landrými. Fasteignaverð er líka í hærri kantinum sem vænt- anlega endurspeglar vinsældir þeirr- Morgunblaðið/Sigurður Bogi Seltjarnarnes Byggðin er almennt fremur lágreist og einkennist af einnar til tveggja hæða sérbýli. Fjárhagur sterkur og ánægja með þjónustuna  Seltjarnarnesbær var valinn „draumasveitarfélag“ landsins Á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi er frumkvöðlasetrið Innovation House, sem frumkvöðullinn og fjár- festirinn Jón von Tetzchner opnaði fyrir um einu og hálfu ári. Þar eru nú til húsa 18 nýsköpunarfyrirtæki með samtals um 70 starfsmenn og hafa aðstöðu í tæplega 800 fer- metra rými. María Þorgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Innovation House, segir markmið starfsins vera að koma sprotafyrirtækjum á lagg- irnar og hjálpa þeim að vaxa. „Hugmyndin á bak við Inn- ovation House er fyrst og fremst sú að skapa skilyrði fyrir öflugan og dýnamískan hóp frumkvöðla og þannig hjálpa fyrirtækjum að hjálpa sér sjálf,“ segir María og bætir við að staðsetningin á Eið- istorgi henti starfinu prýðilega. „Við teljum að frumkvöðlasetur þurfi að vera með blöndu af opnum svæðum og lokuðum og því eru öll fyrirtækin með sér skrifstofur.“ Húsnæðið býður einnig upp á stóran fundarsal með rými fyrir allt að hundrað manns. „Salurinn er frábær en þaðan er gott útsýni yfir sjóinn og Snæfells- jökul í góðu veðri.“ sh@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Vöxtur Jón von Tetzchner flytur ræðu við opnun setursins á Eiðistorgi. „Hjálpa fyrirtækjum að hjálpa sér sjálf“  Frumkvöðlasetur skýtur sprotum á Nesi Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver .is Velkomin á nýjan vef Bakarameistarans Nú getur þú pantað Tertur, Brauðmeti og bakkelsi Veislu og fundarpakka og margt fleira í vefverslunni okkar . .. . .. . ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.