Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 góða dreifingu og að salan sé mest í Bresku Kólumbíu. Þá hafi bjórinn verið tekinn í sölu í sænska „ríkinu“ í haust og er hann þar seldur á 33cl flöskum. Útflutningur á bjórnum Gull jókst um 80% milli ára og er Al- bertafylki í Kanada helsti markaður- inn fyrir hann. Spurður hvað skýri miklar vin- sældir Bríó-bjórs segir Óli Rúnar að bjórinn hafi unnið til fjölda verð- launa. Hann hafi t.d. verið valinn besti pilsnerinn á World Beer Aw- ards í Bretlandi og unnið gullið á World Beer Cup í Bandaríkjunum. Borg brugghús er svonefnt hand- verksbrugghús í eigu Ölgerðarinnar. Það framleiðir nokkra bjóra og er Garún númer 19 þeirra vinsælastur erlendis. Óli Rúnar segir meira flutt út af honum en Gullinu. 120% vöxtur hjá Vífilfelli Útflutningurinn hefur einnig gengið vel hjá Vífilfelli sem er helsti útflutningsaðili áfengra drykkja frá Íslandi. Þannig jókst útflutningur á bjór sem Vífilfell bruggar til útflutn- ings um 120% í fyrra. Hreiðar Þór Jónsson, markaðs- stjóri Vífilfells, segir bjórinn Einstök hafa sótt mikið í sig veðrið í fyrra. Bandaríkin séu stærsti markaðurinn og koma Bretland og hin norrænu löndin þar á eftir. Vörumerkið Ein- stök er í eigu bandarískra aðila og er bjórinn bruggaður í verksmiðju Víf- ilfells á Akureyri. Mest af áfenginu fer til Kaliforníu, Flórída, New York, Texas og San Francisco. „Við erum stöðugt að bæta við okkur fylkjum. Það er líka góð aukning í Bretlandi og nær tvö- faldaðist útflutning- urinn af Einstök þangað í fyrra. Mest er selt til London og Manchester og svæða í nágrenni þessara borga. Einstök er seldur í verslunum Harvey Nichols í Bret- landi og eru nokkrir fínni barir í London farnir að nota Einstök hveitibjór í kokteila,“ segir Hreiðar Þór. Gert út á íslenska vatnið „Það skiptir miklu máli að hafa sterkt vörumerki. Við leggjum áherslu á Ísland og hreinleika ís- lenska vatnsins. Það gerist þó ekkert af sjálfu sér,“ segir hann. Að sögn Hreiðars Þórs flytur Vífil- fell nú út um milljón lítra af bjór og samsvarar það um 5% af allri innan- landsneyslu á bjór, sem er um 20 milljón lítrar. Útflutningssvæðin eru fleiri og má nefna að fyrirtækið hefur reynt fyrir sér með útflutning á Víking bjór og Black Death bjór til Ástralíu. Þar er Víking bjór seldur sem hágæðavara nánast um allt land í gegnum Dan Murphy’s-keðjuna og á fleiri stöðum. Hreiðar Þór áætlar að mest magn sé flutt út af Einstök. Næst komi Reyka vodka og í þriðja og fjórða sæti séu Víking bjór, sem Vífilfell bruggar, og bjórinn Gull. Útflutningur áfengis jókst mikið milli ára  Verðmætið hefur margfaldast á aðeins fáum árum Verðmæti útflutnings á áfengum drykkjum Í milljónum króna á verðlagi hvers árs á tímabilinu 1999-2014* *Hér er miðað við svonefnt FOB-verð, eða verð vörunnar þegar hún er komin í flutningsfar. 1999 2014 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Heimild: Hagstofan 4,1 398 Hreiðar Þór Jónsson Óli Rúnar Jónsson Morgunblaðið/Skapti Íslenskt Brennivín ÁTVR hóf að framleiða Brennivín 1935, eftir að áfeng- isbanni var aflétt, en 1992 var framleiðslan seld. Hún er nú hjá Ölgerðinni. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útflutningur á áfengi frá Íslandi hef- ur aukist hröðum skrefum á síðustu árum og verður verðmæti útfluttra vara talið í milljörðum innan nokk- urra ára, ef fram fer sem horfir. Útflutningur Ölgerðarinnar á ís- lensku Brennivíni ellefufaldaðist milli ára 2013 og 2014 og eru Banda- ríkin helsti markaðurinn fyrir vör- una. Þá fimmfaldaðist útflutningur Ölgerðarinnar á bjórnum Bríó, auk þess sem útflutningur bjórs frá Borg brugghúsi, sem er í eigu Ölgerð- arinnar, sexfaldaðist milli ára. Þessi mikla aukning kemur fram í því að verðmæti útflutnings á áfeng- um drykkjum frá Íslandi hefur margfaldast á síðustu árum, eins og sýnt er á grafi hér fyrir neðan. Óli Rúnar Jónsson, vörumerkja- og útflutningsstjóri Ölgerðarinnar, segir markaðssetningu á Brennivíni í Bandaríkjunum fara þannig fram að unnið sé með börum í dýrari kant- inum og sérvínsbúðum. Brennvín flutt út í gámavís „Við fórum inn á Ameríkumarkað í upphafi síðasta árs eftir nokkra mán- aða undirbúning. Það eru margir flottir barir á þessum lista og fram- reiða margir hverjir orðið sérstaka Brennivínskokteila. Mýktin í ís- lenska vatninu, kúmenbragðið og einstakur þáttur vörunnar í íslenskri áfengissögu gerir Brennivínið svo sérstakt,“ segir Óli Rúnar sem tekur fram að Brennivín sé flutt út í gáma- vís, líkt og bjórinn. Hann segir mikil tækifæri fyrir Brennivínið í Kanada og í Manitoba- fylki – þar sem margir Vestur- Íslendingar búa – en þar sé þegar hafin sala á vörunni. Börum og veit- ingahúsum sem bjóða upp á Brenni- vín í Kanada fjölgi jafnt og þétt. Ölgerðin flytur einnig út Brenni- vín til Þýskalands, Noregs, Svíþjóðar og Færeyja. Það er selt í Viking- Line-ferjunum í Noregi og í System- bolaget í Svíþjóð, þ.e. í sænska „rík- inu“, og á einstaka börum í Svíþjóð. Bjórinn seldur í einnota kútum Útflutningur Ölgerðarinnar á bjór hefur einnig aukist mikið milli ára. Fyrirtækið flutti fimmfalt meira út af bjórnum Bríó í fyrra en árið áð- ur og er Kanada helsti markaðurinn. Bjórinn er seldur í hálfs lítra dós, á flöskum og einnota kútum á markaði. Óli Rúnar segir bjórinn kominn í Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Opnun kl. 17, föstudaginn 6. febrúar Allir velkomnir Várlongsul · málverkasýning Listmuna uppboð Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Síðustu forvöð til að koma með verk á næsta uppboð er 20. febrúar Finleif Mortensen 6. - 22. febrúar Laugavegi 34 101 Reykjavík | Sími: 551 4301 | gudsteinn.is 20% afsláttur af jakkafötum og stökum jökkum Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Stjórn UMFÍ og framkvæmdastjóri félagsins, Sæmundur Runólfsson, hafa komist að samkomulagi um starfslok Sæmundar. Lætur hann af störfum þann 30. apríl næst- komandi eftir um 23ja ára starf en hann hóf störf árið 1992. „Ég er afar þakklátur fyrir að hafa unnið hjá ung- mennafélagshreyfingunni þennan tíma og innan hennar á ég marga af mínum bestu vinum. Ég geng stoltur frá borði því ég tel hreyfinguna standa vel. Starfið hefur verið fjölbreytt og það veitt mér tækifæri til að koma að mörgum verkefnum sem hafa skipt miklu máli fyrir ís- lenskt samfélag,“ segir Sæmundur í tilkynningu. Hættir hjá UMFÍ eftir 23 ára starf Sæmundur Runólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.