Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 ✝ Lilja ÁgústaJónsdóttir fæddist í Reykjavík 12. september 1931. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, 29. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Magnea G. Ágústs- dóttir, f. 1. apríl 1913, d. 21. janúar 1983, og Jón Einarsson, f. 18. september 1906, d. 21. júlí 1983. Systur Lilju eru Magnea, f. 27. ágúst 1934, Steinunn S., f. 5. október 1943, og andvana fædd, óskírð systir, f. 1958. Lilja giftist 5. desember 1954 Vilhjálmi Jóhannessyni, f. 1965, þau eiga fimm börn. Lilja ólst upp í Reykjavík og bjó þar öll sín ár að und- anskildum þeim tíu síðustu en þá bjó hún á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Þar átti hún góð ár og var hugsað einstak- lega vel um hana. Lilja var húsmæðraskóla- menntuð og starfaði mörg ár á almennum vinnumarkaði ásamt húsmóðurstörfum. Árið 1964 stofnaði hún ásamt manni sínum Vilhjálmi fyr- irtækið Hjólbarðastöðina sf. sem þau ráku saman til ársins 1983 þegar Vilhjálmur lést. Lilja stundaði sund sér til heilsubótar árum saman. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á spilamennsku hverskonar, bæði brids, vist og bingói. Þau hjónin tóku þátt í mörgum brids- mótum og -keppnum, bæði inn- anlands og erlendis. Útför Lilju fer fram frá Árbæjarkirkju í Reykjavík í dag, 6. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 15. 6. júní 1931, d. 7. desember 1983. Foreldrar hans voru Ásbjörg Ás- björnsdóttir og Jó- hannes Gunnar Einarsson. Börn Lilju og Vilhjálms eru: 1) Hjördís, f. 1954, gift Pétri G. Pét- urssyni, þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn. 2) Jóhannes, f. 1955, sambýliskona Halldóra Kristjánsdóttir, f. 1956, þau eiga tvær dætur. 3) Lilja, f. 1964, gift Júlíusi Magnússyni, f. 1962, þau eiga þrjú börn og fyrir átti Júlíus einn son. 4) Magnea, f. 1964, gift Magnúsi Magnússyni, f. Mamma mín. Þú fórst fljótt og þó, kannski var ég bara ekki tilbúin eflaust var það svo ég veit ekki um það. Nú er tíminn runninn út og þú horfin á brott. Ein af annarri birtast þær minningarnar, sem ég á um þig þær á ég ein og enginn þær sér. Þær mun ég geyma um eilífð og ár. Þú hverfur nú héðan og annað þú ferð þar sem englarnir eru þar ertu nú. Þar sem englarnir eru, þar sefur þú. Þetta er kveðjan til þín, mamma mín. (Hjördís Vilhjálmsdóttir) Að leiðarlokum vil ég kveðja þig með fallegu ljóði eftir Jóhann- es úr Kötlum: Hversu þreytt sem þú varst, hvað sem þrautin var sár, þá var hugur þinn samt eins og himinninn blár: eins og birta og dögg voru bros þín og tár. Og nú ljómar þín sól bak við lokaðar brár. (Jóhannes úr Kötlum) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Þín dóttir, Hjördís. Í dag kveð ég tengdamóður mína í hinsta sinn, en hún lést á heimili sínu á Dalbæ á Dalvík 29. janúar. Lilju kynntist ég er ég stundaði nám í Reykjavík og konan mín gat dregið feiminn sveitastrákinn í heimsókn til að kynna hann fyrir tengdaforeldrunum. Þau kynni voru bæði góð og ljúf og var ég heimagangur á heimili þeirra mik- ið upp frá því. Í skólafríum vann ég á Hjólbarðastöðinni hjá Villa og Lilju og bjó hjá þeim um tíma. Eftir að ég flutti úr bænum með konu og barn áttum við alltaf afdrep á heimilinu þegar við þurftum að reka erindi í Reykja- vík og var vel tekið á móti okkur. Vegna fjarlægðar og vegasam- bands var ekki mikið um samneyti við Lilju á árum áður, en þó eru góðar minningar frá samveru- stundum er þau hjón heimsóttu okkur að sumarlagi þegar vegir voru greiðfærir. Eftir að Lilja var orðin ein dvaldi hún oft hjá okkur stund og stund og nokkur jól í góðu yfir- læti. Það fór lítið fyrir henni og reyndi hún bara að njóta stund- anna. Í seinni tíð eftir að hún flutti norður á Dalvík urðu samveru- stundirnar fátíðari sökum fjar- lægðar, en síminn var þar þarfa- þing til að halda samskiptunum í lagi. Ekki var þó ráðlegt að hringja ef íþróttaviðburður var í gangi í sjónvarpinu því Lilja var mikill unnandi íþróttaefnis í sjón- varpinu og vildi ekki láta trufla sig mikið frá því. Á Dalbæ leið henni vel og þar var hugsað vel um hana. Einnig hafði hún Lilju dóttur sína og fjöl- skyldu í næsta nágrenni og stjön- uðu þau við hana á allan hátt. Kallið kom svo eftir að veikindi voru farin að íþyngja henni og er hún komin á betri og friðsælli stað núna þar sem vanlíðan og áhyggj- um er bægt í burtu. Við leiðarlok er ekkert annað hægt að gera en þakka fyrir liðnar samverustundir. Blessuð sé minn- ing Lilju. Sofðu, hvíldu sætt og rótt, sumarblóm og vor þig dreymi! Gefi þér nú góða nótt guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi. (G. Guðm.) Pétur Guðráð Pétursson. Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund. Mér hefur ávallt fundist erfitt að kveðja og hefur það sjaldan verið jafn erfitt og nú. En þá er gott að rifja upp allar frábæru minningarnar sem við höfum átt saman. Sú sterkasta er án efa frá öllum þeim skiptum sem þú passaðir mig á Bólstaðarhlíð- inni. Þar léstu mér líða eins og kóngi í ríki mínu. Þú áttir alltaf svo mikið af skemmtilegum myndum sem við horfðum á sam- an. Auk myndanna bauðstu mér líka ætíð upp á dýrindis veitingar. Eftir myndirnar fórum við síðan og spiluðum á spil eða kepptum í kúluspilinu góða. Það var alltaf jafn gaman að kíkja í heimsókn til þín. En eftir að þú fluttir norður fækkaði þeim skiptum sem við hittumst. En þau skipti urðu þó ávallt mun kærari en var þó æ erf- iðara að kveðja í hvert skipti. Mér fannst líka alltaf jafn gaman að heyra hvað þér þótti vænt um jólakortið sem ég sendi þér, vit- andi að í hvert skipti sem þú last það hugsaðir þú um allar góðu stundirnar okkar. Þú sagðir mér líka alltaf hvað þú hefðir verið heppin að eiga mig. Ég sé þó mik- ið eftir að hafa ekki sagt þér oftar hvað ég var heppinn að eiga þig. En elsku amma mín, þú varst frá- bær manneskja, alltaf svo hlý og kær. Nú ertu farin frá okkur en það gleður mig þó að vita það að þú hafir átt góða seinustu daga og að nú sértu með afa á betri stað. Ég veit líka að þú vakir yfir okkur öllum nú. Það er afar erfitt að kveðja þig en vil ég þó gera það með þeim orðum sem þú kvaddir mig alltaf með. „Guð geymi þig, elsku gullið mitt. Megi hann ávallt vera með þér og englarnir vaka yfir þér.“ Tryggvi Már Magnússon. Elsku amma Lilja. Ég man þegar ég var lítil og fór til Reykjavíkur með fjölskyldunni að heimsækja þig. Ég og Ari bróð- ir fengum alltaf sleikjó hjá þér og fórum að spila kúluspilið sem okk- ur fannst skemmtilegast. En við bjuggum á Dalvík og þú í Reykja- vík á þeim tíma svo við fengum ekki að hittast nógu oft. Þegar þú fluttir svo til Dalvíkur á elliheim- ilið fórum við að vera mun meira saman. Þú eyddir jólum og ára- mótum með okkur og því mun ég aldrei gleyma. Bestu minningar okkar eru þegar ég fékk þann heiður að fá að fara með þér á haustgleðina og vorgleðina og dansa við þig nokkra dansa sem þér þótti svo skemmtilegt. Sum- arið 2014 vann ég á elliheimilinu á Dalvík og var í kringum þig alla daga. Við áttum oft svo góð spjöll saman og hlógum mikið. Ég veit að þú ert komin á góðan stað núna hjá afa Villa en ég vil bara þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, elsku amma mín. Ég sakna þín strax og hef og mun alltaf elska þig. Hvíldu í friði. Þín Júlía Ósk. Elsku amma mín. Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. (Ingibjörg Jónsdóttir) Það er alltaf svo sárt að missa, en ég hugga mig við og trúi því, að nú sértu komin á góðan stað. Mér finnst ég ekki hafa fengið að kveðja þig eins og ég hefði viljað. Ég vissi auðvitað að einhvern dag- inn kæmi að kveðjustund en átti einhvern veginn ekki von á að þú færir svona snöggt. Eftir sitja margar hugsanir, spurningar og minningar liðinna tíma sem bara ég á og enginn getur frá mér tek- ið. Allt er geymt, allt er á vísum stað, engu gleymt, ekkert er full- þakkað. Ég kveð þig, elsku Lilja amma. Hvíl í friði. Þín Ásdís Lilja. Elsku Lilja amma. Við munum sakna þín svo mik- ið. Sakna þess að heimsækja þig á Dalvík en vonum að þér líði vel á staðnum sem þú ert á núna. Takk fyrir allar stundirnar sem við átt- um saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Andri Már, Birgitta Sól og Hjördís María. Ótal minningabrot flugu gegn- um hugann þegar ég fékk fréttina af andláti Lilju systur, sem bjó síðustu árin á Dalbæ í nálægð við Lilju dóttur sína sem sinnti henni af mikilli alúð ásamt Júlla og börn- unum. Minningar mínar eru tengdar góðum árum í Efstasundi og eins þegar þú fluttir á neðri hæðina ásamt Villa þínum, sem lést 1983. Og eignaðist börnin sem komu eins og sólargeislar í líf okkar. Einnig var mikill samgangur hjá okkur eftir að við flutum báðar í Fellsmúla. Ég minnist þess hvað þú og fjölskylda þín voruð góð við mig og tvíburana mína. Ég gleymi seint þeim tíma þeg- ar þú komst reglulega í heimsókn í Krummahóla, jafnvel með eitt- hvað hjartastyrkjandi! Stundum gistir þú og við fórum í sund. Með tárin í augunum kveð ég þig með þessum orðum mínum. Takk fyrir allar þær minningar sem fá að lifa nú í hjarta mínu, elsku Lilja. Sofðu rótt. Þín Steinunn. Lilja Ágústa Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA. Elsku besta mamma mín mikið munum við sakna þín því farin ertu frá oss. Þrautum þú nú leyst ert frá, þá pabba aftur verður hjá, berðu honum okkar koss. Lilja, Júlíus og börn, Dalvík. ✝ RögnvaldurÞór Rögnvalds- son fæddist í Reykjavík 14. mars 1930. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Ísafold 20. jan- úar 2015. Foreldrar hans voru hjónin Rögn- valdur Jónsson, f. 30. október 1902 í Berghyl í Holts- sókn, Skagafirði, d. 30. ágúst 1947, og Finnrós Guðmunds- dóttir, f. 24. september 1904 á Hellissandi, d. 5. september 1987. Voru þau búsett á Bergstaða- stræti 54. Systkini Rögnvaldar eru Kristín, f. 1925, Óðinn, f. 1928, Heimir, f. 1931, d. 5.7. 2013, Rafn, f. 1933, d. 1934, og Valgeir Rafn, f. 1943. 1955, kvæntur Sigrúnu Gísladótt- ur, f. 1957. Þau eiga 3 börn og 15 barnabörn. Áður átti Hörður 2 börn með Svanborgu Ósk- arsdóttur. 4) Hallgrímur Rögn- valdsson, f. 1959, kvæntur Weni Zeng, f. 1971. Þau eiga einn son. Áður var Hallgrímur kvæntur Helgu Sævarsdóttur Vattnes og eiga þau saman 3 börn og 8 barnabörn. 5) Rannveig Rögn- valdsdóttir, f. 1964, gift Halldóri Halldórssyni, f. 1963. Þau eiga 3 börn og 2 barnabörn. Rögnvaldur og Ásta eignuðust stóran afkomendahóp en börnin urðu 5, barnabörnin 20 og barna- barnabörnin eru orðin 36 alls. Áhugamál Rögnvaldar var fjölskyldan. Hann hafði einnig mikinn áhuga á ljósmyndun, bíl- um og húsbyggingum. Þau hjónin höfðu gaman af ferðalögum og nutu þess að ferðast bæði innan- lands og utan. Sem unglingur vann hann við það sem til féll, seldi blöð, var sendill í bakaríi og fór svo að læra prentiðn en varð að hætta vegna ofnæmis. Hann missti föð- ur sinn á unglingsaldri og fjöl- skyldan varð að standa saman í lífsbaráttunni. Rögnvaldur og Ásta stofnuðu heimili að Framnesvegi 34 í Reykjavík. Þau fluttu til Vest- mannaeyja 1951 og hófu að byggja einbýlishús að Brimhóla- braut 23. Þangað flytja þau svo 1953 og bjuggu þar fram að eld- gosinu 1973. Hjónin fluttu í Hafn- arfjörð 1973 og settust síðan að í Garðabæ 1979. Rögnvaldur starf- aði hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur og þegar hann flutti til Eyja fékk hann vinnu hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja og síðan hjá Olíu- samlagi Vestmannaeyja sem bif- reiðarstjóri. Hann fór síðan út í sjálfstæðan rekstur og gerði út vörubíl hjá Bifreiðastöð Vest- mannaeyja og setti upp fiskbúð ásamt konu sinni sem þau ráku fram að gosi. Hann starfaði við Vörubílastöð Hafnarfjarðar og síðan hjá Álverinu í Straumsvík fram að starfslokum. Útför Rögnvaldar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 6. febrúar 2015, kl. 13. Eftirlifandi eig- inkona Rögnvaldar er Ásta Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 1.8. 1929. Þau giftu sig 15.12. 1949. For- eldrar hennar voru Guðjón Jónsson, f. 1899, d. 1966, og Rannveig Eyjólfs- dóttir, f. 1896, d. 1982, búsett í Hlíð- ardal í Vest- mannaeyjum. Börn Rögnvaldar og Ástu eru: 1) Guðjón Ragnar Rögnvaldsson, f. 1950, kvæntur Ragnheiði Ein- arsdóttur, f. 1954. Þau eiga 4 börn og 7 barnabörn. 2) Bryndís Rögnvaldsdóttir, f. 1952, gift Unnari Guðmundssyni, f. 1947. Þau eiga 4 börn og 8 barnabörn. 3) Hörður Þór Rögnvaldsson, f. Það er komið að kveðjustund, kæri pabbi. Nú hefur þú kvatt þennan heim eftir mikil veikindi. Pabbi var farsæll í lífi og starfi. Hans mesta gæfuspor í einkalífinu var þegar hann tók þá ákvörðun að skella sér á dansleik í Keflavík, þá 17 ára gamall. Þar kynntist hann Eyjastelpunni Ástu Sigur- björgu Guðjónsdóttur, sem síðan varð eiginkona hans. Eyjastelpan hafði lagt land undir fót frá Eyjum til þess að fara á þennan sama dansleik með vinkonum sínum. Þetta varð síðan byrjun á farsælu hjónabandi sem byggðist á ást, vináttu og trausti. Þau hófu sinn fyrsta búskap á Framnesvegi 34 í Reykjavík. Pabbi hóf þá störf hjá Rafveitu Reykjavíkur en síðan lágu leiðir þeirra til Vestmanna- eyja árið 1951 og bjuggu í Berg- holti á Vestmannabraut 63 meðan þau voru að byggja einbýlishús á Brimhólabraut 23 í Eyjum. Þótt pabbi hafi verið borgarbarn undi hann sér vel í Eyjum. Hann hóf störf hjá Vinnslustöðinni og síðan réð hann sig sem bílstjóra hjá Ol- íusamlagi Vestmannaeyja. Síðan ákveður hann að fara að starfa sjálfstætt og keypti sér vörubíl og setti upp fiskbúð. Mönnum þótti það mikil bjartsýni að reka fisk- búð í stærstu verstöð landsins, en mamma og pabbi voru alveg sann- færð um að Eyjamenn tækju þess- ari verslun þeirra vel sem þeir og gerðu. Það var ekki nóg með að sjá Eyjamönnum fyrir fiski, heldur var hann brautryðjandi í útflutn- ingi á ferskum flatfiski með flugi til Grænlands árið 1964. Mamma og pabbi ráku fiskbúðina fram að eldgosinu 1973. Í gosinu flutt þau upp á land og fékk pabbi vinnu hjá Vörubílastöð Hafnarfjarðar. Síð- asta starf hans var síðan í álverinu í Straumsvík þar sem hann starf- aði til 67 ára aldurs. Pabbi var mikill fjölskyldumað- ur og var hvetjandi fyrir okkur systkinin þegar við uxum úr grasi og við fórum að taka stærri ákvarðanir. Það var gott að hafa slíkt bakland. Hann var líka mikill afi og var alltaf jafnánægður þeg- ar hann vissi að fleiri greinar væru að koma á ættartréð og barna- börnum og barnabarnabörnum fjölgaði. Þrátt fyrir að hafa unnið til 67 ára aldurs veiktist pabbi þegar hann var 62 ára og glímdi við veikindi upp frá því. Hann tók því með æðruleysi og ákvað að skila sínu ævistarfi fram að lög- gildingunni, 67 ára aldrinum. Mamma og pabbi höfðu mjög gaman af að ferðast, hvort sem það var innanlands eða utan, og fengum við systkinin yfirleitt að fljóta með í ferðunum innanlands. Þær voru líka ófáar ferðirnar sem þau hjónakornin fóru í hjólhýsið á Laugarvatni. Pabbi var reglumaður alla tíð og var einstakt snyrtimenni svo eftir var tekið og þrátt fyrir veik- indin varð engin breyting þar á. Okkur Ragnheiði langar með þessum fátæklegu orðum að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur hjónin og fjöl- skylduna á lífsleiðinni. Mamma hefur misst mikið og erfitt er að kveðja lífsförunautinn eftir 65 ára farsælt hjónaband og munum við hlúa að henni og styrkja á þessum erfiðu tímum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði. Þinn sonur, Guðjón Ragnar. Nú er komið að kveðjustund elsku afi minn. Þú barðist við erfið veikindi fram á síðasta dag en stóðst þig eins og hetja og barst þig vel. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá okkur í öll þessi ár og þakka fyrir samvist- irnar í gegnum árin. Nú eru þær orðnar að dýrmætum minningum. Í lok nóvember síðastliðins varst þú orðinn mjög veikur en vildir samt koma í heimsókn til okkar Gumma, þar sem við vorum tiltölulega nýflutt í nýja íbúð, og mun ég aldrei gleyma þeirri heim- sókn. Elsku afi minn, það er gott að þú hefur fengið hvíldina og megir þú hvíla í friði. Ást og kærleikur, Elísa Guðjónsdóttir. Rögnvaldur Þór Rögnvaldsson HINSTA KVEÐJA Elsku besti afi minn. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég elska þig og mun sakna þín þar til við hitt- umst aftur. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson) Þín Ásta Sigríður. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru ODDNÝJAR EGILSDÓTTUR, Garðakoti, Hjaltadal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. . Börn, tengdabörn og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.