Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! afsláttur Spil er frábær gjöf Sendum um allt land spilavinir.is Bezzerwizzer fÆst hjá okkur! Við aðstoðum þig við að velja spilin og pökkum þeim inn í gjafapappír fyrir þig. Tilraunir Vísindasmiðjan er sívinsæl meðal krakka á öllum aldri og þar er m.a. hægt að gera tilraunir og blanda saman efnum og sjá hvað gerist. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er í tólfta sinn sem viðhöldum upp á Heimsdagbarna og það hefur alltafverið fullt út úr dyrum, enda ævinlega mjög skemmtilegt,“ segir Hólmfríður Ólafsdóttir, verk- efnastjóri í Gerðubergi, og bætir við að nú verði hátíðinni í fyrsta sinn dreift á fjögur menningarhús Borg- arbókasafnsins, í Gerðubergi, í Sól- heimum, í Kringlunni og í Spöng- inni. Fólk þekkir þessa staði sem bókasöfnin en eftir sameininguna heita þeir menningarhús, enda fer margt fleira þar fram en bókasafns- starfsemi. „Við þýðum dagskrá Heims- dags barnanna á tíu tungumál, enda er þetta ætlað öllum heimsins börn- um. Við reynum að stíla inn á að fá alla Íslendinga til okkar á hátíðina, en upphaflega voru það börn af er- lendum uppruna sem kynntu sína menninga á þessari hátíð, en núna er þetta orðið allskonar fyrir alla. Flest börn á Íslandi hafa aðgang á sínu tungumáli á hátíðina.“ Hólmfríður segir að smiðjurnar séu fyrir krakka á öllum aldri, sum- ar séu fyrir krakka niður í tveggja ára og aðrar fyrir krakka upp í tólf til fjórtán ára. „Unglingar hafa oft haft mjög gaman af því að taka þátt í leiks- punanum og vísindasmiðjan er sí- vinsæl fyrir alla, sérstaklega stóru krakkana. En bókagerðin og perlu- smiðjan eru meira fyrir yngri börn- in. Allir geta tekið þátt í málara- smiðjunni og gæludýrasmíðinni. Hver og einn getur valið eftir eigin hæfni og áhugasviði í hvaða smiðju hann langar að fara.“ Halakörtur, uglur og drekar Hólmfríður segir að stemningin sé ævinlega frábær á þessum degi, enda fjölmargar spennandi lista- smiðjur í boði og allt saman ókeyp- is. „Við reynum að hafa listasmiðj- urnar sem fjölbreytilegastar og þó að sumir smiðjustjórar komi aftur og aftur með sívinsælar smiðjur þá bætum við líka alltaf einhverju nýju við. Núna er ýmislegt í boði sem ekki hefur verið áður, til dæmis furðugæludýrasmiðja sem boðið verður upp á í Kringlunni, þar sem smiðjustjórinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir ætlar að vera krökk- um innanhandar við að skapa sín eigin furðugæludýr, halakörtur, ugl- ur, dreka, einhyrninga eða eitthvað annað. Það verður líka nýtt og Að búa til sitt eigið furðu- gæludýr og eigið hljóðfæri Á morgun laugardag verður Heimsdagur barna haldinn hátíðlegur í fjórum menningarhúsum Borgarbóka- safnsins. Þá geta krakkar á öllum aldri komið og tekið þátt í allskonar smiðjum og allt er ókeypis. M.a. verður hægt að læra rúnaletur, taka þátt í leikspuna, læra að töfra fram skuggamyndir með höndunum, gera vís- indalegar tilraunir með því að blanda saman efnum, gera búninga og taka þátt í að skapa ljósaskúlptúr. Samvera Hólmfríður með nokkrum krökkum í smiðju í Gerðubergi. Vampíra Úr búningasmiðju. Á Safnanótt í dag og kvöld verður margt skemmtilegt í boði á vegum Borgarbókasafnsins í miðbænum. Kl. 17-22.30 verður önnur hæðin í Grófarhúsi myrkvuð og fá gestir vasaljós til að komast leiðar sinnar og finna þá fjársjóði sem leynast í hillum safnsins. Vasaljósasögustundir verða kl. 17, 17.30 og 18, en þá verða sagðar myrk- ar sögur í barnadeildinni á 2. hæð í Grófarhúsi. Ljóðaslamm verður kl. 20.30- 22.30: Ungt fólk etur kappi í orðlist. Ljóðaslamm og fleira Morgunblaðið/Eggert Svalur Frá ljóðaslammi árið 2012. Leitið fjársjóða með börnunum Ferðafélag barn- anna í samstarfi við Háskóla Ís- lands fer í skemmtilega ferð í dag. Lagt verður af stað kl. 16 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 Rvk. Ekið verður áleið- is í Bláfjöll og þar gerðar alls konar tilraunir með snjó; snjóhús verða búin til, snjór bræddur og snjóflóð skoðuð. Guðfinna Aðal- geirsdóttir, dósent í jöklafræði við Háskóla Íslands, leiðir ferðina og fræðir um jökla, hvernig þeir hreyfa sig og af hverju þeir eru að minnka. Síðan verða sett upp höfuðljós og farið í ljósagöngu í myrkrinu. Ókeypis og allir velkomnir. Snjór og ís Gaman Vasa- ljósaganga. Allskonar til- raunir með snjó Ótal skemmtilegir viðburðir verða út um alla borg á Vetrarhátíð í Reykjavík og þar á meðal eru norn- irnar Nína og Njóla sem fara á stjá í dag til að gleðja börnin. Þær verða með sögustundir í sögubíln- um Æringja á Ingólfstorgi í dag, föstudag, fyrst kl. 11.00-11.20 og aftur kl. 13.00-13.20. Þær eru miklir sprelligosar og segjast ætla að bjóða upp á skelfi- lega skemmtilegar nornasögur og hrollvekjandi nornakakó með rjóma og galdradufti. Hver sögustund er um 20 mín- útur og jafnvel hægt að bæta við sögustund ef pantað er fyrirfram. Það komast aðeins 12 börn og full- orðnir í bílinn í einu en þær lofa notalegri galdrastemningu með mjúku myrkri og stjörnubirtu. Hægt er að bóka sögustund hjá Nínu norn með því að senda póst á netfangið olof.sverrisdott- ir@reykjavik.is og í síma 664 7718 en einnig geta þeir sem eiga leið hjá komið í myrka sögustund og fengið nornakakó. Nornirnar Nína og Njóla fara á stjá í dag og sprella fyrir börn Skelfilega skemmtilegar norna- sögur og hrollvekjandi kakó Sprellandi nornir Nína og Njóla eru bráðskemmtilegar og litríkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.