Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 11
spennandi hópverkefni í Spönginni, ljósasmiðja, þar sem krakkarnir hjálpast allir að við að búa til saman eitt risastórt verk. Þar verður Magnús Gylfi Gunnlaugsson smiðju- stjóri en hver og einn getur skapað sinn eigin heim úr ljósum og í lok smiðjunnar eru heimarnir samein- aðir í magnaðan ljósaskúlptúr.“ Mörg börn hafa aldrei sent sendibréf í póstkassa Hólmfríður segir að Vala Gunnarsdóttir verði með rúnaleturssmiðju í Kringlunni og þar geti krakkar lært rúnaletur og skrifast á við vini sína með letri sem fáir skilja. „Bókagerðin í Gerðubergi er líka mjög spennandi og hljóðfæra- smiðjan þar er alltaf vinsæl. Í vís- indasmiðjunni eru allskonar gátur og þrautir og krakkarnir fá að gera vísindalegar efnatilraunir. Við reyn- um líka að vera umhverfisvæn og hafa smiðjur þar sem ekkert efni eða dót er notað, eins og til dæmis spunaleikhúsið og skuggamynda- gerðin þar sem börnin læra að skapa skuggamyndir með hönd- unum.“ Hólmfríður segir að sendi- bréfasmiðjan veki líka mikla lukku, en hún verður í Spönginni. „Mörg nútímabörn hafa aldrei sent sendibréf og fyrir vikið finnst þeim þetta mjög spennandi. Við höf- um verið með slíka smiðju áður og þá kom í ljós að krakkarnir vissu ekki hvar frímerkið ætti að vera eða hvar ætti að skrifa nafnið, þau vissu ekki heldur að bréfið færi ofan í um- slag. Þannig að þetta er mjög fram- andi fyrir marga krakka sem hafa einungis sent póst í tölvum. Og við ætlum að vera með alvöru póst- kassa þar sem börnin geta sent sín sendibréf til viðtakanda.“ Hljóðfærasmiðja Þar búa krakkarnir til allskonar hljóðfæri úr allskonar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 www.volkswagen.is VW Tiguan R-Line kemur drekkhlaðinn af þægindum með vetrardekk, dráttarkrók, Webasto bílahitara, fjarlægðarskynjara með bílastæðaaðstoð, bakkmyndavél, leiðsögukerfi o.fl. Taktu skrefið til fulls með Tiguan R-Line. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Uppáhaldstími ársins er núna. 6.444.444 kr. Tiguan R-Li ne 4Motion 2.0 TDI fjórhjóladri finn og sjál fskiptur: Ég er í frekar nýju ástarsambandi. Allt gengur eins og í sögu og ég vona að hann elski mig. Ég veit allavega að ég elska hann. Frá mínum bæjar- dyrum séð var þetta reyndar ást við fyrstu sýn, það er eftir að hann var settur saman. Jú kæri lesandi, nýja ástin mín er sófi sem kom á heimilið rétt fyrir jól. Ég hafði aldrei litið á mig sem heimakæra manneskju. Meira að segja sem krakki vildi ég alltaf vera á ferðinni, fannst ekkert skemmtilegt að vera heima heilu dag- ana. Þar af leiðandi varð ég aldrei veik. Ég bara nennti því ekki. Ég hélt kannski að ég hefði verið sígauni í fyrra lífi eða jafnvel landkönnuður og þess vegna hefði ég aldrei haft áhuga á heimahangsi. Núna hef ég þó kom- ist að því að það er ekki málið, ég átti bara aldrei nógu góð- an sófa. Í sófanum gæti ég legið sólarhringunum saman. Ég skoða ekki lengur heimasíður versl- ana í leit að kjólum eða blómavösum í nýjustu tísku, ég skoða bara náttföt og teppi. Jafnvel púða. Best er þegar sambýlis- maðurinn lætur sig hverfa og barn- ið sefur, þá eigum við sófinn góða stund. Ég kem mér fyrir eins og púpa, vafin inn í teppi og með flugvélapúða, svona sem gefur ómótstæðilegan hálsstuðning, og hef það virkilega huggulegt. Loks- ins skil ég orðið sófa- kartafla. Það er það sem ég sé þegar myndavélin á símanum mínum snýr óvart fram. Ég hef gælt við það að af- boða mig í veislur og hittinga bara til þess að eyða tíma með sófanum. Það er nú ekkert grín að vera í fullri vinnu og reyna að eiga í ástarsambandi við húsgagn. Það þarf að sinna þessari elsku. Sambýlismaðurinn er ánægður með sófann en finnst ég nú kannski hlamma mér aðeins of harkalega í hann í lok vinnudagsins. Ég góma hann stundum þar sem hann er búinn að snúa sófanum á hvolf og er að herða skrúfurnar. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að taka það ekki sem móðgun, heldur merki um að hann elski sófann líka. En við og við gengur þetta of langt. Sambýlismað- urinn var ekkert of sáttur þegar ég lá eitt kvöldið, í minni hefðbundnu púpu, og sagði: „Ég elska … þennan sófa.“ Hann verður samt að skilja að nú standa bara yfir okkar hveitibrauðsdagar, það er okkar sófans. Áður en við vit- um af er komið kul í sam- bandið og ég hef enga þörf fyrir að eyða öllum mínum frítíma með honum. Þá fæ ég mér La-Z-Boy. »Það er nú ekkert grínað vera í fullri vinnu og reyna að eiga í ástarsam- bandi við húsgagn. HeimurAuðar Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Menningarhús Borgar- bókasafns Gerðubergi: Búningasmiðja Vísindasmiðja Hljóðfærasmiðja Perlusmiðja Spunaleikhús Skuggamyndir með höndum Bókagerð fyrir byrjendur Menningarhús Borgar- bókasafns Kringlunni: Furðugæludýrasmiðja Rúnaleturssmiðja Menningarhús Borgar- bókasafns Spönginni: Fánasmiðja Sendibréfasmiðja Heimsljós – ljósaskúlptúr Menningarhús Borgar- bókasafns Sólheimum: Málarasmiðja Grímusmiðja Smiðjur í Gerðubergi, Spönginni, Kringlunni og Sólheimum LISTSMIÐJUR KL. 13-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.