Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér finnst þú ekki nógu opin/n þessa dagana. Fullt af fólki á óuppgert við þig, svo þú ferð að skulda enn öðrum. 20. apríl - 20. maí  Naut Frá og með deginum í dag munu hæfileikar þínir til að vekja aðdáun annarra ná hámarki og endast í mánuð. Hættu að redda öðrum og reyndu að einbeita þér að eigin málum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú vilt koma hlutunum í verk í dag og gera þá almennilega. Leggðu áherslu á að vera skýr og skorinorður. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Taktu enga áhættu því það skilar þér engu þegar til lengri tíma er litið. Sinntu því sem helst vekur áhuga þinn og þá verða hlutirnir ekki eins flóknir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Um sinn skaltu varast að beina athygl- inni að þér, nema þú sért með það á tæru hvernig þú ætlar að taka á hlutunum. Sam- starfsmaður þarf á aðstoð þinni að halda. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst líf þitt vera komið í þær skorður sem þér henta og nú megi engu breyta. Að hugsa langt inn í framtíðina er skemmtileg hugarleikfimi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur orku til að koma miklu í fram- kvæmd í dag. Gefðu honum þann tíma sem hann þarfnast og þá muntu fá að heyra sannleikann. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst þú hafa verið að- krepptur í nokkurn tíma og langar til þess að varpa af þér okinu. Einhver streitist tals- vert á móti breytingum á sambandi við þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ekki reyna að fela hina léttu og jafnvel barnalegu hlið þína fyrir öðrum í dag. Láttu vináttuna ekki blinda þér sýn í þetta sinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekki er gott að átta sig á því hvar landið liggur í samskiptum við yfirboð- ara núna. Gættu þín bara að ofmetnast ekki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér gengur vel að ræða mál sem snerta sameiginlega ábyrgð við maka þinn. Stattu upp og segðu hvers vegna fjöl- skyldan er betur komin með þig innanborðs. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú vilt koma hlutunum í verk í dag og gera þá almennilega. En það getur hins vegar verið til hagsbóta á margvíslegan hátt. Reyndu að forðast það og sýna þínum nánustu hlýju og tillitssemi. Þórarinn Eldjárn birti þessa vísuá Facebook-síðu sinni. Þegar hann talar um ker og steypu skír- skotar hann til myndarinnar af blöndunartækjunum við baðkarið, sem hann birti með vísu sinni. Líf vort er aðeins eitt en um það má lengi geipa hvort það er kalt eða heitt ker eða steypa. Vísa eftir Æra-Tobba birtist hér í Vísnahorni á mánudag. Sturla Frið- riksson segist kunna einar sex vísur eftir Æra-Tobba, – en þessa vísu kann hann þannig: Agara, gagar, urra rum, illt er að vera í Flóanum. Þambara, vambara, þrælsins klið, þó er enn verra Ölfusið. Hægt er að fylgjast með bæjar- stjórnarfundum á Akureyri í beinni útsendingu á N4. Hallmundur Kristinsson fylgdist með slíkum fundi á þriðjudagskvöld – og fann „til ábyrgðar“: Nú mun ég að markvissum hætti móta hið göfuga starf; til að kortleggja karllæga þætti kynjaða vísnagerð þarf. Björn Ingólfsson leikur sér hér með limruformið: Það gustaði um góðskáldið Óðin þegar gleiður í salinn hann óð inn. Þá viknuðu fljóðin og funaði glóðin er flutti hann þrumandi óðinn. Hallmundur Kristinsson yrkir: Margur í limranna línum leikur að hugmyndum fínum; sæmir hver sér. Sjálfur ég er stoltur af stuðlunum mínum. Helgi R. Einarsson segir: „Þá hefur maður kynnst 6u hætti og þá er bara að reyna. Í sögunni má Gamla Nóa greina guðhræddan og vísan, andlegt lím. Gutti lét á lundargeðið reyna. Litla flugan hefur stuðla og rím. Þvílík mæða, þú veist hvað ég meina í þessu veðri að giftast veslings Grím- u.“ Tíminn líður hratt. – Á mínum sokkabandsárum kunnu allir strák- ar á Laugaveginum þessa vísu: Nú er úti veður vott, verður allt að klessu; ekki fær hann Grímur gott að gifta sig í þessu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ker eða steypa og Grímur giftir sig Í klípu ENN EITT „GERÐU-OF-MIKIÐ-SJÁLFUR“ VERKEFNIÐ. eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... dýrmæt. HVERT GETUM VIÐ FARIÐ Í SUMARFRÍIÐ OKKAR Í ÁR, GRETTIR? FYRIR UTAN LASAGNA- VERKSMIÐJUNA ÉG STEND Á GATI VEISTU HVERJU ÉG SPYR MIG AÐ? AF HVERJU ER ALLTAF BARA EITT TRÉ Á EYÐIEYJUM? HVERJU? Reykjavíkurborg þótti stjórnlausþegar Jón Gnarr réð ferðinni og hefur beinlínis siglt í strand síð- an Dagur tók við stjórninni. Nýbirt könnun Capacent bendir að minnsta kosti til þess. x x x Stjórnleysi borgarinnar minnir áatvik sem sagt er frá í bókinni Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu, Alþýðusögur í léttum dúr að vestan, sem Vestfirska forlagið gaf út fyrir skömmu í samantekt Hall- gríms Sveinssonar og Bjarna G. Einarssonar. x x x Sagan er þannig: „Þrjú skip semöll hétu Fagranes þjónuðu lengi bændum í Ísafjarðardjúpi, hvert á eftir öðru. Á miðskipinu með Fagra- nesnafninu háttaði þannig til, að þar sem stýrimaðurinn hafði talsvert að gera í pappírsvinnu tók háseti að nokkru leyti að sér stímvaktirnar á móti skipstjóranum í Djúpferð- unum. x x x Í vitlausu veðri um hávetursnemma á níunda áratug síðustu aldar var gamli Faggi að koma inn- an úr Djúpi. Hjalti M. Hjaltason skipstjóri var niðri í borðsal að fá sér næringu og í brúnni stóð stím- vaktina Líndal heitinn Magnússon, ævinlega kallaður Dalli og var lengi háseti á skipinu. x x x Allt í einu hentist skipið til ogmiklir skruðningar heyrðust og ætluðu alla að æra. Skipið var strandað við Arnarnes í mynni Skutulsfjarðar. x x x Hjalta skipstjóra brá svakalega ogtók stigann upp í brú í tveimur skrefum og spurði Dalla hver djöf- ullinn gengi á. Dalli svaraði í róleg- heitum: „Við förum víst ekki lengra í dag.““ x x x Víkverji veltir því fyrir sér hvortborgarstjóri sé líka kominn á endastöð. víkverji@mbl.is Víkverji Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, kný- ið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Lúkasarguðspjall 11:9) Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Nýjar hagstæðar lausnir í innréttingum. Nútímaleg hönnun, glæsilegt útlit og örugg gæði frá fagmönnum. Verktakar – húsbyggjendur ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.