Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 PPáley Borgþórsdóttir tók við lögreglustjóraembættinu í Vest-mannaeyjum í byrjun árs, en hún hafði áður starfað sem lög-maður og verið bæjarfulltrúi í Eyjum í níu ár. Breytingar urðu á embættum sýslumanna og lögreglustjóra um áramótin þar sem verk- efni þeirra voru aðskilin. „Þessi tími síðan ég byrjaði í þessu nýja starfi hefur verið mjög skemmtilegur og ég er að fást við allskonar spenn- andi verkefni. Ég tel þessa faglegu skiptingu embættanna vera til góðs en með því að lögreglustjórar sinni löggæsluverkefnum, ákæruvaldi og rannsóknum og því sem þeim tilheyrir er hægt að einbeita sér að fullu að þeim verkefnum.“ Spurð um áhugamál þá segir Páley að undanfarið hafi vinnan tekið mestallan sinn tíma. „Fjölskyldan er auðvitað áhugamál hjá mér sem ég reyni að sinna vel en við eigum þrjú börn og því næ ég þar að blanda saman áhugamáli og langmikilvægasta og skemmtilegasta verkefninu. Svo finnst mér aldrei betra að slaka á en með góða bók. Nú er ég að lesa skáldsöguna HHhH sem fjallar um morðtilræði við nasistaforingj- ann Reinhard Heydrich en ég er einnig að lesa Hugrækt og hamingju eftir Önnu Valdimarsdóttur. Ég er oftast með fleiri en eina bók á kant- inum sem eru jafnólíkar og þessar tvær.“ Eiginmaður Páleyjar er Arnsteinn Ingi Jóhannesson en hann er for- stöðumaður íþróttamannvirkja í Vestmannaeyjum. Börn þeirra eru Borgþór Eydal 14 ára, Andrea Dögg 10 ára og Embla Sigrún tveggja ára. Páley verður stödd í Danmörku á afmælisdaginn. „Ég fer með þremur góðum vinkonum að heimsækja þá fjórðu sem býr í Árósum. Þar ætlum við að eiga notalegar stundir og það verður án efa mikið hlegið. Ég ætlaði að fela mig í Danmörku svo enginn tæki eftir því að ég yrði fertug en nú eruð þið á Mogganum alveg búin að eyðileggja það,“ segir Páley og hlær. Páley Borgþórsdóttir er fertug í dag Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir Fjölskyldan Á fermingardegi Borgþórs Eydal, 5. apríl 2014. Lögreglustjóri í Vestmannaeyjum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Selfossi Benjamín Emil Símonarson fæddist 25. febrúar 2014. Hann vó 3.595 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Símon Geir Geirs- son og Eydís Berg- lind Baldvinsdóttir. Nýr borgari B ragi fæddist í Stykkis- hólmi 6.2. 1930: „Þegar ég fæddist var móðir mín vinnukona í Prests- húsinu í Stykkishólmi og þótt húsið hafi verið byggt 1895 er það samt svo að ég mun vera eina manneskjan sem hefur fæðst í þessu fallega húsi. Móðir mín var meðal ellefu krakka sem tóku fullnaðarpróf hjá Jóhann- esi úr Kötlum 1922, en meðal bekkj- arsystkina hennar var Steinn Stein- arr skáld. Síðar sagðist Steinn hafa hótað Jóhannesi barsmíðum fyrir að kenna sér að lesa. Móðir mín giftist og flutti að Litlu- tungu í Rangárvallasýslu þegar ég var sex ára en ég varð eftir sem fóst- ursonur prestshjónanna, Ingigerðar Ágústsdóttur og séra Sigurðar Ó. Lárussonar. Fósturbróðir minn var Sigurður Reynir Pétursson hrl. en æsku- og unglingsárin í Stykkishólmu voru sannkölluð hamingjuár.“ Bragi Jósepsson, prófessor emeritus – 85 ára Í sumarblíðu Greta og Bragi með sonum sínum, Loga og Sigurði, mökum þeirra, Yuliu og Nicole. og Emil Logasyni. Skólamaður og skáld Afhending Barnabókaverðlaun afhent í Höfða árið 1987. Davíð Oddsson, þá borgarstjóri, Kristín R. Thorlacius, frú Halldóra Eldjárn og Bragi Jósepsson. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. brokkoli.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Fjarðarkaup, Hagkaup og Melabúðinni Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Inniheldur mikið magn af sulforaphane, en dagskammturinn jafngildir meira en 1,5 kg af lífrænt ræktuðum brokkolí spírum. Að auki er viðbætt túrmeric og selenium. Krö ftug ar a f sulf orap han e! Verndar og styrkir frumurnar | Margvísleg heilsubætandi áhrif | Hægir á öldrun Sulforaphane ensímið í brokkolí býr yfir magnaðri sérvirkni sem einn öflugasti „kveikjuþráður“ á varnarkerfi líkamans. Það hjálpar líkamanum að auka framleiðslu mikilvægra varnarefna sem hamla hrörnum fruma, í heilanum, húðinni og öllum líkamanum. Er varnarkerfið þitt virkt? Styrkir samskipti fruma. Hjálpar líkamanum að auka fram- leiðslu náttúrulegra andoxunarefna. Örvar framleiðslu detox ensíma. Styrkir getu líkamans til að mynda bólgueyðandi efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.