Morgunblaðið - 06.02.2015, Síða 28

Morgunblaðið - 06.02.2015, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015 ✝ ArinbjörgClausen Krist- insdóttir fæddist á Ísafirði 1. desem- ber 1954 en fluttist á Akranes 1961. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 28. janúar 2015. Hún var dóttir hjónanna Stellu Clausen og Krist- ins Karlssonar. Arinbjörg kynntist eig- inmanni sínum, Röðli Braga- syni, á Akranesi 1972. Þau bjuggu þar alla sína tíð og gengu í hjónaband 3. júlí 1976. Þau eignuðust tvo syni saman en fyrir átti Arinbjörg Stellu Maríu Sigurðardóttur, f. 1970, sem Röðull gekk í föðurstað 1972. Stella María er gift Ólafi Páli Gunnarssyni. Þau eiga þrjú börn, Tinnu Maríu, f. 1992, Ólaf Alexander, f. 1994, og Sturlaug Hrafn, f. 2009. Saman áttu Arinbjörg og Röð- ull Röðul Kolbein, f. 1978, kvæntur Ingibjörgu Elínu Jóhannsdóttur, þau eiga eitt barn, Maríu Arinbjörgu, f. 2013. Kristin Darra, f. 1986, í sambúð með Dagrúnu Davíðsdóttur, þau eiga eitt barn, Emelíu Evu, f. 2011. Arinbjörg vann lengst af starfsævinnar á Dvalarheim- ilinu Höfða, Akranesi. Útför Arinbjargar verður gerð frá Akraneskirkju í dag, 6. febrúar 2015, og hefst at- höfnin kl. 14. Mamma mín var einstök, dýr- mæt og hjarta fjölskyldunnar. Það er sárara en orð fá lýst að reyna að lýsa þeim söknuði og tómarúmi sem mamma skilur eft- ir. Hún var falleg að innan sem utan, brosmild, skemmtileg, vel gefin, ástrík og yndisleg móðir, sem hafði endalausa þolinmæði. Móðurhlutverkið var alltaf í forgangi. Hún var hluti af mér og ég var hluti af henni. Að hafa átt umhyggju hennar, ást og öryggi hefur skipt sköpum í lífi mínu. Henni fannst ég alltaf frábær, það var góð tilfinning. Hún var aðdáandi númer eitt. Hún var ekki bara mamma mín, heldur líka ómetanleg vinkona. Hún var klettur í lífi mínu. Ég var heppin að einmitt hún var mamma mín því að hún var besta mamma í heimi. Mamma var mjög ung þegar ég fæddist og ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa fyrstu 4 ár ævi minnar með mömmu hjá ömmu og afa á Vesturgötunni. Ég gleymi aldrei hamingjusöm- um og áhyggjulausum dögum æsku minnar, með mömmu, ömmu Stellu og langömmu Finnu í eldhúsinu með nýjustu sauma- blöðin að taka upp snið og sauma, og tala um hvað væri mest móð- ins. Mamma ætlaði að verða ljós- móðir og byrjaði í Ljósmæðra- skólanum í Reykjavík árið 1973 en gaf þann draum upp á bátinn þó ég væri í góðum höndum hjá ömmu og afa vegna þess að hún gat ekki hugsað sér að vera að- skilin frá mér. Hún hefði orðið frábær ljósmóðir og mér hefði ekki orðið meint af, en svona var mamma. Hún var mjúkur og blíður upp- alandi, ávallt með fangið og við- mótið til okkar barnanna fullt af ást. Það var ekki hægt að rífast við hana, ekki einu sinni á ung- lingsárum, því að hún kom okkur aldrei í þá aðstöðu. Hún hækkaði aldrei róminn við okkur, varð bara sár og leið ef henni mislíkaði eitthvað eða ef við gerðum eitt- hvað af okkur. Við mamma eyddum miklum tíma saman alla tíð, ég kom oft á Skagann og dvaldi yfir helgi og hún kom oft suður til mín í alls- konar brall. Þar sem ég bý í Hafnarfirði en hún á Akranesi töluðum við stundum saman í síma oft á dag og yfirleitt leið ekki sá dagur sem við heyrðumst ekki í síma. En ef það kom fyrir að það liðu þrír dagar milli sím- tala var mamma vön að segja ef ég hringdi: „Nú, á ég dóttur …?“, eða: „Manstu eftir mér …?“ með brosi á vör. Mamma var skemmtileg og hafði góðan húm- or og þá ekki síst fyrir sjálfri sér. Það var einn af hennar fjölmörgu kostum. Hún reyndist börnunum mínum einstaklega vel og að því munu þau búa alla tíð, en þau áttu því láni að fagna að hafa fengið að vera oft og lengi hjá ömmu sinni og afa í æsku og fram eftir aldri. Mamma lifði með reisn, ótrú- legum styrk og þvílíku æðruleysi og sínu fallega blíða brosi til enda. Hún var góð fyrirmynd og ég hef reynt að feta í hennar fót- spor sem móðir en það er erfitt að komast með tærnar þar sem hún hafði hælana. Hún var stór- kostleg manneskja í alla staði og ég elskaði hana skilyrðislaust eins og hún elskaði mig. Það er sárt og sorglegt til þess að hugsa hve lífið getur verið hverfult. Loksins þegar hún ætl- aði að fara að hugsa meira um sjálfa sig, hætta að vinna, ferðast og njóta sín, þá gripu örlögin inn í á þann hátt sem þau gerðu. Fallega brosið hennar og fal- lega andlitið hennar mun fylgja mér alla tíð. Dásamlega, fallega, yndislega, mjúka mamma mín. Kannski einhvern daginn, ein- hvers staðar, hitti ég hana aftur. Ég mun sakna hennar og þeirra stunda sem áttu að verða en verða aldrei í þessu lífi. Stella María Sigurðardóttir. Þegar við hugsum til mömmu þá er það fyrsta sem okkur dett- ur í hug hversu mikil mamma hún var. Að gefa af sér og hugsa um þá sem voru henni kærir var einfaldlega eitthvað sem var í eðli mömmu. Þær lífslexíur sem hún kenndi okkur á þeim dýrmæta tíma sem við áttum saman voru lexíur sem við bræðurnir munum stefna að í uppeldi á börnum okk- ar. Sama hvað bjátaði á í lífi okkar gátum við alltaf gengið að því vísu að hægt væri að leita til mömmu. Mamma var ein af þeim manneskjum sem setti sig ávallt í annað sæti og reyndist þeim sem voru henni kærastir ómetanleg. Orð fá því ekki lýst hversu þakk- látir við erum að hafa átt þig að og mótað líf okkar og persónu- leika. Mamma var órjúfanlegur partur af lífi okkar og fannst fjöl- skyldan sín það allra mikilvæg- asta í lífi sínu og henni þótti vænt um að við leituðum til hennar og sögðum henni hvað væri að ger- ast í lífi okkar hverju sinni. Það var svo skrýtið við mömmu að hún virtist einhvern- veginn hafa sjötta skilningarvitið á líðan okkar. Það kom oft fyrir að hún var búin að átta sig á að eitthvað væri að hjá okkur áður en við höfðum áttað okkur sjálfir á því. Þegar maður átti erfitt var eins og við hefðum sent hug- skeyti til mömmu því stuttu seinna kom símhringing frá mömmu sem var ávallt til í að hlusta, hughreysta og ráðleggja okkur á sinn einlæga og einstaka hátt. Mamma kenndi okkur það að ef okkur þætti vænt um einhvern þá ættum við að segja það við hann og segja fallega hluti við hann. Það gerðum við alltaf, sér- staklega við hana. Með þakklæti í huga og ást í hjarta okkar segjum við að manneskju eins og móður okkar kynnumst við bara einu sinni á lífsleið okkar. Hún fékk okkur til þess að verða betri manneskjur og lýsti upp líf okkar. Þín verður sárt saknað af öll- um sem þekktu þig. Við elskum þig. Synir þínir, Röðull og Darri. Elskulega og ljúfasta tengda- móðir mín er farin úr þessari jarðvist. Þakklæti er það fyrsta sem kemur upp í huga mér þegar ég minnist Addýar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt hana að sem tengdamóður. Hún var mér svo mikið meira en bara tengda- móðir, hún var vinkona mín og strax frá byrjun kom hún fram við mig eins og mín eigin móðir. Fjölskyldan var Addý allt. Hún lagði mikið á sig til að gæta þess að öllum hennar nánustu liði vel og að engan skorti neitt. Addý veitti öllum sem voru henni næst- ir skilyrðislausa ást. Hún fórnaði sínum eigin hagsmunum til þess að aðstoða þá í einu og öllu. Hún vildi vera virkur þátttakandi í lífi þeirra, fylgjast með hvernig þeim gekk og miðla góðum ráðlegging- um til þeirra. Hún fylgdi fólkinu sínu eftir svo það myndi ná mark- miðum sínum og fá drauma sína uppfyllta. Fyrst þegar ég hitti Addý fyrir um 16 árum þegar ég var að slá mér upp með syni hennar leist mér ekkert á þessa konu. Ég hugsaði að hún væri nú búin að ofdekra son sinn og væri of ráð- rík. Ég skrópaði í skólanum til þess að stelast upp á Akranes að hitta kærastann sem ég var svo skotin í. Þetta var að morgni til og vissi hann að ég væri að koma. Þegar ég kem er Röðull, maður- inn minn og mamma hans Addý að borða morgunmat. Eftir að þau höfðu klárað matinn segir Addý við son sinn að hann eigi eftir að taka lýsi og mataði hún hann á lýsinu. Sonur hennar var að verða tvítugur og leist mér ekkert á blikuna. En svo nokkru seinna komst ég að því að hún og Röðull höfðu planað þetta atvik. Mörg urðu svo atvikin sem þau plönuðu til þess að reyna að hneyksla mig, með því að setja upp leikþætti, en allt var það gert í gríni. Ég sakna þess að geta tekið upp símann til þess að hlæja með Addý. Ófá voru símtölin sem við áttum saman um heima og geima. Það sem stendur þó mest upp úr í minningunni er hláturinn sem við áttum saman þegar við gerðum grín að okkur sjálfum eða Röðli syni hennar. Addý hafði hvað mestan húmor fyrir sjálfri sér og þótti henni ekki leiðinlegt að segja frá vandræðalegum atvik- um sem hún lenti í. Ég vil þakka Addý fyrir að hafa verið inni í lífi mínu og hafa kennt mér svo margt um lífið, ástina og uppeldi. Það er tvennt sem ég vil hafa sem veganesti sem hún kenndi mér. Annað er uppeldið sem hún gaf börnum sínum og er hún fyrirmynd mín í því hvernig ég vil ala upp Maríu dóttur okkar. Hitt er að hún sýndi svo mikinn kjark og æðru- leysi eftir að hún lenti í slysinu og allt fram á síðasta dag. Sterkari konu er ekki hægt að finna og sá ég að kjarkur og æðruleysi fleyta manni langt áfram í lífinu. Takk, elskulega Addý fyrir allt sem þú gafst mér. Þín verður endalaust saknað. Þín tengdadóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir. Elsku hjartans tengdamóðir mín hefur yfirgefið þennan heim. Það er erfitt að þurfa að kveðja og vita til þess að samskiptin verði ekki meiri í þessum heimi. Ég er Addý alveg ótrúlega þakk- lát fyrir svo margt og listinn er endalaus. Ég minnist þess þegar ég kynntist honum Darra, þá að- eins 11 ára gömul. Þá stóð Darri kaldur og sveittur eftir fótbolta- æfingu fyrir utan húsið á Bjark- argrundinni og við spjölluðum saman. Addý kom askvaðandi út til þess að athuga með litla drenginn sinn sem henni fannst vera of kaldur og þreyttur til að vera úti og því mál að mamman færi inn í hús að hita kakó og hlýja honum með teppi, þetta þótti mér magnað. Því betur sem ég kynntist fjölskyldunni því ljós- ara varð mér hversu mikla ást og umhyggju Addý bar fyrir börn- um sínum og manni. Hún var með hjarta úr gulli og vildi helst gefa allt frá sér til barnanna sinna ef þau vantaði eitthvað. Ég minnist þess svo vel þegar dóttir okkar Darra fæddist, þá hafði Addý keypt um 100 taubleiur, 10 handklæði og prjónað sokka, vettlinga, húfur og peysur í tonn- atali. Hún vildi gefa okkur heim- inn, það var þó í það minnsta sem hún gat gert. Addý hafði góðan húmor fyrir sjálfri sér og þær eru ófáar stundirnar sem fjölskyldan hefur legið á hliðinni og velst um af hlátri af sögum hennar. Það var aldrei leiðinlegt að koma upp í Jörundarholt til tengdaforeldra minna. Alltaf tók hún Addý á móti mér með bros á vör og það var ótrúlegt hvernig hún hafði alltaf tíma fyrir alla. Hún setti fjölskylduna ávallt í fyrsta sætið. Elsku Addý, orð fá því ekki lýst hversu mikið þakklæti ég ber í brjósti mínu til þín. Ég mun aldrei gleyma hversu falleg, ein- læg og hjartahlý þú varst okkur öllum. Minning þín mun lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Þín tengdadóttir og vinkona, Dagrún. „Lífið er napurt og miskunn- arlaust“; þessi lína í lagi sem Bubbi Morthens gaf út þegar ég var unglingur syngur í höfðinu á mér. Og það eru orð að sönnu; Lífið er stundum napurt og mis- kunnarlaust. Hvers vegna veit ég ekki, það er bara svoleiðis. Við í minni fjölskyldu höfum nú fengið að sannreyna það og auðvitað fyrst og fremst hún Addý tengdamóðir mín sem nú er farin frá okkur. Þvílík örlög og ósanngirni. Hún hafði horft bjartsýn fram á veginn og sá fram á að geta bráð- um farið að einbeita sér að því einu sem hana langaði til að gera. Og skyndilega breytist allt á svipstundu. Ég var 16 ára gamall þegar ég hóf að venja komur mínar á heim- ili Addýjar og Rölla, mannsins hennar. Ekki til að heimsækja þau heldur dótturina sem nú er eiginkona mín. Ég var ekki alltaf að spá í hvað klukkan var og stundum var nótt. Þau tóku mér alltaf vel og örugglega betur en ég átti skilið. Eftir að við Stella byrjuðum að eignast börn komst ég fljótlega að því að Addý var besta amma í heimi. Fáum hef ég kynnst sem dá og dýrka afkvæmi sín af eins mikilli áreynslulausri ástríðu og Addý gerði. Börnin og barna- börnin voru það allra mikilvæg- asta í hennar tilveru. Hún gerði allt fyrir sitt fólk, og þegar eldri börnin okkar Stellu voru lítil hringdu þau oft í ömmu sína og sögðu henni að þau væru á leið- inni með rútunni og ætluðu að vera um helgina. Það var aldrei þannig að hún væri „að passa“ vegna þess að foreldrarnir þyrftu á „pössun“ að halda, þau voru einfaldlega að fara „í heimsókn“ og dekur til ömmu og afa. Þau eru heppin að hafa fengið þennan tíma með ömmu sinni og munu aldrei gleyma þessum fjölmörgu stundum. Það er ómetanlegt veganesti fyrir allt fólk að fá að vera í góðu sambandi við ömmu sína og afa. Söknuðurinn er sár hjá öllum í fjölskyldunni, virki- lega sár, vegna þess að sam- bandið var svo mikið og gott. Undanfarnir mánuðir hafa reynst allri fjölskyldu Addýjar erfiðir. En eitt af því sem sorgin gerir oft er að hún sameinar fólk. Ég óska okkur öllum alls hins besta. Ólafur Páll Gunnarsson. Elsku yndislega amma mín, það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað það er erfitt að fá aldrei aftur að hitta þig, tala við þig og hafa þig til staðar. Ég vissi alltaf að þessi dagur myndi koma en ég vildi óska að hann hefði komið 30 árum síðar. Mér fannst þú alltaf vera besta amma í heimi og mér fannst ég svo ótrúlega heppin að eiga þig að í lífinu og ég hefði ekki getað hugsað mér betri ömmu en þig. Þú varst alltaf svo hlý og góð og vildir allt gera fyrir þá sem stóðu þér næstir. Það skemmtilegasta sem ég gerði þegar ég var lítil var að koma í heimsókn til þín. Það hélt reynd- ar áfram að vera þannig fram á seinasta dag. Þú hafðir alltaf endalausan tíma fyrir mig. Þú varst með svo stórt hjarta og þú lifðir fyrir fjölskylduna þína og þú gafst svo mikið af þér, eins mikið og hægt var. Ég á svo margar dýrmætar minningar og ein af mínum uppáhalds minning- um sem mér þykir ótrúlega vænt um, eru öll skiptin þar sem ég beið spennt í rútunni á leiðinni til þín í helgarheimsókn á Akranes. Það var alltaf svo gaman að sjá þig fyrir utan Skútuna að bíða eftir mér. Þú komst alltaf til mín brosandi og sagðir svo „Hæ, elsku engillinn hennar ömmu“ og það var alltaf jafn gott. Við gerð- um svo margt og mér leið alltaf eins og prinsessu þegar ég var hjá þér. Þú varst alltaf búin að fylla ísskápinn og skápana af öll- um mínum uppáhaldsmat og það var alltaf eitthvað skemmtilegt á dagskrá. Ég man að vinkonur mínar spurðu mig oft af hverju ég væri alltaf á Akranesi. Þegar ég svo svaraði að ég væri í heimsókn hjá ömmu þá fannst þeim það oft frekar undarlegt, sérstaklega eftir að ég varð eldri. Þú varst líka svo gjafmild og vildir helst gefa þínum nánustu allt sem þú áttir og meira en það. Það þurfti að fara varlega í það að tala um að langa í eitthvað og að hrósa einhverju fallegu sem þú áttir. Þú áttir það til að spyrja „Viltu eiga þetta?“. Þér fannst svo gaman að gleðja aðra. Ég man ég sagði allt- af eftir helgarnar hjá þér „Bæ, amma, sjáumst næstu helgi“ og þér fannst það svo gaman og ég kom líka alltaf næstu helgi. Það er svo rosalega margt fallegt sem hægt er að segja um þig. Þú varst skemmtileg, fyndin, falleg, góð, sterk og svo ótrúlega þolinmóð. Þú varst fyrirmyndin mín í svo mörgu og þú munt alltaf eiga stóran stað í hjartanu mínu. Ég man hvað mér fannst ég heppin að eiga þig svona út af fyrir mig. Ég og Óli vorum einu tvö barna- börnin þín í 17 ár og ég man þeg- ar ég var yngri, þá var ég alltaf að hafa áhyggjur af því að þegar þú myndir eignast fleiri þá myndir þú hafa minni tíma fyrir mig. Þér fannst þetta svo fyndið og ég man þú hlóst alltaf og sagðir að svo- leiðis myndi það aldrei verða og þannig varð það aldrei. Ég var elsta barnabarnið þitt og þú varst bara 38 ára þegar ég fæddist og mér fannst þú alltaf vera eins og mamma númer tvö. Þú misstir aldrei af neinu í lífinu mínu og vissir alltaf hvað var í gangi. Þú varst alltaf svo stolt og ánægð með allt sem ég gerði og þú sýnd- ir alltaf öllu sem ég tók mér fyrir hendur mikinn áhuga. Það var ómetanlegt að eiga svona aðdá- anda eins og þig. Ég hef oft feng- ið að heyra það að ég sé lík þér og mér finnst það alltaf mikið hrós því mér fannst þú svo falleg og einstök. Ég elska þig og hef alltaf elskað þig til tunglsins og til baka og mun halda því áfram allt mitt líf. Þín, Tinna María. Elsku yndislega frænka mín. Ég get ekki lýst því hversu ósanngjarnt og erfitt lífið getur verið. Þegar ég minnist þín þá man ég hvað þú varst alltaf ljúf og góð. Þú varst svo góðhjörtuð og falleg að innan sem utan. Ég á eftir að sakna þess að sjá fallega Arinbjörg Clausen Kristinsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma. Takk fyrir allt. Takk fyrir alla ástina, umhyggjuna og hlýjuna sem þú gafst mér. Takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Ég mun geyma þær allar á góðum stað alla mína ævi. Mikið vildi ég óska þess að stundirnar okkar hefðu orðið fleiri, að þær hefðu orðið jafn margar og þær áttu að vera. Ég mun elska þig, sakna þín af öllu mínu hjarta, alla daga, alltaf. Annað er ekki hægt. Takk fyrir allt. Kveðja, þinn Óli Alexander. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR frá Hrauni, Grindavík, Melgerði 21, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjartadeildar LSH fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. . Sigurliði Guðmundsson, Ríkey Guðmundsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Anna Þórdís Guðmundsdóttir, Jón Steinar Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN THEÓDÓRSDÓTTIR, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, lést laugardaginn 31. janúar á Hrafnistu Hafnarfirði. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13. . Birgir H. Erlendsson, Arndís Birgisdóttir, Kristján Haraldsson, Erlendur Þ. Birgisson, Hallur Birgisson, Kristín Dóra Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.