Morgunblaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2015
brosið þitt og heyra hláturinn
þinn. Þú stappaðir alltaf stálinu í
mömmu. Á þessum erfiðu tímum
sé ég um það fyrir þig.
Ég kveð þig með söknuði og
sorg í hjarta.
Núna ertu komin í faðm guðs
og ég veit að þar tekur afi Dúddi
vel á móti dóttur sinni.
Guð geymi þig, elsku frænka
mín.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Sylvía Björk Jónsdóttir.
Ó, hve brothætt er tilvera okk-
ar og hárfín skil lífs og dauða.
Ýmislegt höfum við til styrkingar
en oft er gæfa okkar undir öðrum
komin og tilviljunin alger. Þannig
er saga Addýjar. Óheppni í dags-
ins önn fyrir einu og hálfu ári
gjörbreytir öllu á svipstundu,
hún varð fangi í eigin líkama sem
smám saman dró hana til dauða.
Mamma og Addý unnu saman
á dvalarheimilinu Höfða frá
stofnun. Fyrst sem vaktstjórar
en síðar um árabil í dagvistun-
inni. Milli þeirra var einstaklega
traust vinátta. Þó í fyrstu mætti
ætla að þær ættu lítið sameigin-
legt deildu þær einstökum áhuga
á lestri góðra bóka, fallegu hand-
verki og hundum. En kannski
það sem mestu skipti í allri
sannri vináttu, gagnkvæm virð-
ing og væntumþykja sem sást svo
greinilega í fallega skrifuðum
kveðjum. Föst hefð var að
skiptast á jólasendingum, Addý
kom oft með heimatilbúna síld
sem beðið var með eftirvæntingu
og mamma fór með túlípana.
Það er stundum sagt að það
þurfi heilt þorp til að ala upp
barn. Strákarnir mínir nutu
þeirrar gæfu að líta á það sem
eðlilegasta hlut að fá að vera í
dagvistuninni á Höfða, kynnast
þar kynlegum kvistum og sam-
starfskonum mömmu, Addý og
Maríönnu. Fá að taka þátt í ýmsu
starfi líkt og Axel og Tinna fengu
í mörg ár að vera á kassanum á
jólabasarnum. Þetta eru forrétt-
indi sem seint verða metin.
Bræðurnir hafa einnig fylgst með
veikindunum, en heimsóknir á
spítalann hafa verið hluti af dag-
legu lífi mömmu.
Addý var einstök hannyrða-
kona og allt sem frá henni kom
gegnheil gæði, það sést á öllu
sem hún hefur gefið mömmu,
hvort sem það er jólaskraut, vett-
lingar eða inniskór, sem sumir
rötuðu nú alveg „óvart“ til mín.
Handbragðið sést líka hvar sem
litið er á heimili hennar og Röð-
uls. Sannarlega var heimilið heil-
aga musteri fagurkerans og
börnin og barnabörnin henni allt.
Mikill veðurhamur og óvenju-
miklir umhleypingar hafa ein-
kennt þessa ársbyrjun. Suðvesta-
náttir með dökkum dögum,
svörtum skýjum, einstaka birtug-
lennu og þungum sjó. Miðviku-
daginn 28. janúar bar til tíðinda,
líkt og almættið hefði ákveðið að
nóg væri komið. Allt varð kyrrt
og bjart. Stillan algjör og hvít
slikjan sem lá yfir landinu, end-
urvarpaði sterkum geislum sólar.
Þennan dag kvaddi Addý þetta líf
og fékk langþráða hvíld. En sjór-
inn var ekki búinn að jafna sig, á
Langasandi andaði hann djúpt og
kastaði öldunum á land með
reglulegum þungum takti svo
undir tók í kyrrðinni. Þannig er
með þá sem kveðja ástvini, undir-
aldan getur verið þung, en fal-
legar minningar og birtan af
kraftaverki lífsins gefa kraft.
Elsku Röðull og fjölskyldan
öll. Ég, mamma, Lalli og fylgi-
fiskar Bjarkargrundarinnar
sendum okkar hlýjustu kveðjur.
Megi Guð og allir góðir vættir
styrkja ykkur.
Helena Guttormsdóttir.
✝ Þórdís KristínGuðmunds-
dóttir fæddist í
Vogum á Vatns-
leysuströnd 13.
febrúar 1945. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
29. janúar 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Skarphéð-
inn Kristjánsson, f.
26. júlí 1914, d. 30. júlí 1983,
og Ólafía Guðmundsdóttir, f.
29. ágúst 1921, d. 11. desember
2011. Systkini hennar eru: 1)
Inga Karólína, f. 17. ágúst
1943, maki Bjarni Guðmunds-
son, f. 15. maí 1942. Börn
þeirra eru: a) Heimir, f. 7. júní
1960, maki Ingibjörg Halla
Hjartardóttir, dætur þeirra
eru Hildur og Halla. b) Dagný,
f. 27. mars 1965, dóttir hennar
er Dagrún. c) Hafdís, f. 17.
víkur árið 1958. Eftir grunn-
skóla fór hún í Verslunarskól-
ann og lauk verslunarprófi
árið 1964. Á sumrin vann hún
með námi hjá Skógræktar-
félagi Reykjavíkur og eitt sum-
ar á Englandi. Að því námi
loknu vann hún á endurskoð-
unarskrifstofu hjá Bjarna
Bjarnasyni þangað til hún fór í
Háskóla Íslands 1974 og varð
löggiltur endurskoðandi árið
1978. Frá þeim tíma hefur hún
rekið eigin endurskoðunar-
skrifstofu, Skil, ásamt meðeig-
anda sínum til margra ára,
Birgi Ólafssyni, lengst af í
Borgartúni. Árið 1984 gerðist
hún meðlimur í alþjóðlegum
félagssamtökum sem kallast
Business and Professional Wo-
men, BPW. Hún var gjaldkeri
félagsins á Íslandi til ársins
1988 og var kosin gjaldkeri
Evrópusamtaka félagsins
1992-1997. Árið 1998 var hún
kosin gjaldkeri alþjóða-
samtaka félagsins og gegndi
því starfi tvö tímabil til ársins
2006.
Útför Þórdísar Kristínar fer
fram frá Fella- og Hólakirkju í
dag, 6. febrúar 2015, kl. 13.
ágúst 1977, maki
Páll Hermannsson,
sonur þeirra er
Bjarni og sonur
Páls úr fyrri sam-
búð er Guðni Kol-
beinn. 2) Pálmar,
f. 10. ágúst 1946,
maki Erla Rann-
veig Gunnlaugs-
dóttir, f. 9. ágúst
1949. Börn þeirra
eru: a) Ólafía, f.
27. ágúst 1966, maki Stamatis
Fousekis, dætur þeirra eru
María Rannveig og Anna. b)
Anna Dagrún, f. 13. desember
1968, maki Jónas Þór Þor-
valdsson, börn þeirra eru Þór
Jarl, Ægir Jarl og Saga Rún.
c) Guðmundur, f. 21. janúar.
1976, maki Talya J. Freeman,
dætur þeirra eru Ólafía Crace
og Evie Rós.
Þórdís flutti með foreldrum
sínum og systkinum til Reykja-
Nú þegar við kveðjum Dídí
frænku hrannast upp minningar
og þakklæti fyrir öll hlýju orðin
og stuðninginn sem hún sýndi
okkur systkinum alla tíð. Dídí var
ógift og barnlaus, þannig að hún
átti stóran hlut í okkur systkina-
börnum. Hún fylgdist alltaf vel
með lífi okkar og fram á síðustu
daga vildi hún fá að vita hvort
það gengi ekki allt vel hjá okkur.
Þær eru sérstaklega dýrmæt-
ar minningarnar sem við eigum
frá Guðrúnarstöðum í Laugar-
dalnum. En þar byggðu foreldrar
okkar, Dídí, og afi og amma sér
sumarbústað. Dídí var flotta ríka
frænkan sem kom alltaf með Co-
coa puffs, snakk og gos í sveitina.
Við kölluðum hana stundum
Soffíu frænku og vorum þá að
vísa í Kardemömmubæinn því
hún vildi stjórna og var ansi góð í
því. Hún hafði gaman af upp-
byggingunni á Guðrúnarstöðum,
það var mikið gróðursett og hún
hafði mikið yndi af að fylgjast
með trjánum vaxa og dafna.
Alltaf var hún Dídí frænka
tilbúin að rétta hjálparhönd, hún
sá alla tíð um að gera skatta-
skýrslur fyrir okkur og tók aldrei
í mál að fá borgun fyrir, að ekki
sé minnst á allar höfðinglegu
gjafirnar sem bárust frá henni. Á
seinni árum kallaði hún á okkur
systkinabörnin og bauð okkur í
mat í Grasagarðinum þar sem við
áttum góða stund saman. Þetta
var orðinn fastur liður í tilver-
unni að hittast í Grasagarðinum.
Enda vanaföst hún Dídí frænka,
allt varð að vera samkvæmt venj-
um og siðum.
Hún var vel menntuð kona,
sjálfstæð og ferðaðist víða um
heiminn. Þegar við systkinin vor-
um lítil fannst okkur líf hennar
mjög spennandi, að vera ógift,
eiga svona mikinn pening og geta
ferðast um allan heim. Við ætl-
uðum að feta í fótspor hennar.
Dídí gekk í samtökin BPW,
Business and Professional Wo-
men, árið 1992. Var hún kosin
gjaldkeri Evrópusamtakanna og
var gjaldkeri þeirra til ársins
1997. Markmið þessara samtaka
var meðal annars að stuðla að
efnahagslegu jafnrétti kvenna.
Þá var hún beðin að gefa kost á
sér sem alþjóðagjaldkeri, hún
hlaut þá kosningu, það var í
fyrsta sinn sem Íslendingur
gegndi þeirri stöðu. Á alþjóða-
fundi í Stokkhólmi árið 2006 fékk
hún heiðursskjal fyrir vel unnin
störf.
Á þessum ferðalögum hennar
var það fastur liður að koma í
nokkra daga til Grikklands og
heimsækja Lóu sem er búsett
þar. Henni fannst gott að vera í
hitanum og slaka á. Þessar ár-
legu heimsóknir voru þeim báð-
um dýrmætar.
Við þökkum samfylgdina, þú
áttir stóran part í okkur systk-
inunum og börnum okkar, þín
verður sárt saknað.
Lóa, Anna Dagrún
og Guðmundur.
Þórdís Kristín Guðmundsdótt-
ir, eða Dídí frænka, er látin langt
um aldur fram. Við systkinin og
fjölskyldur okkar minnumst
hennar í kærleik og af þakklæti.
Dídí var sannarlega frænka
allra í stórfjölskyldunni, ósérhlíf-
in, lagði sitt af mörkum, hvort
sem í hlut áttu smáir eða stórir,
ungir eða aldnir. Við skynjuðum
þó að hún tilheyrði stærra mengi
og á vissan hátt var hún á undan
sinni samtíð hvað val á starfi og
lífsgildum varðar. Hún var skörp
og góðum gáfum gædd, valdi sér
nákvæmnis- og ábyrgðarstarf
þegar hún menntaði sig til að
vera endurskoðandi og steig stór
skref sem femínisti og jafnrétt-
issinni. Hún var kjörin aðalgjald-
keri félagsins Business and Pro-
fessional Women International
og var virkur þátttakandi í Fé-
lagi kvenna í atvinnurekstri.
Þegar við lítum til baka finnst
okkur ekki skrýtið að svona hafi
hún verið vegna þess að hún var
sem ung stúlka framúrskarandi
vel gefin, virk og handtakagóð.
Svo rösk var hún að enn hefur
ekki verið slegið met sem hún
átti á sínum æskuárum í dreif-
setningu skógarplantna hjá
Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
Árleg heimsókn Dídíar til að
gera skattaskýrslu, sem fæstir
telja sérstakt skemmtiefni, var
okkur systkinunum tilhlökkunar-
efni. Þá var hátíð í bæ, mamma
eldaði helgarmat í miðri viku og
við nutum samveru með frænku
okkar. Við krakkarnir dáðumst
að þessari kláru frænku okkar og
horfðum bergnumin á hana,
græna tússpennann og reiknivél
með strimli. Þegar við eltumst og
þurftum sjálf að taka þátt kynnt-
umst við því að Dídí var mjög
kröfuhörð og skipulögð. Hún
kenndi okkur að raða skjölum í
möppur og hafa allt tilbúið.
Kvenpeningurinn tók ábending-
ar Dídíar alvarlega, en okkur
stelpunum þótti gott að skella
skuldinni á gleymsku karlpen-
ingsins ef eitthvað vantaði.
Dídí hafði vakandi áhuga með
velferð okkar og þannig var því
vafalaust háttað gagnvart mjög
mörgum því hún átti trúnað og
traust fólks og þeir voru margir
sem hún hjálpaði.
Sem börn og unglingar horfð-
um við alltaf á Dídí sem klett sem
alltaf væri til staðar og ekkert
haggaði. En þannig er nú lífið
samt ekki og brimið sverfur
klettinn. Við gerum okkur fulla
grein fyrir því að þrátt fyrir
gjörvileika er ekki þar með sagt
að alltaf greiðist úr tilfinninga-
og félagsþörf svo sem best verð-
ur á kosið. Okkur finnst að Dídí
frænka hafi líka verið stelpa sem
hefði svo gjarnan mátt leika sér
meira og leyfa sér að tína stund-
um fallegustu blómin í vönd fyrir
sjálfa sig, en vera ekki einatt
upptekin af því að gefa þau öðr-
um.
Ógleymanleg er sú stund þeg-
ar hún hélt upp á 60 ára afmælið
sitt. Þar komu saman stórfjöl-
skyldan og hennar skemmtilegu
kúnstugu, virðulegu og lífsglöðu
vinir, ótrúlega margbreytilegur
og litríkur hópur þar sem hún
var miðdepill allrar gleðinnar
eins og prinsessa í ævintýrum.
Þannig ætlum við að geyma
minninguna um Dídí frænku sem
ættrækin stóð alltaf sína plikt á
meðan heilsa leyfði en sem hafði
líka allt til að bera sem sannri
heimskonu sæmir. Guð blessi
minningu Þórdísar K. Guð-
mundsdóttur.
Bergljót (Bella),
Vilhjálmur (Villi),
Ingunn Björk og
fjölskyldur.
Kæra Dídí. Okkur finnst svo
stutt síðan Dagný hélt ræðu í
sextugsafmælinu þínu og líkti
þér við Soffíu frænku úr Karde-
mommubænum. Það var kannski
ekki fallega gert en ræningjarnir
hefðu nú líklega skilað þér á öðr-
um degi eins og henni, hefðu þeir
ekki náð að kynnast þér betur.
Dídí var nefnilega ekki bara
skörungur, eins og Soffía frænka,
sem fékk alla karlana til að hlýða
möglunarlaust. Hún var líka
höfðingi og klettur fyrir þá sem
henni voru kærir og sýndi það oft
og iðulega í verki. Okkur systk-
inabörnum hennar fannst ákveð-
inn ævintýraljómi yfir Dídí, og
við frænkurnar ætluðum allar að
verða jafn ríkar og sjálfstæðar og
hún á okkar yngri árum. Hún var
ákveðin fyrirmynd í því að konur
gætu staðið í eigin atvinnurekstri
og ferðast um allan heim, og, að
okkur fannst, gert nákvæmlega
það sem henni sýndist án þess að
hafa einhvern karl í eftirdragi.
Meðan mæður okkar suðu ýsu og
keyptu ólseigt hrefnukjöt til að
drýgja tekjurnar og eyddu helg-
unum í að naglhreinsa spýtur í
eigin nýbyggingum, sem siluðust
hægt, var Dídí í drögtum frá Eti-
enne Aigner á ferð um heiminn.
Gjafir frá Dídi voru líka alltaf
ævintýralega flottar, hún for-
dekraði okkur og splæsti á alla í
kringum sig. Ég held að öllum
hafi liðið þannig í návist hennar
að hún gæfi meira en viðkomandi
gæti endurgoldið. Hún gaf líka
ómælda endurskoðunarvinnu til
vina sinna og venslafólks og tók
aldrei í mál að fá það greitt með
einhverju móti til baka. Við
systkinabörnin nutum sennilega
góðs af því að hún var barnlaus,
en það gerði líka fátæk stúlka í
Mexíkó sem hún styrkti alla tíð.
Fyrir slíkan kvenskörung sem
Dídí var dugði ekki litla Ísland.
Hún var kjörin gjaldkeri hjá al-
þjóðasamtökunum BPW (Bus-
iness and Professional Women)
árið 1999, en því starfi sinnti hún
í mörg ár og ferðaðist og starfaði
með konum um allan heim. Fyrir
það starf var hún heiðruð árið
2006.
Eins mikill klettur og Dídí var
öðrum átti það ekki eins vel við
hana að þiggja hjálp annarra.
Hún fór leynt með sínar tilfinn-
ingar og hleypti fólki ekki svo
glatt inn í einkalíf sitt. Síst af öllu
kærði hún sig um að fólk væri að
hafa áhyggjur af heilsufari henn-
ar. Stuttu fyrir andlát hennar
kom niðurstaða rannsókna síð-
asta árs að hún væri með Alz-
heimer auk annarra alvarlegra
sjúkdóma. Það skýrir auðvitað
margt í breyttri hegðun sem eng-
inn skildi. Hún lést á lungnadeild
Fossvogsspítala í faðmi systkina
sinna og tengdafólks.
Kæra Dídí. Við hefðum gjarn-
an viljað halda upp á 70 ára af-
mælið með þér núna í febrúar, en
þú varst á hraðferð í þessu lífi.
Þú ert nú eflaust tekin til
óspilltra málanna að rétta hlut
kvenna og að segja körlunum að-
eins til syndanna í framhaldslíf-
inu. Í huga okkar systra verður
þú alltaf sjálfstæð og höfðingleg
ævintýrakona sem fórst þínar
eigin leiðir.
Dagný og Hafdís,
Ingu- og Bjarnadætur.
Þórdísi, eða Dídí eins og hún
var kölluð, kynntist ég þegar hún
kom í kvennaferð til Parísar með
okkur Eddu Björgvins fyrir
meira en 30 árum. Hún sagði
gjarnan sjálf að hún væri ennþá
farþegi í þeirri ferð. Það má með
sanni segja, því eftir það urðum
við samferða í gegnum mörg
komandi ár. Við urðum fljótt
nánar og miklar vinkonur. Dídí
var ekki sú manngerð sem var að
trana sér fram, en það gerði ekk-
ert til, mér var það mjög ljúft að
bjóða fram starfskrafta vinkonu
minnar, enda vissi ég hvaða
dugnarfork hún hafði að geyma.
Helst ber þar að nefna hluta-
félagið Hlaðvarpann, þegar kon-
ur réðust í að kaupa þrjár hús-
eignir í miðborg Reykjavíkur.
Dídí var kjörin endurskoðandi
þess á stofnfundinum. Það veitti
ekki af að hafa kjarnakonuna
Dídí þarna um borð, því þetta átti
eftir að verða erfiður róður. Það
voru ekki margir sem höfðu trú á
þessu fyrirtæki, en tveimur ára-
tugum seinna var Dídí enn við
völd og húsin seld með tugmillj-
óna króna hagnaði, sem búið er
að veita konum til listrænna
verkefna. Við að koma þessum
húsamálum í höfn var margt
brallað, málað, þrifið, smíðað,
fundað og hlegið. Einn dag í des-
ember vorum við Dídí í portinu
fyrir framan húsið, hún uppi í
stiga með hamar og ég hélt við
stigann. Við vorum að hengja
upp rauðar jólaperur utan á hús-
gaflinn. Þá segi ég við Dídí: „Það
er nú munur hvað þú færð að
gera margt hér hjá Hlaðvarpan-
um, í öðrum fyrirtækjum færðu
bara að vinna í pappírum, hér
færðu að gera svo miklu meira.“
Já hún fékk að gera margt og
gerði. Það var ekki lítill fengur
fyrir mig að hafa hana sem mína
hægri og stundum vinstri hönd
árin sem ég rak Blómálfinn. Við
Steinar gátum stillt klukkuna
eftir Dídí, hún kom alltaf á sama
tíma í hádeginu á laugardögum
með eitthvað í gogginn handa
okkur. Einn dag á ári var Dídí
kassadama og það var á Þorláks-
messu. Stóra stundin var að
skella í lás á slaginu 23 og slá út
kassann. Við vorum saman í
BPW, alþjóðlegum samtökum
kvenna í viðskiptum, og þar var
nú heldur betur þörf fyrir Þór-
dísi. Hún varð gjaldkeri samtak-
anna, einnig í Evrópu og síðar al-
þjóðadeildarinnar. Hún átti
heldur betur skilið heiðursskjalið
frá þeim. Dídí var vinnusöm og
leið best við skrifborðið með
möppu- og pappírsstaflana í
kringum sig. Hún sinnti öllu svo
vel sem hún tók að sér og allt
stóð eins og stafur á bók. Saman
unnum við hjá Kaþólsku kirkj-
unni á Íslandi og eins og í svo
mörgu öðru sinntum við þeim
verkefnum í áratugi. Dídí var
kona áratuga.
Að ferðalokum vil ég þakka
þér, mín kæra vinkona, fyrir vin-
áttuna, tryggðina, kærleikann og
umhyggjuna sem þú hefur sýnt
mér og mínum gegnum öll árin.
Fjölskyldu þinni sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu þína.
Helga Thorberg.
Við kynntumst Þórdísi, eða
Dídí eins og hún var alltaf kölluð,
í góðum félagsskap, klúbbnum
okkar BPW á Íslandi, Business
and Professional Women, alþjóð-
legur kvennaklúbbur stofnaður í
Bandaríkjunum 1919. Innan
klúbbsins naut Dídí sín vel, jafnt
erlendis sem hér heima. Gegndi
hún fjölmörgum trúnaðarstörf-
um fyrir samtökin bæði hér
heima og á erlendri grund; sat í
stjórnum Evrópusamtakanna
sem og í stjórn alþjóðasamtak-
anna ásamt þeim íslensku.
Dídí var alltaf reiðubúin að
vinna fyrir klúbbinn ef kallað var
eftir aðstoð og starfaði hún á
mörgum ráðstefnum erlendis,
margsinnis var hún tímavörður
og kom þar nákvæmni hennar
skýrt fram.
Er hún starfaði sem alþjóða-
gjaldkeri BPW-samtakanna
kynntist hún fjölmörgum konum
sem eru leiðtogar og sinna
ábyrgðarmiklum störfum víða
um heim.
Hún sótti fjölmargar ráðstefn-
ur og vegna vinsælda sinna fékk
hún mörg heimboð frá erlendum
félagskonum og ferðaðist hún til
ótal landa og heimsótti þær.
Við vorum átta konur frá Ís-
landi sem sóttum alþjóðaráð-
stefnu í Mexíkó 2008 og eins og á
öðrum ráðstefnum vann Dídí alla
ráðstefnuna. En eftir að ráð-
stefnunni lauk ferðuðumst við í
hópnum saman í nokkra daga og
nutum lífsins í frábærum skoð-
unarferðum.
Á síðustu Evrópuráðstefnu
sem við sóttum á Ítalíu haustið
2012 naut Dídí þess eftir ráð-
stefnudaginn að dvelja sem mest
á glæsilegum svölum hótelsins og
fá okkur í heimsókn til sín þang-
að. En þá fannst okkur að hún
hefði ekki orku til að fara í ferðir
með okkur eins og hún hafði gert
áður. Hún vildi ekki taka undir
að nokkuð amaði að henni ef við
spurðum um það, það var ekki
hennar háttur að kvarta.
Við nutum félagsskapar henn-
ar og dugnaðar og erum þakk-
látar fyrir að hafa kynnst henni.
Okkur þótti mjög vænt um létta
og notalega kími hennar sem
kom okkur skemmtilega á óvart
við ýmsar aðstæður.
Dídí hlaut mörg verðlaun og
viðurkenningar fyrir störf sín
fyrir BPW-klúbbinn og bar þar
aldrei skugga á. Hennar verður
saknað bæði hérlendis og erlend-
is og vottum við aðstandendum
hennar okkar dýpstu samúð.
Sigurveig Friðgeirsdóttir
og Rósa Óskarsdóttir.
Þórdís K.
Guðmundsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Dídí, elsku frænka mín
og vinkona. Takk fyrir allt.
Þín
Karólína Árnadóttir (Kalla).