Morgunblaðið - 07.02.2015, Síða 34

Morgunblaðið - 07.02.2015, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2015 ✝ Hannes PéturBaldvinsson fæddist á Siglu- firði 10. apríl 1931. Hann lést 25. janúar 2015. Hann var sonur Baldvins Þor- steinssonar og Oddnýjar Þóru Þorsteinsdóttur. Tvíburasystir Hannesar er Kristín Björg Baldvinsdóttir og eldri systir Svava Þórdís Baldvinsdóttir. Með fyrri konu sinni átti Baldvin tíu börn. Hannes kvæntist hinn 10. apríl 1955 Halldóru Jóns- dóttur frá Siglufirði, f. 1933. Þau eignuðust þrjá syni: Jón Baldvin, f. 1953, maki Margrét I. Ríkarðsdóttir; Björn Júlíus, f. 1954; maki Sigþrúður Ólafs- dóttir, og Helga Kristin, f. 1965, maki Hulda Þyrí Þráins- dóttir. Fyrir átti Hannes Rögnu, f. 1951, maki Kristján Elís Bjarnason, með Gunn- laugu Steinunni Sigurjóns- vinstrimaður og var í öðru sæti á eftir Ragnari Arnalds fyrir Alþýðubandalagið um tíma og settist þrisvar á Al- þingi sem varamaður. Hannes sat í bæjarstjórn Siglufjarðar í 20 ár og gegndi ýmsum nefnd- arstörfum. Hann sat í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins í tvo áratugi. Hannes var öflugur í marg- víslegu félagsstarfi. Hann var söngelskur og var lengi í karlakórnum Vísi og síðar í Karlakór Siglufjarðar, í nokk- ur ár virkur í leikfélaginu, var formaður Stangveiðifélags Siglufjarðar í um 20 ár, sat í stjórn Skógræktarfélags Siglufjarðar, var lengi í stjórn Síldarminjasafnsins og var virkur félagi í Kiwanisklúbbn- um Skildi. Í starfi með ör- nefnafélaginu Snóki átti hann stærstan þátt í að vinna eftir- tektarverða heimasíðu, snok- ur.is, sem sýnir örnefni frá Hvanndölum til Úlfsdala á myndrænan hátt. Hannes var afbragðsgóður áhuga- ljósmyndari og liggur eftir hann talsvert safn mynda af fólki, umhverfi og atvinnulífi í Siglufirði. Útför Hannesar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag, 7. febrúar 2015, kl. 14. dóttur. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn, makar og stjúp- börn eru orðin um sextíu. Hannes vann margvísleg störf um ævina. Sem unglingur sinnti hann ýmsum létt- ari störfum. Ung- ur vann hann verka- mannastörf, var sjómaður í nokkur ár og vann síðan við netagerð. Hann tók próf til að verða síldarmatsmaður og vann sem slíkur þar til síldin hvarf. Eftir það vann hann hjá Sigló síld, tók síðan við sem framkvæmdastjóri saumastof- unnar Salínu og var loks aðal- bókari hjá Sýslumanninum á Siglufirði þar sem hann end- aði starfsferilinn. Hannes hafði alla tíð mikinn áhuga á pólitík, bæði lands- málum og sveitarstjórn- armálum. Hann var mikill Ungur drengur sem á aldrað- an, heilsulítinn sjómann við verkamannastörf að föður, móður sem reynir að framfleyta fjöl- skyldunni með því að selja vinnu sína og baka flatbrauð til að selja fyrir aukapening. Skarpgreindur drengur sem lýkur gagnfræða- prófi með glans en neyðist til að hætta námi því brauðstritið kall- ar. Ungur maður sem sinnir verkamannastörfum, sjó- mennsku og netagerð, sér að samfélagið gæti verið mun betra. Vill forgangsröðun eins og í stór- fjölskyldu þar sem hugað er að grunnþörfum allra, einnig aldr- aðra, fatlaðra, veikra. Ungur, fróðleiksfús maður með sterka réttlætiskennd og laserhugsun sem greinir aðstæður á auga- bragði, vill að allir fái að njóta sín og geti eignast gott og innihalds- ríkt líf. Ungur maður horfir yfir sviðið, vill bæta samfélagið, verð- ur harður vinstrimaður, sósíalisti. Þrátt fyrir heiftugan andbyr, úti- lokun frá störfum, jafnvel svívirð- ingar sumra samferðamana trúir hann að samkennd og stuðningur við lítilmagnann sé þess virði að berjast fyrir. Telur skyldu sína að hugsa um hagsmuni heildarinnar. Skiptir sér af, trúnaðarmaður á vinnustað og í pólitísku vafstri í frístundum. Trúir því að eigin- hagsmunahyggja geti vikið fyrir réttlæti, samlíðan, samstöðu og jafnari dreifingu auðs. Þetta var faðir minn, Hannes Pétur Bald- vinsson. Sá sem er beðinn að hugsa til einstaklinga sem hann ber mikla virðingu fyrir mun uppgötva að hann virðir mest þá sem tekst vel að tileinka sér dygðir og forðast lesti. Þetta er eins í öllum sam- félögum, öllum trúarbrögðum, sama hver húðliturinn er. Að til- einka sér dyggðir er í grunninn að láta sér annt um aðra, hjálpa öll- um að líða vel, þroskast og ná ár- angri í lífi sínu. Mörgum tekst þetta einungis fyrir sína nánustu, færri tekst að sýna samkennd fyrir heilt samfélag, sveitarfélag eða þjóð. Horfi maður yfir íslenskt sam- félag sést að fjölmargir einstak- lingar vinna frábært starf í ann- arra þágu, sýna samkennd og gefa af sér. En svo eru líka hinir sem hugsa fyrst og síðast um eig- in hag, þeir eru of margir. Föður mínum fannst að fleiri þyrftu að sýna samfélagslega ábyrgð, hugsa um samfélagið eins og stór- fjölskyldu. Hann trúði að hægt væri að tryggja öllum menntun, heilbrigðisþjónustu og öryggi án þess að það bitnaði til dæmis á tækifærum einstaklinga til að byggja upp og reka fyrirtæki. Frelsi til athafna og góð sameig- inleg grunnþjónusta var ekki mótsögn í hans huga. Fátt þótti honum verra en hroki og yfir- gangur nema þá helst græðgi og misferli. Hann dæmdi einstak- linga eftir gerðum þeirra, ekki orðum eða stjórnmálaskoðunum. Faðir minn reyndi að gera sitt besta til að hafa samræmi í eigin orðum og athöfnum. Enginn mað- ur er gallalaus og það var hann ekki heldur. En minning mín er lituð af þakklæti og aðdáun á hans sterku réttsýni, kærleika, samkennd, rausnarskap, metnaði og seiglu. Ég er þakklátur og stoltur yfir að hafa átt slíkan föður og sakna hans mikið. Jón Baldvin Hannesson. Látinn er í Siglufirði tengda- faðir minn, Hannes Pétur Bald- vinsson. Kynni okkar Hannesar hófust þegar við Jón Baldvin, elsti sonur hans, ákváðum að rugla saman reytum okkar, fyrir rúmlega 20 árum. Hannes var einstaklega skemmtilegur maður og hreif fólk auðveldlega með sér. Hann kunni ógrynni af sögum og sagði afar skemmtilega frá. Hann hefur sagt mér margar skemmtisögur af fólki og málefnum og gerði það svo vel að mér finnst ég bæði þekkja fólkið og staðhætti. Hannes var mikill ræðumaður. Þeir sem voru í afmælisveislu okkar Jóns Baldvins í júlí 2013 munu seint gleyma ræðu hans um tilurð Jóns. Hannes var mikill gleðinnar maður. Hann naut þess að vera í hópi með skemmtilegu fólki og var þar hrókur alls fagnaðar. Hann naut þess að syngja og hafði afar fallega rödd. Hannes kunni reiðinnar býsn af lögum og textum. Hann söng í Karlakórn- um Vísi og seinna í Karlakór Siglufjarðar. Hannes var mikill fjölskyldu- maður og var afar stoltur af stór- fjölskyldunni sinni. Honum þótti mjög vænt um alla sína afkom- endur og þá sem þeim fylgdu. Hann var óspar á faðmlög og var alltumlykjandi. Litlu börnunum þótti gott að kúra í afafangi og þegar þau stækkuðu var svo gott að fá fastan koss á vanga. Hannes var mjög vinstrisinn- aður og fór aldrei í grafgötur með það. Hann var mikill réttlætis- sinni. Hann var ekki sáttur þegar fólk var misrétti beitt og líkaði ekki þegar orð fólks og athafnir fóru ekki saman. Hann mat fólk frekar af gjörðum þess en orðum. Hann vann víða á sinni löngu starfsævi. Hann var sjómaður, síldarmatsmaður, netagerðar- maður og bókari svo eitthvað sé nefnt. Hann var félagslyndur og var félagi í Kiwanisklúbbnum Skildi frá því fljótlega eftir stofnun klúbbsins og til dauðadags. Hann var líka félagi og formaður til margra ára í Stangveiðifélagi Siglufjarðar. Árið 1996 var hann gerður að heiðursfélaga Stang- veiðifélagsins fyrir frábær störf í þágu félagsins. Fyrir fjórum árum tæpum fékk Hannes áfall. Eftir það var ekkert alveg eins og áður. Lífs- gleðin var þó til staðar. Á síðustu vikum síðasta árs og fyrstu vikum þessa árs þvarr krafturinn hratt. Hannes lést á Sjúkrahúsinu í Siglufirði sunnudagsmorguninn 25. janúar. Fallinn er einstaklega góður maður og skemmtilegur. Einhversstaðar einhverntíma mun slóðin mín þangað liggja hugurinn strjúka hæðirnar, opna steinana, telja stráin og staðnæmast undir regnboganum (Þórdís Jónsdóttir) Elsku Hadda. Saman áttuð þið Hannes farsælt, gott og skemmti- legt líf. Missir þinn er mikill. Megi almættið umvefja þig og styrkja á erfiðum tímum. Dýrmætar minninar um þig, elsku Hannes, geymi ég í hjarta mínu. Hafðu þökk fyrir dásamleg kynni og þakka þér enn og aftur fyrir að hafa búið hann Nonna Badda til. Þín tengdadóttir, Margrét I. Ríkarðsdóttir. Í dag kveðjum við mikinn meistara, hann Hannes afa minn. Ótrúlegt þar sem það er svo stutt síðan við töluðum saman á Skype, afi bara nokkuð hress í áramótaveislu á Fossveginum hjá mömmu og pabba og við Fanný heima í Svíþjóð. Það var alltaf gaman að koma í Hafnartúnið til ömmu og afa. Þar ræður kærleikurinn ríkjum. Inni- legra faðmlag var vandfundið og alltaf var maður svo miklu meira en velkominn til þeirra Höddu ömmu. Afi var eins og alfræðiorðabók, hann vissi allt fannst mér. Maður heyrði afa aldrei tala illa um einn né neinn. Allir sem þekktu afa bera hon- um vel söguna, maður fann það bara þegar maður var að þvælast með honum hvað hann var vel lið- inn alls staðar og allir náttúrlega þekktu hann á Siglufirði. Mikill veislumaður var hann og skemmti sér best með vinum sín- um og fjölskyldu. Hann var með skemmtilegri ræðumönnum sem ég hef kynnst og hann gat komið með heilu ræð- urnar óundirbúinn og fór létt með það. Hannes afi var líklega tækni- væddasti afi í heimi, ótrúlega duglegur að tileinka sér nýja tækni alveg frá því að hann var með svarthvítu apple-tölvuna, upp í nýjustu stýrikerfin, alltaf náði hann að aðlagast þessum öru tæknibreytingum þótt það tæki kannski meiri tíma á seinni árum. Það var aðdáunarvert þegar hann hætti að vinna hvað hann hafði mikið fyrir stafni. Það var eiginlega brjálað að gera hjá hon- um í áhugamálunum hvort sem það var vinnan í ljósmyndunum hans eða örnefnavinnan með Ör- lygi og Páli Helga svo tvö dæmi séu tekin. Á tímabili þegar hann var orð- inn áttræður hætti hann til dæm- is á Facebook því hann hafði ein- faldlega ekki tíma fyrir það! Ef maður horfir til baka getur maður ekki verið annað en þakk- látur fyrir það frábæra líf sem hann átti með Höddu ömmu sér við hlið. Ótrúlega mikið sem hann af- rekaði á sínum 83 árum. Það er engin tilviljun að hann skyldi vera heiðursfélagi í Stang- veiðifélaginu og Kiwanis því alltaf lagði hann sitt af mörkum og rúmlega það. Hvíl í friði, elsku afi minn, þín verður sárt saknað. Við pössum vel upp á Höddu ömmu. Bjarni Kristjánsson. Það eru margar góðar minn- ingar sem koma upp í hugann þegar ég lít til baka og hugsa til þín, elsku afi minn. Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma í heim- sókn til ykkar ömmu. Innilegar móttökur með hlýju faðmlagi og stórum kossi, alveg eins og ömm- ur og afar eiga að vera. Minning- arnar frá heimsóknum til ykkar sem barn eru ótalmargar og ánægjulegar. Ein fyrsta minningin um þig er þegar ég sat lítil stelpa í fanginu þínu og hlustaði hugfangin á þig segja mér sögur. Þú varst góður sögumaður, hvort sem þú sagðir börnum ævintýri eða sagðir sög- ur af sjálfum þér og lífinu á Siglu- firði í góðra vina hópi. Þú sagðir svo skemmtilega frá, enda hnytt- inn og mikill húmoristi. Mér er líka minnisstætt þegar ég var 10 ára og kom til að keppa á skíðum á Siglufirði. Að mótinu loknu færðir þú mér nælu með flugu sem þú hafðir hnýtt og við- urkenningarskjal sem þú hafðir sjálfur útbúið í nýju tölvunni þinni. Á þeim tíma voru tölvur og prentarar sjaldgæfir inni á heim- ilum og ég man hvað ég var ánægð og hvað mér fannst þú klár að geta búið svona til, með fallegri mynd af stelpu á skíðum og nafn- inu mínu. Þetta bætti það heldur betur upp að hafa ekki nælt í verðlaun á skíðamótinu. Næluna á ég enn og mun varðveita vel. Nú síðari árin hafa börnin mín svo fengið að njóta samveru- stunda með ykkur og alltaf mikil gleði hjá þeim þegar á að fara í heimsókn á Siglufjörð. Það er ekki annað hægt en að láta sér líða vel í Hafnartúninu þar sem maður er umvafinn ást og kær- leika. Mér hefur alltaf fundist ég heppin að eiga ykkur að. Það var ómetanlegt að fá að eyða með þér síðasta deginum þínum. Yndisleg samverustund með ykkur ömmu sem ég er svo þakklát fyrir. Ekki datt mér í hug þegar ég kvaddi þig að þetta yrði síðasti kveðjukossinn og afaknús- ið sem var alltaf svo gott að fá. Minninguna um þig mun ég geyma í hug og hjarta um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín Halldóra G. Jónsdóttir. Hannes Baldvinsson var eigin- maður Halldóru móðursystur okkar og að auki nokkuð skyldur okkur í föðurætt. Þau voru yngri en foreldrar okkar þegar þau hófu sambúð en eignuðust börnin á svipuðum tíma og foreldrar okkar svo að okkur krökkunum varð til vina. Við systur vorum í nokkur skipti hjá þeim hjónum á Siglufirði á sumrin, þau komu líka suður til Reykjavíkur með synina og var þá oft glatt á hjalla, bæði hjá eldri og yngri kynslóðinni. Svo hagaði til að Hannes var lengi í Síldarútvegsnefnd og sótti þá gjarnan fundi í Reykjavík. Hann var pólitískur maður og um skeið varamaður á þingi. Í Reykjavík- urferðum þessu tengdum bjó hann gjarnan á heimili foreldra okkar og því urðu samskiptin tíð- ari og meiri en ella hefði orðið. Hannes var maður margra áhugamála. Ber þar fyrst að nefna áhugaljósmyndun, sem greip hann snemma og átti hann stórt safn ljósmynda frá Siglu- firði, tengdra eða ótengdra sjáv- arútvegi og mannlífi á staðnum. Hann var vel gefinn og afar fróð- ur um allt Siglufjarðarsvæðið, rit- aði meðal annars sögu þess. Sil- ungs- og sjóstangaveiðar voru annað áhugamál og á fyrri árum bjó Hannes sjálfur til flugurnar sem hann notaði við veiðarnar. Hann var róttækur alla ævi og gaf um skeið út ritið Mjölni á Siglufirði. Hannes var vel lesinn, mælsk- ur og áhugasamur um framþróun hvort heldur á Siglufirði, Íslandi eða hnattrænt. Hann var oft feng- inn til leiðsagnar í nágrenni Siglu- fjarðar. Eitt sinn í leiðsögn hóf hann upp raust sína og sagði að þegar þau Halldóra Jónsdóttir rugluðu saman reytum hefði sú ákvörðun verið tekin að allar stórar ákvarð- anir í hjónabandinu kæmu í hans hlut en smærri ákvarðanir yrðu hennar. Síðan er liðið á sjötta tug ára og að sögn hans hafði aldrei reynt á stóra ákvörðun í hjónabandinu! Hannes og Halldóra voru góð heim að sækja. Þau tóku höfðing- lega á móti ferðalöngum og alltaf skapaðist hin besta skemmtun við fjörugar umræður í eldhúskrókn- um eða stofunni. Andlát Hannesar ber að innan við þrem vikum eftir að Þorsteinn föðurbróðir okkar systra deyr en hann giftist Öldu systur mömmu og Halldóru. Þeir Þorsteinn og Hannes voru miklir mátar og samfylgdarmenn í gegnum lífið. Þær systur sjá á eftir eiginmönnum sínum á sama tíma. Hugur okkar er hjá þeim um leið og við þökkum Hannesi samfylgdina. Guðný, Sigurlaug og Anna Dís Sveinbjarnardætur og fjölskyldur. Í dag kveðjum við góðan vin og samstarfsmann okkar, Hannes Baldvinsson. Uppbygging Síldar- minjasafnsins hefur að mörgu leyti verið ævintýri líkust og margir lagt hönd á plóg. Hannes var einn af þeim. Hann sat óslitið í stjórn FÁUM, Félags áhuga- manna um minjasafn, frá árinu 2006 og var varamaður í stjórn Síldarminjasafnsins frá árinu 2010. Aðkoma hans að safninu náði þó mun lengra aftur enda hafði hann mikinn áhuga á starfi safnsins og sögunni sem það byggir á. Hannes fagnaði vel- gengni safnsins og áframhaldandi uppbyggingu þess. Sjálfur hafði Hannes lifað og hrærst í síldarævintýrinu þegar það var og hét. Hann starfaði sem síldarmatsmaður um langt skeið en hafði jafnframt reynslu af og þekkingu á öllum hliðum síldar- vinnunnar. Hannes var fróður, glöggur og afar skýr í hugsun og gátu starfsmenn safnsins ávallt leitað í viskubrunn hans – og því- líkur fjársjóður sem hann var. Að öðrum ólöstuðum var Hannes einn mikilvægasti heimildamaður safnsins og sorglegt til þess að hugsa að hans njóti ekki lengur við. Alltaf voru þau Hadda eig- inkona hans reiðubúin til þess að fræða og velta vöngum yfir ýms- um álitamálum er komu upp við athuganir á sögunni, hvort sem var á safninu sjálfu eða á heimili þeirra hjóna þar sem jafnan var boðið upp á ljúffengar veitingar. Hannes var fær ljósmyndari og hafði afar gott auga fyrir myndefninu. Hann myndaði lífið á síldarárunum af mikilli kost- gæfni og eftir liggur mikið myndasafn. Árið 2006 var hluti ljósmynda hans sýndur á Gránu- loftinu og afhenti hann Síldar- minjasafninu sýninguna til eignar í kjölfarið. Sýningin var síðar gerð að farandsýningu og sýnd á flestum sjóminjasöfnum landsins. Þar að auki blasir glæsileg land- legumynd hans við gestum Báta- hússins daglega. Ljósmyndir Hannesar munu lifa um ókomna tíð og eru þær mikill fjársjóður, líkt og framlag hans til skráning- ar safnsins á sögunni og safn- kosti. Með sorg í hjarta þökkum við Hannesi fyrir allt og allt og send- um Höddu og fjölskyldu þeirra Hannesar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minning um yndis- legan mann lifir. F.h. Síldarminjasafnsins og FÁUM, Guðmundur Skarphéð- insson, Anita Elefsen og Steinunn María Sveinsdóttir. Hannes og Hadda hafa verið svo nátengd lífi mínu alla tíð að ég sé þau nánast sem eina sál, í blíðu og stríðu. Á síðustu árum hafði Hannes átt við heilsubrest að stríða og að auki fengu þau hjón flensu, treystu sér ekki á útför Steina föður míns en sendu hon- um einstaklega fallega orðaða kveðju og þakkir sem ég leyfi mér að fara með að hluta hér: „En nú vitum við, elsku Steini okkar, að í þessa ferð sem þú ert þegar lagð- ur af stað í, getum við engan veg- inn orðið þér samferða – en eins og segir í kvæðinu: „Hittumst fyrir hinum megin.““ Það kom því sem sannkallað reiðarslag þegar Hannes lést á afmælidegi pabba, rúmum tveimur vikum síðar. Hugurinn reikar tilbaka á Sigló, þar sem ég sé fyrir mér spegilsléttan fjörðinn, blanka- logn, bryggjurnar, bátarnir, pen- ingalykt og alltaf gott veður. Já, svona var barnæskan blíð. Það var auðvelt að finna sig heima hjá stóru frændunum, þeim litla, glaðlyndu, málglöðu húsfreyjunni og stólpanum að hennar baki. Engin lognmolla á þeim bæ og um það vitna svo margar fallegar ljósmyndir sem Hannes tók af fjölskyldunni enda hafði hann einkar næmt auga fyrir ljós- myndun og við njótum góðs af nú. Hannes var Siglfirðingur í húð og hár, unni sinni heimabyggð og Hannes Pétur Baldvinsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Útfararþjónusta síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.