Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
LEIÐIN TIL HOLLUSTU
Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur
sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru
Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is.
www.skyr.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
Tveir þýskir skíðamenn fundust í Álftavatnakróki norð-
an við Mýrdalsjökul í gærkvöld. Þeir höfðu sent neyð-
arboð eftir að þeir misstu tjald sitt og búnað í aftaka-
veðri. Mennirnir voru orðnir nokkuð hraktir en annars
ekki illa á sig komnir. Um 40 björgunarsveitarmenn af
Suðurlandi tóku þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar flutti síðan mennina til byggða.
Neyðarboð bárust í gær frá SPOT-gervihnattasendi
við Urðarvötn á hálendinu inn af Eyjafirði og Skagafirði.
Þrír erlendir ferðamenn voru með sendinn, samkvæmt
upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Hjálparsveitin Dalbjörg í Eyjafirði, Súlur, björg-
unarsveitin á Akureyri og Björgunarsveitin Dalvík voru
kallaðar út. Einnig fór lið úr Skagafirði til aðstoðar en
því sóttist ferðin hægt vegna óveðurs. Á 8. tug björg-
unarsveitarmanna fór í útkallið.
Sveitirnar ferðuðust á snjóbílum og vélsleðum. Sótt
var að leitarsvæðinu úr nokkrum áttum. Ferðin gekk
hægt vegna aftakaveðurs á svæðinu. Ekkert fjarskipta-
samband er á svæðinu nema í skálanum Berglandi. Veð-
urspá gerði ráð fyrir að veðrið gengi hratt niður á svæð-
inu þegar liði á nóttina.
Björgunarsveitir sinntu útköllum víða í gær. Blakkur
á Patreksfirði aðstoðaði ferðalanga á Mikladal og við
rýmingu húsa. Tálkni á Tálknafirði aðstoðaði vegfar-
endur á Hálfdáni. Björgunarfélagið í Vestmannaeyjum
fékk tvö útköll vegna foktjóna og sveitir í Vogum og Þor-
lákshöfn sinntu einnig útköllum vegna foktjóna.
Tveir skíðamenn fundust
Morgunblaðið/Þórður
Björgunarsveitir Mörg útköll komu vegna óveðursins
auk þess sem leita þurfti ferðamanna í óbyggðum.
Brugðist við neyðarboð-
um sunnan og norðan heiða
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Veðurstofan Íslands ákvað síðdegis í
gær að framlengja hættustig á áður
rýmdum svæðum á Patreksfirði og
rýma tíu hús til viðbótar við þau þrett-
án sem rýmd voru strax eftir hádegið í
gær. Einnig var ákveðið að rýma tvö
hús á Tálknafirði. Á Patreksfirði
þurftu 63 íbúar að yfirgefa heimili sín
og átta íbúar á Tálknafirði eða alls 71
íbúi. Öllum rýmingum átti að vera lok-
ið kl. 19.00 í gærkvöld.
Margir sem þurftu að rýma hús sín
fengu inni hjá vinum og ættingjum en
rúmlega 40 manns fengu inni á Foss-
hóteli á Patreksfirði í nótt.
Veður á Vestfjörðum átti að ganga í
austan og norðaustan 18-25 m/s með
snjókomu. Spáð var norðaustan 18-28
m/s í nótt en norðlægari í dag og að
hvassast yrði vestast. Spáð var snjó-
komu og vægu frosti. Í kvöld á að
draga úr vindi og ofankomu, sam-
kvæmt veðurspánni.
Snjóflóðið 70 metra breitt
Snjóflóð féll á Patreksfirði um
klukkan 13.00 í gær. Það var um 70
metra breitt og kom niður á þekktu
snjóflóðasvæði á milli Urðargötu og
Mýra. Engan sakaði en flóðið hreif
með sér mannlausan bíl og færði hann
nokkra metra, að sögn Davíðs Rúnars
Gunnarssonar, formanns svæðis-
stjórnar björgunarsveitanna á Pat-
reksfirði. Svæðinu var lokað enda ekki
vitað hvort hætta væri á öðru flóði þar
eð ekkert sást upp í fjallið í gærdag.
Þegar skyggni batnaði í gærkvöld
fór Davíð, ásamt lögreglu og snjó-
flóðaeftirlitsmanni í vettvangsskoðun.
Þá sást að snjóflóðið hafði náð aðeins
lengra en talið var fyrr í gær. Einnig
sáust 2-3 litlar spýjur sem höfðu kom-
ið í farvegi stóra snjóflóðsins. Þá féll
snjóflóð fyrir hádegi í gær á Rakna-
dalshlíð innst í Patreksfirði, utan þétt-
býlis, fyrir hádegið í gær og náði það
a.m.k. að vegi, samkvæmt tilkynningu
á síðu Veðurstofu Íslands. Líklegt
þykir að enn fleiri flóð hafi fallið á hlíð-
inni í óveðrinu síðar í gær og niður á
þjóðveginn.
Aftakaveður var á Patreksfirði í
gærdag og nær ekkert skyggni í bæn-
um og götur þungfærar. Erla Hafliða-
dóttir, sem býr við Urðargötu nálægt
þar sem flóðið kom, sagði að það hefði
verið svo blint að þau hefðu ekki séð
þegar snjóflóðið féll eftir hádegið í
gærdag.
Magnús Ólafs Hansson verkefna-
stjóri býr við götuna Stekka og þurfti
að rýma húsið ásamt fjölskyldu sinni í
seinni rýmingunni í gærkvöld. Hann
sagði síðdegis í gær að það rétt grillti í
næsta hús í kófinu. Magnús bjó lengi í
Bolungarvík.
„Ég sagði við vin minn að það væri
svakalegt hvað mér væri farið að líða
vel á Patreksfirði. Þetta væri orðið
eins og í Bolungarvík – það sæist ekki
á milli húsa! Það er arfavitlaust veð-
ur,“ sagði Magnús í gærdag.
71 íbúi þurfti að rýma heimili sitt
Rýmd voru 23 hús á Patreksfirði og tvö hús á Tálknafirði vegna snjóflóðahættu Engan sakaði þeg-
ar snjóflóð féll á Patreksfirði í gær Arfavitlaust veður í gærdag svo varla sást á milli húsa í kófinu
Patreksfjörður Snjóflóðið sem féll eftir hádegið í gær hreif með sér bílinn á myndinni og færði hann nokkra metra.
Á Patreksfirði voru rýmd 23 hús vegna snjóflóðahættu og tvö hús á Tálknafirði einnig.
Snjóflóðahætta
» Veðurstofan lýsti í gær
hættustigi vegna snjóflóða á
Patreksfirði og á Tálknafirði.
» Einnig var lýst óvissustigi
vegna snjóflóða á sunn-
anverðum Vestfjörðum.
» Talið er að mörg snjóflóð
kunni að hafa fallið á Rakna-
dalshlíð innst í Patreksfirði í
gær. Þau gætu hafa fallið yfir
þjóðveginn.
Ökumaður flutningabíls frá Patreks-
firði sat fastur í ófærð uppi á Kleifa-
heiði frá því fyrir klukkan níu í gær-
morgun. Gerð var tilraun til að fara á
veghefli honum til aðstoðar í gærdag
en hefillinn festist áður en hann
komst að flutningabílnum. Hefil-
stjóranum tókst að losa hefilinn og
snúa aftur til byggða.
Ökumaður flutningabílsins ætlaði
að ganga að heflinum en sá hann
ekki í óveðrinu og sneri aftur í flutn-
ingabílinn. Olíumiðstöð er í flutn-
ingabílnum og ætlaði ökumaðurinn
að láta fyrirberast í honum þar til úr
rættist. Í gærkvöld leit út fyrir að
hann dveldi í bílnum í nótt. Ekki átti
að gera aðra tilraun til að aðstoða
flutningabílstjórann fyrr en veðrið
gengi niður. Þá var talið að mörg
snjóflóð hefðu fallið á veginn um
Raknadalshlíð í gærdag og þarf að
byrja á að moka hann.
Vegir voru víða ófærir á Vestfjörð-
um. Þjóðveginum undir Eyjafjöllum
var lokað um tíma og eins Suður-
landsvegi á milli Freysness í Öræf-
um og Jökulsárlóns á Breiðamerkur-
sandi.
Brottför Herjólfs frá Þorlákshöfn
seinkaði vegna veðurofsans. Sigling-
in til Vestmannaeyja tók um fimm
klukkustundir og féll seinni ferð
skipsins niður. Þá féll ferð Breiða-
fjarðarferjunnar Baldurs niður í gær
vegna ófærðarinnar fyrir vestan.
Íslandspóstur bar ekki út póst í
gær m.a. á Vatnsleysuströnd, Kjal-
arnesi og í Kjós, Þingeyri og í Vest-
mannaeyjum vegna óveðursins.
Óveðrið truflaði
víða samgöngur
Flutningabílstjóri fastur á Kleifaheiði
„Þetta er í jafnvægi núna. Ef það
hellist ekki inn í kvöld og nótt þá
verður þetta í lagi,“ sagði Guðlaug
Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmda-
stjóri flæðisviðs Landspítalans, í
gær um ástandið sem verið hefur á
bráðamóttöku spítalans. Verulegt
álag hefur verið á bráðamóttökunni
síðustu daga vegna inflúensunnar,
sem telst skæð í ár, og almennra
veikinda. „Það hafa verið færri
flensutilvik í dag en erfitt að segja til
um strax hvort flensan er í rénun,“
segir Guðlaug Rakel.
Framkvæmdastjórn Landspítal-
ans hélt fund um hádegisbil í gær
þar sem ástand bráðamóttökunnar
var rætt og teknar ákvarðanir til að
stemma stigu við álaginu. „Skurðað-
gerðum var frestað, ákveðið var að
hafa eina dagdeild opna í nótt og við
reynum að auka samstarfið við
kragasjúkrahúsin og senda fólk
þangað,“ sagði Anna Sigrún Bald-
ursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra
Landspítalans í gærdag.
Guðlaug Rakel sagði að þær að-
gerðir sem gripið var til eftir fund
framkvæmdastjórnar í gær ásamt
því að færri sjúklingar komu, hafi
stuðlað að því að jafnvægi myndaðist
á bráðamóttökunni í gærkvöldi.
„Framkvæmdastjórnin ætlaði að
hittast nú í kvöld en við sáum að ekki
var þörf á því að svo stöddu. Við hitt-
umst aftur í hádeginu á morgun
[fimmtudag] og metum stöðuna,“
sagði hún. laufey@mbl.is
Jafnvægi myndaðist loks
á bráðamóttökunni í gær
Gripið var til frekari aðgerða „Flensutilfellum fækkað“
Morgunblaðið/Golli
Álag Jafnvægi fékkst með aðgerð-
um og því að færri sjúklingar komu.