Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 57. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Sjáðu óveðrið „í beinni“ 2. Kom í heiminn í sigurkufli 3. Ólafur hefur hafið afplánun 4. Launahæsti … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kammerhópurinn Nordic Affect skrifaði á mánudaginn var undir út- gáfusamning við bandaríska fyrir- tækið Sono Luminus. Fyrirtækið mun gefa út plötu hópsins, Clockworking, í júlí og á henni verða verk sem hóp- urinn pantaði af Önnu Þorvalds- dóttur, Hafdísi Bjarnadóttur, Hildi Guðnadóttur, Maríu Huld Markan Sig- fúsdóttur og Þuríði Jónsdóttur. Um upptökur sá Georg Magnússon og hljóðblöndun Valgeir Sigurðsson. Platan dregur nafn sitt af verkinu sem María Huld samdi fyrir hópinn. Samningurinn er mikill heiður fyrir hópinn og vitnisburður um þá athygli sem starf Nordic Affect hefur vakið á alþjóðavettvangi, segir í tilkynningu um samninginn. Nordic Affect var valinn flytjandi ársins á Íslensku tón- listarverðlaununum í fyrra og fyrr í vetur var hópnum boðið að koma fram á virtum hátíðum í Danmörku, Belgíu og Hollandi. Ljósmynd/David Oldfield Nordic Affect semur við Sono Luminus  Í tilefni af 16 ára afmæli breiðskífu Sigur Rósar, Ágætis byrjun, verður hún gefin út í sérstakri lúxusútgáfu í takmörkuðu upplagi í byrjun sumars. Platan verður í boxi og með aukaefni, m.a. upptökum úr hljóðveri sem hafa ekki verið gefnar út áður, tónleika- upptökum og ljósmyndum úr einka- safni hljóm- sveitarmeðlima. Þá stendur einnig til að gefa út Von og () í sambæri- legum viðhafn- arútgáfum. Ágætis byrjun í 16 ára afmælisútgáfu Á föstudag Norðlæg átt, 8-15 m/s og él norðaustanlands, en bjartviðri syðra. Austlæg eða breytileg átt 8-13 og fer að snjóa við suðurströndina um kvöldið, en lægir og rofar til norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 13-20 m/s seint í kvöld með snjókomu eða éljum fyrir norðan. Hiti nálægt frostmarki, en vægt frost í kvöld. VEÐUR „Ég get alveg viðurkennt að ég gældi við þennan mögu- leika og því var mjög ánægjulegt að fá þessar fréttir í morgun,“ sagði Sig- mundur Már Herbertsson meðal annars við Morgun- blaðið í gær en hann hefur verið valinn til að dæma í lokakeppni EM karla í körfu- bolta, fyrstur Íslendinga. Sigmundur mun fara til Frakklands, Króatíu eða Lettlands. »1 „Gældi við þenn- an möguleika“ Petrúnella Skúladóttir var í lykilhlut- verki hjá Grindavík þegar liðið varð bikarmeistari í körfuknattleik á laug- ardag. Á sunnudag fylgdist hún svo með litlu systur sinni, Hrund, fara á kostum með 9. flokki Grindavíkur sem varð einnig bikarmeistari. Hrund var auk þess í leik- mannahópi meistara- flokksins á laugardeg- inum. »3 Systurnar heim með þrjá bikarmeistaratitla „Mín tilfinning er sú að Grótta og Val- ur mætist í úrslitaleiknum á laugar- daginn,“ segir hinn þrautreyndi þjálf- ari Fram, Stefán Arnarson, um undanúrslitaleiki Coca Cola-bikarsins í handknattleik kvenna sem fram fer í kvöld. Stefán fór með Val í úrslit 5 ár í röð. Hann segir reynsluna skipta miklu máli og þar hafi Valur og Grótta forskot á ÍBV og Hauka. »4 Hvaða lið mætast í úrslitum bikarsins? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Sigurjón Birgi Sigurðsson, sem flest- ir þekkja undir listamannsnafninu Sjón, rak í rogastans þegar hann fékk vitneskju um, að þekkt þýsk söng- kona, sem hann heldur mikið upp á, hefði leikið í franskri kvikmynd á Ís- landi árið 1970. „Ég rakst á þessa mynd þegar ég var að skrifa söguna Mánastein en þá skoðaði ég kvikmyndasöguna hér á fyrri tímum. Ég leitaði að efni þar sem erlendar kvikmyndir og kvik- myndagerðarmenn tengdust Íslandi með einhverjum hætti. Þá fann ég upplýsingar um að söngkonan Nico hefði komið hingað til landsins að taka upp þessa mynd. Ég leitaði að efni úr myndinni og sá að þetta stóðst. Þarna birtist Nico við íslenskt berg eins og huldukona. Í myndinni flytur hún magnþrungið ljóð á þýsku við Öxará. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri merkilegt. Fyrst og fremst finnst mér merkilegt að hafa aldrei heyrt um þetta,“ segir Sjón, Kvikmyndin, La cicatrice intér- ieure eða Hið innra ör, sem frumsýnd var árið 1972 var að hluta til tekin upp hér á landi árið 1970. Í myndinni sjást m.a. svartir sandar Suðurlands, Öxarárfoss og Heklueldar. Þessi „költ“ kvikmynd er eftir franska leik- stjórann Philippe Garrell. Þýska leik- og söngkonan Nico leikur aðal- hlutverkið en hún söng m.a. á plöt- unni Velvet Underground & Nico, sem er ein rómaðasta og áhrifamesta rokkplata allra tíma. Svo virðist sem ferð þessa franska kvikmyndagerðarhóps um landið hafi ekki farið hátt. Þegar Sjón spurði vini og kunningja hvort þeim hefði verið kunnugt um dvöl Nico hér árið 1970, kom hann að tómum kofunum, þrátt fyrir að þeir væru miklir aðdáendur. Myndin var sýnd á Stockfish Euro- pean Film Festival í í Bíó Paradís í gær og verður einnig sýnd á sunnu- daginn. Þegar Sjón settist í stjórn kvikmyndahátíðarinnar þótti honum tilvalið að myndin yrði sýnd í flokkn- um uppgötvun fortíðarinnar. „Það er gaman að sjá hvernig Garrell notar íslenska náttúru í tök- unum. Hann hefur þá strax komið Berrössuð í svörtum sandi  Frönsk kvik- myndagerð á Íslandi 1970 Morgunblaðið/Eggert Hátíð Sjón heldur utan um plötuumslagið Chelsea Girl með Nico sem kom út árið 1967. Jökulsárlón „Það er til dæmis gullfalleg sena tekin upp í Jökulsárlóni. Margar senur eru alveg magnaðar,“ segir Sjón um Hið innra ör. auga á helstu kvikmyndatökustaðina hér á landi. Það er til dæmis gull- falleg sena tekin upp í Jökulsárlóni. Margar senur eru alveg magnaðar.“ Sjón segist nokkuð viss um að eng- inn Íslendingur hafi verið viðstaddur tökurnar því aðalkarlleikarinn er oft- ast nakinn og leikur ýmsar kúnstir. „Ef bændur á Suðurlandi hefðu séð þetta þá hefði það efalaust spurst út,“ segir hann og brosir. Sjón segir myndina sem er klukku- tímalöng, listræna, ljóðræna og ekki síst dulræna. Söguþráðurinn er ekki mikill en segir þó frá seiðkonu (Nico) og samskiptum hennar við tvo karl- menn. „Það er skemmtilegt til þess að hugsa að goðsögn í tónlistarheim- inum hafi mátað sig hér við íslenskt landslag. Það er alltaf gaman þegar menningarheimar skarast.“ Þeir sem kannast við ferðir kvik- myndahópsins geta haft samband á press@stockfishfestival.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.