Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ellefu athugasemdir bárust Skipu-
lagsstofnun vegna beiðni Vegagerð-
arinnar að taka upp úrskurð Skipu-
lagsstofnunar um umhverfismat
vegna lagningar Vestfjarðavegar um
Teigsskóg. Umsagnir eru ýmist nei-
kvæðar eða jákvæðar.
Eigendur jarðanna Hallsteins-
ness og Grafar við Teigsskóg mót-
mæla harðlega endurupptöku um-
hverfismatsins. Þeir stóðu að
málaferlum gegn fyrri áformum
Vegagerðarinnar um lagningu vegar
þarna um, svonefnda B-leið, og
fengu umhverfismatið ógilt.
Vegagerðin leggur nýja veg-
línu, leið Þ-H, til grundvallar beiðni
sinni um endurupptöku. Telur Vega-
gerðin að umhverfisáhrif hennar
verði mun minni en leiðar B.
Fulltrúar landeigenda telja það ekki
rétt að nýja veglínan feli í sér veru-
legar breytingar frá fyrri línu og
efast um heimild til endurupptöku.
Sveitarstjórnirnar hafa ávallt
krafist láglendisvegar um svæðið.
Vegagerðin hefur ekki fundið lausn á
málinu vegna mismunandi sjón-
armiða aðila og málið verið í patt-
stöðu um árabil. Þegar lokið verður
lagningu nýs vegar um Múlasveit
verður Gufudalssveitin eini flösku-
hálsinn á leiðinni frá Vesturbyggð
til Reykjavíkur.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps
telur ljóst að verulegar breytingar
hafi orðið á forsendum mats á um-
hverfisáhrifum framkvæmdarinnar
og telur tilefni til endurupptöku.
Fjórðungssamband Vestfirðinga
styður einnig endurupptöku málsins
með vísan til mikilvægis góðra sam-
gangna og vaxtar í atvinnulífi á
sunnanverðum Vestfjörðum.
Skógrækt ríkisins getur um
það í umsókn að vegna verulegra
breytinga, tillögu um öflugri mót-
vægisaðgerðir og minni umhverfis-
áhrifa nýrrar veglínu beri að heimila
endurupptöku.
Landeigendur gegn endurupptöku
Sveitarfélögin styðja skoðun á tillögu Vegagerðarinnar að nýrri veglínu um Teigsskóg Landeig-
endur á Hallsteinsnesi og Gröf telja ekki forsendur til endurskoðunar á úrskurði Skipulagsstofnunar
Veglínur um Teigsskóg
Heimild: Vegagerðin
Leið Þ-H
Leið B
Sigurveig
Jónsdóttir og
Helga Guð-
rún Johnson,
höfundar
bókarinnar
Það er kom-
inn gestur –
saga ferða-
þjónustu á Ís-
landi, sem
Samtök
ferðaþjónustunnar hafa gefið út,
ætla að taka á móti gestum á kynn-
ingarfundi í Hannesarholti við
Grundarstíg í kvöld kl. 20. Þar ætla
þær að ræða efnistök og uppsetn-
ingu bókarinnar og segja sögur
sem á fjörur þeirra rak við ritun
bókarinnar. Í fréttatilkynningu
segir að í bókinni sé þróun ferða-
þjónustunnar skoðuð allt frá því að
fyrstu erlendu gestirnir slæddust
hingað með vorskipum fyrir nokkr-
um öldum og til þessa dags. Kynn-
ingarfundurinn er öllum opinn.
Það er kominn gest-
ur í Hannesarholti
Sími 511 8090 • www.yndisauki.is
Partýbakkinn frá Yndisauka
hentar við öll tækifæri
Partýbakkinn inniheldur 4 tegundir af spjótum,
kjúklingur satay, naut teriyaki, hörpuskel og
baconvafinn daðla, tígrisrækja með peppadew.
Bakkanum fylgja 2 tegundir af sósum.
Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá,
fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það sama,
glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
Hagnaður fasteignafélagsins Reg-
ins eftir tekjuskatt nam 2.229
milljónum króna á árinu 2014.
Rekstrartekjurnar námu 4.765
milljónum króna og var rekstr-
arhagnaður fyrir matsbreytingu
og afskriftir 3.035 milljónir
króna, skv. kynningu á uppgjöri
Regins, sem birt var í gær.
Bókfært virði fjárfestingaeigna
í lok árs 2014 var 53.637 milljón
kr. samanborið við 40.122 milljón
kr. í árslok 2013. Matsbreyting á
árinu var 1.206 milljónir.
Vaxtaberandi skuldir voru
32.861 milljón kr. í lok síðasta árs
samanborið við 24.837 milljóni í
árslok 2013.
Eignasafn Regins sam-
anstendur af fullgerðu atvinnu-
húsnæði með háu útleiguhlutfalli
og traustum leigutökum skv. til-
kynningunni. Í lok árs átti Reginn
53 fasteignir. Útleiguhlutfall fast-
eignasafnsins er um 97% miðað
við tekjur. Stjórnendur félagsins
telja að horfur í rekstri séu góð-
ar.
Hagnaður Regins var alls 2.229 milljónir
króna eftir tekjuskatt á árinu 2014
STUTT
Stefnt skal að því að 90% grunn-
skólanemenda nái lágmarks-
viðmiðum í lestrarskimun í 2.
bekk. Þá ætti að endurskoða læs-
isstefnu leikskóla og lestr-
arstefnu grunnskóla með hliðsjón
af þessum markmiðum. Þetta er
meðal tillagna fagráðs um eflingu
málþroska, lestrarfærni og les-
skilnings meðal barna og ung-
menna í skólum í nýrri áfanga-
skýrslu sem kynnt var í skóla- og
frístundaráði Reykjavíkurborgar
í gær.
Lagt er til að allir leik- og
grunnskólar móti sína áætlun um
leiðir til að efla málþroska og
læsi og að leik- og grunnskólar í
sama hverfi setji sér samstarfs-
áætlun um mál og læsi sem nái til
frístundastarfsins. Fagráðið vill
að innleidd verði stöðluð viðmið
um læsi í 1.-10. bekk, að leik-
skólar leggi prófið HLJÓM2 fyrir
börn á síðasta leikskólaári sam-
hliða könnun á stafaþekkingu
þeirra, og að skimað verði fyrir
málþroskavanda á aldrinum 2-3
ára. Þá er lögð til stofnun Mið-
stöðvar máls og læsis sem vinni
að uppbyggingu fagmennsku
kennara með tilliti til lestr-
arkennslu.
Kynna tillögur til að efla lestrarfærni barna
Morgunblaðið/Styrmir Kári