Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 ✝ Páll SteinarGuðmundsson fæddist á Ísafirði 29. ágúst 1926. Hann lést á Land- spítalanum 13. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Guðmundur G. Kristjánsson gjaldkeri og Lára Ingibjörg Magn- úsdóttir húsmóðir. Páll var þriðji yngstur átta syst- kina. Eftir lifa Sigrún, f. 26. júní 1929. og Lárus Þorvaldur, f. 16. maí 1933. Þann 11. júlí 1950 kvæntist Páll Unni Ágústsdóttur kenn- ara. Foreldrar hennar voru Ágúst Guðmundsson bifreiða- stjóri og Katrín Hreinsdóttir húsmóðir. Páll og Unnur eign- uðust fimm dætur, þær eru: 1) Katrín, f. 25. janúar 1951 hjúkr- unarfræðingur, gift Gunnari Þorvaldssyni flugmanni. Dætur þeirra eru Linda, f. 1971, Katrín Rós, f. 1975, og Pála, f. 1982. 2) Lára, f. 25. október 1952, fé- lagsráðgjafi, gift Sveini Kjart- arapróf og vann við skíða- kennslu á Vestfjörðum. Hann stundaði nám við Samvinnuskól- ann í tvo vetur og fór að því loknu á Íþróttakennaraskóla Ís- lands á Laugarvatni þaðan sem hann útskrifaðist 1949. Árið 1953 lauk Páll prófi frá Kenn- araskóla Íslands. Hann stundaði nám við Metropolitan State Col- lege, Denver í Colorado, 1976- 77 og lauk fjölda námskeiða hér- lendis og erlendis. Páll kenndi við Barnaskólann í Borgarnesi frá 1950 til 1959. Hann var ráðinn skólastjóri við Mýrarhúsaskóla á Seltjarn- arnesi árið 1959 og gegndi hann því starfi þar til hann fór á eft- irlaun árið 1995. Auk þess starf- aði Páll sem fararstjóri á sumr- in, jafnt innanlands sem utan. Páll var í stjórn Sambands ís- lenskra barnakennara 1964-74, varaform. 1974-80. Í stjórn Skólastjórafél. Ísl. 1960-72, Fél. Skólastj. og yfirkennara 1981- 83. Í verkfallsstjórn BSRB 1977 og 1985. Í stjórn Félagsheimilis Seltjarnarness 1972-76, form. 1977-81. Í undirbúningsnefnd Norrænna kennaranámsk. 1972- 80. Í stjórn Kiwanisklúbbsins Ness 1978-82, forseti 1980-81. Páll verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju í dag, 26. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 15. anssyni barna- lækni. Þeirra börn eru Snjólaug, f. 1973, Kjartan Páll, f. 1977, og Jóhann Jökull, f. 1989. 3) Ingibjörg, f. 7. jan- úar 1957, ritari, gift Gunnari Her- mannssyni raf- iðnfræðingi. Dætur hennar eru Unnur Helgadóttir, f. 1988, og Rakel Rán Gunn- arsdóttir, f. 1995. 4) Guðrún, f. 7. janúar 1957, kennari, gift Þóri Baldurssyni tónlistar- manni. Dætur þeirra eru Sóley, f. 1984, og Sunna Margrét, f. 1992. 5) Unnur, f. 18. júní 1963, kennari, gift Sigfúsi Bjarna Sig- fússyni framkvæmdastjóra. Börn hennar eru Páll Ingi Kvar- an, f. 1985, Erla Hlíf Kvaran, f. 1987, Sigfús Ragnar Sigfússon, f. 1993, og Gunnar Sveinn Sig- fússon, f. 2000. Barnabarnabörn Páls eru átján talsins. Páll ólst upp á Ísafirði til 17 ára aldurs. Að loknu gagn- fræðaprófi tók hann skíðakenn- Tengdafaðir okkar, Páll Guð- mundsson, fyrrverandi skóla- stjóri á Seltjarnarnesi, er fallinn frá. Okkur langar til að setja á blað örfá minningabrot sem við eigum af þeim mæta manni. Palli tengdó, eins og við kölluðum hann jafnan, og eiginkona hans, Unnur, voru áberandi í sam- félaginu á Seltjarnarnesi allt frá því þau fluttu þangað fyrir hálf- um sjötta áratug. Hann aðsóps- mikill skólastjóri og hún kennari við Mýrarhúsaskóla. Þau hjónin voru bæði einstaklega glæsileg en það sem okkur þótti meira um vert var að þau áttu fimm dætur, hverja annarri myndarlegri, sem eignuðust hug okkar og hjarta og sem að lokum giftust okkur ein af annarri í réttri aldursröð. Ekki er laust við að við höfum allir borið óttablandna virðingu fyrir Palla við fyrstu kynni enda maðurinn ákveðinn í fasi og sagði yfirleitt sína skoðun vafninga- laust, vanur að honum væri hlýtt, enda á aðeins að vera „einn skip- stjóri á hverri skútu“ eins og hann sagði stundum. Fljótlega hvarf þó óttinn en virðingin hélst alla tíð og varð gagnkvæm. Það er óhætt að segja að Unn- arbraut 10 hafi verið mikilvægur og miðlægur punktur í lífi okkar tengdasonanna alla tíð. Einstök gestrisni Unnar og Palla alkunn, alltaf fullt hús af fjölskyldu og vinum, matar- og kaffiboð. Þau hjónin voru samtaka hvað þetta varðar þótt það verði að segjast eins og er að mun meira mæddi á Unni enda verkaskipting á heim- ili með öðrum hætti en nú tíðk- ast. Hjálpsemi í okkar garð var áberandi í fari Palla, alltaf tilbú- inn að leggja okkur lið með hvað- eina, hvort sem það var að mála, múra, tengja rafmagn, skutlast með barnabörnin eða passa þau enda voru þau öll afar hænd að afa sínum. Við kynntumst honum sem já- kvæðum og skemmtilegum manni, alltaf til í tuskið og aldrei með úrtölur. Hann umgekkst okkur sem jafningja og vini og sóttist eftir félagsskap okkar. Söngur og skemmtiatriði í fjöl- skylduboðum voru hans ær og kýr, hann stofnaði „Mágakórinn“ og var lengi helsti textasmiður og forsöngvari. Allir eigum við góðar minning- ar frá samverustundum með Palla og Unni á ferðalögum bæði innanlands og utan. Alloft kom fyrir að skipt var liði. Unnur fór eitthvað með dætrum sínum að fást við sín hugðarefni en við strákarnir eyddum smátíma út af fyrir okk- ur við eitthvað sem okkur þótti skemmtilegt. Iðulega var tekið hressilega á og fór Palli þar fremstur meðal jafningja. Oftast fór allt vel fram en stundum skall hurð nærri hælum. Síðustu árin var Palli líkam- lega heilsutæpur en hélt andlegri snerpu ótrúlega vel. Augljóst var að hann kunni því illa hversu lík- amlega ónýtur hann var orðinn en við okkur kvartaði hann aldr- ei. Hann hræddist ekki dauðann og virtist sáttur við endalokin þegar þau nálguðust. Stuðning- ur, nærvera og umhyggja Unnar gerði honum kleift að vera heima fram á síðasta dag. Að leiðarlokum viljum við þakka Palla tengdó samfylgdina, vinskap, hjálpsemi og jákvæðni í okkar garð, að hafa séð okkur öllum fyrir úrvals kvonfangi og einstaka ljúfmennsku hans við börnin okkar. Tengdasynirnir, Gunnar Þ., Sveinn, Þór- ir, Gunnar H. og Sigfús. Afi hefur kvatt okkur á 89. aldursárinu og eftir standa ótal minningar sem verma hjartað og gleðja lund. Afi var öllum ákaf- lega kær, fjölskyldumaður mikill og þau amma vinmörg og frænd- rækin. Hann var góður afi, sem alltaf var gaman að spjalla við og ræða málefni líðandi stundar. Iðulega var það svo að ég hafði varla stigið fæti inn fyrir dyrnar á Unnarbrautinni þegar hann vildi fá ígrundaða stöðuupp- færslu af mér og mínum, og svona fylgdist hann með okkur öllum, dætrum sínum, barna- börnum og barnabarnabörnum. Það fór ekkert fram hjá afa. Síðustu daga hef ég leyft hug- anum að reika og dustað rykið af minningum um afskaplega hjartahlýjan, góðan og skemmti- legan afa sem gaf sér alltaf tíma fyrir okkur krakkana. Vænst af öllu þykir mér um stundirnar uppi í bústað þar sem amma og afi eignuðust langþráð athvarf og þau voru dugleg að taka okkur með sér austur til að dvelja á Siggusetri. Amma með kennslu- stundir í garðyrkju og fuglafræð- um, og afi með golfkennslu og grín. Svo laumaði hann að okkur lakkrís- eða harðfiskbita og kaf- aði ofan í djúpa vasana á jakkan- um eftir klinki svo við gætum keypt okkur gotterí. Afa fannst svo gaman að vera með okkur, hann gaf sér alltaf tíma og það voru ófá kvöldin þar sem við spil- uðum langt fram á kvöld eitt- hvert borðspilið eða vist. Og það var aldrei langt í húmorinn hjá afa, hann var auðvitað orðhepp- inn með eindæmum! Ég man eft- ir einu skipti þar sem við grétum öll úr hlátri yfir Fimbulfambi, þar var afi í essinu sínu. Það er erfitt að taka saman stuttan texta um afa og hvað hann spilaði stórt hlutverk í mínu lífi, án þess að minnast á jólin. Afi var nefnilega dálítið mikið jólabarn inn við beinið þó hann hafi ekki beint verið að auglýsa það. Hefðir spiluðu stóra rullu í öllu umstanginu í kringum jólin og afi hafði svo gaman af þessu öllu saman, hann stríddi okkur iðulega með því að lauma aukamöndlu í grautinn sinn og skildi ekkert í því af hverju hann fékk möndluna ár eftir ár. Þá var mikið hlegið. Það var stór stund þegar ég tók við keflinu af hon- um að lesa á pakkana hér um ár- ið, og ég ætla rétt að vona að uppskriftin af kokteilnum góða sé geymd á góðum stað. Mér finnst ég ákaflega rík að hafa fengið að njóta samveru- stunda með afa í öll þessi ár. Og á stundum sem þessum sé ég hvað við erum lánsöm að eiga hvert annað að og mér finnst ég sjá allt það besta sem afa prýddi, birtast í okkur afkom- endum hans með einum eða öðr- um hætti. Ég held að það sé það besta sem góður maður eins og hann getur skilið eftir sig. Elsku yndislega amma mín, móðir og móðursystur mínar – allar mínar hlýjustu hugsanir og góðu strauma sendi ég til ykkar. Söknuðurinn er sár, en minning um góðan mann lifir, á meðal okkar og í okkur öllum. Ykkar elskandi Sóley og fjölskylda. Elsku besti afi minn. Það er sérstök tilfinning að eiga ekki lengur afa og ekki þig sem hefur fylgt mér alla tíð. Allar þessar minningar sem tengjast sér- stöku ömmu- og afasambandi. Ég var elsta barnabarnið þitt og sjötta stelpan í röð sem fæddist inn í fjölskylduna. Já og þetta var ekki búið. Tvær stelpur í viðbót áður en loksins bólaði á stráknum. Nú, svo komu ágætir tímar og nokkrir strákar í viðbót litu dagsins ljós en síðustu níu afkomendur sem fæðst hafa eru jú allt stelpur. Þú varst umvaf- inn kvenfólki alla tíð og mótaði það örugglega líf þitt. Oft hefur verið sögð í fjölskyldunni sagan af því þegar amma gekk með fimmta barn ykkar og þú lofaðir henni bíl ef hún eignaðist strák en saumavél ef hún eignaðist enn eina stelpuna. Saumavélina fékk hún og er hún ennþá í notk- un en bíllinn væri örugglega kominn í brotajárn. Þegar ég lít til baka er ég ótrúlega heppin að hafa þetta sterka bakland sem þú og amma sköpuðuð saman. Samstaða, samkennd, líf, leikir og mikil samskipti hafa einkennt fjölskylduna og skapað sterk tengsl. Þú kaust menntaveginn þótt það hafi ekki legið beint við á þeim tíma. Varðst íþrótta- kennari og síðar skólastjóri. Þú varst mannvinur og jafnréttis- sinni en hafðir jafnframt svo gaman af lífsins lystisemdum og áttir auðvelt með að fóta þig í framandi umhverfi. Ég held að þú hafir að mörgu leyti verið á undan þinni samtíð, heimsborg- ari, og lífið í dag hefði átt vel við þig að svo mörgu leyti. En það er líka það sem þú skilur eftir þig, röð af afkomendum sem eru að gera margt af því sem þú lagðir drögin að. Þú og amma eruð kletturinn að baki fjöl- skyldunnar. Þú valdir að sjálf- sögðu flottustu konuna sem var í boði enda smekkmaður. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar og tilfinningarnar sem ég tengi við þig og ykkar heimili eru væntumþykja, rólegheit, söng- ur, leikir, samvera og gleði. Amma mun halda áfram að halda þessum gildum á lofti og munu systurnar fimm og aðrir afkomendur standa þétt við hlið hennar. Hvíl í friði, elsku afi minn. Mikið máttu vera stoltur af því sem þú skilur eftir þig. Andinn er laus úr þreyttum lík- ama og ég sé þig fyrir mér á fleygiferð niður fannhvítar brekkur. Þín Linda. Í dag opnast himnarnir fyrir afa og kveð ég hann með sökn- uði. Afi kallaði mig alltaf Rósina sína og líkaði mér það alltaf virkilega vel. Við afi áttum sér- stakt samband í gegnum árin og finnst mér það hafa einkennst af virðingu og væntumþykju. Það eru sérstaklega nokkrar stundir sem eru mér minnis- stæðastar þegar ég hugsa til afa. Afi var skólastjóri í Mýrar- húsaskóla þegar ég gekk þar í skóla. Ég elskaði að hafa bæði ömmu og afa í skólanum og var oft spurð hvort mér hefði ekki verið strítt eða hvort það hefði ekki verið erfitt að afi væri skóla- stjóri, en fyrir mér voru það for- réttindi. Á minni skólagöngu var ég einu sinni send til skólastjórans, en þá hafði verið snjóstríð á milli stelpnanna og strákanna í bekknum. Mér hafði ofboðið nokkur skot eins bekkjarfélag- ans í okkur stelpurnar, elti hann því upp, felldi og stakk hausnum á honum ofan í snjóskafl og hélt honum þar. Fyrir þetta var ég send til skólastjórans og mætti niðurlút til afa. Hann tók á móti mér, byrjaði á því að taka utan um mig og sagði svo, „Rósa mín, hvernig datt þér þetta í hug?“ Hann þurfti ekki að segja meira við mig, ég vissi að ég hafði gengið of langt. En eftir það hressti hann mig við og sagði „Rósa mín, nú skulum við hressa okkur við og fá okkur kók og prins.“ Svo var það daginn sem ég fékk bílprófið, um leið og ég var komin með skírteinið mitt í hend- urnar fór ég beint upp í skóla til afa og bauð honum í fyrsta bíl- túrinn minn. Hann var svo stolt- ur af mér. Afi var mikill íþróttamaður og var hann því mjög glaður þegar ég kynntist Palla mínum og bauð okkur (aðallega Palla) velkomin í föstudagsblakhópinn, en þar voru samankomnir vinir foreldra minna og ömmu og afa. Frábært íþróttafólk og skemmtun. Þar spiluðum við í nokkur ár blak, þrír ættliðir saman og fengu börnin að horfa á. Það er mér mjög minnisstætt þegar ég kom upp á spítala að kveðja afa rétt áður en hann féll frá, þegar læknirinn gekk inn á stofuna og við honum blasti hún fallega amma mín, fimm dætur hennar og að minnsta kosti fimm barnabörn, allt ljóshærðar, glæsilegar konur, saman sem heild. Læknirinn átti eiginlega ekki orð og sagði við ömmu hversu rík kona hún væri. Á svona stundum er fjölskyldan svo dýrmæt. Elsku afi, það hafa verið for- réttindi að hafa fengið að alast upp og fullorðnast í þínu um- hverfi, fjölskylduumhverfi sem þú og amma hafið átt svo mikinn þátt í að skapa. Þið hafið kennt okkur öllum að stórfjölskyldan á alltaf að standa saman. Ég kveð þig með söknuði en mikið getur þú verið stoltur af öllu því sem þú skilur eftir þig. Katrín Rós Gunnarsdóttir. Fyrir okkur systkinin var afi stórbrotinn. Hann var einstök barnagæla, og ást hans á barna- börnum sínum skapaði hlýju og kærleika sem var kennimerki þeirra stunda sem við áttum með honum sem börn. Afi kenndi okkur margt um lífið og til- veruna, bæði með orðum sínum og gjörðum. Nú þegar við lítum til baka og minnumst hans, rennur það upp fyrir okkur hversu sterk og mót- andi áhrif nærvera hans hafði á okkur. Hann kenndi okkur að smíða sverð og riddaraskildi. Hann byggði fyrir okkur snjó- hús, fullbúið með borði og stól- um. Hann brýndi fyrir okkur mikilvægi þess að gefa hugar- fluginu lausan tauminn, að leyfa sér að flakka „út í bláinn“ og vera óhrædd við að halda á vit ævintýranna. Hann ól í okkur sterka tilfinningu um mikilvægi og unun þess að vera þau sem við erum, að standa staðföst í sann- færingu okkar á eigin getu, og að vera trygg og trú þeim standa okkur nærri. Afi miðlaði allri þessari þekk- ingu, skynsemd og dómgreind til okkar með lítilli fyrirhöfn. Þessir eiginleikar voru honum eðlislæg- ir; nærvera hans ein og sér var nóg til þess að við tókum hann okkur til fyrirmyndar án efa- semda um ágæti þeirra og rétt- mæti. Afi er dáinn, en minning hans lifir áfram. Við, barnabörnin hans, smíðum sverð og riddara- skildi með okkar börnum. Við byggjum með þeim snjóhús, og höldum með þeim „út í bláinn“ á vit ævintýranna. Við kennum þeim að trúa á eigin getu og að finnast gott og gaman að vera þau sem þau eru. Þá lífsleikni sem við kennum okkar börnum lærðum við af honum. Hún er arfleifð hans. Menn eins og afi gleymast aldrei. Minning hans lifir í orðum okkar og gjörðum. Snjólaug, Kjartan Páll og Jóhann Jökull Láru og Sveinsbörn. „Finnst þér ekkert skrítið að skólastjórinn sé afi þinn?“ spurðu krakkarnir í Mýrarhúsa- skóla okkur. „Nauts. Alltaf þegar ég fer til skólastjórans fæ ég sko bara Prins póló,“ svöruðum við þá stolt, enda afi mjög vel liðinn skólastjóri sem við systkinin höfðum ekkert á móti að heim- sækja. Afi var mikill íþróttamaður á sínum bestu árum og átti hann það oft til að taka okkur systk- inin í kleinu, við mikinn fögnuð. „Þekkiru þennan? Þessi er bróðir hans!“ sagði afi og sveifl- aði hnefunum ógnandi í andlitin á okkur með bros á vör. Þessi lína er í minningu okkar ein- kennismerki afa, þrátt fyrir að við séum öll sammála um að við höfðum ekki hugmynd um hvað hann meinti. Auðvitað þykir okkur öllum þó vænt um minn- inguna. Afi otaði venjulega að okkur hundraðkalli eftirá svo hægt væri að kaupa sér bland í poka eða annað slíkt og gerði það venjulega eins og um há- leynilegt og kolólöglegt athæfi væri að ræða. Upphæðirnar urðu örlítið hærri með því sem við urðum eldri en þörfin kannski minni – við komin á þrí- tugsaldur. Hefð er víst hefð. Eins og þetta sýnir var afi gjafmildur og góður maður sem var alltaf tilbúinn að gera allt fyrir alla. Allir eiga sín dæmi. Sigfús Ragnar talar um eitt slíkt, en þegar hann var 12 ára frétti afi af því að hann langaði mikið að eiga flottan kassabíl. Nokkr- um dögum síðar fær Sigfús sím- tal og segir afi honum þá að koma í bílskúrinn. Þar beið efni- viðurinn og eyddu þeir félagarnir svo nokkrum dögum í að saga, skrúfa og líma og eftir það átti Sigfús flottasta kassabílinn á Sel- tjarnarnesinu. Annað gott dæmi er frá Páli Inga, en þegar hann bar út DV í nokkur ár á grunn- skólaárunum kom helgarblaðið í hús seint á föstudagskvöldum og mátti hann velja hvort blaðið færi út strax eða eldsnemma, laugardagsmorgun. Afi sá auð- vitað ekkert athugavert við að keyra drenginn einfaldlega með blöðin um miðja nótt, þrátt fyrir að samanlagður bensínkostnaður væri mögulega hærri en mánað- arlaunin fyrir burðinn. Afa verður sárt saknað og hans minnst með hlýhug, Páll Ingi, Erla Hlíf, Sigfús Ragnar, Gunnar Sveinn. Páll og hans fjölskylda hafa verið stór og áhrifaríkur hluti af lífi mínu. Mig langar til að minn- ast hans og þakka langa og inni- haldsríka samferð. Samferð þar sem líf tveggja fjölskyldna var meira og minna samofið í gegn- um óvenju nána og trygga vin- áttu tveggja systra; Unnar og Ingu móður minnar. Þannig varð það sjálfsagt að við börnin urðum heimagangar hver hjá öðrum og tengdumst innbyrðis vináttuböndum svona í takt við nálægð í aldri og feður okkar urðu góðir félagar þó að mörgu leyti ólíkir væru. Við börnin skiptumst mikið á að „gista“ og margar dýrmætar minningar tengjast lengri dvöl í Borgar- nesi og síðar á Seltjarnarnesi. Þannig finnst mér að við börnin höfum haft tvö pör af uppalend- um og leiðbeinendum og ég veit að við hugsum hver til foreldra annarra með mikilli hlýju. Páll var alla tíð mikill fjöl- skyldumaður, þar birtist skóla- maðurinn, íþróttamaðurinn og félagsmálafrömuðurinn. Ekki er þó hægt að tala um Pál sem fjöl- skyldumann nema að Unnur fylgi með, því þau voru einstak- lega samhent þar. Öll hátíðleg tilefni skyldu ávallt nýtt til að vera saman á uppbyggilegan máta; alltaf að fara í fjölbreyti- lega leiki, öll tækifæri notuð til að flytja mál sitt og koma fram, búa til atriði og ýta þannig und- ir sjálfstraust og sjálfstæði. Allt gert með léttleika, hvatningu og miklum húmor og gáska. Já, Páll var húmoristi og hann var stríðinn. Honum fannst ekki leiðinlegt að senda hnyttnar, stundum beittar athugasemdir, ögra aðeins. Þannig gat hann sett mann úr jafnvægi en um leið fengið mann til að hugsa. Manni duldist þó aldrei að Páli gekk gott til, að hann var tilfinningaríkur og bjó yfir mik- illi hlýju og væntumþykju. Blessuð sé minning hans. Baldvin H. Steindórsson. Föstudagskvöldið 13. febrúar kvaddi Palli frændi. Hann var þá mannlegur eftir allt saman. Frá því ég man eftir mér hefur Palli frændi verið eitthvað sem alltaf er, eins og til dæmis sólin og Esj- an. Hann bara skipaði svo stóran sess í mínu lífi, þessi stóri sterki vestfirski víkingur, sem var ekki einu sinni frændi minn. Hann var nefnilega giftur henni Unni Páll Steinar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.