Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 staða og veitingarekstri og í flokkn- um upplýsingar og fjarskipti, alls 2.700 fleiri starfandi en 2013. Á móti kom fækkun í nokkrum greinum. Mest var aukningin í fræðslustarf- semi. Þar fjölgaði starfandi um 1.700. Ólafur Már segir aðspurður að starfandi í ferðaþjónustu og ferða- tengdum greinum hafi fjölgað um 2.700 í fyrra. Má því segja að án þeirrar aukningar hefði starfandi ekki fjölgað í fyrra. Hér er um að ræða fjölgun milli ára út frá ársmeðaltali 2013 og 2014. Miklar sveiflur geta verið innan árs. Þetta skýrir hvers vegna starfandi fjölgar minna í þessum samanburði en milli ára í janúar 2014 og 2015. Ólafur Már segir aðspurður að í flokknum flutningar og geymsla séu bílstjórar hópferðabifreiða og aðrir sem komi að flutningum á ferðafólki. Vöxtur ferðaþjónustunnar eigi því þátt í vexti greinarinnar. Á tímabilinu frá 2006 til 2015 voru að meðaltali 172.160 starfandi í jan- úar. Þeir voru flestir í janúar sl., eða 182.100, en fæstir í janúar 2006, eða 166.300. Á þensluárunum urðu þeir flestir í janúar 2008, eða 177.300. Töl- urnar eru árstíðaleiðréttar. Heldur ekki í við fjölgunina Starfandi í janúar voru því 4.800 fleiri en í janúar 2007. Landsmönnum hefur hins vegar fjölgað verulega síð- an í ársbyrjun 2007, eða úr 307.672 í 329.040 við síðustu áramót. Það er mannfjölgun um tæplega 21.400 manns. Þá má nefna að fólki á vinnu- aldri fjölgaði úr 220.189 í ársbyrjun 2007 í 235.147 í byrjun síðasa árs. Fjölgun starfandi í fyrra heldur því ekki í við mannfjölgunina. Það kemur fram í því að atvinnuleysi í janúar var umtalsvert hærra en á þensluárun- um. Það var þannig 4,4% í janúar en til samanburðar 2,1% í janúar 2006, 2% í janúar 2007 og 3,1% í sama mán- uði 2008. Starfandi fólki fjölgar mikið  Um 8.200 fleiri voru starfandi á vinnumarkaði í janúar en í sama mánuði 2014  Sé litið til ársmeðal- tals fjölgaði starfandi um 2.800 milli ára 2013 og 2014  Vöxtur ferðaþjónustunnar skýrir þessa fjölgun Fjöldi starfandi á Íslandi* Árstíðaleiðréttar tölur Janúar Apríl Júlí Október 200.000 160.000 120.000 80.000 40.000 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 *Starfandi teljast þeir sem unnu eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarvikunni eða voru fjarverandi frá starfi sem þeir gegna að öllu jöfnu. Fólk í fæðingarorlofi telst vera fjarverandi frá vinnu hafi það farið í leyfi úr launuðu starfi jafnvel þótt það hafi ekki hug á að hverfa aftur til sama starfs. Heimild: Hagstofa Íslands 166.300 176.800 177.300 172.700 167.300 168.000 167.300 169.900 173.900 182.100 Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn á Austurvelli Ferðaþjónustan er orðin leiðandi grein í vexti íslensks vinnumarkaðar. Þrefalt fleiri en í landbúnaði » Það setur fjöldann sem starfar orðið við rekstur gisti- staða og veitingarekstur í sam- hengi að í greininni störfuðu þrefalt fleiri en við landbúnað. » Þannig störfuðu 4.100 manns við landbúnað í árslok 2014 og um 4.600 við fisk- veiðar í árslok 2014 en um 12.000 á gististöðum eða við veitingarekstur. » Þá má nefna til saman- burðar að 8.900 manns störf- uðu við upplýsingatækni í lok árs 2014 og hefur þeim fjölgað um 1.200 frá 2011. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjölgun starfa í ferðatengdum grein- um á þátt í að starfandi einstakling- um fjölgar mikið milli ára. Samkvæmt nýrri greiningu Hag- stofu Íslands fjölgaði starfandi úr 173.900 í janúar 2014 í 182.100 í janúar 2015, eða um 8.200. Hafa þessar tölur verið árstíðaleiðréttar. Ólafur Már Sig- urðsson, sérfræð- ingur í atvinnu, lífskjörum og mannfjölda hjá Hagstofu Íslands, hefur greint fjölg- un starfa eftir atvinnugreinum. Er þar í fyrsta sinn hægt að sjá ítarlega hreyfingu á störfum eftir atvinnu- greinum á Íslandi. Leiðir greiningin meðal annars í ljós að fólki sem starfar við rekstur gististaða og veitingarekstur hefur fjölgað úr 7.800 frá 2008 í 12.000 í árs- lok 2014. Þessi grein er því orðin sú 5. mannaflsfrekasta á Íslandi. Flestir starfa hjá hinu opinbera Flestir störfuðu við opinbera stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heil- brigðis- og félagsþjónusta, eða 52.700. Næst kom heild- og smásölu- verslun og viðgerðir á vélknúnum ökutækjum, en þar voru starfandi 24.200. Eru hér taldir með starfs- menn verslana sem þjónusta ferða- menn. Númer þrjú var flokkurinn framleiðsla en við hana störfuðu 20.500 manns og númer fjögur var ýmis sérhæfð þjónusta, þar voru 18.600 starfandi. Hluti þeirra starfar við skipulagningu ferða, á ferðaskrif- stofum eða við bókun ferða. Samkvæmt greiningu Ólafs Más fjölgaði starfandi um 2.800 í fyrra og þar af um 900 í þremur greinum; flutningum og geymslu, rekstri gisti- Ólafur Már Sigurðsson Ólafur Már Sigurðsson, sérfræð- ingur hjá Hagstofu Íslands, segir mikilvægt að árstíðaleiðrétta töl- urnar sem fjallað er um í frétta- skýringunni hér fyrir ofan. „Mælingar Hagstofunnar sýna að íslenskur vinnumarkaður breyt- ist reglulega í tilteknum mánuðum vegna árstíðabundinna þátta. Þessir þættir eru mjög reglulegir og er árstíðaleiðrétting því nauð- synleg til að greina þessar sveiflur frá öðrum óreglulegum breyt- ingum. Leiðrétting gerir svo sam- anburð á milli samliggjandi mán- aða mun raunhæfari og segir betur til um hvert tölurnar stefna.“ Spurður hvernig atvinnuþátt- takan sé í sögulegu samhengi seg- ir Ólafur Már að tölurnar nálgist meðaltalið á öldinni. „Í janúar sl. var 81,5% atvinnuþátttaka en 18,5% voru utan vinnumarkaðar. Það er nærri meðaltali allra mán- aða frá árinu 2003 – þegar Hag- stofan hóf að mæla alla mánuði ársins – sem er 81,7% atvinnu- þátttaka,“ segir hann. Atvinnuþátttakan nálgast meðaltalið frá árinu 2003 BATAMERKI Á VINNUMARKAÐI Morgunblaðið/Golli Mokað og saltað í Breiðholti Atvinnutækifærum fjölgar eftir mikla lægð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.