Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 staðar virtur og vinsæll reiðkenn- ari og flestum ötulli við að kynna og útbreiða hróður íslenska hestsins á erlendri grundu. Einar bjó yfir mörgum kostum sem gerðu hann að góðum kennara. Hann hafði sérstakan hæfileika til að byggja upp sjálfstraust og jákvæðni hjá nemendum sínum, hvort sem nemandinn var maður eða hestur. Einar var sanngjarn en ákveðinn og fastur fyrir þegar þess þurfti. Minningin um góðan dreng og afbragðs hestamann lifir. Ég minnist Einars með hlýju og gleði, þakka góð kynni og votta fjölskyldu hans dýpstu samúð. Þórarinn Eymundsson. Ég var nýorðin 19 ára þegar ég flutti austur í Flóa til að freista gæfunnar sem tamningamaður. Ég fékk íbúð til afnota í Halakoti, og þá gerði ég mér enga grein fyrir því hversu heppin ég var. Fljótlega leit ég á Einar sem mik- inn vin. Hann og Svana voru for- eldrar mínir í sveitinni, alltaf til staðar, jafnt í gleði sem sorg. Það voru ófáar ferðirnar í hesthúsið í Halakoti, þar var alltaf tekið vel á móti manni og mikið spjallað, pælt og hlegið. Þessi tími í Flóan- um er ómetanlegur fyrir mig. Einar var stórkostleg mann- eskja og sannur vinur, trúr og traustur. Hann hafði mikið innsæi og tilfinningu fyrir per- sónuleika annarra og var fljótur að átta sig á því hvernig manni leið. Hann hafði mikil áhrif á mig og sýn mína á lífið og vinnuna mína, hann kenndi mér þolin- mæði, næmi og nákvæmni. Hann lagði mikið uppúr því að ég hlust- aði á hjartað í mér við þjálfun hrossa og sagði að ég yrði að mynda mér tilfinningu fyrir við- fangsefninu og bera virðingu fyr- ir hverju einasta dýri. En þetta eru þeir eiginleikar sem ég reyni hvað helst að tileinka mér í mínu starfi. Elsku Einar minn, ég vildi óska þess að ég hefði verið dug- legri við að heimsækja þig síð- ustu ár. Þú átt hluta í hjartanu mínu og ég vildi að ég gæti sagt þér hversu mikils virði vinátta okkar er mér. Þú varst einstakur maður og fyrirmynd. Þú hreifst mig alltaf með þér með einlægni, ástríðu, jákvæðni og frábærum húmor. Ég á þér svo margt að þakka. Núna sé ég þig fyrir mér á útreiðum í sólsetrinu, einstaklega vel ríðandi á föllnum gæðingum, með bros á vör og jafnvel fleyg í vasa – það þætti okkur nú ekki leiðinlegt. Elsku Svana og börn, megi all- ir Guðs englar og góðir vættir varðveita ykkur og veita ykkur styrk á erfiðum stundum. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Rósa Birna Þorvaldsdóttir. Það var um haust úti í Noregi eftir að hópur Íslendinga hafði öskrað sig hásan til stuðnings ís- lenzka landsliðinu í fótbolta að menn héldu sigurreifir á næsta bar. Ég hafði gert mér sérstaka ferð frá Bergen til að taka þátt í gleðinni með vinahópnum í Osló sem í hafði bætzt viðkunnanlegur gæi, opinn og skemmtilegur. Kynnin við Einar Øder voru gef- andi með líflegum samræðum, mikilli og einlægri hreinskilni og óvenjulegri sanngirni af hans hálfu, hvað sem bar á góma. Á þessum tíma hafði Einar þegar unnið stóra sigra í hestakeppni en ekki fundust í fasi hans nein merki um ofmetnað eða stæri- læti. Sumarið eftir átti ég leið út til Íslands og ferjaði í leiðinni bíl fyrir Einar með Norrænu, bund- ið þeim fastmælum að við hitt- umst á fjórðungsmótinu á Kald- ármelum. Sem við og gerðum. Hvað sem ég paufaðist uppi við Laugarvatn næstu árin þá varð það hluti af bæjarferðinni að koma við hjá þeim feðgum, taka umræðuna og líta á hrossin og voru þetta stundir af þeim toga sem lifa með manni alla tíð og fyr- ir þær er ég þakklátur. Þótt leiðir okkar Einars Øder lægju sjaldan saman eftir að ég flutti norður á Grund þá var hver stund sem við hittumst þannig að engin hefði liðið frá þeirri síðustu, slíkt var vinarþel þessa góða félaga. Nokkrum dögum fyrir næst- síðustu jól hittumst við nýlentir í Keflavík. Einar bar sig vel, opinn og hreinskilinn sagðist hann vera kominn á plan B. Það var dýr- mætt að geta kvatt hann með faðmlagi og óskum um góðan bata. Síðar kom í ljós að ekki varð aftur snúið. Ég á því láni að fagna að eiga gæðing undan Oddi frá Selfossi, leirljósan, skjóttan hest sem ber nafnið Gimli en það er í goða- fræðinni heiti sælubústaðar guð- anna eftir ragnarök. Ég hafði lengi átt þann draum að geta boð- ið Einari á bak þessum hesti, án þess þó að gera vini mínum ómak. Af því varð ekki en við fráfall Ein- ars hefur nafnið á hestinum feng- ið aukið gildi. Með þessum fábrotnu minn- ingarorðum votta ég fjölskyldu Einars Øder innilega samúð og virðingu. Auk hans sterku ein- kenna sem einstaklings þá verður bautasteinn hans mótaður í anda brautryðjandans í faglegri og sanngjarnri reiðmennsku og reiðkennslu. Kveðja frá Þorsteini á Grund. Einn morgun í febrúar ég frétti vetrarhríðin úti var eins og almættið væri að mótmæla órétti ljúfur strengur slitnar gleðin fer í leyni faðir, eiginmaður, vinurinn besti fellur fyrir krabbameini sorgin grefur sig inn að beini. Þegar að leiðarlokum kemur og ævintýrin enda þegar tíminn líður og sumarlandið bíður þá kemur þú á hvítum hesti. (IDB) Maður er minntur á hversu dýrmætt lífið er þegar fregnir berast af alvarlegum veikindum samferðamanna sinna. Einhvern veginn var þó fjarri okkur að eitt- hvað gæti lagt Einar Øder að velli, þar sem maðurinn var fæddur sigurvegari. En ekki er spurt að leikslokum. Einar reyndist fjölskyldu okkar alltaf vel og viljum við þakka honum fyrir samfylgdina. Einar skilur eftir sig gullfal- lega og yndislega fjölskyldu sem nú syrgir. Við vottum Svönu, Hildi, Magnúsi, Hákoni, Dagmar, Tove, Karenu og Óla okkar dýpstu samúð. Tinna, Inga Dóra, Lilja og Fríða Björnsdætur. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast vinar okkar, Ein- ars Øders Magnússonar, reið- kennara og hrossaræktanda í Halakoti, sem lést 16. febrúar, aðeins 52 ára gamall, eftir lang- varandi veikindi. Einar veitti ungum sem öldn- um innblástur með visku sinni, hjálpsemi, glaðlyndi og reynslu. Og þannig var hann öflugur tals- maður hestsins og íslenskrar reiðmennsku bæði hér heima og á erlendri grundu. Einar var einn af okkar snjöll- ustu reiðmönnum. Ógleymanleg er sýning Einars Øders á Lands- mótinu 1978 á Þingvöllum, þá að- eins 16 ára gamall, þegar hann reið glæsihryssunni Leiru frá Þingdal til fyrstu verðlauna. En Leira er ásamt syni sínum Oddi frá Selfossi ættstofninn í ræktun þeirra heiðurshjóna Einars Ød- ers og Svanhvítar í Halakoti. Einar sýndi mörg hross til af- reka eins og Júní frá Syðri-Gróf, Tinnu frá Flúðum, Otur og Kjar- val frá Sauðárkróki, Flosa frá Brunnum, Odd frá Selfossi, Hruna frá Skálá og nú síðast úr eigin ræktun hinn mikla gæðing Glóðafeyki frá Halakoti. Einar Øder vann marga og frækna sigra á sínum ferli en sennilega eru sigrarnir í A-flokki á Landsmótinu 1986 á Júní frá Syðri-Gróf og sigurinn í B-flokki 2012 á honum Glóðafeyki hans það sem upp úr stendur. Margar viðurkenningar fékk Einar Øder Magnússon fyrir störf sín í þágu hestamennskunn- ar og má þar nefna gullmerki FT, Félags tamningamanna, og gull- merki LH, Landssambands hestamannafélaga. Einar var brautryðjandi í markaðsstarfi íslenska hestsins bæði í Ameríku og í Evrópu. Á haustmánuðum 2014 hlaut ís- lenski hesturinn þann heiður að vera valinn hestakyn ársins í Frakklandi – en það var ávöxtur verkefnis sem Einar leiddi með þekkingu sinni og fagmennsku. Einar Øder hefur verið einn af virtustu reiðkennurum Íslands- hestamennskunnar. Hann hefur um árabil verið einn af máttar- stólpum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem knapi, þjálf- ari, liðsstjóri og landsliðseinvald- ur. Með næmi sínu á hestum og mönnum átti Einar þátt í fjöl- mörgum sigrum landsliðsins. Með störfum sínum í þágu ís- lenska landsliðsins og sem reið- kennari setti Einar Øder mark sitt á reiðmennsku á Íslandi og erlendis. Við í landsliðsnefnd LH sökn- um góðs vinar og minnumst hans af hlýhug og virðingu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Við í landsliðsnefnd LH send- um eiginkonu hans, Svanhvíti Kristjánsdóttur, og börnunum þeirra, Hildi, Magnúsi, Hákoni og Dagmar, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pjetur N. Pjetursson. Haustið 1973 fluttist ég búferl- um úr Reykjavík austur á Sel- foss. Fljótlega kynntist ég þeim mikla áhuga sem yngri kynslóðin hafði fyrir hestamennsku og var Einar Øder þar á meðal. Eitt sem olli því að hann skar sig úr var að hann var sífellt spyrjandi. Vel minnugur minna æskuára þegar það var eiginlega ómögulegt að fá svör, reyndi ég að upplýsa ung- dóminn eftir minni bestu getu og þekkingu. Einar Øder var fróð- leiksfús og þyrsti í þekkingu enda bar hans hestamennska þess merki. Eitt sinn ræddum við saman um tamningu kúreka- hesta. Hans skoðun var sú að Ís- lendingar ættu að kynna sér allar tamningaraðferðir annarra þjóða til að þroska, vega og meta hvað er áhugavert og hvað síður. Einar Øder er sönnun þess hvað hægt er þegar saman fer áhugi, dugn- aður og samviskusemi, að settu marki. Þegar Einar nam gagnfræðin fannst honum og öðrum félögum hans í skólanum skorta „Gagn- fræðaskólamót í hestamennsku“, haldin voru mót í öllu öðru. Leit- uðu þeir þá til mín um aðstoð. Samdi ég þá reglur um sérstaka þrígangs- og hraðkeppni og fór fyrsta Gagnfræðaskólamót hér- lendis fram á Selfossi. Voru mót þessi haldin í nokkur ár eða þang- að til LH fór að taka til í sínum ranni. Þannig var áhuginn og Einar jafnan fremstur meðal jafningja. Mikil eftirsjá er að Einari, manni á besta aldri, sem átti svo mikið eftir að gera hestamennsk- unni til góða. Hann hafði mikla og góða hæfileika til að miðla og fræða okkur hin. Ég geymi góðar minningar um mætan dreng og þau kynni sem við áttum saman. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég Svanhvíti og börnum, móður, systkinum og öðrum vandamönnum. Steingrímur Viktorsson. Látinn er heiðursmaðurinn og hestamaðurinn Einar Øder Magnússon eftir erfiðan sjúk- dóm. Kynni okkar og Einars hafa varað í langan tíma og hafa helst snúið að hestamennsku, hvort heldur í félagsmálum, daglegu amstri hestamennskunnar eða landsliði Íslands í hestaíþróttum en þar voru okkar kynni mest og náin. Einar Øder var einn af helstu máttarstólpum landsliðsins í hestaíþróttum með störfum sín- um hvort heldur sem knapi, þjálf- ari eða liðsstjóri en þar tók hann við af Sigurði Sæmundsyni eftir farsælt samstarf þeirra auk Haf- liða Halldórssonar. Helstu kostir Einars voru næmi hans á menn og hesta en þessi kostur hans átti þátt í fjölmörgum sigrum lands- liðsins til margra ára. Einar skipaði sess meðal bestu þjálfara í hestaheimi Íslands. Það var gaman að fylgjast með þegar knapar sem Einar aðstoðaði fögnuðu sigri eftir góðan árangur í keppni, hversu náin tengsl og vinátta mynduðust á milli Einars og þeirra. Með störfum sínum sem reiðkennari og við fræðslu hefur Einar með næmi á menn og hesta sett mark sitt á reið- mennsku á Íslandi og víða um heim á löngum ferli sínum. Félagsmál voru Einari ávallt kær og lagði hann þar margt til málanna og var mikið í mun að standa vörð um félagskerfið, hestamannafélögin og önnur þau félög sem störfuðu að framgangi hestamennskunnar hvarvetna í heiminum. Einar hefur unnið til fjölmargra verðlauna á öllum sviðum hestamennskunnar á landsmótum. Þar bar hæst sigur hans í B-flokki gæðinga á hest- inum Glóðafeyki, Íslandsmótum, Norðurlandamótum og heims- meistaramótum auk fjölmargra viðurkenninga, t.d. heiðursviður- kenningar LH., gullmerkis félags tamningamanna, sem segir margt um hann og hans störf. Viljum við þakka fyrir að hafa kynnst Einari og hans mannkost- um í leik og starfi um leið og við vottum Svanhvíti, Hildi, Dagmar, Magnúsi, Hákoni og fjölskyldu hans samúð okkar. Kærleikskveðja frá samstarfs- félögum Bjarnleifur Bjarnleifs- son, Sigurður Sæmunds- son, Hafliði Halldórsson. Nú er ein af hetjum okkar Sleipnismanna gengin um garð allt of fljótt eftir harða baráttu við krabbamein. Einar Øder gekk ungur í Hestamannafélagið Sleipni og byrjaði að sýna hross strax sem unglingur og vakti fljótt athygli fyrir sýningar á hrossum úr eigu þeirra feðga. Stóra frumraun Einars var þegar hann sýndi Leiru frá Þingdal í kynbótadóm á Landsmóti á Þing- völlum 1978, þá fór ferillinn fyrir alvöru af stað. Hann sló í gegn á Landsmótinu 1986 á Hellu þegar hann vann A-flokk gæðinga á Júní frá Syðri-Gróf, auk þess að sýna nafnkunna stóðhesta svo sem Otur og Kjarval frá Sauðar- króki. Einnig vann Einar Sleipn- isskjöldinn á Murneyrum í nokk- ur skipti á Mími sem var í eigu föður hans og úr þeirra ræktun. Einar starfaði alla tíð að málum íslenska hestsins bæði innan- lands og utan og var hann góður sendiherra hvar sem hann fór. Hvort sem var í reiðkennslu eða sýningum þar sem hann vann til margra Norðurlandameistara- titla. Einar varð síðan fyrsti knapinn til að vinna bæði A og B flokk gæðinga á Landsmóti þeg- ar hann sýndi hest sinn Glóða- feyki frá Halakoti og vann til sig- urs í B-flokki á LM 2012 í Víðidal. Það var síðan mikill heiður fyrir undirritaðan að fá að gera Einar að heiðursfélaga Sleipnis á af- mælishátíð okkar Sleipnismanna sl. haust þar sem 340 gestir hylltu Einar og þökkuðu hans framlag til Íslenska hestsins. Megi minn- ing Einars lifa. Fyrir hönd Sleipnis votta ég Svönu, Hildi, Magnúsi, Dagmar og Hákoni samúð okkar Sleipnismanna. F.h Hestamannafélagsins Sleipnis, Magnús Ólason formaður.  Fleiri minningargreinar um Einar Øder Magnússon bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG ÁRNADÓTTIR, Uppsölum, Akrahreppi, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks miðvikudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Silfrastaðakirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14. . Árni Bjarnason, Eyþór Árnason, Sigríður H. Gunnarsdóttir, Elín Sigurlaug Árnadóttir, Rúnar Jónsson, Drífa Árnadóttir, Vigfús Þorsteinsson, Anna Sólveig Árnadóttir, Steinarr Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA VIKTORÍA HÖGNADÓTTIR, Kambahrauni 6, Hveragerði, sem lést miðvikudaginn 18. febrúar, verður jarðsungin frá Stóra-Dalskirkju undir Eyjafjöllum laugardaginn 28. febrúar kl. 15. . Brynjólfur S. Hilmisson, Hulda Vigdís Brynjólfsdóttir, Eyþór Gunnar Gíslason, Árni Ágúst Brynjólfsson, Jóhanna Katrín Jónsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG JÓNASDÓTTIR, Laufskálum 6, Hellu, sem lést sunnudaginn 15. febrúar, verður jarðsett frá Oddakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 28. febrúar kl. 11. . Óskar Jónsson, Dóra Sjöfn Stefánsdóttir, Ágústa Jónsdóttir, Hreiðar Hermansson, Anna Jónsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA MAGNÚSDÓTTIR frá Kleifum, lést þriðjudaginn 17. febrúar á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 2. mars kl. 13.30. . Sigrún S. Baldursdóttir, Ásgeir Þórhallsson, Borghildur R. Baldursdóttir, Gunnbjörn Jensson, Guðrún Í. Andrésdóttir, Sveinn Egilsson, Magnús H. Baldursson, Eyrún Magnúsdóttir, Jóhann S. Baldursson, Íris Jóhannsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA RÖGNVALDSDÓTTIR frá Hóli í Svarfaðardal, lést mánudaginn 23. febrúar á heimili aldraðra Dalbæ, Dalvík. Útför hennar fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 13.30. . Súsanna Friðbjörnsdóttir, Júlíus T. Steingrímsson, Rögnvaldur S. Friðbjörnsson, Guðríður Ólafsdóttir, Atli Friðbjörnsson, Halla S. Karlsdóttir, Sólborg Friðbjörnsdóttir, Sigurður S. Alfreðsson, Soffía I. Friðbjörnsdóttir, Teitur Gylfason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.