Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 2 VIKUR Á TOPPNUM! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxusMargrét Elísabet Ólafsdóttir, dokt-or í list- og fagurfræði, flytur í kvöld, fimmtudag, klukkan 20, fyr- irlestur um myndlist Corys Arc- angel í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Í fyrirlestrinum verður skyggnst inn í hugmyndaheim listamannsins. Arcangel sló í gegn upp úr síðustu aldamótum. Hann hafði notað for- ritun í listsköpun sinni í nokkurn tíma og vakti svo athygli fyrir verk- ið „Super Mario Clouds“ sem er byggt á Nintendo tölvuleik. Að- gangur á fyrirlesturinn er ókeypis. Fyrirlestur um list Cory Arcangel Nýmiðlalist Eitt verka Arcangel, „Subway, @Heart-Denmark“, 2014. Jóel Pálsson saxófónleikari býður gítarleikurunum Guðmundi Péturs- syni og Hilmari Jenssyni í það sem þeir kalla „tónlistarlegan trekant“ í Mengi í kvöld. Hefja þeir leik klukkan 21. Efnisskráin verður handahófskennd en þeir segja gesti mega búast við „klóri, strokum, ýlfri og stunum frá félögunum þar sem togast á frjáls leikur og meitl- aðar fyrirskipanir“. Þríhyrningur spila- manna í Mengi Blásarinn Jóel Pálsson býður tveimur gítarleikurum upp í hljóðfæraleik. Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is Daybreak, nýr geisladiskur saxó- fónleikarans Sigurðar Flosasonar og danska Hammond-orgelleik- arans Kjeld Lauritsen var nýlega kynntur á útgáfutónleikum í Kaup- mannahöfn en hann var hljóðrit- aður þar í borg í september síðast- liðnum. Auk þeirra félaga leika á plötunni þeir Jacob Fischer á gítar og Kristian Leth á trommur. Þá héldu Sigurður og Lauritzen einn- ig útgáfutónleika á Kex Hosteli. Diskurinn fylgir í kjölfar disks- ins Nightfall, sem kom út árið 2013 og hlaut góðar viðtökur bæði hér á landi og í Danmörku. Út- nefndi vefritið Jazznyt í Danmörku hann til að mynda sem einn af tíu bestu djassdiskum sem komu út í Danmörku það ár. Að sögn Sigurðar er diskurinn rökrænt framhald af fyrra sam- starfi hans við Lauritzen en þeir hafa nú unnið saman undanfarin þrjú til fjögur ár. „Við gerðum Nightfall fyrir tveimur árum og hann gerði það gott, fékk góða dóma og seldist líka ansi vel ef miðað er við almenna diskasölu í heiminum. Okkur og útgefend- unum fannst því kjörið að gera meira og er nýi diskurinn því eins konar framhald af þeim fyrri,“ segir Sigurður. Alþjóðlega djassútgáfufyrirtækið Storyville, sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn, gefur út plötuna og hefur samstarfið gengið vel að sögn Sigurðar en Storyville gaf einnig út plötu með Kaup- mannahafnarkvartetti Sigurðar, The Eleventh Hour. Afslappaðir tónar Innblástur nýju plötunnar, Day- break, er sóttur í þá tónlist sem djasstónlistarmenn kunna að spila eftir tónleika, þegar áhorfendur eru farnir. „Þetta er áframhald af fyrri disknum en gerist enn síðar um nóttina. Þetta er tónlist sem maður getur ímyndað sér að tón- listamenn spili þegar áhorfend- urnir eru farnir heim og þeir spila fyrir sjálfan sig. Þar er enginn að sýna sig eða í samkeppni við aðra. Tónlistin er því nokkuð afslöppuð og hefur mildara yfirbragð en margir aðrir djassdiskar,“ segir Sigurður. Unnið er með hina margreyndu og traustur „amerísku söngbók“ á disknum. Að sögn Sigurðar er ótæmandi efni að finna í sjóði klassískra bandarískra lagahöf- unda og alltaf hægt að finna nýja fleti á lögunum. „Þarna er gríð- arlegur fjöldi laga sem hefur orðið til á undanförnum áratugum svo það er endalaust hægt að kafa of- an í hana. Mörg þessara laga koma úr söngleikjum og kvikmyndum, en einhver eru gömul dægurlög,“ segir hann. Viðtökurnar góðar Sigurður segir ómögulegt að segja til um hvort seinni platan nái sömu vinsældum og sú fyrri. Þó hafi þeir félagar fengið góðar við- tökur við nýju lögunum á tónleik- unum á Kex Hosteli á dögunum og þar á undan í Danmörku. „Fólk hefur sýnt okkur og plötunni áhuga svo það er góð vísbending um að við séum að gera eitthvað rétt. Við erum að minnsta kosti ánægðir með plötuna,“ segir Sig- urður. Sigurður er með mörg járn í eldinum þessa dagana, eins og endranær, en hann starfar sem kennari við Listaháskóla Íslands auk þess sem hann sinnir ýmsum verkefnum á sviði tónlistar. Und- anfarin ár hefur hann starfað mik- ið í Danmörku með tónlistarfólki þaðan, líkt og Lauritzen og djass- söngkonunni Cathrine Legardh. Tónarnir eftir að áhorfendur fara heim  Ný plata Sigurðar Flosasonar og Kjeld Lauritsen, Daybreak, komin út  Fyrri platan hlaut lof gagnrýnenda Morgunblaðið/Golli Djassspuni Félagarnir Sigurður og Lauritzen á útgáfutónleikum sínum í Kex Hosteli, studdir Andrési Þór Gunn- laugssyni á gítar og Einari Scheving á trommur. Á plötunni leika þeir klassísk lög úr „amerísku söngbókinni“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.