Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Lögreglan þarf að geta hafið rann- sókn, þrátt fyrir að ekki sé rök- studdur grunur um tiltekið brot. Það þurfa eftir sem áður að vera sterkar vísbendingar og öllum úrræðum sem beitt verður, sem þarf úrskurð til, verður eftir sem áður beint til dóm- ara,“ segir Ásgeir Karlsson, yfir- maður greiningardeildar Ríkislög- reglustjóra, um þörf á fyrirbyggjandi rannsóknarheimildum til þess að berjast gegn hugsanlegri hryðju- verkaógn hér á landi. Eins og fram kom í skýrslu greiningardeildar Rík- islögreglustjóra hefur hættustig vegna hryðjuverkaárása verið aukið úr því að vera lágt í að vera í með- allagi. Þar kemur meðal annars fram að lögregluna skorti heimildir til rannsókna. „Við viljum að þröskuld- urinn verði lækkaður um það hvenær má hefja rannsókn. Lögreglan hefur kannski vitneskju um að tiltekinn maður hafi áhuga á því að fremja af- brot en ekki rökstuddan grun um að hann ætli að gera það eða að und- irbúningur sé hafinn og þá fer lög- regla ekki af stað í núverandi fyr- irkomulagi,“ segir Ásgeir. Þekkja ekki umfangið Í skýrslunni segir m.a. að víga- menn frá Norður-Ameríku hafi farið um Ísland á leið til eða frá þátttöku í bardögum í Mið-Austurlöndum í nafni Ríkis íslams. „Við þekkjum ekki umfangið en við þekkjum dæmi um það að menn hafi farið hér í gegn,“ segir Ásgeir. Í skýrslunni segir jafnframt að lög- reglan búi yfir upplýsingum þess efn- is að hér á landi búi einstaklingar sem hún telur hættulega samfélag- inu. Viðkomandi hafi bæði löngun og getu til þess að fremja voðaverk. Spurður segir Ásgeir að þetta sé ekki nýtilkomin vitneskja. „Þetta eru ekki margir einstaklingar og ég get ekki fullyrt um fjöldann, enda skortir okk- ur upplýsingar um þá,“ segir Ásgeir. Hann vill ekki gefa upp hvernig upp- lýsingar um þessa einstaklinga komu inn á borð lögreglu en segir þó að Europol sé með skrá yfir möglega vígamenn sem stofnunin hóf nýlega að taka saman. „Hægt er að leita upplýsinga um þá og spyrjast fyrir í gagnagrunni,“ segir Ásgeir. Huglægt hættumat Eins og fram kemur í skýrslunni eru fjögur hættustig þegar kemur að hryðjuverkaógn. Að sögn Ásgeirs byggist breytt hættustig á huglægu mati. „Þetta er byggt á stöðu hér inn- anlands og stöðunni í heimsmálunum. Það er ekki síst vegna stöðu í heims- málum sem við erum að gera þetta samhliða þróun mála hérna innan- lands,“ segir Ásgeir. Starfsfólk hafi ekki þekkingu Að sögn Ásgeirs er það hans reynsla að fólk þurfi að framvísa skil- ríkjum við flugmiðakaup en allur gangur er á því hvort hælisleitendur séu með skilríki meðferðis við komu til Íslands. „Þó að ekki sé almenn vegabréfaskoðun innan Evrópu vegna Schengen þá þarftu samt að sýna einhverja staðfestingu á því að þú sért sá maður sem er að ferðast. Svo er hins vegar annað mál hvort starfsfólk sem er í afgreiðslunni hef- ur þekkingu eða möguleika á því að kanna hvort viðkomandi skilríki eru fölsuð eða ekki,“ segir Ásgeir. Vilja lægri þröskuld til að geta hafið rannsókn  Nóg verði að hafa órökstuddan grun um tiltekið brot Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríkislögreglustjóri Greiningardeild telur þörf á auknum heimildum til rann- sókna án þess að rökstuddur grunur liggi fyrir um glæpsamlega háttsemi. Að sögn Þorsteins Gunn- arssonar, staðgengils forstjóra hjá Útlendingastofnun, er allur gangur á því hvort hælisleit- endur komi hingað til lands með eigin vegabréf, séu skilríkjalaus- ir eða séu á fölsuðum skilríkjum. Hann segir það afar sjaldgæft að ósamvinnuþýðir hælisleitendur komi til landsins. „Langsamlega stærsti hluti hópsins sem við er- um að þjónusta, hér hjá okkur, er friðsemdarfólk og engum til ama. En eins og í öllum öðrum hópum eru skemmd epli inni á milli, eða einstaklingar sem eiga um sárt að binda. Það er eitt- hvað um sjálfskaðandi hegðun og upp hafa komið mjög sorgleg tilfelli eins og þegar hælisleit- andi tók eigið líf í Reykjanesbæ og hungurverkföll. Við höfum reynt að leysa þessi mál með fé- lagslegum úrræðum sveitarfé- laga og sálfræðingum,“ segir Þorsteinn. Flestir frið- elskandi fólk FÁIR ÓSAMVINNUÞÝÐIR Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Ótíðin í vetur hefur haft áhrif á ferðir erlendra ökumanna á bílaleigubílum líkt og aðra öku- menn í umferðinni. Dæmi eru um að ferðamenn hafa orðið að skilja bílana eftir, fasta í snjó- sköflum, í miðjum sandstormi og með brotnar rúður. Þá hafa bílarnir fyllst af snjó og verið sandblásnir og hægara sagt en gert að hreinsa þá. Einna versta veðurskotið í vetur kom sl. sunnudag en þá lentu erlendir ferðamenn í hrakningum á Sólheimasandi; í hávaðaroki, sandbyl og skafrenningi. Færri bílar velta en áður Samkvæmt upplýsingum frá bílaleigunni Hertz skemmdust þrír bílar á þeirra vegum; einn fór út af veginum og í tveimur brotnuðu rúður. Sigfús B. Sigfússon, framkvæmdastjóri Hertz, segir veturinn að öðru leyti hafa verið óhappalítinn, þrátt fyrir leiðindatíðarfar og mikil viðskipti með bílaleigubílana. Eins og gef- ur að skilja eru fjórhjóladrifnu bílarnir eftir- sóttastir og smábílarnir að jafnaði teknir í styttri ferðir. „Það hefur komið okkur á óvart hvað vet- urinn hefur gengið vel miðað við hvað margir eru á ferðinni. Það hefur aldrei verið jafn mikið að gera yfir vetur og nú. Annars er tvennt ólíkt með þessa nýju bíla í dag miðað við hérna áður, þegar kannski 20-30 bílar ultu yfir sumarið. Síðasta sumar valt varla bíll frá okkur þó að þeir séu orðnir margfalt fleiri en í gamla daga,“ segir Sigfús og vísar til þess að nýir bílar séu með gott stöðuleikakerfi, skrið- og spólvörn. Helst er að framrúður í bílaleigubílum hafi ver- ið að brotna á vegum úti, einkum að sumarlagi. Sigfús segir auknar forvarnir ferðaskrifstofa og bílaleiga einnig hafa skilað sér í minni slysa- tíðni hjá ferðamönnum á bílaleigubílum hér á landi. Ökumenn séu vel upplýstir um ástand vega og vetrarakstur. Þannig hafi Hertz látið prenta bæklinga á fjölda tungumála, m.a. hebr- esku. Biðu skelkaðir eftir björgun Bílar frá Bílaleigunni Höldi fengu einnig að kenna á veðurhamnum á Sólheimasandi. Í einu tilviki brotnaði hliðarrúða í Toyota RAV4 bíl og urðu skelkaðir ferðamennirnir að bíða dágóða stund í bílnum þar til björgunarsveitir komust á vettvang fyrir hvassviðrinu. Bíllinn var skil- inn eftir og fylltist af snjó. Það tók sinn tíma fyrir starfsmenn Hölds að hreinsa bílinn þegar honum var komið suður til Reykjavíkur. Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hölds, segir veðrið í vetur vissu- lega hafa sett strik í reikninginn, bæði vegna ófærðar á landi og í lofti. Innanlandsflugið hafi gengið brösuglega og ferðamenn í nokkrum til- vikum orðið að aflýsa bókun eða fresta. „Blessunarlega höfum við sloppið vel við tjón, enda mikið lagt upp úr forvörnum, en vissulega hafa orðið nokkur óhöpp,“ segir Steingrímur og telur að tilvikið með RAV-inn á Sólheimasandi sé eitt versta tilvikið. Með brotnar rúður og fullir af snjó  Erlendir ferðamenn lentu í hrakningum á Sólheimasandi  Rúður brotnuðu í bílaleigubílunum og þeir fylltust af snjó  Tjón þó verið óverulegt í ótíðinni í vetur miðað við mikið annríki hjá bílaleigum Ljósmynd/Höldur Skott Séð inn í snjófyllt skott á Toyota-jepplingi frá Höldi, sem skilinn var eftir á Sólheimasandi með brotna hliðarrúðu. Far sést eftir ferðatöskurnar. Ljósmynd/Hertz Snjór Suzuki-jepplingur frá Hertz snjóugur að innan. Ferða- menn hafa skilið bíla eftir, fasta í snjósköflum. „Við ætlum nú að vinna saman og mynda kröfugerðina í sameiningu,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sem er eitt þeirra félaga sem tekið hafa höndum saman með öðrum landssamböndum og félögum iðnaðarmanna í komandi kjaravið- ræðum við Samtök atvinnulífsins (SA). „Við teljum að það verði meiri slagkraftur í okkur saman,“ segir Hilmar um samstarfið og bætir við að áherslur félaganna séu svipaðar. Einnig verði rætt í þessum hópi hvernig kröfum þeirra verði best fylgt eftir. Að samkomulaginu standa, ásamt Samiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag bókagerðarmanna, MATVÍS, Félag hársnyrtisveina og VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Eru félögin alls með um 18.000 fé- lagsmenn á sínum snærum. Vinnufyrirkomulagið úrelt Iðnaðarmenn vilja að launakerfi þeirra verði endurskoðað með það að markmiði að dagvinnulaun dugi til framfærslu. Næst sú krafa meðal annars með því að auka framleiðni og stytta vinnutíma. Núverandi launa- kerfi byggist á lágum grunnlaunum sem neyðir launamenn til að halda uppi afkomu sinni með mikilli yfir- vinnu, eins og fram kemur í tilkynn- ingu sem félögin sendu frá sér í gær. Þá leggja iðnaðarmenn áherslu á að þörf sé á nýliðun í greinunum en nú- verandi vinnufyrirkomulag sé úrelt og hafi skapað starfsumhverfi sem höfði ekki til ungs fólks. „Upp úr hruni hefur komið fram ákveðið vandamál með nýliðun. Erfitt er að komast á samning og okkar fólk hefur verið að leita utan til að sækjast eftir betri launum og vinnutíma,“ segir Hilmar uggandi yfir ástandinu. Iðnaðarmenn geri því einnig kröfu um fjölskylduvænt samfélag þar sem jafnvægi sé á milli vinnutíma og einkalífs. Þá telja félögin einkar brýnt að unnið verði að fyrirbyggjandi að- gerðum til að koma í veg fyrir fé- lagslegt undirboð á íslenskum vinnu- markaði og komið verði á víðtækara vinnustaðaeftirliti. „Við teljum alla- vega að ef við náum okkar markmið- um þá sé það bæði atvinnurekanda og launþega til góða.“ laufey@mbl.is „Meiri slagkraftur í okkur saman“  Iðnaðarmenn saman í kjaraviðræðum Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi Fljótshlíð, föstudaginn 20. mars 2015 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skal hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 24. febrúar 2015. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.