Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Stockfish - evrópsk kvikmyndahátíð í Reykjavík Nýjasta verk Jean-LucsGodards, þrívíddar-myndin Bless tungumál,er árás á skynfærin. Ólátabelgur fransks bíós er orðinn 84 ára og er meiri óhemja en nokkru sinni. Snemma í myndinni segir að sá, sem skortir ímyndunarafl, leiti skjóls í raunveruleikanum. Godard leitar hvergi skjóls. Í Bless tungumál ægir öllu saman. Myndavélin stekkur til og frá, klipp- ingar höktandi, skorið á miðjar setn- ingar og byrjað aftur. Þrívíddar- tæknin er notuð með óvenjulegum hætti og mun Godard hafa farið óhefðbundnar leiðir við tökur. Stundum er tækninni beitt til að rugla áhorfandann. Myndavélarnar fylgja hvor sinni manneskjunni, konu og karli, í sama atriði. Ef bæði augu eru opin leggst hver myndin yfir aðra, en með því að loka öðru auganu og síðan hinu sést sín hvor myndin, ýmist konan eða karlinn. Ýmsar gerðir tökuvéla eru not- aðar, náttúrusenur með skærlitum blómum, tæru vatni og gróskumikl- um skógi skiptast á við tökur í rökkvuðum herbergjum og glefsur úr sögulegum myndum og atriði úr gömlum bíómyndum. Godard, sem byrjaði að sprengja upp kvikmynda- formið í fyrstu og frægustu mynd sinni, À bout de souffle, sem þýðir lafmóður og þýtt er Andköf í dag- skrá Skreiðarhátíðarinnar, sýnir í sinni nýjustu mynd, 55 árum síðar, að formið er síður en svo tæmt. Áhorfandinn verður að geta sér til um atburðarásina, ef hún verður þá greind án leiðarvísis. Fyrir ber ber pör, tvö misber pör, sem gætu þó eins verið sama parið, sama sagan sögð tvisvar og þó ekki sögð. Í báð- um tilvikum segist karlinn vera til þjónustu reiðubúinn. Æfur Þjóðverji fer um og veifar skammbyssu. Er hann kokkálaður eiginmaður? Er framið morð? Nokkur atriði gerast á baðher- bergi. Karlinn situr á klósettinu og gengur örna sinna. Búkhljóð kveður við og drundrímurnar verða til þess að einn áhorfandi í salnum gleymir sér og flissar. Hinir þegja. Konan talar um ójafnrétti. Maðurinn segir að í saurnum séu allir jafnir. Hundur er í aðalhlutverki, Roxy Miéville heitir hann og ber sama eft- irnafn og kona Godards (ábending frá Haraldi Jónssyni). Hundurinn fékk hundapálmann til hliðar við kvikmyndahátíðina í Cannes, mynd- in sjálf verðlaun dómnefndar, aðrir fengu gullpálmann. Myndavélin fylgist með hundinum og sýnir heim- inn með augum hundsins. Vitnað er í Darwin um að hundurinn sé einn um að elska aðra meira en sjálfan sig. Inn í hina brotakenndu sögu koma vísanir í Sovétríkin og Þýskaland nasismans. Maður situr við borð undir berum himni og veifar Solsé- nitsín, skömmu síðar tilvitnun í franska heimspekinginn Jacques El- lul frá 1945 um að Hitler hafi „tekist allt sem hann sagðist ætla að gera“. Svo birtast Byron, Mary Shelley og Percy Bysshe Shelley við Genfar- vatn. Nafn Frankensteins er párað á blað svo ískrar í; rödd hvíslar að sleppa eigi ófreskjunni lausri og eft- ir það verði ekkert samt. Það er ekki hægt að þykjast skilja Bless tungumál og þó er myndin ekki óskiljanleg. Er myndin rusl eða snilld? Ein stjarna eða fimm? Er hægt að dæma mynd án þess að botna í henni? Um miðbik myndar stendur maður upp og gengur út. Hann hafði verið svo óforsjáll að planta sér í miðjan bekk þannig að allir taka eftir. Undir lok myndar gengur annar út. Hann hefði eins getað þraukað, svo lítið er eftir, nema þetta hafi verið yfirlýsing. Aðrir sitja sem fastast. Godard sagði einhvern tímann að allar sögur hefðu upphaf, miðju og endi, þó ekki endilega í þessari röð. Hér er hann orðum sínum trúr. Í lok myndar er listi hugsuða og skálda, sem vitnað er til í myndinni, sem virðist snúast um að slengja fram öllu því, sem vakið hefur Godard til umhugsunar. Það er kannski efni í gestaþraut að tengja tilvitnanirnar höfundunum. Þegar skammt er eftir segir kona á skjánum að brátt munum við öll þurfa túlk – til að skilja það sem kemur úr eigin munni. Það hvarflar ugglaust ekki að Godard að verða sá túlkur, en hann varaði okkur við. Því má þó bæta við að á frummálinu heitir myndin Adieu au langage og í Sviss merkir adieu bæði halló og bless. Kannski er ekki alveg útséð um tungumálið og merkinguna. Brátt þurfum við öll túlk Málleysingi Hundurinn Roxy kemur mikið fyrir í mynd Godards, eina dýrið sem elskar aðra meira en sjálft sig. Bíó Paradís Bless tungumál bbbnn Leikstjóri: Jean-Luc Godard. Leikarar: Héloïse Godet, Kamel Abdeli, Richard Chevallier, Zoé Bruneau, Jessica Er- ickson og Christian Grégori. Frakkland, 2014. 70 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Zhang Zili (Liao Fan) erlögreglumaður í norður-hluta Kína sem er falið aðrannsaka dularfullt morð- mál þegar líkamshlutar fara að birtast í kolageymslum víða um héraðið. Þegar kemur að því að handtaka þann sem grunaður er um verkið tekst ekki betur til en svo að félagar Zhangs eru skotnir til bana og sjálfur endar hann á sjúkrahúsi. Málið virðist vera leyst en ferill Zhangs í lögreglunni er á enda. Fimm árum síðar er Zhang ör- yggisvörður í verksmiðju, búinn að bæta á sig tuttugu kílóum og hann nærist einna helst á áfengi. Þegar hann fyrir tilviljun rekst á gamlan félaga sinn úr löggunni kemst hann að því að tvö lík til viðbótar hafa fundist í bútum og að eina teng- ingin á milli þeirra allra er ekkja fyrsta fórnarlambsins, leikin af Gwei Lun-Mei. Staðráðinn í að bæta upp fyrir fyrri mistök verður Zhang heltekinn af ekkjunni en ekki er allt sem sýnist. Black Coal, Thin Ice hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og vann hún m.a. Gullbjörninn í Berlín í fyrra, mörgum að óvörum. Í grunninn er myndin hálfgert ástarbréf leikstjór- ans til gamalla rökkurmynda (film noir) og tikkar í öll boxin með and- hetju, klækjakvendi, vanhæfum lög- reglumönnum o.s.frv. Helsti kostur myndarinnar er andrúmsloftið sem hún skapar. Engin tónlist er í myndinni nema hún tilheyri bakgrunninum sem gerir sumar senur hennar nánast draumkenndar, þar sem vægast sagt lélegt kínverskt iðnaðarpopp hljómar í bland við vínarvalsa eftir Strauss. Liao Fan og Gwei Lun-Mei standa sig með mikilli prýði í hlut- verkum sínum sem einkaspæjarinn og ekkjan, líkt og Yu Ailei sem leik- ur félaga Zhangs úr lögreglunni. En þó segja megi margt gott um myndina eru einnig á henni tölu- verðir gallar sem draga hana niður. Söguframvindan er til að mynda nokkuð ruglingsleg og tekur nokk- ur stökk sem engin rökrétt leið er á milli. Má hugsanlega skrifa það á þá staðreynd að um 40 mínútur hafa verið klipptar úr upprunalegri útgáfu myndarinnar. Þá er loka- atriði myndarinnar í senn stór- fenglegt og stórfurðulegt, sem dregur úr áhrifamætti þess. Black Coal, Thin Ice er því áhugaverð mynd um margt og fróð- leg viðbót í flokk svonefndra noir- mynda, sem skortir aðeins herslu- muninn til þess að geta talist skylduáhorf. Ást, glæpur og refsing í Alþýðulýðveldinu Rökkur „Í grunninn er myndin hálfgert ástarbréf leikstjórans til gamalla „film noir“-mynda.,“ segir m.a. í gagnrýni um Black Coal, Thin Ice. Bíó Paradís Black Coal, Thin Ice bbbmn Leikstjóri og handrit: Diao Yinan. Aðal- hlutverk: Liao Fan, Gwei Lun-Mei, Wang Xuebing, Yu Ailei. Kína, 2014. 106 mín. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Minnisvarði (Aðalsalur) Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 27/3 kl. 20:00 Mið 11/3 kl. 20:00 Sun 22/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Mið 25/3 kl. 20:00 Hrikalegir (Aðalsalur) Fös 27/2 kl. 21:00 Lau 28/2 kl. 21:00 Eldbarnið (Aðalsalur) Sun 1/3 kl. 14:00 Sun 8/3 kl. 14:00 SÍÐUSTU SÝNINGAR Skepna (Aðalsalur) Sun 1/3 kl. 20:00 AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING Minningartónleikar Elísabetar Sóleyjar (Aðalsalur) Fim 26/3 kl. 20:00 Björt í sumarhúsi (Aðalsalur) Lau 28/2 kl. 15:00 Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Mið 29/4 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 28/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fim 12/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Fim 26/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið) Fim 26/2 kl. 20:00 5.k. Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk Öldin okkar –★★★★★ , S.J. Fbl. Billy Elliot – Frumsýning 6. mars! Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.