Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Þann 20. febrúar sl. birtist í Mbl. grein sem ber heitið „Gagn- rýni á Hæstarétt“ eft- ir Gunnar Hrafn Birg- isson, sem titlar sig áhugamann um réttar- far, þótt annað en áhugi á réttarfari búi að baki greinarskrif- unum hans við nánari athugun. Í byrjun greinarinnar og í lok hennar tekur greinarhöfundur upp ómaklega gagnrýni á dómara Hæstaréttar, eftir öðrum hafða, og er ljóst, að með því ætlar hann að skjóta stoðum undir gagnrýni sína á Hæstarétt sem á eftir fer, meðvit- aður um það, að dómararnir munu ekki svara fyrir sig. Síðar í grein- inni kemur greinarhöfundur að því sem liggur honum greinilega á hjarta, þegar hann vitnar í hæsta- réttarmálið nr. 603/2013, sem á að mati hans að vera dæmi um slakleg vinnubrögð Hæstaréttar. Finnur hann að tvennu. Annar vegar að dómurinn hafi látið það viðgangast að dómsorð héraðsdóms hafi verið lesið upp án þess að aðilum málsins hafi verið tilkynnt um dómsuppsög- una, en sú staðreynd hefði að sjálf- sögðu ekki breytt neinu um nið- urstöðu málsins. Hins vegar finnur hann að því, að Hæstiréttur hafi ekki samþykkt beiðni lögmanns hans að fá að fara í frí á ákvörðuðum degi að- almeðferðar málsins, en eins og lögmenn þekkja, þá er þeim til- kynnt með mjög ríf- legum fyrirvara, hve- nær viðkomandi áfrýjunarmál verði flutt. Þar fyrir utan geta lögmenn áætlað með nokkuð mikilli ná- kvæmni, hvenær búast megi við að mál þeirra verði flutt miðað við málaskrá Hæstaréttar. Enda þótt dómarar réttarins séu alla jafnan liðlegir að taka tillit til óska lög- manna um breyttan málflutnings- dag, þá hljóta þó að vera einhver takmörk á því, hvað rétturinn geti samþykkt að hringla með málflutn- ingsdaga, sem löngu fyrr hafa verið ákvarðaðir, jafnvel þótt viðkomandi lögmanni finnist hann þurfa að gera eitthvað fyrir sig og taka sér langt frí á miðri vertíð. Það að lögmað- urinn fékk ekki samþykki réttarins til að breyta málflutningsdeginum en fór samt í frí, þannig að útvega þurfti annan lögmann, verður tilefni fyrir greinarhöfund til að hallmæla þremur nafngreindum dómurum Hæstaréttar, sem dæmdu í þessu tilgreinda máli og draga í efa hlut- leysi þeirra og hæfi til að dæma í málinu. Strax við lestur þessarar greinar Gunnars Hrafns Birgissonar varð mér ljóst, sem ótengdur aðili, að eitthvað annað bjó að baki grein- arskrifum hans en meintur áhugi hans á réttarfari. Með því að lesa þennan hæstaréttardóm, sem hann vitnar í og kynna mér bakgrunninn, þá kemur í ljós að greinarhöfundur er eiginmaður stefnandans í þessu dómsmáli í héraði og áfrýjandans fyrir Hæstarétti og hafði því beina fjárhagslega hagsmuni af nið- urstöðu málsins. Mál þetta snerist um erfðamál, þar sem stefnandi gerði kröfu um ómerkingu erfða- skrár, en því var hafnað bæði í hér- aði og Hæstarétti og má orða það beint út, að málið gjörtapaðist fyrir eiginkonu greinarhöfundar. Enginn arfur og enginn aur. Kemur þá væntanlega skýringin á því hvers vegna greinarhöfundur telur þá þrjá nafngreindu dómara Hæsta- réttar, sem dæmdu í málinu hafa verið óhæfa til þess. Fyrst greinarhöfundur er að gefa sig út fyrir að vera áhugamaður um réttarfar, þá spyr maður sig, hvers vegna hann fjalli þá ekki um þau athyglisverðu réttarfarsatriði, sem fram komu í þessum dómi bæði í héraði og Hæstarétti? Niðurstaðan var sú, að málshefjandinn, og síðar áfrýjandi, eiginkona greinarhöf- undar, átti ekki aðild að þessu máli frekar en maðurinn á götunni og var þar af leiðandi ekki talinn hafa svokallaða lögvarða hagsmuni af málshöfðuninni. Vísaði því Hæsti- réttur málinu sjálfkrafa frá héraðs- dómi, enda þótti málið hafa verið höfðað algerlega að þarflausu, sem leiddi til þess að málskostnaður var ákvarður með álagi, svokallaður refsimálskostnaður, og því dæmdur sérstaklega hár. Kemur fram í dómnum að málskostnaðurinn hefði verið ákvarðaður enn hærri, hefðu hinir stefndu strax krafist frávís- unar málsins í upphafi. Ekkert er óeðlilegt við það, að menn verði ósáttir við niðurstöðu dóms, þegar þeir tapa dómsmáli, jafnvel þótt aldrei hefði verið nokk- ur grundvöllur fyrir málshöfð- uninni. Menn eiga samt ekki að koma fram á fölskum forsendum á opinberum vettfangi í formi blaða- skrifa, heldur viðurkenna hvað býr að baki eða bera harm sinn í hljóði. Í þessu tilviki að viðurkenna þá óánægju sína að hafa illilega tapað dómsmáli, í staðinn fyrir að nota tækifærið til þess að hallmæla dóm- urum málsins að tilefnislausu af því að þeir veittu ekki málshefjand- anum brautargengi í málinu og dæmdu honum í vil. Ómakleg gagnrýni Eftir Jónas Haraldsson » Þar fyrir utan geta lögmenn áætlað með nokkuð mikilli ná- kvæmni, hvenær búast megi við að mál þeirra verði flutt miðað við málaskrá Hæstaréttar. Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur. Ég er ein af þeim sem lesa Moggann í tætlur á hverjum einasta morgni. Ég hugsa að ég færi ekki á fætur þann dag sem Mogginn kæmi ekki. Eitt af því sem ég les og fylgist með er ættfræðiþátturinn. Oftar en ekki er fólkið sjálft eða börnin þess glæsi- legt eða flott. Þetta finnst mér alveg fyrir neðan allar hellur, þetta er oft- ast ekki alveg rétt. Vita þeir sem skrifa þessa dálka hvað er flott og hvað er glæsilegt, eða kunna þeir ekki fleiri orð en flott og glæsilegt? Þeir ættu að hætta þessu og eins tek ég eftir að það er alltaf að verða yngra og yngra fólk sem fjallað er um og þá spyr ég, er Mogginn okkar farinn að leggja eldra fólk í einelti og gera það að 0,0 persónum? Eldri kona. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Mogginn góði Morgunblaðið Gott með morgunkaffinu. Það er þekkt að- ferð í mannkynssög- unni að koma sendi- boða válegra tíðinda fyrir kattarnef. Það var gjarnan gert í þöggunarskyni á öld- um áður. Þessi að- ferð dugar ekki árið 2015, til þess eru boðleiðirnar of margar. Engu að síður er þetta aðferðin sem nokkrir einstaklingar tengdir knattspyrnudeild FH hafa reynt gagnvart undirrituðum á síðustu vikum. Fjarri sanni Aðförin að staðreyndum máls- ins hófst með pistli Jóns Rúnars Halldórssonar, formanns knatt- spyrnudeildar FH, á vef stuðn- ingsmanna félagsins þann 12. janúar sl. Þar fjallar hann um nokkur atvik sem áttu sér stað laugardaginn 4. október sl. þegar FH og Stjarnan áttust við í loka- leik Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 2014. Í framhaldi af pistli formanns- ins fékk stuðningsmaður FH, sem varð sér til skammar að þeim leik loknum, langt viðtal í íþróttafréttum Stöðvar 2. Þar gerði hann auma tilraun til að af- saka ofstopahegðun sína. Loks brotlenti fyrrverandi flugstjóri á eftirlaunum í grein um málið í Morgunblaðinu þann 18. febrúar sl. Það sem þessir einstaklingar eiga sammerkt er að bera brigð- ur á skýrslu eftirlitsmanns KSÍ í þessum leik, reyna að telja fólki trú um að fátt athugavert hafi átt sér stað og að skýrslan sé að miklu eða einhverju leyti skáld- skapur. Það er fjarri sanni. Ófullnægjandi öryggisgæsla Undirritaður var eftirlitsmaður KSÍ á leiknum og mat örygg- isgæsluna ófullnægjandi af ýms- um ástæðum. Þær helstu voru: 1) Boltastrákur fékk dós í höf- uðið frá áhorfanda. 2) Boltastrákur fékk hráka í andlitið frá áhorfanda. 3) Áhorfandi réðst að aðstoðardómara, reif af honum flaggið og braut það. KSÍ dæmdi FH til greiðslu fjársektar vegna alvarlegra brotalama á örygg- isgæslunni. Í því samhengi skiptir engu máli hver hend- ir dósunum, hver hrækir og hver hleypur inn á völlinn. Það hefði engu breytt fyrir FH þótt ger- endur hefðu verið erlendir ferða- menn í stuttri Íslandsheimsókn! Ábyrgðin var félagsins sem framkvæmdaaðila leiksins. Ör- yggisgæslan var einfaldlega ónóg. Um þetta atriði er óþarft að þræta. Ofsafengin framkoma Í leikslok þurfti nokkra fíleflda karlmenn til að halda aftur af einum leikmanni FH, sem hugð- ist hjóla í dómarateymi leiksins. Þeir máttu hafa sig alla við, svo æfur var leikmaðurinn. Bæði for- maðurinn í pistli sínum og fyrr- verandi flugstjórinn í grein sinni halda því fram að undirritaður hafi dregið ranga ályktun af ofsafenginni framkomu leik- mannsins. Það sé með öllu ósann- að að hann hafi ætlað að ráðast að dómarateymi leiksins – á það hafi ekki reynt! Sem betur fer reyndi ekki á það, hugsa vonandi flestir og ég hvet fólk til að skoða sjónvarpsupptökur af at- vikinu. Samkvæmt knattspyrnulögum, bæði alþjóðlegum og íslenskum, er ofsafengin framkoma brott- rekstrarsök. Viðkomandi leik- maður gerði sig sekan um mjög ofsafengna framkomu og fékk fjögurra leikja bann fyrir vikið. Hörundslitur leikmannsins skipti nákvæmlega engu máli í þessu samhengi, eins og flugstjórinn fyrrverandi heldur þó fram af fullkomnu smekkleysi í grein sinni. Ofstopi Ég skil ekki enn hvers vegna formaður knattspyrnudeildar FH ákvað að taka upp mál frá liðnu keppnistímabili, rúmum fjórum mánuðum eftir að það átti sér stað. Tilgangurinn virðist sá einn að verja ofstopafulla framkomu nokkurra einstaklinga þennan til- tekna haustdag og hvetja KSÍ til að taka mildar á slíkum málum eftirleiðis. Ég er honum hjartan- lega ósammála og hvet KSÍ til að taka harðar á slíkum tilvikum í framtíðinni, komi þau upp. Of- stopafull hegðun er andstyggð, í hvað mynd sem hún birtist. Ekki meir, ekki meir! Það er alls engan skáldskap að finna í skýrslu eftirlitsmanns um- rædds leiks, einungis stað- reyndir. En hér er prýðilegur skáldskapur: Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir, og Hallgrímur sálugi Pétursson kom til hans og sagði: Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir! Þannig orti snillingurinn Steinn Steinarr og ég geri orð hans að mínum. Ég læt skrifum mínum um þetta mál lokið með þessari grein. Að mínum dómi á pistill Jóns Rúnars Halldórs- sonar, formanns knattspyrnu- deildar FH, fullt erindi inn á borð rúmlega ársgamallar siða- nefndar KSÍ. Knattspyrnuáhugamanna bíður spennandi keppnistímabil. Ósk mín er sú að það verði án of- stopa. Án ofstopa Eftir Braga V. Bergmann Bragi V. Bergmann » Ofstopafull hegðun er andstyggð, í hvað mynd sem hún birtist. Höfundur er fyrrverandi knattspyrnudómari og situr í Dómaranefnd KSÍ. Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.