Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Bandarískir fjölmiðlar hafa að und- anförnu fjallað um nýuppgötvaða veiru, Bourbon-veiruna, sem sögð er bráðdrepandi. Guðrún Sigmunds- dóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá Embætti landlæknis, segir að veiran sé á rannsóknarstigi og að hún sé ekki skilgreind sem heilsuvá. Veiran dregur nafn sitt af Bour- bon-sýslu í Kansasríki í Bandaríkj- unum, en íbúi þar fann skógarmítil á öxl sinni síðasta vor og lést 11 dög- um síðar. Fyrir skömmu komust læknar við háskólasjúkrahúsið í Kansas að þeirri niðurstöðu að nýrri skæðri veirutegund væri um að kenna og hún hefði borist með mítl- inum. Áþekk veira hefur valdið dauðsföllum í Asíu og Afríku, en þetta er í fyrsta skipti sem hennar verður vart á Vesturlöndum. Guðrún segir vel fylgst með skógarmítlum hér á landi, en samkvæmt vef Nátt- úrufræðistofnunar eru þeir að öllum líkindum orðnir landlægir hér á landi. „Bit þeirra valda helst tveimur sjúkdómum; Lyme-sjúkdómi og mítilborinni heilabólgu,“ segir Guð- rún. „Enginn hefur smitast af mítil- bornum sjúkdómi hér á landi svo vit- að sé og Bourbon-veirunnar hefur ekki orðið vart hér.“ Vel fylgst með þróun mála Að sögn Guðrúnar er Bourbon- veiran enn á rannsóknarstigi. „Við erum aðili að alþjóðlegu viðvör- unarkerfi og fáum tilkynningar um það sem talið er heilsuvá. Það er ekki nóg að ný veira greinist til þess að teljast það,“ segir Guðrún. „En við fylgjumst vel með því sem er að gerast.“ annalilja@mbl.is Nýuppgötvuð veira er sögð vera bráðdrepandi Ljósmynd/Erling Ólafsson - ni.is Skógarmítill Hann hefur tekið sér bólfestu hér og veldur sjúkdómum.  Bourbon-veiran berst með mítlum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarstjórn Mosfellsbæjar undir- býr kröfu til atvinnuvegaráðuneyt- isins um að fella niður lögbýlisrétt á eignarlandi bæjarins í þéttbýli. Í öðrum tilvikum hefur verið ákveðið að leita eftir sjónarmiðum rétthafa, svo sem landeigenda og ábúenda til hins sama. Mosfellsbær er gamalt sveita- samfélag en hluti þess hefur breyst smám saman í þéttbýli. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segir að við skoðun embættismanna hafi komið í ljós að enn teldust gamlar bújarðir lögbýli þótt íbúðarhúsin stæðu ein eftir við húsagötur, eins og hver önnur hús. Umræddur listi um lögbýli var skoðaður þegar rætt var um að setja reglur um hænsnahald í þéttbýli. Ákveðið var að skilyrða hænsnahald og leyfisbinda. Ekki mátti hafa hana í hænsnahópnum. Það er í samræmi við reglur ýmissa annarra bæjar- félaga um hænsnahald í þéttbýli. Íbúar í nágrenni við bæinn Suður- Reyki höfðu kvartað undan hanagali sem ónáðaði þá. Kom í ljós að bær- inn er lögbýli og slíkrar reglur geta ekki náð til hans. Nú er unnið að lokafrágangi reglnanna hjá Heil- brigðiseftirliti Kjósarsvæðis. Mismunandi skilyrði Tæplega 20 bæir eru á lista sem lögmaður Mosfellsbæjar hefur tekið saman yfir lögbýli í núverandi eða væntanlegu þéttbýli. Samkvæmt ákvæðum jarðalaga getur atvinnuvegaráðuneytið fellt niður lögbýlisrétt ef eigandi óskar eða ef lögbýli fullnægir ekki lengur skilyrðum til að vera lögbýli, til dæmis vegna þess að það hafi ekki lengur aðstöðu til að stunda land- búnað. Lögmaðurinn telur að Mos- fellsbær geti krafist niðurfellingar lögbýlisréttar þeirra jarða sem á hans landi standa. Þar er um að ræða Álafoss, Hamrafell, Helgafell 1, Láguhlíð, Leirvogstungu, Leir- vogsvatn, Sólheimakotsland og Sól- heima. Gert er ráð fyrir að lögbýlis- réttur umræddra býla verði felldur niður, samkvæmt minnisblaði hans. Ekki er hægt að fella niður ein- hliða lögbýlisrétt á jörðum í eigu Mosfellsbæjar þar sem aðrir eiga rétt, til dæmis ábúendur eða leigu- takar. Á þeim lista eru Hulduhólar, Norður-Reykir 1, Skálatún og Varmaland. Bæjarráð hefur sam- þykkt að láta kanna afstöðu rétthaf- anna til þess að lögbýlisrétturinn verði felldur niður. Hins vegar er ekki hægt að fella niður lögbýlisrétt á jörðum í eigu annarra án samþykkis þeirra. Það síðastnefnda á meðal annars við Suður-Reyki 3 þar sem hanarnir eiga heima. Samkvæmt því verður ekki hróflað við þeim nema með fullu samþykki bændanna. Auk Suður- Reykja á þetta ákvæði við Ása, Efri- Hvol 1, Reykjamel 13, Teig, Blika- staði og spildu 2 úr Lágafelli. Lögbýlisréttur verði felldur niður í þéttbýli  Kemur þó ekki í veg fyrir ónæði vegna hanagals frá Suður-Reykjum Morgunblaðið/Golli Lögbýli Langt er síðan búskapur var stundaður á Álafossi. Lögbýli » Um 4.200 lögbýli eru í ábúð á Íslandi, samkvæmt upplýs- ingum á vef Bændasamtaka Ís- lands. Um 3.200 bú framleiða búvörur. » Atvinnuvegaráðherra veitir leyfi til stofnunar lögbýlis. Með lögbýli er átt við jörð sem hef- ur þann húsakost og það land- rými eða aðstöðu að unnt sé að stunda þar landbúnað eða aðra atvinnustarfsemi. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stefnt er að opnun 68 herbergja hót- els á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði í sumar og eru framkvæmdir innan- dyra hafnar. Félagið JFK fasteignir keypti fasteignina Tjarnarvelli 3 í ársbyrjun en hún er í eigu fjárfest- anna Kolbeins Össurarsonar og Jóns Friðgeirs Þórissonar. Kol- beinn segir kaup- verðið trúnaðar- mál en gefur þó upp að það hafi verið hagstætt. Félagið sem átti húsið var í eigu kröfuhafa. Húsið var byggt 2006 og 2007 og hefur staðið autt. Fleiri íhuga að opna hótel „Það er búið að selja lóðirnar í kring og er uppbygging í götunni að fara á fullt. Með því mun þjónustu- stigið í hverfinu hækka. Það hefur verið grínast með það í bankageir- anum að þegar húsið Tjarnarvellir 3 yrði selt og færi í notkun væri krepp- unni formlega lokið,“ segir Kolbeinn sem hefur haft spurnir af því að fleiri íhugi að opna hótel í hverfinu. Kolbeinn segir leigusamning hafa verið undirritaðan við líkamsræktar- keðjuna Reebok Fitness vegna leigu á stórum hluta fyrstu hæðar hússins. Á efri hæðum verður hótel og mun Óli Jón Ólason, hótelhaldari á Hvols- velli, sjá um reksturinn. Hótelið er nú á teikniborðinu og hefur vinnu- heitið Hótel Vellir. Lóðinni var upp- haflega úthlutað undir hótel. Hótelið verður þriggja stjörnu og verður boðið upp á morgunmat. Verður jafnframt opnuð veitinga- aðstaða. Hluti af jarðhæð hússins fer undir móttöku, veitingaaðstöðu og ráðstefnusal á hótelinu. Hentar íþróttafólki vel Kolbeinn sér tækifæri í staðsetn- ingunni og horfir þar til nálægðar við flughermi Icelandair á völlunum og íþróttamannvirkja á Ásvöllum. „Sýnileiki hússins er mikill. Það má segja að þetta svæði sé eins og hlið inn á höfuðborgarsvæðið fyrir meirihluta ferðamanna sem koma til landsins. Aðgengið er því afar gott. Mörg glæsilegustu íþróttamannvirki landsins eru í nágrenninu. Sundlaug- in á Ásvöllum er ein sú glæsilegasta í heiminum. Stutt er í skíðasvæðið í Bláfjöllum og hinum megin við göt- una er einn helsti golfvöllur landsins. Íþróttaaðstaðan í Kaplakrika er líka í næsta nágrenni. Hótelið mun því henta afar vel fyrir hópa sem koma í æfingaferðir til Íslands,“ segir Kol- beinn. „Nálægðin við Bláa lónið skiptir líka miklu máli. Hafnarfjörð- ur hefur miðbæ ólíkt Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Miðbær Hafnarfjarðar er í göngufæri en Strandgatan og sjórinn hafa upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn,“ segir Kolbeinn Össurarson. Morgunblaðið/Júlíus Tjarnarvellir 3 í Hafnarfirði Húsnæðið var óinnréttað þegar JFK fasteignir keyptu það í byrjun ársins. Opna 68 herbergja hótel á Völlunum  Annar eigandi JFK fasteigna sér tækifæri í Hafnarfirði Kolbeinn Össurarson Haft var eftir Björgu Jóns- dóttur, rekstrarstjóra KEX hos- tels, í Morgunblaðinu í gær að vegna hækkandi fasteignaverðs í miðborg Reykjavíkur muni ódýrari gisting leita í úthverfin. Spurður út í þetta sjónarmið segir Kolbeinn að hægt verði að bjóða ódýrari gistingu á Völl- unum en í miðborg Reykjavíkur. Leiguverð sé enda mun lægra. Samkeppnisstaða hótelsins verði því góð. „Það er verið að byggja mikið af dýrum hótelum í miðborg Reykjavíkur. Verð á gistingu þar mun taka mið af byggingar- kostnaði. Það er mikil aukning í framboði flugsæta til landsins hjá lággjaldaflugfélögum. Það er því ekki víst að hingað sé fyrst og fremst að koma fólk sem vill lúxus. Við getum verið miklu ódýrari en miðbæjarhót- elin. Það er ekkert launungamál að fermetrinn er hér miklu ódýr- ari en í miðbæ Reykjavíkur. Hót- elið mun því geta keyrt á sann- gjarnara verði en borgar- hótelin,“ segir Kolbeinn. Gistingin verði ódýrari LÆGRI LEIGA SKILAR SÉR Ferköntuð fermingarveisla! Afhentir fulleldaðir á flottum bökkum með ljúffengum sósum til hliðar. Sendu Simma og Jóa póst á simmiogjoi@fabrikkan.is og þeir græja Fabrikkusmáborgara í veisluna þína! www.fabrikkan.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.