Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015
✝ Pálmi ViðarSamúelsson
fæddist á Akureyri
20. maí 1934. Hann
lést á Landspít-
alanum 14. febrúar
2015. Foreldrar
hans voru hjónin
Svava Sigurð-
ardóttir frá Ystu-
Vík, Grýtubakka-
hreppi, S-Þing., f.
7.7. 1901, d. 7.7.
1994, og Samúel Kristbjörnsson
frá Stapafelli í Stafholtstungum,
Mýr., f. 4.10. 1892, d. 21.6. 1972.
Systkini Pálma Viðars eru: Ás-
geir Guðmundur, f. 29.8. 1926, d.
1.8. 1995, Sigurður, f. 14.10.
1927, Kristín, f. 3.2. 1931, Guð-
rún María, f. 6.4. 1933, Kristján
Björn, f. 4.11. 1935, d. 16.6. 2004.
Pálmi Viðar ólst upp á Ak-
ureyri vel fram á unglingsár og
fór í MA, en hvarf frá því námi
þegar fjölskyldan fluttist búferl-
um suður um heiðar í júní 1952.
1954. Dætur þeirra eru: a) Inga
Steinunn, f. 7.2. 1978, maki
Hjörleifur Harðarson, f. 10.1.
1976. Þeirra börn eru Sandra
Sól, f. 31.5 2003, og Brynjar
Orri, f. 6.6. 2009, b) Signý Rún, f.
20.1. 1982, dætur hennar eru
Ísabella Rún, f. 31.3. 2005, og
Thelma María, f. 12.6. 2008, c)
María Hrönn, f. 25.10. 1984,
maki Árni Vigfússon, f. 16.7.
1981, dætur þeirra eru Katrín
Lind, f. 15.3. 2010, og Emilíana
María, f. 25.11. 2011. 3) Snorri, f.
14.5. 1959, maki Auður Krist-
jánsdóttir, f. 9.12. 1961. Börn
þeirra eru: a) Ásta Sóllilja, f. 2.6.
1981, maki Hallgrímur Örn Arn-
grímsson, f. 20.3. 1979, börn
þeirra eru Sunna Dís, f. 29.9.
2007, Snorri Snær, f. 6.3. 2009,
og stúlka, f. 26.1. 2015, b) Pálmi
Viðar, f. 9.7. 1982, maki Elín
Birna Skarphéðinsdóttir, f. 25.2.
1982, dóttir þeirra er Lára Sól-
lilja, f. 14.10. 2010.
Samfylgdarkona og kær vin-
kona Pálma Viðars til nokkurra
ára var Sigurjóna Sigurjóns-
dóttir, f. 28.8. 1930, d. 15.3.
2008.
Útför Pálma Viðars fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 26.
febrúar 2015, kl. 13.
Pálmi Viðar hóf
iðnnám í Reykjavík
og lærði offset-
prentun. Hann
starfaði í því fagi
og störfum tengd-
um greininni alla
starfsævina, lengst
af hjá Umbúða-
miðstöðinni v/
Héðinsgötu.
Pálmi Viðar
kvæntist 14.10.
1955 Ingveldi Guðrúnu Finn-
bogadóttur frá Hafnarfirði, f.
6.4. 1936, d. 1.7. 2001. Foreldrar
hennar voru Ástveig Susanna
Einarsdóttir, f. 5.6. 1908, d. 5.4.
1959, og Finnbogi Hallsson, f.
25.11. 1902, d. 17.11. 1988.
Pálmi Viðar og Ingveldur
Guðrún eignuðust þrjú börn: 1)
Guðbjörg Íris, f. 30.9. 1955, gift-
ist Svani Heiðari Haukssyni en
þau slitu samvistir 1997. 2) Hild-
ur, f. 14.1. 1957, maki Björgvin
Grétar Guðmundsson, f. 28.1.
Elsku afi. Mikið er erfitt að
þurfa að kveðja þig. Síðasta árið
er búið að vera þér erfitt og því er-
um við þakklátar fyrir að þú
fékkst hvíldina svo þú þurfir ekki
að þjást lengur.
Það var alltaf svo gaman að
fara til afa og ömmu í Reynó. Við
systurnar kepptumst um að vera
fyrstar út úr bílnum og hlaupa að
hurðinni og kalla inn um bréfalúg-
una. Alltaf tókuð þið vel á móti
okkur. Amma sá til þess að það
var alltaf til ís í frystinum og blá-
vatn í ísskápnum og þú áttir alltaf
harðfisk og íslenskt smjör. Við
fengum að leika fyrir ykkur leik-
rit, renna á bumbunni þinni, spila
mini-golf á ganginum, horfa á
Tomma og Jenna og svo var voða
gott að fá að gista. Okkur er sér-
staklega minnisstæður sá tími
þegar við bjuggum hjá ykkur
ömmu í nokkra mánuði meðan við
vorum að byggja. Þú og amma
studduð alltaf svo vel við bakið á
okkur öllum, sama hvað það var
sem við vorum að fást við.
Í okkar hugum varstu yndis-
legur afi, tryggur, félagslyndur og
staðfastur. Þú fórst í margar
veiðiferðir og komst alltaf heim
með glænýjan fisk handa allri fjöl-
skyldunni og svo varstu mikið í
golfi, eða á róló eins og þú sagðir
alltaf.
Þær eru margar góðar minn-
ingarnar. Veiðiferðin í Hvítá, jóla-
böllin hjá Frímúrarareglunni, jól-
in með ykkur ömmu, afmæli og
veislur, sumarbústaðaferðir og
svo mætti lengi telja.
Í seinni tíð gladdi það þig áfram
að verja tíma með fjölskyldunni
og þá sérstaklega langafabörnun-
um sem sakna þín mikið. Þú varst
langafinn með saltstangirnar og
súkkulaðið sem gladdi litlu hjört-
un einstaklega.
Það var mikið áfall fyrir þig og
okkur öll þegar amma kvaddi.
Hún kvaddi allt of snemma. Það
var því svo gott að sjá lifna yfir
þér þegar þú kynntist henni
Diddu þinni. Þið áttuð margar
góðar stundir saman.
Elsku afi, við vitum að bæði
amma og Didda hafa tekið vel á
móti þér á Valentínusardaginn.
Þú munt alltaf eiga stað í hjarta
okkar. Hvíldu í friði. Þínar,
Inga Steinunn, Signý
Rún og María Hrönn.
Í dag kveðjum við kæran vin
okkar, hann Viðar. Vináttan hefur
staðið óslitið frá því Inga árið 1954
kynnti hann vinum og frændfólki
sem kærastann sinn, síðar eigin-
mann. Árin líða, börnin urðu þrjú.
Heimsóknir undirritaðrar og Ein-
ars á Lindargötuna þar sem þau
bjuggu á þessum árum urðu tíðar
bæði sem barnapíur og eins að
njóta gestrisni og elsku þeirra
hjóna. Veturinn 1960-61 ákváðu
nokkrir vinir sem kenndu sig við
Túnin að stofna hjónaklúbb með
því markmiði að efla vináttubönd-
in. Það hafa orðið miklar breyt-
ingar í vinahópnum þar sem fimm
af þeim tólf sem hittust í upphafi
til skiptis hverjir á heimilum ann-
arra eru horfnir yfir móðuna
miklu. Það eru ekki nema fjórir
mánuðir síðan við kvöddum elsku
Nínu Soffíu okkar.
Minningarnar streyma í gegn-
um hugann, allar skemmtilegu
útilegurnar meðan börnin voru
enn ung. Reglulegar ferðir til Ak-
ureyrar í klúbb til Ellu og Magga.
Helgar á hótelum o.m.fl. Ekki má
gleyma árlegum laufa-
brauðsklúbb, nú síðast um miðjan
desember, þar sem Viðar fór á
kostum í sínum útskurði enda
„norðanmaður“ eins og við hin
sögðum.
Missir Viðars, fjölskyldu hans
og vina var mikill þegar Inga varð
bráðkvödd aðeins 65 ára gömul.
Síðar kynntist hann góðri konu,
Sigurjónu. Hún féll vel inn í hóp-
inn okkar og áttu þau nokkur góð
ár saman en hún varð einnig bráð-
kvödd.
Bestu frístundir hans á meðan
heilsan leyfði voru ugglaust við
lax- og silungsár og eins var með
golfið, hann naut útiverunnar.
Sama var með að spila brids, hann
naut þess alveg fram í andlátið.
Fjölskyldan var honum afar
kær, hann sagði okkur með stolti
frá afrekum barnabarna og lang-
afabarna, fylgdist spenntur með
fæðingu nýrra og voru þau og
nöfn þeirra honum afar hugleikin
og kær.
Hvíl í friði, kæri vinur. Hvíldin
er kærkomin þeim sem þjást. Um
leið og við í hjónaklúbbnum þökk-
um Viðari allar okkar samveru-
stundir vottum við fjölskyldu hans
okkar dýpstu samúð, þeirra er
söknuðurinn mestur.
Jón, Elsíe, Teitur, Elín,
Magnús, Einar og Bergþóra.
Pálmi Viðar Samúelsson, skóla-
bróðir okkar í Barnaskóla Akur-
eyrar, er látinn.
Við komum í skólann haustið
1941, fædd 1934. Fjöldinn í
bekknum hélst svipaður öll árin,
nálægt 30, þar af um 20 stelpur.
Kennari okkar var Örn Snorrason
og kennt í 5. stofu, „Arnarhreiðr-
inu“.
Þetta voru góð ár í góðum fé-
lagsskap hjá góðum kennara.
Nafnið Pálmi var lítið notað, held-
ur Viðar eða Viddi Sam. Skólinn
okkar var eini barnaskólinn í bæn-
um og því löng ganga fyrir suma,
skóla-ganga í tvöfaldri merkingu.
Ekki þó fyrir Vidda, sem var tæp-
lega fimm mínútur í skólann frá
heimili sínu við Eyrarlandsveg-
inn. Mynd af þessum föngulega
hópi, tekin vorið 1944, má sjá í
sunnudagsblaði Morgunblaðsins
19. febr. 2012 bls. 31 (Aldarminn-
ing, Örn og Arnarungarnir). Viðar
er þar í efstu röð fyrir miðju. Við
erum 31 á myndinni, af þeim eru
átta látin.
Auk samverunnar í skólanum
vorum við ásamt Vidda átta
bekkjarbræður saman í skáta-
flokki, 3. flokki, 3. sveit sem hét
Kettir. Í Skátafélagi Akureyrar
nutum við í útilegum, leikjum og
fjallgöngum góðrar skemmtunar
og hæfilegrar áreynslu undir
handleiðslu Tryggva Þorsteins-
sonar skátaforingja og sungum
með honum: Upp til fjalla, ótal
raddir seiða mig. Það er ánægju-
legt að sjá hve bæjarbúar hafa
tekið þetta bókstaflega því byggð-
in nálgast óðum fjöllin vestan Ak-
ureyrar.
Við skólasystkini Viðars erum
nú á níræðisaldri – það haustar að.
Skóla- og skátaminningar að
norðan verma þó enn. Eftir skól-
ann, í áranna rás, höfum við átt
margar ánægjulegar samveru-
stundir, norðan og sunnan fjalla.
Ein slík var á Akureyri 1998 í til-
efni 50 ára fermingarafmælis okk-
ar. Hin gömlu kynni gleymast ei.
Allt þetta þökkum við nú, er við
kveðjum Viðar og sendum fjöl-
skyldu hans innilegar samúðar-
kveðjur með ljóði kennarans okk-
ar, Arnar:
Hin rauðu fögru reyniber,
þau reyna að hvísla sumu að mér
um allt, sem visnar, allt, sem fer,
og angurvær ég heyri
um gleði þá, sem glötuð er
á gömlu Akureyri.
En sunnanþeyrinn þýtur hjá
og þylur brag við lauf og strá.
Ég held ég finni hjartað slá,
- og hlý þau bærast fleiri.
Við glóð og tryggðir gleðst ég þá
á gömlu Akureyri.
Fyrir hönd Arnarunganna,
Jóhann Lárus Jónasson.
Pálmi Viðar
Samúelsson
✝ Eyrún LiljaGuðmunds-
dóttir fæddist í
Vorhúsum í
Grindavík 6.
ágúst 1920, en
ólst upp á Stein-
um í Grindavík.
Hún andaðist á
heimili aldraðra,
Seljahlíð, 18.
febrúar 2015.
Foreldrar
hennar voru hjónin Steinunn
Gísladóttir, f. 1901, d. 1984,
og Guðmundur Tómasson, f.
1900, d. 1984. Systkini henn-
ar eru Sigmundur, f. 1923, d.
2009, Tómas, f. 1925, d. 2004,
Steinunn Hildur, f. 1930, og
Margrét Ágústa f. 1934.
Þann 12. september 1942
giftist Eyrún Helga Jón-
assyni, f. 1915, d. 1997, frá
Völlum á Kjalarnesi og eign-
uðust þau fjögur börn. Þau
eru: 1) Bragi, kvæntur Krist-
ínu Þorsteins og
eiga þau þrjú
börn. 2) Sig-
urveig, gift Ara
Stefánssyni og
eiga þau saman
fjögur börn. 3)
Guðrún, í sambúð
með Hilmari Jó-
hannssyni og eiga
þau saman þrjú
börn. 4) Steinunn,
gift Kristni Jör-
undssyni, og eiga þau einn
son. Barnabarnabörnin eru
16.
Eyrún lærði kjólasaum hjá
Guðrúnu Bíldal. Eftir að hún
giftist sinnti hún húsmóð-
urstörfum eða þar til börnin
fóru að heiman en þá vann
hún í nokkur ár á prjóna-
stofu.
Útför hennar fer fram frá
Seljakirkju í dag, 26. febrúar
2015, og hefst athöfnin kl.
13.
Nú þegar ævigöngu móður
okkar er lokið leitar hugurinn
til baka. Til baka til þess tíma er
við vorum að alast upp og vor-
um svo heppin að eiga heima-
vinnandi mömmu. Mömmu sem
alltaf svaraði þegar við komum
heim úr skóla eða leik og köll-
uðum „mamma“ um leið og við
feyktum upp hurðinni. Mömmu
sem hlustaði á okkur og hjálp-
aði með heimanámið. Mömmu
sem saumaði og prjónaði á okk-
ur fötin og lagði mikið á sig til
að við værum vel til fara. Hrein
og fín skyldum við vera.
Mömmu sem ásamt pabba fór
með okkur í útilegur og ferðað-
ist með okkur um landið. Já,
mömmu sem vildi allt fyrir okk-
ur gera og veitti okkur mikla
ást og umhyggju.
Við systkinin kveðjum móður
okkar með miklu þakklæti og
virðingu.
Bragi, Sigurveig,
Guðrún og Stein-
unn.
Elsku, hjartans amma mín.
Hvað ég sakna þín og syrgi þig
heitt en í sorginni er líka gleði
og þakklæti. Ég trúi því að nú
sértu sameinuð afa, nokkuð sem
þú hefur þráð svo lengi og við
töluðum oft um.
Ég er þakklát fyrir elsku
þína og vináttu, allar stundirn-
ar sem við áttum saman í gegn-
um árin og ekki síst stundirnar
okkar á síðustu mánuðum eftir
að ég kom heim. Að hafa fengið
að hafa þig hjá okkur um jólin
og fá að sofna þér við hlið með
mína hönd í þinni, ómetanlegt.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þín
Ólafía.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elskum og söknum þín.
Þínir langömmudrengir,
Jónas og Veigar
Steinarssynir.
Amma og afi í Stigó. Amma í
Stigó, fastur punktur í tilveru
minni. Þó þú flyttir í Seljahlíð
varstu alltaf amma í Stigó.
Já, amma mín, eins og þú sagð-
ir svo gjarnan þá er nú margt
skrýtið í henni Versu og það er
vissulega skrýtið til þess að
hugsa að þú sért farin. Löngu
þráð af þinni hálfu þó. Það var
gott að eiga þig að, gott að fá
hlýja faðmlagið þitt. Minningar
mínar um þig og afa eru góðar og
fallegar og ber ég stolt nöfn ykk-
ar beggja.
Það eru mikil forréttindi að
hafa fengið að hafa þig svona
lengi hjá okkur og fyrir drengina
mína að hafa kynnst langömmu
sinni. Fyrir það er ég þakklát.
Elsku fallega amma mín. Guð
geymi þig og varðveiti.
Eyrún Helga.
Eyrún Lilja
Guðmundsdóttir
✝ Reinholde Kon-rad Kristjáns-
son fæddist 31. nóv-
ember 1924. Hún
lést 16. febrúar
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Johannes
Heinrich Konrad,
apótekari, f. 13.3.
1882, d. 16.6. 1940,
og Bertha Char-
lotte Konrad, f.
Börner 1.6. 1894, d. 13.12. 1981.
Bræður hennar voru Heinrich
Walter Wacker, f. 9.9. 1918 í
Muegeln, d. 7.9. 1941 í St. Pet-
ersburg, og Hans Joachim Lebe-
recht, f. 14.11. 1919 í Muegeln,
d. 30.11. 1941 í Rússlandi. Rein-
holde giftist 30.6.
1956 Kristjáni
Magnusen Krist-
jánssyni kaup-
manni frá Borg-
arnesi, f. 31.10.
1909, d. 29.6. 1998
Reykjavík. Þau
eignuðust soninn
Hans Konrad
Kristjánsson raf-
magnsverkfræðing,
f. 27.1. 1958. Krist-
ján átti fyrir þau Kristján Brynj-
ólf Kristjánsson, f. 4.8. 1944, og
Brynhildi Kristjánsdóttur, f.
29.5. 1953, d. 11. 2013
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 26. febrúar
2015, og hefst athöfnin kl. 13.
Mín elskulega móðir, Reinholde
Konrad Kristjánsson, kvaddi þenn-
an heim þann 16. febrúar síðastlið-
inn. Móðir mín fæddist í Muegeln í
Þýskalandi 23.11. 1924. Foreldrar
hennar voru þau Bertha Charlotte
Konrad og Johannes Heinrich
Konrad. Johannes starfaði sem
apótekari allt sitt líf. Hjónin dvöldu
á Kanaríeyjum frá 1933 til 1934
með sína fjölskyldu. Móðir mín átti
tvo bræður, þeir hétu Heinrich
Wacker og Hans Joachim Lebe-
recht, fæddir 1918 og 1919 í Mue-
geln. Báðir bræður hennar létust í
seinni heimsstyrjöldinni.
Móðir mín flúði frá Freiberg í
Austur-Þýskalandi 1947 til vesturs.
Eftir flóttann vestur yfir hélt hún
til Hamborgar og dvaldi þar hjá
vinkonu sinni. Hún byrjaði ljós-
myndanám sitt í Hamborg, en lauk
því í Freiberg. Þar starfaði hún um
tíma hjá ljósmyndastofu frá 1945 til
1947. Henni bauðst síðan starf á Ís-
landi þar sem hún átti að starfa við
elliheimilið Grund í Reykjavík.
Eftir fyrsta ár sitt á Íslandi
kynntist hún föður mínum, Krist-
jáni M. Kristjánssyni, en þá bjó
hún á Blómvallagötu 12 í Reykjavík.
Kristján faðir minn kom oft við á
Grund til að fá sér kaffisopa hjá
stúlkunum. Móðir mín og faðir
felldu þarna hugi saman, en faðir
minn starfaði þá sem leigubílstjóri í
Reykjavík. Sex árum síðar giftu þau
sig, þann 30. júní 1956. Þau hófu síð-
an búskap á Karlagötu 5, þar sem
ég fæddist, og flytja í Kópavog í apr-
íl 1958. Þau fluttu í sitt eigið snotra
íbúðarhús að Borgarholtsbraut 1,
þar sem þau bjuggu allan sinn bú-
skap og þar sem ég ólst upp.
Ég minnist móður minnar elsku-
legrar sem einstaklega umhyggju-
samrar og heilsteyptrar konu. Hún
var sérlega dugleg og starfsöm og
starfaði lengst af hjá Loftleiðum
sem herbergisþerna eða frá 1966 til
1982 . Móðir mín tók að sér Krist-
ján Brynjólf Kristjánsson, hálf-
bróður minn, og annaðist hann sem
sinn eigin son þar til hann flutti til
Sviþjóðar. Móðir mín hafði frekar
létta lund og átti auðvelt með bros-
ið. Hún var ræðin og félagslynd og
var hrókur alls fagnaðar á manna-
mótum. Móðir mín átti og lék á litla
kvenharmonikku sem faðir hennar
hafði gefið henni. Þegar ég var lítill
drengur minnist ég þess er hún lék
mikið við mig úti í garðinum heima
hjá okkur enda dvaldi ég í uppvexti
mínum heimavið. Móðir mín tók
alltaf vel á móti vinum mínum og
leikfélögum og sinnti þeim vel er
þeir komu í heimsókn. Móðir mín
hélt alltaf miklu sambandi við ætt-
ingja sína og vinkonur í Þýskalandi
og hér á landi. Ég fékk gott tæki-
færi til þess að kynnast þeim öllum
vel og dvaldi ég oft hjá þeim í
Þýskalandi. Ég vil minnast sérstak-
lega á okkar síðustu samverustund-
ir sem voru mér sérstaklega hjart-
fólgnar og dýrmætar. Alltaf brosti
hún við mér þegar ég kom í heim-
sókn til hennar og áttum við gef-
andi augnablik saman sem ég mun
geyma í hjarta mínu og huga. Ég vil
því kveðja mína ástkæru móður og
þakka henni fyrir allt það góða sem
hún sýndi mér í lifanda lífi.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem hæsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson)
Megi minning hennar lifa.
Hans-Konrad Kristjánsson.
Reinholde Konrad
Kristjánsson
Samúðarskreytingar •Útfaraskreytingar
Blómasmiðjan Grímsbæ | S. 588 1230