Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is „Í þessari skýrslu greining- ardeildar Ríkislögreglustjóra er verið að halda fram ákveðnum hlut- um eins og því að hér sé viss hætta á hryðjuverkum fyrir hendi,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og varaformaður skipulags- og eftirlitsnefndar Al- þingis, í samtali við Morgunblaðið, „og ég tel að það þurfi að skoða það gaumgæfilega hvað þeir hjá grein- ingardeildinni hafa fyrir sér í þeim efnum“. Brynjar segir að hann hafi alltaf verið skeptískur á það að rannsókn- arheimildir lögreglu væru auknar. „Það þyrfti þá að vera að mjög af- mörkuðu leyti, þannig að heimild- irnar væru ekki almenns eðlis, og það væri búið að sýna fram á hættu og ógn og að eftirlit Alþingis og dómstóla væri mjög traust og gott, þannig að tryggt væri að lögreglan færi ekki út fyrir sínar rannsókn- arheimildir,“ sagði Brynjar. Gunnar Bragi Sveinsson, utan- ríkisráðherra og þingmaður Fram- sóknarflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að miðað við þá voðaatburði sem átt hefðu sér stað í löndum ekki svo fjarri okkur upp á síðkastið kæmi það sér ekki á óvart að lögreglan hér á landi legði til að hættustigið væri hækkað. Kemur til greina „Hvað varðar þá þörf um auknar rannsóknarheimildir, sem greining- ardeild Ríkislögreglustjóra telur að sé fyrir hendi, þá er það eitthvað sem mér finnst koma til greina. Það þyrfti að sjálfsögðu að skoða vel hvernig það væri útfært og hvernig eftirliti með beitingu slíkra heim- ilda væri háttað,“ sagði Gunnar Bragi. Fagnar opinni umræðu „Það er auðvitað mikilvægt að fylgjast stöðugt með hættu af þess- um toga en það verður einnig að gæta þess að lesa ekki of mikið í einstaka afmarkaða atburði,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, í samtali við Morg- unblaðið. Árni Páll segir að sam- fylkingarþingmenn hafi tekið þátt í vinnu allra flokka um breytingar á löggjöf um útlendinga á vegum inn- anríkisráðuneytisins og hann fagni því að Ólöf Nordal innanrík- isráðherra hafi stigið ákveðin skref í átt til opinnar umræðu um þessi mál og skoðanaskipta og að hún vilji efna til opinnar umræðu um það hvort það er þörf á auknum for- virkum rannsóknarheimildum. Tryggja lýðræðislega umgjörð „Við höfum bitra reynslu af ára- tuga misbeitingu forvirkra rann- sóknaheimilda í pólitískum til- gangi,“ sagði Árni Páll, „og við höfum líka nýlegt dæmi frá síðasta ári þar sem lögreglan var með alls konar áform um vopnabúnað og vopnaburð sem ekki hafði lotið lýð- ræðislegu eftirliti. Þess vegna er auðvitað það fyrsta sem þarf að gera að tryggja lýðræðislega um- gjörð utan um beitingu allra víðtæk- ari heimilda verði það niðurstaðan að heimila þær, hvort sem það er á sviði aukinna forvirkra rannsókna- heimilda eða aukins búnaðar eða annað slíkt. Svo er mikilvægt að meta með efnislegum og vönduðum hætti hverjar hætturnar eru.“ Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og formaður skipu- lags- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að innan lögreglunnar og á vettvangi stjórnmálanna hafi alltaf verið fyrir hendi vilji til að koma hér upp leyniþjónustu á borð við þær sem margar aðrar þjóðir búi við. „Sem betur fer hafa önnur við- horf bæði innan lögreglunnar og stjórnmálanna orðið yfirsterkari og eftirlits- og njósnaríkinu hefur verið hafnað,“ sagði Ögmundur í samtali við Morgunblaðið. Teldi hið mesta óráð Hann segir að hér sem annars staðar sé til veikt fólk sem hætta er á að vinni sér og öðrum mein og það góða við þessa skýrslu lögreglunnar sé að þar skuli kallað eftir samráðs- vettvangi löggæslu og heilbrigðis- og félagsþjónustu til að taka á slíku. „Síðan er vissulega til fólk sem hefur glæpsamlegan ásetning um að vinna öðrum tjón. Íslenska lög- reglan í góðri samvinnu við stjórn- völd hefur á undanförnum árum unnið mikið þarfaverk í baráttu við skipulögð glæpasamtök og haft þar verulegan árangur. Þessum aðilum þarf að vera hægt að fylgjast með en undir mjög ströngum skil- yrðum,“ segir Ögmundur. Ögmundur telur að þeir sem vilji koma á fót leyniþjónustu hér á landi vilji notfæra sér fréttir af ferðum ISIS-manna um íslenskar flughafnir til að koma hér á fót leyniþjónustu. „Því er ég algerlega mótfallinn og teldi hið mesta óráð,“ segir Ög- mundur. Tryggja þarf fullt eftirlit Helgi Hrafn Gunnarsson, Píröt- um, segir að hann leggist gegn því að lögreglan fái auknar rannsókn- arheimildir að óbreyttu. „Einu sinni í skjalinu er minnst á dómstóla. Þar segir: „Veita þarf lögreglu- yfirvöldum sambærilegar heimildir á sviði hryðjuverkavarna og gert er í nágrannaríkjum, en jafnframt að tryggja fullt eftirlit Alþingis og dómstóla með slíkum heimildum.“ Þetta er það sem er grundvall- aratriði fyrir heimildir lögreglu í öllum frjálslyndum lýðræðisríkjum. Þessi mál eru hreinlega í molum hér á landi, eins og er,“ sagði Helgi Hrafn í samtali við Morgunblaðið um skýrslu greiningardeildar Rík- islögreglustjóra. „Mín afstaða er sú, ef á að auka valdheimildir lögreglu, að lögreglan þarf fyrst að sýna meiri ábyrgð gagnvart því hvernig hún beitir þeim valdheimildum sem hún þegar hefur. Og við á Alþingi og dóm- stólar þurfum að sýna meiri ábyrgð gagnvart því að hafa ferla eins og dómstóla virka þannig að þeir veiti lögreglunni raunverulegt aðhald,“ sagði Helgi Hrafn. Hann bendir á, máli sínu til stuðnings, að lögreglan fái nánast undantekningalaust heimild til hler- unar þegar eftir henni er sóst. Sömuleiðis telur hann til skammar hvernig lögreglan hótar oft beitingu handtökuheimildar til þess að leita á fólki. Mannréttindi séu virt Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki forsendur til þess að meta það að Ríkislögreglustjóri hefði hækkað hættustig gagnvart hryðjuverka- hættu hér á landi í meðallag úr lágu. Hann bendir á að þegar rætt er um að auka forvirkar rannsókn- arheimildir lögreglu þá sé það í raun og veru bara annað orð yfir njósnir, enda sé rætt um njósna- deildir í löndunum í kringum okkur. „Það er nokkuð sem ég set mik- inn fyrirvara við að verði komið á fót hér á landi. Það er mjög mik- ilvægt í allri umræðu um rann- sóknir á glæpum og mögulegum glæpum að tryggt sé að mannrétt- indi einstaklinga séu virt og njóti alltaf vafans,“ sagði Óttarr. „Þetta er erfið umræða en við vitum að það eru viðsjárverðir tímar. Það höfum við séð und- anfarin ár, bæði í nágrannalönd- unum og víðar,“ sagði Óttarr. Óttarr bendir á að við séum alltaf að þróa okkur í að leggja betur mat á hættu, ekki bara hryðjuverkaógn, heldur ekki síður hættu á nátt- úruhamförum. „Það skiptir öllu máli í svona hættumati að það sé traust, vel unnið og vel rökstutt. Að meta hættu á óunnum glæpum, hryðjuverkum, verður alltaf mats- kennt,“ sagði Óttarr. Þingmenn ekki alveg sannfærðir  Þverpólitísk samstaða á Alþingi um að eftirlit með beitingu aukinna rannsóknaheimilda lögreglu, verði þær á annað borð heimilaðar, þyrfti að vera öflugt og traust, af hálfu Alþingis og dómstóla Morgunblaðið/Rósa Braga Samhljómur Það er viss samhljómur meðal þingmanna um að eftirlit þurfi að vera traust og skilvirkt af hálfu Al- þingis og dómstóla fái lögreglan auknar rannsóknarheimildir til þess m.a. að berjast gegn hryðjuverkavá. Ögmundur Jónasson Árni Páll Árnason Gunnar Bragi Sveinsson Brynjar Níelsson Helgi Hrafn Gunnarsson Óttarr Proppé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.