Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það verður meiri fókus á tónlist frá Berlín í Reykjavík og meiri fókus á íslenska tónlist í Berlín. Þetta verður jazz- og rafskotin há- tíð,“ segir Pan Thorarensen, einn skipuleggjenda hátíðarinnar Berl- in x Reykjavík Festival sem hefst í dag í Reykjavík og stendur til 28. febrúar og í Berlín 5. til 7. mars. Viðburðirnir eru ákveðinn samruni Extreme Chill Festival og þýsku hátíðarinnar XJAZZ. Samruni tveggja hátíða Hátíðin í Reykjavík verður haldin á Kex Hostel og á Húrra en alls munu 23 hljómsveitir og tónlistarmenn troða upp í borg- unum tveimur. Pan segir hátíðina hafa orðið til á nokkuð skemmti- legan hátt. „Extreme Chill Festival átti fimm ára afmæli síðasta sumar og við héldum upp á það í Berlín og þá var XJAZZ að fara af stað með sína hátíð í fyrsta sinn. Þau vildu vera með íslenskt þema og höfðu samband við mig og ég aðstoðaði þau með hátíðina. Ég bókaði þá meðal annars nokkra íslenska listamenn á hátíðina og spilaði þar líka sjálfur með föður mínum. Þannig komst tengingin á. Þau vildu líka alltaf vera með hátíð í Reykjavík og okkur langaði að vera með hátíð í Berlín. Við ákváðum því að sameina þetta með þessu móti,“ segir Pan en þess má geta að helstu styrktarað- ilar hátíðarinnar eru WOW air og Útflutningsmiðstöð íslenskrar tón- listar, ÚTÓN. Fyrrverandi meðlimur Mezzaforte „Það er að koma rosalega stór hópur frá Þýskalandi á hátíðina hér í Reykjavík. Sebastian Stud- nitzky, sem er eigandi og stofn- andi XJAZZ, er með rosalega sterka íslenska tengingu. Hann er til dæmis með þetta Contemplate útgáfufyrirtæki sem ég er búinn að elska út af lífinu í mörg ár. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri með það. Þessi maður var og er náttúrlega mjög þekktur úti í Berlín. Hann er sjálfur rosalega fær hljóðfæraleikari, bæði á trompet og píanó og er búinn að gefa út fullt af efni,“ segir Pan og bætir við að útgáfufyrirtækið hafi meðal annars gefið út plötur Mezzaforte, ADHD og Samúels Jóns Samúelssonar Big Band en Studnitzky spilaði sjálfur með Mezzaforte í nokkur ár. Pan segir mikla tengingu á milli Berlínar og Reykjavíkur og marg- ir íslenskir listamenn búi og starfi þar í borg. „Við ætlum að prófa að vera með passa á bæði, það er að segja ef þú kaupir passa á hátíð- ina í Reykjavík þá getur þú einnig notað hann í Berlín og öfugt. Það væri mjög gaman ef fólk kýlir á þetta og mætir í báðar borgir,“ segir hann. Emilíana með Ensemble X „Vonandi er þetta bara rétt að byrja,“ segir Pan um framhaldslíf hátíðarinnar. „Berlínarborg er þó miklu meira inni í þessu en Reykjavíkurborg eins og staðan er í dag. Ég er reyndar að bíða eftir svari frá Reykjavíkurborg. Ég er bjartsýnn á aðkomu borgarinnar en það þarf þó kannski að bíða til næsta árs. Þetta er oft allt á síð- asta snúningi,“ segir hann. Emil- íana Torrini mun troða upp á há- tíðinni ásamt sveitinni Ensemble X og fer Pan fögrum orðum um það verkefni. „Í því bandi eru algjörir tónlist- arsnillingar sem hafa til dæmis áður verið að spila í rosalega flottum verkefnum. Emilíana Torrini kemur til með að taka lög af nýju plötunni sinni í nýjum búningi, þetta verður eflaust hel- víti magnað. Það verður hægt að kaupa sérmiða á tónleika hennar á midi.is ef fólk vill bara sjá þá tónleika en annars er einnig hægt að kaupa þar passa á hátíð- ina í heild sinni,“ segir hann að lokum. Samsuða Berlínar og Reykjavíkur  Tónlistarhátíðin Berlin x Reykjavík hefst í Reykjavík í dag og verður haldin í Berlín 5.-7. mars  Sebastian Studnitzky og Emilíana Torrini eru meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni Tónleikatvenna Emilíana Torrini heldur tónleika með Ensemble X í Reykjavík 28. febrúar og í Berlín 5. mars. Fær Tónlistarmaðurinn Sebastian Studnitzky, eigandi og stofnandi XJAZZ og fyrrum liðsmaður Mezzoforte. Hátíðarstund Pan Thorarensen, einn skipuleggjenda hátíðarinnar Berlin x Reykjavík sem hefst í dag. Bókmenntahá- tíðin „Júlíana – hátíð sögu og bóka“ verður haldin í Stykk- ishólmi næstu daga, 26. febrúar til 1. mars. Er þetta í þriðja skipti sem hún er haldin. Viðfangsefni hátíðarinnar að þessu sinni er minningar – sannar og ósannar, héðan og þaðan. Þar kennir ýmissa grasa, dagskráin verður fjölbreytt og hefst með opnun í Vatnasafninu í dag. Á morgun, föstudag, verður dagskrá víðs vegar um bæinn, upp- lestrar, sögugerð og sögustundir. Meðal gesta eru höfundarnir Krist- ín Steinsdóttir, Hallgrímur Helga- son og Elísabet Jökulsdóttir. Nánar má fræðast um dagskrána og tímasetningar á fésbókarsíðu hátíðarinnar. Júlíönuhátíð í Hólminum Elísabet Jökulsdóttir Reykjavík 26. febrúar á Kex hosteli:  Qeaux Qeaux Joans kl. 20  King Lucky DJ set kl. 21  Daniel W. Best (Sonar Kollektiv) DJ Set kl. 22 27. febrúar á Kex hosteli:  Studnitzky Trio & Strings kl. 20  Alex Barck (Jazzanova) DJ Set kl. 21 27. febrúar á Húrra:  Epic Rain kl. 22  Komfortrauschen kl. 23  Christian Prommer á miðnætti  Terrordisco DJ Set kl. 1.30 28. febrúar á Húrra:  Emiliana Torrini & Ensemble X kl. 20  Alex Barck (Jazzanova) / Daniel W. Best (Sonar Kollektiv) / Christian Prommer / BORG DJ Set kl. 23- 4.30 Berlín 5. mars í Neue Heimat:  ThizOne kl. 19.30  Emiliana Torrini & Ensemble X kl. 20.30  ADHD kl. 22.30 6. mars í Neue Heimat:  Jafet Melge kl. 19  Ambátt kl. 20  Mike Hunt kl. 21  Jazzy Berlin Jam Session kl. 22 7. mars í Neue Heimat  Elegy For Eva Stern kl. 20  Claudio Puntin & Skúli Sverr- isson kl. 21.30  Stereo Hypnosis kl. 22.30  Dj. flugvél og geimskip kl. 23.30  Futuregrapher kl. 00.30  Ingvi & Arni Vector kl. 1.30 Miðasala á hátíðina í Reykjavík fer fram á midi.is og í Berlin á koka36.de. 23 sveitir og tónlistarmenn DAGSKRÁ HÁTÍÐARINNAR Tökum að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og stubbatætingu. Vandvirk og snögg þjónusta. Sími 571 2000 www.hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.