Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigurbjörn Þorkelsson, ljóðskáld og rithöfundur, hefur gefið út bókina Þakklæti, fyrst og fremst ljóðabók. Þetta er 23. bók hans og þar af átt- unda ljóðabókin. Í færslu á Facebook í vikubyrjun segir Sigurbjörn að hann hafi aldrei fengið önnur eins viðbrögð fyrirfram vegna útgáfu bókar og þakkar fá- heyrða samstöðu og áhuga, fyr- irbænir og stuðning. „Það tók á og var allt annað en auðvelt ferli að vinna að þessari bók og upplifa hana þróast,“ segir hann og bætir við að vinnan hafi líka svo sannarlega verið frelsandi og gefandi. Aðstoðar aðra Í bókinni eru 146 ljóð, 15 Facebook-færslur og 10 greinar sem höfundur hefur birt í Morgunblaðinu fyrir utan hugleiðingar um stöðu mála hverju sinni. Fyrri hluti bók- arinnar fjallar um baráttu höfundar við krabbameinið og skýrir þannig ljóðin sem á eftir koma. „Ég vona að fyrri hlutinn dýpki umfjöllunina í seinni hlutanum,“ segir Sigurbjörn við Morgunblaðið. „Þetta var skelfi- leg barátta og ég veit að skrifin geta hjálpað fólki í svipaðri stöðu sem og aðstandendum þess. Þetta eru mál sem fólk tjáir sig ekki endilega mikið um en þjóðfélagið hefur gott af því að vita um þau.“ Sigurbjörn segir að tíminn frá því hann greindist með krabbamein fyr- ir tæplega tveimur árum og þar til í byrjun nóvember sl., þegar PSA- gildin hafi verið komin niður í núll, hafi verið mjög erfiður. „Ég sökk alltaf dýpra og dýpra, ströng og löng geislameðferð skilaði engum árangri og gildin hækkuðu og hækkuðu,“ rifjar hann upp. Á sama tíma sótti hann styrk í eigin ljóð og samdi ný, sem hér birtast. „Það er mjög hressandi að fá út- rás í því að setja hugsanir niður á blað,“ segir hann. „Þetta var mjög gefandi og auðveldaði mér að kom- ast í gegnum vonbrigðin og dagana.“ Hann fékk fleiri hundruð kveðjur við færslum á Facebook og segir að þær hafi ekki síður verið eflandi og styrkjandi. „Ég fékk fáheyrðan stuðning í fyrirbænum og hann gaf mér ofboðslega mikinn styrk. Þetta er ómetanlegt, en sýnir hvað fólk er tílbúið að standa saman, hugsa hlýtt til náungans og jafnvel biðja fyrir honum.“ Sigurbjörn er ekki laus úr viðjum vandans og er áfram í lyfjameðferð. „Ég þarf að stilla mig inn á að lifa með þessu og er auðvitað ekki sáttur við stöðuna en þarf að læra að lifa með orðnum hlut,“ segir hann og áréttar mikilvægi þess að lífið lifi, sem sé eins og rauður þráður í gegn- um bókina. Bókin er 240 blaðsíður, til sölu hjá Eymundsson og auk þess er hægt að panta hana hjá höfundi (sig- urbjorn.thorkelsson@gmail.com). Orti um baráttu við krabbamein  Ný ljóðabók frá Sigurbirni Þorkelssyni  Ekki auðvelt ferli að vinna að bókinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurbjörn Þorkelsson Segir að skrifin geti hjálpað fólki í svipaðri stöðu. Eftir örfáar vikur mun villuleitar- forritið Skrambi, sem leiðréttir bæði ósamhengisháðar og samhengisháðar villur í texta, koma í nýrri og end- urbættri útgáfu. Vefútgáfan verður áfram aðgengileg fyrir alla en ekkert kostar að nota Skramba. Rúmt ár er frá því að hann var aðgengilegur almenningi. Hægt er að nálgast Skramba á vefsíðunni: http:// skrambi.arnastofnun.is. Í glugga á vefsíðunni er hægt að setja texta sem er allt að 3.000 orð og leiðrétta allt að 100 villur. Í nýju útgáfunni finnur forritið fleiri villur og kemur með nákvæmari uppá- stungur. En í núverandi mynd leið- réttir forritið ekki allar villur. „Við munum einnig geta fylgst betur með notkun á Skramba, hversu margir nota hann og hvaða villur eru í raun al- gengastar,“ segir Jón Friðrik Daða- son, höfundur Skramba. Skrambi er byggður á gögnum úr Beygingarlýsingu íslensks nútíma- máls en forritið tók fyrst á sig mynd í meistaraverkefni Jóns Friðriks Daða- sonar í tölvunarfræði við Háskóla Ís- lands árið 2012. Skrambi er afrakstur verkefna sem unnin hafa verið á Stofnun Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum frá árinu 2010. Jón Friðrik segir skemmtilegt að vinna við forritið en vinnan á bak við það hafi tekið lengri tíma en hann bjóst við, vinnan sé nokkuð flókin og tímafrekt sé að undirbúa gögnin sem til þarf. Íslenskt beygingarkerfi flókið „Það er frekar flókið að búa til villu- leitarforrit fyrir íslenskt mál, sérstak- lega þar sem beygingarkerfið er svo flókið,“ segir Jón Friðrik. Hann bend- ir á að Skrambi sé dæmi um þverfag- legt verkefni sem hafi gengið vel. Hann hefur síðustu ár meira og minna haft aðstöðu í Árnastofnun. „Það eru hæg heimatökin að biðja um aðstoð við íslenskuna. Við getum sagt sem svo að ég hafi lært eitt og annað í málfræði,“ segir tölvunar- fræðingurinn kíminn. Næsta markmið er að tengja Skramba við Office-pakkann fyrir Windows-stýrikerfið. Það gæti orðið að veruleika á þessu ári. thorunn@mbl.is Betri Skrambi bætir íslensku  Villuleitarforritið Skrambi endurbætt Jón Friðrik Daðason Sigrún Magn- úsdóttir umhverf- is- og auðlind- aráðherra hefur skipað Sigríði Auði Arnardóttur í embætti ráðu- neytisstjóra frá og með 1. mars. Sigríður Auður er með embættis- próf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í ráðuneytinu frá árinu 1998 og gegnt embætti skrifstofustjóra frá árinu 2003, á skrifstofu laga og upplýs- ingamála, skrifstofu laga og stjórn- sýslu og á skrifstofu umhverfis og skipulags. Sigríður Auður var stað- gengill ráðuneytisstjóra frá 2007 til 1. mars 2014 þegar hún var sett ráðuneytisstjóri til eins árs. Stefán Thors, fráfarandi ráðuneytisstjóri, fer til starfa í forsætisráðuneytinu. Með skipun Sigríðar Auðar gegna í fyrsta sinn fleiri konur en karlar embætti ráðuneytisstjóra í Stjórn- arráði Íslands, segir í frétt ráðu- neytisins. Sigríður Auður er gift Vil- hjálmi Erni Sigurhjartarsyni viðskiptafræðingi og eiga þau dótt- urina Unni Svölu. Skipuð ráðu- neytisstjóri Sigríður Auður Arnardóttir Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup Spönginni og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Kvíði, álag eða orkuleysi? Burnirótin hefur reynst mér mjög vel við þunglyndi og kvíða. Ég er mun hressari á morgnana og hef meira úthald og orku allan daginn og mæli hiklaust með henni. Eftir að ég fór að nota 24 stunda kremið hurfu þurrk- blettir í andliti alveg og ég er ekki eins viðkvæm fyrir kulda og áður. Það gengur mjög vel inn í húðina og mér finnst það frábært í alla staði. – Sigþrúður Jónasdóttir www.annarosa.is Burnirótin er talin góð gegn orkuleysi, kvíða, þunglyndi og streitu ásamt því að efla úthald og einbeitingu. 24 stunda kremið þykir einstaklega rakagefandi og nærandi fyrir þurra og þroskaða húð. Inniheldur andoxu- narefni og náttúrulega sólarvörn. Tilboðsverð á sýningarbílum frá 8.490.000 kr. Komdu í dag og skoðaðu þennan magnaða jeppa, við tökum gamla bílinn uppí. Það er kominn nýr meðlimur í Jeep fjölskylduna Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - www.isband.is - Opið alla virka daga frá 10-18, laugardaga 11-15 Frumsýnum stórglæsilegan Jeep Cherokee, litli bróðir mest verðlaunaða jeppa í heimi Jeep Grand Cherokee. Alvöru jeppi, hlaðinn lúxus og tæknibúnaði t.d. leggur sjálfur í stæði, adaptive cruise control og blind spot detection.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.