Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Síða 13
á gamla staðnum og stundum
þrísetið í hádeginu en hér er
pláss fyrir rúmlega 50 manns og
margir sem vinna hér í nágrenn-
inu koma reglulega til okkar í
mat. Þeir eru flestir á fimmtu-
dögum, því þá er alltaf lagt
meira í matinn en aðra daga; yf-
irleitt einhvers konar steik.
Menn eru ánægðir með það og
taka hraustlega til matar síns.“
Erlingur er menntaður kennari
og starfaði lengi í grunnskóla.
„Síðan vann ég á meðferðarheim-
ili og segja má að starfið hér sé
nokkurs konar framhald á því.“
Honum líkar vel og er ánægður
með hvernig hefur gengið í
gegnum árin.
„Starfið er gefandi og það er
sérstaklega gaman þegar krakk-
ar, sem hafa verið hér hjá okkur
en eru komin í aðra vinnu eða
farin í skóla á ný, koma í heim-
sókn til að spjalla og fá sér að
borða.“
Langflestir eru ánægðir og
komast í vinnu eða fara aftur í
skóla en einstaka gefst upp og
hættir. „Það kemur fyrir að ég
spyr sjálfan mig hvern fjandann
ég sá að gera hérna, en það er
sem betur fer sjaldan…,“ segir
Erlingur.
Fjölsmiðjan er flutt í Furuvelli 13. Þar er oft þröng á þingi, eins og sjá má.
Hannes Pétursson stjórnar bílaþvottastöð Fjölsmiðjunnar við Furuvelli.
8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Grunnskólanum á Hallormsstað
verður lokað eftir þetta skólaár.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs sam-
þykkti það í vikunni, en sveitarfélag-
ið hefur rekið skólann í samstarfi við
Fljótsdalshrepp. Tíu börn stunda
nám við skólann í vetur.
„Hallormsstaðaskóli á farsæla
sögu allt frá því skólinn var settur í
fyrsta sinn í upphafi árs 1967. Und-
anfarin ár hefur börnum í skóla-
hverfi skólans hins vegar farið stöð-
ugt fækkandi og sum þeirra sækja
skólavist í aðra skóla en sinn heima-
skóla,“ segir í ályktun sem sam-
þykkt var samhljóða í bæjarstjórn.
Í ályktuninni segir að ekki séu vís-
bendingar um breytingar á þessari
þróun og mat þeirra sem að skól-
anum standa, Fljótsdalshéraðs og
Fljótsdalshrepps, sé „að ekki séu
lengur forsendur fyrir að skólahaldi
í Hallormsstaðaskóla verði haldið
þar áfram …“ Næsta skref er að
vinna drög að nýjum samningi um
samstarf í grunn-, leik- og tónlistar-
skólaþjónustu og tekin afstaða til
þess hvernig húsnæðið verði nýtt.
Tíu börn stunda nám í grunnskól-
anum á Hallormsstað í vetur.
AUSTURLAND
Þorsteinn Ivan Bjarkason og aðrir nemendur á Hallormsstað fóru í Melarétt í
haust. Hann gerir það væntanlega aftur í ár en sest á annan skólabekk í haust.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lokað á Hallormsstað
Til stendur að reisa litla heimarafstöð á Hesteyri,
það er allt að 30 kW túrbínu. Stöðvarhús, aðrennsl-
islögn og strengir verða niðurgrafnir. Rask verður
því lítið og því taka yfirvöld jákvætt í málið.
Hesteyri
Aðstandendur Listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal í
Arnarfirði fengu á dögunum einnar milljónar króna styrk
frá menntamálaráðuneytinu til endurgerðar mannvirkja.
Uppbygging heldur því áfram, en er þegar komin vel á veg.
Selárdalur
Verð fr
á
KAI eru:
• Japanskir hágæða hnífar sem hafa verið framleiddir í yfir 100 ár
• Gerðir úr hágæða stáli
• Yfir 23.000 hnífar seldir á Íslandi
• Hnífar fyrir fagmanninn
jafnt sem áhugamanninn
Hágæða hnífar
SEKI MC
Shun Prem
iere
Pure koma
chi 2
Wasabi Bla
ck
2.250
kr.
Shun
Allt fyrir eldhúsið
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–17, laugard. kl. 11-14.
Verð á ýmsum tegundum mat-
vöru í Kjarvalsverslunum, svo
sem á Hellu og Hvolsvelli, hefur
lækkað verulega og til jafns við
það sem gerist í Krónunni. Með
þessu vilja stjórnendur Kaupáss,
sem reka tvær áðurnefndar mat-
vörukeðjur, koma til móts við
sjónarmið viðskiptavina eystra
sem óskað hafa eftir því að fá
lágvöruverðsverslun á svæðið.
„Við teljum markaðinn í Rang-
árvallasýslu ekki svo stóran – í
bili að minnsta kosti – að
grundvöllur sé fyrir lág-
vöruverðsverslun. Óskir íbúanna
um slíkt og að vöruverð sé
lægra eru hins vegar mjög skilj-
anlegar og þeim viljum við
svara. Nú þegar höfum við
lækkað verð á 600 vörunúmerum
í verslunum okkar eystra í það
sama og er í Króunni og 400
bætast við á næstu mánuðum.
Þá setjum við ávaxta- og græn-
metisborð í verslanirnar fyrir
austan og þau verða komin upp
á vormánuðum,“ segir Kristinn
Skúlason, rekstrarstjóri Krón-
unnar og Kjarvals, í samtali við
Morgunblaðið.
Á Selfossi starfrækja allar
stóru matvörukeðjurnar verslanir,
það er Krónan, Samkaup og
Bónus. Algengt hefur verið að
fólk úr sveitunum, til að mynda
austan úr Rangárþingi, sæki út
á Selfoss í verslanir. „Við nýtum
veltuhraðann og samlegðaráhrif,
til dæmis flutninga, innkaup og
fleira slíkt til þess að lækka
verðið hjá Kjarvali á Hellu og
Hvolsvelli. Nú fást þessar al-
gengu vörur, til dæmis kjöt,
brauð og mjólkurvörur, á sama
verði og í Krónunni og vonandi
getum við bætt enn fleiru við í
fyllingu tímans,“ segir Kristinn.
Bætir við að Krónan sé að færa
út kvíarnar um þessar mundir.
Nú sé verið að breyta þremur
Nóatúnsbúðum á höfuðborg-
arsvæðinu í Krónuverslanir og
ekki sé launung á því að stjórn-
endur fyrirtækisins horfi til
frekari umsvifa í næstu framtíð.
RANGÁRVALLASÝSLA
Kjarval svarar kröfum
ÞÚSUND VÖRUTEGUNDIR Í
KJARVALI Á SAMA VERÐI
OG Í KRÓNUNNI.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Kjarvalsverslunin á Hvolsvelli er við þjóðbraut og er helsta búðin á svæðinu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ekki grundvöllur fyrir lágvöruverðs-
verslun, segir Kristinn Skúlason.